Þjóðviljinn - 29.12.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.12.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 29. desember 1954 þlÓOVIUlNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóaíalistafiokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (át>.) Préttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Slcólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ______________________________________________________!_______________✓ Jarðvegurinn undirbúinn Alþýðublaðið birtir í gær mjög athyglisverðar stjóm- málakenningar. Það segir að mjög hafi verið rætt imdanfarið um ágreining innan Alþýðuflokksins, mönnum hafi verið skipt í hægri ipenn og vinstri og þar fram eftir götunum. En, segir blaðið, allt er þetta hugarburður og þvættingur: „Sannleikurinn er sá, að í Alþýðuflokknum er ekki og hefur ekki verið ríkjandi neiim málefnalegur ágreiningur, sem réttlætt getur það að skipta mönnum í „vinstri“jafn- aöarmenn og „hægri“jafnaðarmenn, þ. e. a. s. hægfara og róttæka. Allar slíkar fullyrðingar eru áróður og ósannindi og aðeins til þess gerðar að skaða Alþýðuflokkinn og íor- ustuinenn hans.“ Svona einfaldur er sannleikurinn að sögn Alþýðublaðs- ins. Það er áróður og ósannindi að vinstri menn innan Al- þýðuflokksins í Reykjavík hafi stofnað sérstakt félag, Mál- fundafélag jafnaðarmanna. Það er áróður og ósannindi að vinstrimenn flokksins hafi hafið útgáfu á sérstöku blaði, Landsýn, þar sem ólýðræðislegt háttemi hægri mannanna er grgnrýnt mjög harðlega. Það er áróður og ósannindi að á síðasta Alþýðusambandsþingi hafi vinstri menn Alþýðu- flokksins tekið upp samvinnu við sósíalista, að þeir stjómi r- sameiginlega heildarsamtökum verkalýðsins — og að 1 ægri klíkan hafi samþykkt mjög alvarlegar refsiráðstafanir gsgn Hannibál Valdimarssyni af þeim sökum. Hn ef þetta er allt áróður og ósannindi geta skýiingarnar aoeins verið tvær. Annað hvort lifa Alþýðuflokksmenn í öðrum heimi en við hinir, neita að viðurkenna það sem ger- ist og búa sér í staðinn til þær staðreyndir sem þægilegri eru. Era þá að Alþýðublaðið er hætt að viðurkenna vinstri menn- ina sem Alþýðuflokksmenn. Síðari kenningin er óneitanlega sennilegri, þrátt fyrir það þótt Alþýðublaðsmenn séu ein- komiiegir og öðruvísi en fólk er flest. Enda er það yitað að það er nú æðsta hugsjón Stefáns Jóhanns og félaga hans s j reka vinstri mennina úr f lokknum, þótt því hafi ekki enn ve ið komið í framkvæmd. Skrif eins og þau sem birtust í Aipýðublaðinu í gær eiga að undirbúa jarðveginn. j Batskastjéri Sjálfstæðisf!okkssns Þær voru hvorki stórar á lengd né breidd fréttirnar sem málgögn Sjálfstæðisflokksins birtu um það að Vilhjálmur Þór hefði verið kjörinn bankastjóri Landsbankans. Þessi hlédrægni er þeim mun kjmlegri sem Vilhjálmur er banka- stjóri Sjálfstæðisflokksins, kosinn af honum og hlýtur því a 5 starfa á ábyrgð hans. í bankaráðinu, sem kýs banka- s jörann, hefur Sjálfstæðisflokkurinn þrjá menn af fimm: í ágnús Jónsson, Ölaf Thors og Jón Pálmason; hinir eru I '.idvin Jónsson frá Alþýðuflokknum — og Vilhjálmur Þór frá Framsókn. Þarna hefur Sjálfstæðisfl. alræðisvald. Þessar staðreyndir hafa ekki verið birtar í stjórnarblöð- uniun. Morgunblaðið óttast að kaupsýslumenn og heildsalar muni telja það kynlegt hátterni að Sjálfstæðisflokkurinn fikuii gera aðalleiðtoga SlS að valdamesta ráðamanni þjóð- bar.kans. Tíminn óttast að það komi samvinnumönnum und- arlega fyrir sjónir að helztu leiðtogar íhaldsins skuli telja ViL'ijálm Þór hinn ákjósanlegasta fulltrúa sinn í Lands- bar.kanum. En þótt blöðin fari hjá sér, er almenningur ekkert hissa. Þao vita það allir menn að sami sitjandinn er undir valda- klirum íhalds og Framsóknar; þar finnst ekki neinn ágrein- ingur um málefni — einu hugsjónirnar eru völd og gróði. Og þau átök eru nú leyst með helmingaskiptum: íhaldið hefur áreiðanlega fengið sitt fyrir að kjósa Vilhjálm, þannig íið ekki hallist á. Öperukvöld Þjóðleikhússms: I Pagliacei eftir Ruggiero Leoncavallo Cavalleria Rustieana eftir Pietro Mascagni Stina Britta Melander í hlutverki Neddu Leikstjóri: Simoit Edwazdsen Hljémsveiíarstjóri: dr. Victor Urbancic í Reykjavík er svart skamm- degi og jólasnjór, en