Þjóðviljinn - 29.12.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 29. desember 1954 ------.
Erích Maria ItEMARQUE:
-----------------------,
Að elsha . • •
• .. og deyja
V_______________________J
16. dagur
* „Sömuleiðis.“
* Fresenburg þrammaöi af stað gegnum snjóinn í átt-
' ina að næsta þorpi þar sem hann hafði aðsetur. Gráber
: starði á eftir honum, þar til hann hvarf inn 1 myrkrið.
1 Þá fór hann til baka. Fyrir fraiman kirkjuna sá hann
1 dökkan skuggann af hundinum. Dyrnar opnuðust og
mjór ljósgeisli kom í ljós sem snöggvast. Segldúkur hafði
verið hengdur fyrir innganginn. Ljósið virtist hlýlegt og
! hefði litið heimalega út ef maður hefði ekki vitað hvers
' vegna það var þama. Hánn nálgaðist hundinn. Hund-
1 urinn stökk burt. og Graber sá að brotnu styttumar
‘ stóðu í snjónum fyrir framan kirkjuna. Við hliðina á
þeim lá ónýta reiðhjólið. Allt hafði verið borið út, því
1 að ekki veitti af rúminu.
Hann gekk í áttina að kjallaranum, þar sem flokkur
hans hafði aðsetur. Fölt sólarlag sást að baki rústunum.
1 Hjá annarri kirkjuhliðinni lágu líkin. í þíðviðrinu höfðu
þrjú gömul lík fundizt í viðbót. Þau vom mjúk og mold-
arleg. Hjá þeim lágu hinir sem dáið höfðu í kirkjunni
þennan sama dag. Þeir voru enn fölir og fjamdsamlegir
og virtust ekki enn búnir að sætta sig við örlög sín.
4
skall hurð nærri hælum. Ég held að allur kjallarinn
fyrir aftan okkur hafi hrunið".
Þeir skriðu út. Hávaöinn fyrir utan hófst að nýju.
Gegnum hann heyrðu þeir Múcke hrópa skipanir.
Steinn á flugi hitti hann í ennið. Blóðið streymdi niður
andlit hans, svart í flöktandi ljósinu. „Komið. Allir!
Grafið þá upp! Hverja vantar?“
Enginn svaraði. Spurningin var of heimskuleg. Gráber
og Sauer voru að hreinsa burt steinruðning. Það var
seinleg vinna. Járnbitar og stórir steinar voru fyrir
þeim. Þeir sáu varla til. Þeir höfðu ekki aðra birtu en
bjarmann frá sprengingunum.
Gráber ýtti frá sér ruðningi og skreið meðfram fölln-
um veggnum. Andlit hans var rétt við ruðninginn og
hann þreifaði fyrir sér í sífellu. Hann hlustaði vand-
lega, bjóst við að heyra óp eða stunur og þreifaði eftir
limum í rústunum. Þetta var betra en að grafa út í blá-
inn. Tíminn var dýrmætur þegar steinveggir hrundu.
Allt í einu fánn hann fyrir sér hönd sem hreyfðist.
„Hér er einhver", hrópaði hann. Hann mokaði og leitaði
að höfðinu. Haxm fann það ekki og togaði í höndina.
„Hvar ertu? Segðu eitthvað! Segðu mér hvar þú ert!“
hrópaði hann.
„Héma“, hvíslaði grafni maðurinn í hléi milli spreng-
inga, næstum upp við eyra hans. „Togaðu ekki í mig.
Ég er fastur“.
Höndin hreyfðist aftur. Graber ruddi til steinum.
Hann fann andlitið. Hann þreifaði á munni mannsins.
,,Hérna“, öskraði hann. „Hjálpið mér héma“.
Það komust ekki að nema tveir menn til aö grafa.
Gráber heyrði rödd Steinbrenners. „Færðu þig til!
Gættu að andliti hans. Við verðum að komast að hon-
um frá þessari hlið.
Gröher vu niig^r. ífintr Utihíi rösklega í|
rííýrkxinu. „Hver er hann?“ spurði Sáuer.
