Þjóðviljinn - 29.12.1954, Blaðsíða 7
Ástæðurnar fyrir
styrjöldina
Fáar þjóðir eru jafn háðar
erlendum mörkuðum og utan-
ríkisverzlun sem vér íslend-
ingar. Kemur það til af þvi,
að atvinnuvegir vorir eru
fremur fábreyttir miðað við
flestar þjóðir aðrar, og fram-
leiðslan því fremur einhæf.
Hinsvegar dylst það engum,
að í skauti lands vors og
sjávar eru auðlindir svo rík-
ar, að nægja munu þjóðinni
um aldir fram, ef þær eru
rétt og skynsamlega notað-
ar, eins þótt þjóðin margfald-
ist að fólksfjölda.
Svo sem kunnugt er hafa
aðalútflutningsvörur okkar
reynast að skapa sér nýja.
aðstöðu í þeim nýja heimi, er 1
upp risi að styrjöldimii lok- j
inni. •
Það leið heldur ekki ás
löngu áður en til þess kæmi. |
Þegar veturinn 1945—’46 !
upplýsti þáverandi forsætis-
ráðheira á þingfundi að hann
hefði fengið símskeyti þess
efnis, frá brezku stjórninni,
að hún myndi ekki kaupa
freðfisk af Islendingum. En á
stríðsárunum hafði brezka
stjómin sjálf verið hinn eigin-
legi kaupandi að þeim freð-
fiski, sem héðan hafði verið
fluttur til Bretlands. Að vísu
þurfti ekki að stöðvast inn-
flutningur þessarar fram-
leiðslu þangað, en sýnilegt
skipti lögðust niður svo
snögglega. Formælendur
þeirrar íslenzku ríkisstjórnar
er þar átti hlut að máli, hafa
fast haldið því fram, að full-
trúar Sovétríkjanna hafi ekki
viljað við okkur tala meira.
Af öðrum aðilum hefur verið
stíft á því haldið, að hér hafi
verið um viljaverk að ræða
hjá íslenzku stjórninni að láta
þessi viðskipti niður falla.
Enda luifi hún eimnitt þótzt
eygja möguleika á mörkuðum
annarsstaðar, mörkuðiun, er
henni þóttu hentugri af póli-
tískum ástæðum, og hún taldi
sér vísa í sambandi við þá
atburði, er í hönd fóru í sam-
skiptum bæði Islendinga og
annarra Vestur-Evrópuþjóða
Ásmundur Sigurðsson:
MARKAÐSMÁL ÍSLEADINGA
og
ðtflutningsverzlun
lengst af verið fiskafurðir
ýmiskonar. Fremur voru þær
þó fábreyttar lengi vel. Is-
lendingar komust að vísu
upp á að verka saltfisk betur
en flestir eða allir aðrir. En
um lengri tíma voru það líka
aðalafrekin í fiskverkuninni.
Á síðari árum hefur þetta
breytzt svo mjög að nú er
aðeins mjög takmarkaður
hluti aflans verkaður ■ sem
saltfiskur.
En jafnframt því að tek-
ið var að gera framleiðsluna
fjölbreyttari sköpuðust nýir
möguleikar til markaðsöflun-
ar. Isfiskur og hraðfrystur
fiskur urðu miklar útflutn-
ingsvörur, ennfremur síldar-
afurðir o. fl.
Fram að styrjöldinni gekk
á ýmsu með útflutningsverzl-
unina. Kreppan mikla kom
afar hart niður á íslenzkum
útflutningi, en svo þokaðist
upp á við þegar henni fór að
linna, og mátti segja, að
sæmilega gengi síðustu árin
fyrir styrjöldina.
Tilraun Breta til
verðlækkunar 1946
En þegar í byrjun styrj-
aldarinnar varð gjörbreyting
á öllu. Samböndin við mörg
gömlu markaðslöndin rofn-
uðu gjörsamlega. En í þess
stað ukust mjög markaðs-
möguleikar við Bretland.
Varð það nú aðalviðskipta-
landið, er tekið gat á móti
meiri framleiðslu fiskafurða,
en unnt var að framleiða.
Einkum fór útflutningur ís-
aðs fisks mjög vaxandi. Jafn-
framt því fór verðið hækk-
andi. Er þarflaust að rekja
það nánar. Hitt var svo öll-
um ljóst, að hér var aðeins
um styrjaldarfyrirbrigði að
ræða. Og nauðsynlegt mundi
var, og kom greinilega í ljós
í samningaumleitunum þeim
er þá fóru fram að mein-
ing Bretanna var að lækka
verðið frá því sem áður var.
Auk þess minnkaði nú mjög
ísfiskmarkaður okkar þar í
landi, er Bretar hófu veiðar
sjálfir, og horfði því á tíma-
■bili óvænlega um sölu helztu
útflutningsvaranna.
