Þjóðviljinn - 18.12.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.12.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 18. desember 1954 pbygging öflugs atvinnulífs og úf- rýming húsnæðisskorts eru brýn- ustu verkefni bæjarstjórnarinnar Niðurlag. Húsnæðisskorturinn Ég kem þá að tillögu okkar um 50 millj. kr. lántöku til í- búðabygginga, teknamegin á eignabreytingum. Ingi R. Helga- son mun gera grein fyrir álykt- unartillögum flokksins í hús- næðismálum. Ekkert vanda- mál er eins brýnt af þeim sem snerta bæjarmál Reykjavíkur og að skjót og varanleg úrlausn verði fundin á böli húsnæðis- leysisins. Þúsundir bæjarbúa verða að búa í bröggum frá stríðsárunum, heilsuspillandi kjallaraíbúðum og þæginda- snauðum skúrræksnum. Heilsa hundraða barna er í hættu og heimilishamingja fjölmargra eyðilögð. Þannig er ástandið í húsnæðismálum Reykjavíkur um miðja tuttugustu öld. í skjóli þessa ástands þrífst svartur okurmarkaður á leigu- húsnæði og seldum íbúðum. Helmingur mánaðartekna verkamanns er orðið algjört lágmark fyrir sæmilega leigu- íbúð. Hver áhrif þetta hefur á raunveruleg lífskjör almennings liggur í augum uppi. Enda fer sá hópur launamanna sífellt stækkandi sem á þess engan kost að láta kaupgjaldið hrökkva fyrir brýnustu nauð- synjum, þótt engu sé varið til skemmtana eða menningarauka. Atbeini bæjarins óh j ákvæmilegur Hvort sem mönnum líkar það betur eða ver verður ekki unn- inn bugur á húsnæðisneyðinni í Reykjavík nema fyrir atbeina bæjarfélagsins sjálfs. Ekki svo að skiija að stöðva eigi bygg- ingar einstaklinga eða samtaka sem slíkar framkvæmdir hafa með höndum. Þvert á móti ber að efla þær og styðja með öll- um ráðum af hálfu bæjarins. Hinu þýðir ekki að neita að þessar byggingai íeysa ekki all- an vandann enda ekki við það miðaðar. Kemur þar margt til greina og þá ekki sízt skortur- inn á hagkvæmum lánum til langs tíma, en stórfelldar úrbæt- ur á því sviði eru höfuðfor- senda þess að húsnæðisvanda- málið verði leyst til frambúðar. Bærinn verður því að byggja íbúðir í stórum stíl og þá ekki sízt leiguíbúðir, það eitt útrým- ir húsnæðisskortinum og þrýstir niður hinni hóflausu húsaleigu sem nú er krafizt í flestum til- fellum. Þetta eru að vísu engin ný sannindi. Við sósíalistar höf- um haldið þessu linnulaust fram á undanförnum árum, fært fyrir því óyggjandi rök og barist fyrir öflugri þátttöku bæjarins í byggingarstarfsem- inni. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur streytst á móti af öllum mætti og séð svo um að bygg- ingarframkvæmdir bæjarins væru sem allra lítilfjörlegastar og kæmu í fæstum tilfellum því fólki að gagni sem verst er sett, Hér verður að horfast í augu við staðreyndirnar. Allt annað hefnir sín í ríkum mæli og ger- ir vandamálið torleystara en ella. Framkvæmdaleysi bæjar- ins í þessum efnum á síðustu árum gerir það að verkum að ekkert annað en stórátak í í- búðabyggingamálum kemur að tilætluðu gagni! Lán bér eða erlendis Við höfum því lagt til að ákveðið verði að taka 50 millj. kr. lán til íbúðarhúsabygginga á næsta fjárhagsári. Ég er við- búinn að heyra þá mótbáru að lán sé hvergi fáanlegt. Það eru hin venjulegu svör borgarstjór- ans og bæjarstjórnarmeirihlut- ans. Ég vil því minna á, að