Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Frá aígreiðslu íjárhagsáætlunarinnar: Ihaldíð íelldi ú verja 590 |ús, kr. til byggíngar verkamannabúss Eftir að hafa þvælzt árum saman fyrir byggingu nýs verkamannahúss við Reykjavíkurhöfn og fellt hverja til- lögu sem fram hefur verið borin um framkvæmdir í mál- inu sá íhaldið þann kost vænstan aö láta loks undan síga á s.l. ári og samþykkja aö húsið skyldi reist. En þegar fjárhagsáætlunin fyrir árið 1955 var lögð fram kom upp úr dúrnum að íhaldið ætlaði ekkert fé til byggingar verkamannahússins. Samþykktin ein skyldi nægja að dómi þess. Sósíalistar fluttu því breytingar- tillögu um að varið skyldi 500 þús. kr. til byggingar verka- mannahússins, þannig að fjár- skortur stæði ekki í vegi fyrir byrjunarframkvæmdum. Þetta fannst íhaldinu ofrausn. -Allir bæjarfulltrúar þess greiddu atkvæði gegn tillögu sósíalista en aðrir bæjarfulltrúar með og náði hún því ekki fram að ganga. En "til þess að gera skömm sína minni flutti íhaldið sjálft tillögu um að •verja mætti nokkrum hluta þess fjár (heildarupphæð 500 þús. kr.) sem ætlað er til framkv. á sviði félagsmála, einnig til byggingar verkamannahúss. Var sú tillaga samþykkt að tillögu sósíalista felldri. Þetta dæmi sýnir að hugur íhaldsins til verkamanna er ó- breyttur. Það þvælist árum og keppi Norræn meistara- >ni í starfs- íþróttum 1956 Fulltrúar frá starfsíþróttafé- lögum (4-H félögum) Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar héldu fund í Stokk- hólmi 19.-20. nóvember s.l. Var þar m. a. ákveðið að efna til meistarakeppni í starfsíþrótt- um fyrir keppendur frá öllum Norðurlöndum. Verður hún haldin í Svíþjóð 1956, senni- lega í september. Keppnisgreinar verða þessar: Dráttarvélaakstur, plæging, vél mjöltun, lagt á borð, þríþraut kvenna og trjáplöntun. jafnvel áratugum saman fyrir hagsmunamálúm þeirra og reynir svo að koma í veg fyrir fram- kvæmdir jafnvel eftir að það hefur verið neytt til nokkurs und- anhalds vegna almenningsálitsins. Með þessari afgreiðslu er hætt við að framkvæmdir við verka- mannahús verði smávaxnar í ár, því heildarupphæðin til félags- málabygginga kemur til með að skiptast í marga staði, ef að líkum lætur. Samþykktir Sambands bindindisfélaga í skólum Varðveitið og ávaxtíð isl. þjóðararf Þingið átelur vínflóðið á skemmtistöðum Reykja- víkur —• Krefst bættrar aðbuðar ölvaðra fanga Tuttugasta og þriðja ping Sambands bindindisfélaga í skólum hét „á skólaœsku landsins aö búa sig dyggilega undir að vœrðveita og ávaxta íslenzkan þjóðararf: sögu og tungu, bókmenntir og listir fornar og nýjar, frelsis- ást og friðarvilja“, Auk þeirra samþykkta þings- ins sem Þjóðviljinn hefur áður birt, gerði þingið eftirfarandi samþykktir: „23. þing SBS vekur athygli allra hugsandi manna á þeim rannsóknum, er- læknar og aðr- ir vísindamenn hafa gert á síð- ari árum og sanna, svo að ekki verður um villzt, skað- semi tóbaksnautnar. I því sam- Sólfaxi í innanlandsflugi Á einum degi nú fluttir jafnmargir farþegar innanlands og allan jan. 5 fyrstu ár F.Í. Miklar annir voru hjá Flugfélagi íslands s.l. sunnudag. „Gullfaxi“ fór til Kaupmannahafnar á sunnudagsmorg- un og kom aftur samdægurs til Reykjavíkur. Á innan- landsflugleiðum félagsins yoru fluttir hátt á 3. hundrað farþegar, og tók „Sólfaxi“, hin nýja millilandaflugvél F.