á sviði ÞjóðleikHússins ríkir suðrænt sumar og sól. Þar voru tvær óperur ítalskar frumsýndar á annan dag jóla, og eru báðar í hópi vinsælustu og þekktustu söngleika hinnar miklu tónlist- arþjóðar. ,,I Pagliacci" og „Cavalleria Rusticana‘‘ eru sannnefndir tvíburar í heimi listarinnar, óperur þessar mega heita óaðskiljaniegar og eru að jafnaði fluttar saman á einu Edwardsen, er fslendingum að góðu kunnur frá öðrum sýning- um hliðstæðum, og dr. Victor Urbancic stjórnar sem fyrr hljómsveit og söng með mikl- um ágætum; frámkoma leikhús- kórsins hefur ekki áður verið jafneðlileg og frjálsmannleg sem í þetta sinn. Leikur söng- fólksins er að vísu talsvert mis- jafn og ekki alltaf eins eðlileg- ur og óska mætti, en þegar á allt er litið er heildarsvipur þessara frægu söngleika furðu- góður á hinu íslenzka sviði. Óperan er ný listgrein og harla ung að árum á landi hér; við getum verið hreykin af hinum öru framförum og þeim list- ræna árangri sem hér er náð. Mestu hlutverkin i „I Pagli- acci“ eru í góðum höndum þar sem þau eru Stina Britta Mel- ander, Þorsteinn Hannesson og Guðmundur Jónsson. Stina Britta Melander hin sænska er ekki aðeins afbragðs söngkona, hún hreif einnig áheyrendur með snjöllum leik sínum og heillandi framgöngu, falleg og suðræn ásýndum, fjörmikil, sviflétt og mjúk i hreyfingum. Þorsteinn Hannesson er mikill söngvari og öll frammistaða hans þetta kvöld með þeim glæsibrag að myndi sóma sér á hvaða óperusviði sem væri; hina margfrægu aríu um trúð- inn i lok fyrri þáttar söng hann á sérstaklega áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt. Guðmund- ur Jónsson hefur getið sér góð- an orðstír fyrir þróttmikinn söng, mjög skýran framburð og skemmtilega og örugga frarn- komu og bregzt ekki að þessu sinni, einkum söng hann for- spjallið prýðisvel. Gumrar Kristinsson er ekki nógu eðii- legur í hlutverki elskhugans og of þunglamalegur í hreyfingum; röddin ekki nógu mikil, en söngurinn snotur og viðfeldinn. Árni Jónsson flytur ástarsöng Harlekins að tjaldabaki mjög áheyrilega, og er auðsæilega efnilegur söngvari. „I Pagliacci“ er sungin á itölsku, en „Cavalleria Rusti- cana“ í íslenzkri þýðingu Frey- steins Gunnarssonar, en um textann er þeim ógerlegt að dæma sem ekki hefur lesið hann. í þeirri óperu hviiir mestur vandinn á herðum þeirra Guðrúnar Á. Símonar og Ketils Jenssonar sem syngja hlutverk Santuzzu og unnusta hennar, hins hverflynda Tur- iddu. Guðrún söng af miklum glæsileik sem vænta mátti, hirr mikla og bjarta rödd hennar naut sín ágætlega á þessum stað. Ketill er bersýnilega glæsilegur og vaxandi söngvari, og mætti sérstaklega nefna hinn fræga ástaróð til Lolu í upphafi leiksins er hann söng' stórvel. Leikur beggj'a var fremur viðvaningslegur, þrátt fyrir góða viðleitni. Þá fór Guðmundur Jónsson hressilega og skörulega með hlutverk hins- svikna eiginmanns, og Þujríður Pálsdóttir var lagleg, eðlileg og geðþekk sem blómarósin Lo!a,. og söngur hennar þýður og: einkar snotur. Guðrún Þor- steinsdóttir fór líka vel með sitt litla hlutverk, gerfi hennar og framkoma hæfði því ágæt- lega. Kór og hljómsveit leik- hússins eiga einnig fyllsta lof Framhald á 11. síðu. Þorsteinn Hannesson í hlut- verki Canio. kvöldi; og náskyldar eru þær að aldri og ætt, stíl og efni. Báðar eru gæddar suðrænum hita og þrótti, þar loga ákafar ástríður, þar er greint frá ást og hatri, afbrýði og brigðmælgi, grimmilegum hefndum og vo- veiflegum dauða. Báðar eru fá- orðar, dramatískar og raun- sæjar og gerast í smábæjum á Suðurítalíu, önnur á ætt sína að rekja til frægrar smásögu eftir Giovanni Verga, hin bygg- ist á raunsönnum atburðum. Báðar eru kjarngóð verk og áhrifamikil og fara vel á sviði; í báðum er tónlistín fjörug, létt og lifandi eins og bezt gerist í ítölskum óperum. Og báðar halda á lofti nöfnum höfunda sinna, þótt flest verk þeirra önnur séu gleymd að heita má. Þjóðleikhúsið hefur mjög vandað til sýningar þessarar og hvorki sparað fyrirhöfri né fé, aílir sem hér eiga hlut að máii hafa lagf fram kfafta sina Þuríður Pálsdóttir sem Lola, Ketill Jensson sem Turiddu óskerta. Leikstjórinn, Simon og Guðrún Á. Símonar sem Santuzza.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.