flokkur bæjarstjórnarmeirihlut- ans er mikils ráðandi í peninga- málum þjóðarinnar, hann veitir Ræða Guðmundar Vigíússonar við 2. umræðu um fjárhags- áætiun Reykjavíkur ríkisstjórninni forustu og ræður mestu um lánsfjárstefnu bank-j anna. Fái bærinn samt sem áður enga áheyrn sem er næsta ótrúlegt, sé eftir því gengið af alvöru og festu, þá eru þess dæmin að tekin hafa verið er- lend lán til nauðsynjafram- kvæmda, svo sem Sogsvirkjun- ar og Hitaveitu. Eg fullyrði að lántaka til íbúðarhúsabygginga í Reykjavík, eins og nú er á- statt í húsnæðismálum bæjar- búa, er ekki síður mikið nauð- synjamál. í fyrra var borgarstjóra heim- ilað að taka 10 millj. kr. lán til íbúðabygginga og holræsagerð- ar, að áskyldu samþykki bæj- arráðs. Ég vil spyrja borgar- stjóra um aðgerðir hans og undirtektir lánsstofnana. Svo mikið er víst að ekkert slíkt lán hefur verið tekið, með sam- þykki bæjarráðs. Sama heim- ildin er í frumvarpinu nú, en mig grunar að hún sé aðeins til að sýnast en ekki alvarlega meint. Er slíkt illt og ætti að leggja þau vinnubrögð á hill- una. Ég legg áherzlu á að 50 millj. kr. lántökuheimildin sé sam- þykkt nú og að framkvæmd- inni verði gengið af þeim þunga og þeirri alvöru sem hæfir þessu brýna hagsmunamáli bæjarbúa. Hálf milljón til verkamannahúss Gjaldamegin á eignabreyt- ingu leggjum við til að inn verði tekinn nýr liður: Verka- mannahús við höfnina 500 þús- und krónur. Þetta baráttumál verkalýðssamtakanna og Sósíal- istaflokksins hefur nú loks náð fram að ganga, eftir áratuga andstöðu Sjálfstæðisflokksins. En þrátt fyrir samþykkt bæjar- stjórnar er ekkert fé ætlað sér- staklega til byggingar verka- mannahúss á frumvarpinu. Framkvæmd þessa hagsmuna- og menningarmáls reykvískra hafnarverkamanna, hefur nógu lengi beðið þótt hafizt verði handa og fé ætlað til bygging- arinnar, loksins þegar íhaldið hefur verið neytt frá andstöðu sinni. Nauðsyn félags og tómstundaheimila. Þá flytjum við aðra tillögu um nýjan lið gjaldamegin á eignabreytingum: Félags og tómstundaheimili x úthverfum 500 þús. kr. Ég þarf ekki að iýsa fyrir bæjarfulltrúum nauð- syn þess að bærinn skapi út- hverfabúunum bætt skilyrði til félagslífs og æskunni aðstöðu til hollra tómstundaiðkana. Reykja vík er sorglega fátæk af slíkum stofnunum, sem geta orðið íbú- um hennar og þá ekki sízt hinni uppvaxandi kynslóð til menn- ingarauka í frístundum. Árlega rísa hér upp lélegar vaitinga- stofur um allan bæ, sem verða athvarf þeirrar æsku sem ekki eru búin önnur tómstundaskil- yrði. í þessu liggur hætta sem þarf að fjarlægja áður en hún hefur gert meiri skaða en orðið er. Félags og tómstundaheimili í sem flestum bæjarhverfum er áreiðanlega eitt varanlegasta ráðið til þess að beina hug- um æskunnar og annarra að hollum og menningaraukandi viðfangsefnum. Framlag til sorpeyðingarstöðvar - Loks flytjum við tillögu, einnig gjaldamegin á eigna- breytingum, um að varið verði 350 þús. kr. á næsta fjárhags- ári til byggingar sorpeyðingar- stöðvar. Þetta mál hefur lengi verið á döfinni og ég man ekki í hve mörgum kosningum Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lofað Reykvíkingum sorpeyðingar- stöð, en á það hefur hann verið óspar en minna orðið um efnd- ir fram að þessu. Málið