Samningar við
Sovétríkin bjarga
framleiðslunni
Þetta varð m.á. til þess að
þáverandi ríkisstjóm fór að
hugsa um markaðsleit ann-
arsstaðar. Reyndist þá eklti
sízt að leita í austurveg, því
vitað var að þar vom þjóðir
sem þurfandi vom fyrir mat-
væli. Hófust nú m.a. samn-
ingar við Sovétríkin, sem
undirritaðir vom í júnimán-
uði 1946. Var það stærsti
samningur sem íslendingar
höfðu nokkru sinni gert á
friðartímum við nokkra þjóð
og nam að upphæð 74 millj.
kr. Var þar með tryggt að
hver íslenzk flej"ta mættí
fiska svo sem unnt væri, án
þess að markaði þryti. Enda
fór svo að íslendingum tókst
ekki að standa við samning-
ana að sínu leyti, því fisk-
aflinn varð ekki nægur. Það
varð þó ekki til að hindra
framhaldandi viðskipti. Næsta
ár, 1947, vom samningar
hafnir að nýju og samið um
ennþá meiri viðskipti eða
rúmlega 96 millj. kr. Eln þá
venða straumhvörf. Árið 1948
námu viðskiptin við Sovétrík-
in aðeins 6 millj. kr. og lögð-
ust síðan niður með öllu um
nærri 5 ára skeið.
Allmjög hefur verið um það
deilt, hvers vegna þessi við-
við Bandaríki Norður-Amer-
íku. En það var Marshall-
samstarfið.
Höftin sem fylgdn
Marshallaðstoðinni
Inn í það kerfi gengu Is-
lendingar árið 1948. Starf-
semi þessi var skírð efna-
hagssamvinna, en allir vissu
að henni fylgdu margskonar
höft í viðskiptum Vestur-Ev-
rópuþjóðanna við hina sós-
íalistísku Austur-Evrópu.
Ekki er rúm til að rekja það
------------------
Fyrri
grein
hér, og nægir að benda á
hótanir, sem Bandaríkin
beittu opinberlega við ýmsar
Evrópuþjóðir, er þeim þóttu
svíkja samninga hvað þetta
snerti. Voru það hótanir um
sviptingu lijálpar, ef viðkoin-
andi þjóðir bættu ekki ráð
sitt. Urðu Danir t.d. oftar en
einu sinni fyrir slíktun hótun-
um út af samningum, er
dönsk fyrirtæki höfðu gert
þangað austur. Með það var
heldur ekki dult farið, að einn
þáttur þessarar starfsemi
skyldi vera. sá, að einangra
viðskiptalega hinn sósíalist-
íska heim. Hins vegar gerð-
ist ýmislegt í viðskiptum
sumra annarra V.-Evrópu-
þjóða við Sovétríkin, sem
eindregið benti til þess að
ríkisstjórnin íslenzka tæki
þetta bann alvarlegar en þær,
og benti þá jafnfram til þess
Míðvikudagur 29. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
að henni væri leikurinn ekki
leiður.
Markaðskreppan kom í
kjölfar Marshallkeríis-
ins. Viðskiptin við
Austur-Evrópu hag-
stæðust
En hvað sem deilum um
það atriði líður, þá fengu ís-
lenzkir útflytjendur fljótt að
kenna á þeirri óþægilegu stað-
reynd, að með inngöngu Is-
lands í Marshallkerfið hófst
kreppa í útflutningsverzlun-
inni. Sú von brást, að sam-
vinna þessi mundi færa okk-
ur góða markaði í Ameríku.
Að vísu var nokkuð selt þang-
að af hraðfrystum fiski öll
þessi ár, og var því mjög á
loft haldið. En reynt var að
leyna því, að öll árin, sem
fiskverðið var bætt upp með
ábyrgð ríkissjóðs, fór lang-
samlega mestur hluti uppbót-
arfjárins einmitt til að bæta
upp Bandaríkjafiskinn, vegna
þess að þangað var salan lök-
ust. Þegar gengislækkunin
kom og síðar bátagjaldeyris-
kerfið, var uppbótargreiðsl-
unum að vísu hætt. En verð-
hlutföllin héldust þannig hvað
hraðfrysta fiskinn snerti, að
lökust var salan til Banda-
ríkjanna, skárri til ýmissa
landa í Vestur-Evrópu, og
bezt tíl þeirra landa austan
hiníi hræðilega járntjalds, sem
á airnað borð var skipt við.
Sem dæmi um þetta skal
það nefnt, að eitt þessara ára,
1951, nam verðið á Banda-
ríkjamarkaði aðeins 78%
framleiðslukostnaðarins, eða
22% halli á framleiðslunni.
Holland, sem einnig fékk þá
nokkurt magn var þó lakara,
gaf aðeins 70% framleiðslu-
kostnaðarins. Nokkru betri
voru viðskiptin við England
og Israel, en þó með allmikl-
um halla. Hins vegar reynd-
ust austantjaldslöndin þann-
ig, að Ungverjaland gaf næst-
um 11% yfir framleiðslu-
verð, Tékkóslóvakía og Pól-
land 12—13% og Austurríki
nærri 14.5%. Þannig urðu
,,austantjaldslöndin“ tíl þess
að bæta upp verð „vestan-
tjaldslandanna“, svo heildar-
útkoma framleiðslunnar var
sæmileg.
