Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4. janúar 1955 Minningarorð Jón E. Bergsveínsson 17. des. s. 1. lézt að Landa- -:otsspítala Jón E. Bergsveins- son aðalstofnandi Slysavarna- íélags íslands. Jón átti langan, erfiðan, en gifturíkan starfsdag að baki, :;g má óhætt telja hann einn af nerkustu íslendingum þeirrar .--.ynslóðar sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviðinu, þeirr- ar kynslóðar sem stóð í blóma jífsins um síðustu aldamót al- búin til sóknar, til þess að vinna frelsið handa íslenzku bjóðinni. Jón er fæddur 27. dag júni- mánaðar 1879 að Hvallátrum á 3reiðafirði. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir frá 3júpadal, kvenskörungur og gáfukona, systir Björns Jóns- sonar ráðherra. Faðir Jóns var Bergsveinn Jónsson Eyjólfsson- ar Einarssonar alþingismanns : Svefneyjum. Komu þarna því faman tvær merkar ættir. Jón ölst upp í foreldrahúsum við :rnargvísleg störf til lands og sjávar, umvafinn umhyggju ástríkrar móður, sem elskaði irelsisgust aldarinnar og hvatti til dáða. Tuttugu og þriggja ára gamall vorið 1902 útskrifast Jón úr stýrimannaskóla og siglir sama ár til Danmerkur. Til Noregs er Jón kominn 1903 og dvelur þar til 1904 og kynnir sér síldarverkun og síldveiðar. Til Englands fer hann sömu •erinda 1905, og þaðan til Hol- ands 1906 og kynnir sér síld- ■-eiðar og verkunaraðferðir Hol- ’.endinga, sem voru þá ein allra rremsta síldveiðiþjóð álfunnar. Jón stundaði svo um nokkurt skeið síld- og fiskveiðar við jsland, Færeyjar, Noreg, Hol- 3and og England og var þá stundum stýrimaður eða skip- stjóri. Með þessa miklu og dýrmætu reynslu kom hann heim og hvatti menn til fram- •Lvæmda og dáða. Norðmenn voru þá að byrja síldveiðar hér við land og skópu sér milljóna verðmæti með þeim veiðum. Jón sá að í silfri hafsins lágu rniklir fjársjóðir sem hin fá- fæka íslenzka þjóð varð að til- einka sér, svo hún mætti brjót- ast frá baslinu til betra lífs. Framfarasaga íslenzkra síld- veiða og síldverkunar er því snar þáttur úr ævisögu Jóns 3ergsveinssonar frá þessum fíma. Árið 1909 er hann gerður að yfirsíldarmatsmanni fyrir tiorður- og austurland með bú- setu á Akureyri. Hann siglir sama ár til Svíþjóðar, Dan- -nerkur, Þýzkalands og Norður- Ameríku og athugar nýjungar j síldverkunaraðferðum, ásamt sölumöguleikum í þessum lönd- jm. Jón er trúnaðarmaður rík- isstjórnarinnar um síldarsölu fil Ameríku á fyrri stríðsár- unum 1914, 1915 og 1916. Og { árið 1938 fór hann á vegum I Síldarútvegsnefndar til Danzig | fil þess að athuga sölumögu- jeika síldar. Jón Bergsveinsson er yfirsíldarmatsmaður til árs- ins 1928. Á meðan Jón bjó á Akur- eyri stofnaði hann þar síldar- nótaverkstæði 1911 og bjó íyrstur manna til herpinætur hér á landi, hann rak þá einn- ig veiðarfæraverzlun á Akur- eyri og var þekktur að því að hafa góðar og vandaðar vörur á boðstólum. En öll þessi um- fangsmiklu störf, nægðu ekki starfsþreki og starfsáhuga þessa lands og flutti þá búferlum til Reykjavíkur og bjó þar ætíð síðan. Áður en lengra er haldið sögu skal frá þvi sagt, að árið 1906 kvæntist Jón Bergsveins-. Jón E. Bergsveinssoh. mikla eljumanns sem aldrei unni sér hvíldar. Jafnhliða þessu vann Jón að lausn ým- issa félagslegra vandamála, og skal hér aðeins nefnt að hann var einn af hvatamönnum og * stofnendum Pöntunarfelags verkamanna á Akureyri, sem síðar varð Kaupfélag verka- manna, og alla tíð meðan hann var búsettur á Akureyri í stjórn þessara verzlunarsamtaka. Þá starfaði Jón einnig lengi á vegum Góðtemplarareglunn- ar og átti lengi sæti í fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar, þá átti Jón sæti í