Í., þátt í þeim flutningum. Voru farþegar selfluttir í ferðir fullskipaður farþegum og Katalína- og Douglasflugvélum frá Akureyri, Siglufirði og Hólma vík yfir til Sauðárkróks, en þar tók „Sólfaxi“ við þeim og flutti bandi telur þingið sérstaka á- stæðu til að þakka Níels Dung- al, prófessor, hið gagnmerka starf hans og fræðslu á þessu sviði“. Átelur áféngisveitingar á skemmtistöðum og útgáfu sorprita 23. þing SBS lýsir þeirri skoðun sinni að takmark bind- indishreyfingarinnar hljóti að vera algjör útrýming áfengis- og tóbaksnautnar úr landinu. Lýsir þingið sig andvígt öllu, er miða kann að því að auð- velda dreifingu og sölu áfengis í landinu, og á annan hátt að halda áfengi að æskufólki. Því harmar þingið þá ráðstöfun, er helztu skemmtistöðum Reykja- víkur skuli veitt vínveitinga- leyfi. Leyfir þingið sér að álíta, að aðrar hvatir muni liggja til þess en umhyggja fyrir vel- ferð æskulýðsins. Ennfremur lýsir þingið van- til Reykjavíkur. Fór hann tvær Leikur á nýstár- legt hljóðfæri á Röðli Nýr skemmtikraftur kom í fyrsta skipti fram á Röðli í gærkvöld, danski píanóleikar- inn Mogens' Hedegárd. Hann kemur hingað beina leið frá Finnlandi, en þar hefur hann skemmt hjá finnska útvarpinu að undanförnu, og hefur með- ferðis hljóðfæri, sem aldrei mun hafa verið leikið á hér á landi fyrr, svonefnt rafmangs- píanó. Á þetta nýstárlega hljóð færi leikur Hedegárd á Röðli og líkir eftir um 200 hljóðum og hljóðfærum öðrum. Mogens Hedegárd, sem er mjög vinsæll útvarpsmaður á Norðurlöndum og víðar, leikur í efri salnum á Röðli næstu daga í eftirmiðdagskaffi- og matmálstímum, og í neðri saln- um milli kl. 10 og 11 á kvöld- in. Samband finnsku ungmennafélag- anna 75ára Samband finnsku ungmenna- félaganna, Suomen Nuorison Liitto, minnist 75 ára afmælis síns með hátíðahöldum dag- ana 1.-3. júlí næsta sumar. Ef einhverjir íslenzkir ungmenna- félagar hefðu hug á að sækja þessa afmælishátíð í boði finnsku ungmennafélaganna, ættu þeir sem fyrst að hafa samband við skrifstofu UMFI, Lindargötu 9A. Skrifstofan er opin á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 16:30-19:00, heima- símar 6043 og 3976. voru um 60 manns í hvorri ferð. Auk þess fóru aðrar flugvélar FÍ fjórar ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur á sunnudag og eina milli Siglufjarðar og Reykjavíkur. Sem dæmi um hinn öra vöxt í flugsamgöngum hér innanlands má geta þess, að flugvélar flug- félags íslands flytja nú álíka marga farþega á einum degi og fluttir voru samanlagt í janúar fyrstu fimm árin, sem félagið starfaði. Hamilton Framhald af 12. síðu. skref í framkvæmd vamar- samningsins. Þetta er í fyrsta sinn, sem framkvæmd verka á Keflavíkurflugvelli er ákveð- ið í fullu samráði við íslenzku ríkisstjórnina (II). Er ætlunin að sami háttur verði hafður í framtíðinni samhliða mjög auknu eftirliti með öllum vamarf ramkvæmdum.1' Námskeið í verkfækni og verkstjórn Þjóðræknisfélag Islendinga Aðalfundur Þjóðræknisfélags íslendinga var haldinn fyrir nokkru. Fundurinn hófst með því að minnzt var fyrrverandi forseta félagsins, dr. Sigur- geirs Sigurðsson biskups. — I stjórn voru kosnir háskóla- rektor dr. Þorkell Jóhannesson, forseti, og meðstjórnendur þeir Ófeigur J. Ófeigsson læknir, dr. Sigurður Sigurðsson yfirlæknir, Kristján Guðlaugsson hæsta- réttarlögm. og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor. — Mættur var á fundinum Vest- ur-íslendingurinn Jón kaup- maður Ásgeirsson frá Winni- peg, og sagði hann fréttir frá starfi Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi. Námskeið í verktækni verður^ haldið á vegum norrænna starfs- íþróttafélaga 14.