Næsta ár var Bretum seld-
ur hraðfrystur fiskur fyrir 80
sterlingspund tonnið, þegar
Tékkar keyptu tonnið fyrir
145 sterlingspund. Og enn-
fremur má geta þess að árið
1953 var þorskverð á Lófót-
vertíðinni í Noregi kr. 1.60
pr. kg. En á sama tíma fengu
íslenzkir sjómenn kr. 1.05
fyrir kg. En Norðmenn liöfðu
líka gert miklu meiri við-
skiptasamninga en íslending-
ar austur fyrir ,,tjaldið‘', og
meira að segja til fleiri ára.
Þótt með þessu sé ekki sagt,
að rétt hefði verið að slíta
viðskiptasamböndin við þenn-
an vestræna kreppuheim
Marshallhjálparinnar, þá sýn-
ir þetta greinilega, hvar við-
skiptin voru bezt.
Ríkisstjórnin íyrirskipar
takmörkun íram-
leiðslunnar
Þá -skal bent á annað fyr-
irbrigði þessarar markaðs-
kreppu. Árin 1950 og 1951
gaf rikisstjórnin fyrirskipan-
ir til hraðfrystihúsanna um
að takmarka freðfiskfram-
leiðsluna. Var bannað að fram
leiða meira en 2/3 frystra
þorskflaka af magni því, er
framleitt var árin áður.
Þetta varð til þess að
minnka framleiðsluna á sama
tíma sem matvæli s.s. korn-
vörur voru flutt inn fyrir
gjafafé. Enda var svo kom-
ið árið 1952 að freðfisksal-
an var algjörlega að tærast
upp á mörkuðum V.-Evrópu
og Bandaríkjanna. Og eina
athvarfið með þessa vöru
voru þá orðin þau austan-
tjaldslönd sem fyrr getur, og
ennfremur einstaka vöru-
skiptaland s.s. Israel. Enn-
fremur var hér komið nýtt
atriði til sögunnar, en þaó
var löndunardeilan við Breta
og niðurfall ísfiskútflutnings-
ins. Þetta jók auðvitað þörf-
ina á söltim og hraðfryst-
ingu fremur en minnkaði, og
gerði það horfurnar ennþá í-
skyggilegri.
Loíið um Marshallhjálp-
ina átti að skapa vantrú
á landið og sætta fólkið
við hernámið sem
atvinnubót
En til þess að beina huga
þjóðarinnar frá þessu öng-
þveiti, og einnig því hve verzl-
unarjöfnuður hennar var ó-
hagstæður, var sífellt sung-
inn lofsöngurinn um Marshall-
hjálpina. Sífellt var öllum á-
róðursmálgögnum beitt til aó
sannfæra1 þjóðina um, að án
hennar hefði allt verið i kalda
koli, án hennar hefði ómögu-
legt verið að byggja nauð- *
synlegustu mannvirki, ám
hennar hefðum við ekki einu
sinni haft í okkur að éta.
Allur þessi áróður stcíndí
beint og óbeint að því að
skapa lijá þjóðinni vantrú á
landið og gæði þess. Skapa
hjá fólkinu vantrú á sjálft
sig, og ala upp þann hugs-
unarhátt að án erlendrar fjár-
liagsaðstoðar gætí þjóðin ekki
lifað í landinu.
Því miður varð árangur
þessarar viðleitni alltof mik-
ill. Atvinnuleysið sem skap-
að var kom einnig í góðar
þarfir, til að auka áhrif þessa
áróðurs. Það náði hámarki í
febrúar 1952, eftir fjögurrlT
ára Marshallhjálp. Þá voru
skráðir 669 atvinnuleysingj-
ar í Reykjavík einni. Vegna
þess tókst að fá fjölda fólks
til að sætta sig við hernám-
ið og hernaðarvinnuna, sera
annars hefði tekið upp harða
baráttu gegn því hvort-
tveggja.
Þannig varð til þessi at-
burðarás ein samhangandi
keðja til að lilelckja viðnáms-
þrótt þjóðarinnar gagavart
þeim erlendu öfíum, er inn-
rás gerðu í þjóðlífið bæði á
liernaðarlegu og menningar-
legu sriði.
I síðari hluta þessarar
greinar verður greinargerð
fyrir því hvernig fjötrarnir
hruklcu af útflutningsverzlun-
inni og framleiðslunni við
hin nýju viðskiptasambönd er
tekin voru upp aftur við
Sovétríkin sumarið 1950, og
hvernig þær breyttu ástæður
eru nú að gera þjóðinni fantí*
að vinna fyrir sér sjálf.