„Ég veit það ekki. Hver ert þú?“
Grafni maðurinn sagði eitthvað. Gráber skildi hann'j
Þeir vöknuðu. Kjallarinn skalf og nötraði. Þeir fengu
hellu fyrir eyrun. Alls staðar hrundi úr múrveggjunum.
1 Loftvarnarbyssurnar handan við þorpið skutu án afláts.
■ „Út héðan“, hrópaði einn hermannanna.
„Rólegir! Kveikið ekki ljós“.
„Út úr þessari rottugildru".
„Fífl! Hvert á að fara? Þegið þið! Þið emð ekki betri
• en nýliðar.“.
Þung sprengja skók kjallarann til. Eitthvað brotnaði
' og féll niður í myrkrinu. Það heyrðist brothljóð, steinar
' falla, timbur brotna. Föl leiftur sáust gegnum opið í
loftinu.
„Einhverjir hafa grafizt undir þarna bak við“.
„Þegið þið! Það var bara hluti af veggnum".
„Út. Áður en þeir grafa okkur lifandi hérna“.
' Einhverjir sáust á hreyfingu fyrir utan kjallarann.
' „Fávitar", öskraði einhver. „Verið kyrrir þarna niðri!
’ Þar er ykkur óhætt fyrir sprengjubrotum“.
Hinir sinntu þessu engu. Þeir treystu ekki veigalitl-
' um kjallaranum. Þeir höfðu á réttu að standa, og sömu-
' leiðis hinir sem kyrrir voru. Það var aðeins heppnin
sem réði. Það var jafn líklegt að þeir yrðu undir stein-
veggnum og fyrir sprengjubrotum.
Þeir biðu. Þeir höfðu óþægindakennd í maganum og
önduðu með varúð. Þeir biðu eftir næstu sprengju. Hún
hlyti að falla nærri. En hún gerði það ekki. Þess í stað
’ heyrðu þeir allmargar sprengjur í lotu lengra í burtu.
„Djöfullinn sjálfur“, hrópaði einhver. „Hvar eru
orustuflugvélarnar okkar?“
„Yfir Englandi“.
‘ „Haldið þið kjafti“, öskraði Mucke'.
„Yfir Stalíngrad", sagði Immermann.
! „Þegiðu".
* Véladynur heyrðist milli sprengjudrunanna. „Þarna
eru þær“, hrópaði Steinbrenner. „Þetta eru okkar vélar“.
' Allir hlustuðu. Vélbyssuskothríð kvað við. Svo heyrð-
1 yst þrjár sprengingar, hver á eftir annarri. Þær voru
mjög nálægt þorpinu. Föl birta lýsti upp kjallarann og
' í sömu andránni ógnþrunginn hvítur, rauður og grænn
' bjarmi, jörðin lyftist og sprakk með dynjandi gný, Ijós-
flóði og myrkri. Um leið og úr þessu dró heyrðust óp
að utan og urg í steinveggjum sem féllu saman í kjall-
’ aranum. Gráber skreiddist fram undan brakinu. Kirkj-
‘ an, hugsaði hann, og honum fannst eins og ekkert væri
eftir af honum nema hörundið, allt annað væri horfið.
’ Inngangurinn að kjallaranum var óskemmdur; það
1 markaði óljóst fyrir honum um leið og blinduð augu
hans fóru að greina umhverfið. Hann hreyfði sig. Hann
hafði ekki særzt.
i „Fari það kolað“, sagði Sauer við hlið hans. „Þarna
<s>-
Enn um hversdagskjóla
Hversdagskjólinn þarf mað-
ur að kunna vel við. Maður
þarf að geta horft á hann á
hverjum degi og sniðið má ekki
vera þannig að það þvingi
mann á nokkum hátt. Sniðið
verður að fara eftir þvi hvort
eigandi kjólsins er skrifstofu-
stúlka, húsmóðir eða verk-
smiðjustúlka, því að þær gera
ekki sömu kröfur til hversdags-
fatnaðar.
Húsmóðirin þarf að eiga rúm-
góðan hversdagskjól, sem hún
getur hreyft sig óþvingað í,
skrifstofustúlkan getur ef til
vill notað kjól með þröngu
pilsi, en trúlega þarf hann að
vera víður um handveginn til
þess að stúlkan geti teygt sig
eftir pappír og blöðum og skrif-
að auðveldlega á ritvél.