—26.febr. n. k. í Unnestads lantmannaskola á Skáni í Svíþjóð. Vel verður til námskeiðsins vandað, en þátt- taka verður takmörkuð við sex frá hverju landi. Aðalkennari verður norskur læknir, Birgir Tvedt frá Ortopedisk Institutt í Oslo. Með námskeiði þessu er eink- um stefnt að því að finna og æfa beztu aðferðir við að kenna hag- kvæm vinnubrögð í ýmsum greinum starfsíþrótta, en þær ná orðið yfir mörg svið atvinnu- lífsins á Norðurlöndum, t. d. kvikfjárrækt, garðrækt, skóg- rækt, notkun ýmiss konar véla o. s. frv. Kennd verður verk- stjórn og skipulagning móta, fyr- irlestrar verða um líffærafræði, lífeðlisfræðli, réttar hreyfingar og stellingar við vinnu, og verk- legar æfingar verða hálfan náms- tímann. Kostnaður er áætlaður sænsk- ar kr. 235.00. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að sækja þetta námskeið, ættu sem fyrst að hafa samband við skrifstofu Ungmennafélags ís- lands, Lindargötu 9 A (sími 6043 og 3976), því að þátttöku ber að tilkynna fyrir 20. janúar. þóknun sinni á útgáfu glæpa-“ tímarita og innflutningi er- lendra sorprita. Þar sem slík starfsemi sé rekin í fjárafla- skyni eingöngu og sé líkleg til að spilla hugarfari ungra les- enda“. 1 Samstarf rið kennara „Þingið telur afar mikilvægt að kennarar veiti bindindisfé- lögum skólanna og samtökum þeirra, SBS, fyllsta stuðning. Fagnar þingið samþykkt þeirri er Samband austfirzkra kenn- ara gerði á sl. hausti um já- kvæða afstöðu til bindindisfé- laga í skólum. Þingið sendir kveðju sína Bindindisfélagi kennara og væntir hins bezta í samstarfi við það um sameiginleg bar- áttumál“. Krefst hjúkrunar- og gæzlu- stöðvar fyrir ölvaða fanga „23. þing SBS s&mþykkir að skora á ríkisstjórnina og stjóra Reykjavíkurbæjar að leysa hið fyrsta það ófremdarástand sem hér ríkir í meðferð ölvaðs fólks, sem tekið er í vörzlu lögreglunnar hér í Reykjavík. Skorar Sambandið á þessa að- ilja að láta reisa nú þegar, eða sjá fyrir á annan hátt, bráðabirgða hjúkrunar- og gæzlustöð fyrir þá sem teknir eru úr umferð af lögreglunni, vegna ölvunar, verði ekki nú þegar hafizt handa um bygg- ingu lögreglustöðvar, sem verði þannig útbúin að hún geti veitfc þessu fólki þá aðhlynningu sem það þarfnast. Sambandið treystið því að öll þau félagssamtök, sem hafa bindindi á stefnuskrá sinni veiti þessu máli nauðsynlegan stuðning og styrki það fjár- Jhagslega, ef þess gerist þörf“. Ráðstefna höfuðborga Norðurlanda verður haldin í Reykjavík eftir tvö ár Ráðstefna höfuðborga Norðurlanda verður haldin hér" í Reykjavík eftir tvö ár. Á síðasta bæj arráðsfundi voru lögð fram bréf frá borgarstjórn- um Kaupmannahafnar, Stokk- hólms og Helsingfors, með til- kynningu um að borgarstjórnirn- ar þakki og þiggi boð um að sitja ráðstefnu höfuðborga Norður- landa hér í Reykjavík árið 1957, en til þeirrar ráðstefnu bauð fulltrúi Reykjavíkur á síðasta höfuðborgafundi, sem haldinn var í Kaupmannahöfn í maL 1954. Sænska stjóroin segir upp loft- í ferðasamningnum við tsland ! Stendur S.A.S. á bak við til að útiloka | íslenzkar ílugvélar aí leiðunum? Sænska ríkisstjórnin hefur sagt upp loftferöasamningfí; íslands og Svíþjóðar, er geröur var 3. júní 1952. komulag um að afturkalla upp-w sögnina fyrir þann tíma. í orðsendingu sinni hefuF’% sænska ríkisstjórnin jafnframfet Afhenti sendiherra Svía, hr. Leif Öhrvall, utanríkisráðherra orðsendingu þessa efnis hinn 30. f. m. Samkyæmt 11. grein samnings- ins, fellur hann úr gildi 12 mán- uðum eftir uppsögn eða 30. des- ember 1955, hafi ekki orðið sam- stungið upp á samningaviðræður um nýjan loftferðasamning mill® landanna. (Frá utanríkisráðuneytinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.