hefur nú verið undirbúið af borgar- lækni og bæjarráð samþykkti áætlanir hans um framkvæmdir fyrir meira en ári síðan. Samt hefur ekki verið hafizt handa en í þess stað áætluð ný fjárveiting til sorphauga, 150 þús. kr. samkv. frumv. Sú fjár- veiting er vafalaust nauðsyn- leg eins og stendur, en tæplega æskilegt að hún verði fastur liður á fjárhagsáætlun í mörg ár. Allar líkur eru til að svo verði nema loks verði hafnar framkvæmdir við að reisa sorp- eyðingarstöðina. Er hér um mikið heilbrigðis- og þrifnaðar- mál að ræða, sem ég vænti að allir bæjarfulltrúar geti nú orðið sammála um að hrinda í fram- kvæmd, en til þess þarf a. m. k. að veita fé til byrjunarfram- kvæmda, eins og lagt er til í tillögu okkar sósíalista. Nauðsyn stefnubreytingar Ég hef þá lokið vi’ð að gera grein fyrir breytingartillögum okkar við frumvarpið. Þær eru við það miðaðar að sníða af því mestu og auðsæjustu gall- ana. Og þær eru fluttar í því trausti, að þrátt fyrir allt sem "í milli ber, sé einhver vilji fyr- ir hendi til að draga úr ónauð- synlegri eyðslu en leitast við að verja þvi meira fé til þess sem er grundvöllur góðrar af- komu og hagsældar allra ibúa Reykjavíkur: uppbyggingar ör- uggs atvinnulífs og lausnar á húsnæðisvandamálinu. Eftir sem áður er það sann- færing mín, að sú gjörbreyting á fjármálastefnunni og afstöðu bæjarfélagsins til atvinnulífs- ins og húsnæðismálanna, sem nú er brýnni en nokkru sinni fyrr, fæst ekki nema skipt sé um meirihluta í bæjarstjórn. Mörg sólarmerki benda nú tii þess, að framundan sé vaxandi samstaða vinstri afla og ný sókn sameinaðrar alþýðu. í því efni hefur reykvísk alþýða ekki sízt til mikils að vinna: að heimta höfuðborg sína úr hönd- um síngjarnrar og þröngsýnnar yfirstéttar og taka stjórn henn- ar og framkvæmdir í eigin hendur. m innin^arópjoi fslenzk skáldsaga á heimsmælikvarða GYÐJAN 0G l \I\\ eftir KRISTMANN GUÐMUNDSSON Þessi stórsnjalla skáldsaga, sem farið hefur sigur- 1 för víða um heim, er komin út í íslenzkri þýðingu Einars Braga Sigurðssonar og verður Jólaskáldsagan í ár Sagan gerist suður á Krít á 14. öld fyrir Kristburð og fjallar um hamingjuleitina heima og erlendis, bar- áttu holdsins og andans og ástina, sem er möndullinn í öllum skáldskap Kristmanns. „Gyðjan og uxinn“ er af flestum talin snjallasta skáldsaga höfundarins og öndvegisverk í íslenzkum bókmenntum. Hún einkennist af snilldarlegri sálkönnun, listrænni fegurð, örlagarík- um atburðum og glímu mannsins við ósýnileg máttar- völd. Þetfa er í fyrsta sinn, sem „Gyðjan og uxinn" kemur út í heild á íslenzku. Þar með er glæsilegt listaverk komið heim til ís- lands úr seyján ára útlegð. „GYÐJAN OG UXENN“ er þriðja bindið í ritsafni Kristmanns Guðmundssonar Fyrri bindin eru smásagnasafnið „Höll Þymirósu“ og skáldsagan „Arfur kyn- slóðanna'1, sem flytur „Morgun lífsins“ og ,,Sigmar“ í einu bindi. Ritsafn Kristmanns er vandlátum bókamönnum kærkomin gjöf Bcrgarútgáfan ■■■■■■•••■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■-^■■■■•■■•••■■■■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■B ■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■' Bækumar fást í Bókabúð Máls og mermingar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.