Stór, hvít, stífuð uppslög
sem á tímabili voru ævinlega
sýnd í bandarískum kvikmynd-
um sem einkenni á sönnum
skrifstofustúlkum, eru eitt hið
óhentugasta sem hugsast getur
á skrifstofum. Það er erfitt að
halda hvítum, stífuðum upp-
slögum hreinum og þau eru
alltaf fyrir þegar skrifað er á
ritvél. Munið eftir slikum smá-
atriðum þegar þdð veljið ykkur
hversdagskjól. Það er ekki nóg
-að sniðið sé snoturt, það þarf
líka að henta fyrir það sem
á að nota það til.
Gleras og gaman
Fyrrverandi utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, Cordell
Hull, var kunnur fyrir var-
fæmi sína /í fullyrðingum.
Eitt sinn sem oftar var hann
á ferðalagi í járnbrautarlest.
Vinur hans sem með honum
var benti honum skyndilega á
stóra hjörð við veginn.
Sjáðu, nýrúið fé, sagði vinur-
inn.
Að minnsta kosti á þeirri
hliðinni sem að okkur snýr,
svaraði ráðherrann.
te=SSSS=a
Lærður maður skrifaði sendi-
bréf fyrir óskrifandi þjón
sinn. Er bréfinu var efnislega
lokið, sagði lærði maðurinn:
Er nokkuð sem þér vilduð láta
bæta við?
Þér gætuð kannski beðizt af-
sökunar fyrir mína hönd á
slæmri skrift og mörgum rit-
villum, svaraði fákæni mað-
urinn.
B=SSS==I 'i
Kona mannsins kom skyndi-
lega inn í eldhúsið, og þá var
maðurinn hennar einmitt sem
óðast að faðma vinnustúlk-
una. ...... •••
i'ettá kemn>* —-í- ovænt,
sagði eiginkonan hörð á svip.
Þú ættir bara að vita hvað
það kemur okkur líka mikið á
óvænt, svaraði eiginmaðurinn
og lét sér hvergi bregða.
Kjólarnir þrir á myndinni
eru allir hugsaðir sem hvers-
dagskjólar og hægt er að breyta
þeim eftir þörfum. Fyrsti kjóll-
inn er hentugur fyrir alls kon-
ar vinnu. Það er kjóll í skóla-
stelpustíl og fullorðin kona get-
ur hæglega notað hann. Hún
þarf ekki einu sinni að vera
sériega ung, aðeins sæmilega
grönn og spengileg. Köflótta
efnið snýr á ská í öllum kjóln-
um og blússa og ermar eru
sniðið út í eitt. Ermasíddin er
hentug og þó hlý. Pilsið er vel
vítt og stóru vasarnir eru
skakkir á. Þetta er góður
hversdagskjóll, ef maður ósk-
ar eftir kjól sem er ekki of
frumlegur.
Kjóllinn með þrönga, slétta
pilsinu er að sínu leyti jafn
einfaldur að gerð og sniði.
Hann er með ísettar ermar og
stór uppslög á þeim. Við minnt-
umst áður á að stór uppslög
væru ekki hentug við skrif-
stofuvinnu og þá ekki heldur
við heimilisstörf. Hvers vegna
eru þau þá höfð á þessum kjól ?
Vegna þess að þau eru falleg
og margir nota hversdagskjól-
inn fyrst sem betri kjól áður
en hann er tekinn til hvers-
dagsnota og þessi kjóll hentar
einmitt mjög vel til þess. Not-
ið stóru uppslögin fyrst í stað
og styttið síðan ermarnar og
gerið þær hálflangar þegar þið
farið að nota kjólinn í vinnuna.
Stóru uppslögin má svo nota
til að sauma úr lítil uppslög
á stuttu ermina.
Þriðji kjóllinn er nýtízkuleg-
astur af þessum þrem kjólum.
Hann er með breiða v-hálsmál-
inu og við það notaður dropótt-
ur hálsklútur. Belti og vasa-
klútur eru úr sama dropótta
efninu. En varið ykkur á að
nota það ekki víðar, t.d. i
hnappa og uppslög, því að þá
er hætt við að kjóllinn verði
ofhlaðinn.