bæjarstjórn Akureyrar frá 1920—1922 að hann fór þaðan búferlufn. Sem dæmi um dugnað Jóns Bergsveinssonar og að honum varð aldrei ráðafátt, skal sögð þessi saga. Á fyrri stríðsárun- um var víða mikil vöruþurrð í landi sökum siglingateppu og vöntunar á eigin skipastól nægi- lega stórum til að annast sigl- ingar að og frá landinu. Verzl- anir á Akureyri urðu þá uppi- skroppa með brýnustu lífs- nauðsynjar eins og víðar um land. Þá brauzt Jón Bergsveins- son vestur til Ameríku og fékk þar lánaðan skipsfarm af vör- um, en við komu skipsins til Akureyrar seldi hann vörurnar við skipshlið og skipti á milli bæjarbúa. Og orð heyrði ég á því haft að hann hefði ekki látið sig eða sitt heimili sitja fyrir þeirri vörumiðlun. Það var líka fullyrt að Jón hefði ekki orðið ríkur á þessari verzl- un, og að ýmsir sem litla pen- inga áttu hefðu fengið sinn skammt eins og aðrir. En þessi verzlunarmáti mun ekki hafa mælzt vel fyrir meðal kaup- manna bæjarins. En þannig var Jón Bergsveinsson, hann spurði að jafnaði ekki um sinn eigin gróða, heldur hvort athafnir hans gerðu gagn. Árið 1922 verðr ur Jón forseti Fiskifélags ís- son eftirlifandi konu sinni Ást- ríði Maríu Eggertsdóttur Gísla- sonar frá fremri Langey á Breiðafirði, og var hún sam- hent manni sínum í hvívetna og heimili þeirra rómað fyrir hjálpsemi, gestrisni og höfð- ingsskap. Eftir að hjónin voru komin hingað til Reykjavíkur frá Ak- ureyri, fór Jón Bergsveinsson í hinni nýju trúnaðarstöðu sem forseti Fiskifélags íslands að athuga á hvern hátt hann gæti orðið fiskveiðum og fiskiðn- aði landsmanna að mestu liði. Það fór ekki hjá því, að maður með svo mikla þekk- ingu og reynslu á þessu sviði sem Jón, sæi ekki að víða var Framhald á 8. síðu. Nýtt ár — Svik af pósthússins hálfu — Annir engin afsökun — Svikin stjörnuljós — Framleiðandi má skammast sín OG Þá ER nýja árið gengið í garð. Ljómandi fallegt ártal 1955, finnst ykkur ekki? Ég held við megum vel við una með útlitið, og vonandi verð- ur innihaldið eftir því. En þá er bezt að snúa sér að bréf- unum. J ÓÁNÆGÐ SKRIFAR: „Ég get ekki orða bundizt, svo stór- lega undrandi er ég yfir fram- komu pósthússins í störfum þess nú um jólin. Ég bið þig þess vegna, heiðr- aði Bæjarpóstur, að koma á framfæri réttlátum aðfinnsl- um við þessa háttvirtu stofn- un, sem reyndar ekki í fyrsta sinn fær áminningu. Þegar ég kom til vinnu mánu- daginn þ. 20. des., eða 4 dög- um fyrir jól, voru mér þökk- uð með dálitlu háðsbrosi, sem vonlegt var, jólakort er ég hafði sent samstarfsfólki mínu. ííér vafáist tunga um tönn og varð vandræðaleg mjög. Ég hafði sett öll mín jólakort i póstinn nokkrum dögum fyrir jól, samkvæmt á- skorun frá pósthúsinu sjálfu, um að fólk létti því störfin og kæmi til móts við það á þessum mikla annatíma þess, jafnframt gefnu loforði þess- arar háttvirtu stofnunar um að bréf sem merkt væru jól, yrðu ekki borin út fyrr en á aðfangadag. 1 fullu trausti þess að stofnun sem þessi stæði við orð sín, varð ég við tilmælum hennar. Ég merkti ekki aðeins bréfin með JÓL, heldur lét ég einnig jólamerki í vinstra hom þeirra allra neðra megin, svo að ekki væri um að villast. Ég var ánægð yfir að vera búin að þessu og spara þann- ig bæði mér og pósthúsinu dýrmætan tíma, þegar jóia- annir eru hvað mestar, og vonaði fastlega að ég yrði lát- in njóta þess samkvæmt áður gefnu loforði þar um. En raunin varð samt sú, að verða að viðundri fyrir vikið, og hefði ég langtum heldur kos- ið að kortin mín hefðu ekki komið fyrr en á 3. í jólum. Það hefði ég skilið sem óvið- ráðanlegar annir, en ekki sem svik. Með ósk um gleðilegt nýtt ár og fyrirfram þökk. — Óánægð". ★ GREMJA Óánægðrar er í fyllsta máta réttlát. Bæjar- pósturinn þykist líka hafa á- stæðu til að láta í ljós gremju sína, þó ekki út í pósthúsið að þessu sinni, heldur fyrir- tæki sem heitir Chemia h.f. og framleiðir m.a. stjörnuljós. íslenzk stjörnuljós höfðu ver- ið keypt á heimili hans og reynzt vel og á gamlásdags- morgun labbaði póstur sig út í verzlunarerindum og keypti m.a. stjörnuljós, fimm stykki í poka og kostuðu þau kr. 4.50. En þegar gleðja átti krakkana með dýrð stjömu- ljósanna reyndust þau ekki betri en svo að þau sviðnuðu með dálitlu hvissi og eftir varð glóandi teinninn, án þess að þau hefðu á nokkurn hátt sýnt að þau bæru nafn með rentu. Fjögur ljós af fimm voru reynd og voru öll ónýt. Ég held að þetta sé það sem almennt er kallað vörusvik. Það em ekki pen- ingarnir sem maður sér eftir í svona tilfelli, heldur það að þurfa að valda vonglöðum börnum vonbrigðum. Síðasta stjömuljósið mun geymt í pakkanum, merktum nafni framleiðanda, honum til ævar- andi skammar. «-* Áramótin eru tími reiknings- skila og góðra áforma. Þá á Útvarpið meðal annars að at- huga sinn gang í sambandi við eftirlit málfars og strangari reglur^ á því sviði. Á sjálfum jólunum voru fluttar þær fréttir, að skip hefði farizt með manni og mús. Og sljóleiki allra þeirra er þetta mál varðar, var svo mik- ill, að enginn kom í veg fyrir, að fréttin kæmi í næsta frétta- tíma með sama danska tals- hættinum. En á íslenzku segj- um víð, að skip farist með rá og reiða. Þá hefur margsinnis komið auglýsing eitthvað á þessa leið: „Hlífið höndunum, notið heldur rei.“ Þetta er ekki hægt að segja. Ef við segjum: „heldur hitt", þá verður að hafa kómíð á undan: „ekki þetta“. Við segjum: „Gerðu ekki þetta, heldur hitt“, en við getum ekki sagt: „Gerðu þetta, heldur hitt“. Annað hvo'rt verður að segja: „Hlífið höndunum, notið rei“, eða: „Skemmíð ekki hendumar, notið heldur rei.“ Neitun verður að vera undanfari atviksorðsins „heldur1' í svöna sámböndum. Eg treysti Árna Böðvarssyni til að undirstrika þessar leiðbein- ingar mínar í sínu daglega máli, því að mál Útvarpsins er ekki sízt daglegt mál. Hamlet Shakespeares var jólaleikrit útvarpsins, flutt á annan og þriðja í jólum. Þvílíkt má sannarlega kalla rausnar- legár veitingar. Til flutningsins voru kallaðir okkar ágætustu leikarar, sem fóru allir sem einn með sín hlutverk af stakri prýði. Þorsteinn Ö. bjó ritið til flutnings, og hann hefur gert það af mikilli kostgæfni og smekk- vísi, bæði hvað úrfellingar snertir og tilfærslu, og má þar til nefna tilfærsluna í lokin. Vísindamennirnir, sem voru gestir Útyarpsins á nýársdag, þru að mínu viti beztu gestirnír, sem það hefur nokkum tíma boðið. Það fór vel á því, að hlustendum væri kynnt leikritið María Stuart eftir Schiller. Schiller var eitt sinn það er- lendra skálda, sem íslendingum var bezt kunnugt við hlið þeirra Goethes og Heines, en nú mun hann hafa dregizt aftur úr í seinni tíð, og það er ekki úr vegi að jafna þau met. Dr. Alexander á þakkir skilið fyrir þýðingar sínar á stórvirkjum þessa mikla snillings. Upplestur háskólarektors, dr. Þorkels Jó- hannessonar úr riti sínu um Tryggva Gunnarss. vekur mikl- ar vonir um bók þá, sem Þor- kell hefur í smíðum um hann. Tryggvi Gunnarsson er tví- málalaust í fremstu röð þeirra forustumanna endurvakningar á 19. öld, sem girnilegastir eru til fróðleiks og kristalla gerst merkustu þætti þjóðlífsins á sínum tíma. Og Þorkell er tví- mælalaust réttur maður til þess starfs að kanna þá sögu og segja hana. — Og á sama hátt er Steingrímur Þorsteinsson Framh. á 11. eíðu. - KT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.