Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (13 JÚ tv ar pið Framhald af 4. síðu. hinn sjálfkjörni maður til kynn- ingar stórskáldanna. Kaflinn, sem hann las úr bók sinni um Matthías Jochumsson, var með þeim ágætum, að mér dettur ekkert í hug tii samanburðar nema erindi,' sem Steingrímur flutti eitt sinn um Einar Bene- .diktsson. SteingrímuE.. hefur _mikla hæfiieika _tll að koma manni á óvart, einnig í meðferð efnis, sem maður gat hugsað fullkannað, og tök hans á við- fangsefninu eru listræn á þann veg, er talar til hjartans á un- aðslegan hátt. Guðsorð vikunnar var í þynnra lagi, og er það ekki svo lítið sagt. I þennan dálk er rétt að f lokka erindi Grétars Ó. Fells á þriðjudaginn. Hann tal- aði um tákn jólanna, en minnt- ist hvorki á fjárhúsjötuna sem tákn umkomuleysisins né engla- sönginn um frið á jörðu. Vesal-‘ dómur þeirra, sem „kallaðir“ eru til andlegrar forustu nú á tímum, lætur sannarlega ekki að sér hæða. Aramótaútvarpið steig hæst í gamansemi missýna og of- heyrna á gamla árinu undir forustu Búriks. Haraldssonar. Það er kjarnbezta gamansemi, sem flutt hefur verið um langt skeið. Aramótaræða forsetans var mjög gallalaus. Hann þakk- aði mjög hjartanlega fyrir allar hamingjuóskirnar, sem honum höfðu verið sendar á sextugs- afmælinu, og taldi slíkar óskir styrkja sig.mjög til góðra hluta. Þá mundi ég, að ég hafði ekki sent honum skéyti á nefndum degi, og fæ samvizkubit. Ef ég hefði sent honum skeyti, þá hefði það ef til vill veitt honum styrk til enn stærri afreka en honum hefur enn veitzt náð til, ef 'tii vill hefði hann þá öðlazt styrk til að rísa gegn ódæði þingsins, er það samþykkti endurvopnun Þýzkalands nú rétt fyrir jólahátíðina. Fleira góðra atriða og um- talsverðra bauð dagskrá vik- unnar. Þegar jólin hurfu Hafn- firðingum er ein allra skemmti- legasta frásaga, sem fengin verður í minningasafni eldri kynslóðarinnar. Valtýr Péturs- son listmálari segir betur frá ferðum og atvikum erlendis en aðrir, er í Útvarp hafa komið með slíka þætti, þegar frá eru skilin Rannveig Tómasdóttir og Kjartan Ólafsson. Fer þar sam- an listrænt látleysi í stíl og framsögn. Kafti' var fluttur úr hinu s.tórbrotrjá skáldverki 'Krfgtnt'ánns Guðmundssonar Gyðjan og uxinn. Andrés Björnsson flutti á þann veg, er hann flytur bezt, og saknaði maður þó, að höfundur flutti ekki sjálfur. Óskastundin hjá Benedikt Gröndal var skemmtileg, enda óskaþáttur hlustenda. Þegar maður íhugar óskir hlustenda, eins og þær birtast í þeim þætti og óskalögum sjúkiinga, þá spyr maður sjálfan sig, hvar í fjand- anum Jónas Jónasson hafi sín sambönd um létta tóna, sem alltaf er sami skrílsrétturinn. Svo óskum vér Útvarpinu gleðilegs árs og öllum starfs- mönnum þess, körlum og kon- um, ungum og gömlum, yfirmönnum og undirsátum, og þökkum liðið ár. G. Ben. Stúlku sem hefur bókhalds- og vélritunarkunnáttu, vant- ar oss nú þegal'. Upplýsingar á skrifstofu félagsins, Laugaveg 107, milli kl. 5 og 7 á mjövikudag. Samvinnufélagið Hreyfill Knattspyrnufélagið Fram Jólatrésskemmtun | Jólatrésskemmtun fyrir yngri félaga, börn félags- manna og gesti þeirra, ver'öur haldin í Sjálfstæö- ishúsinu á þrettándanum, 6. janúar n.k. og hefst * kl. 3 e.h. Aögöngumiöar fást í Lúllabúð, Söluturninum, Vesturgötu 2 og í verzl. Straumnes, Nesveg 33. ÞRETTÁND AD ANSLEIKUR hefst kl. 9. fyrir fullorðna Stjórnin. Tílkynning frá Sogsvirkjuninni Útboö á byggingarvinnu aö fyrirhugaðri aflstöö viö Efra-Sog auglýsist hérmeð. Útboösskilmálar, út- boöslýsing og uppdrættir fást á skrifstofu Sogs- virkjunarinnar, Tjarnargötu 12, Reykjavík, gegn 10.000,00 króna skilatryggingu. Tilboöum skal skila eigi síöar en 1. marz 1955 og skulu bjóðendur skyldir aö standa við tilboö sín eigi skemur en 3 mánuði frá þeim degi. Réttur er áskilin til aö taka hvaöa tilboði sem er eöa hafna öllum. Reykjavík, 3. janúar 1955. Steingrímui Jónsson íhugunarefni stjórnmála- mannanna við áramót Framhald af 6. síðu. að fá að læra miklu meira af reynslunni, því sú sókn sem nú er hafin mun halda áfram hvað sem öllum stjórnmála- foringjum líður. Ef þeir skilja ekki þá atburði sem eru að gerast hljóta þeir að ein- angrast. Ef þeir eiga skilning, verða þeir að láta hann birt- ast í athöfnum, annars fer á sömu leið. Til ALLT FYRiR (ClÖTVERZLAMtR KTtilllon Gicltilgátu 3. uluú 60360. iiggur ieiðia Suðurnesiamenn Hefi opnaö LÆKNINGASTOFU á Borgarveg 13 (húsi Vals Sigurðssonar), Ytri-Njarðvík. ViÖtalstímar kl. 1.30 til 3 alla virka daga nema laugardaga kl. 11 til 12. Sími 567. Guðjón Klemenzson, læknir. Tilkynning frá Sogsvirkjuninni Tilboða er hérmeð leitaö í hverfla, rafala og rafbúnaö í aflstöðina Við Efra-Sog. Nánari upplýsingar á skrifstofu Sogsvirkjunar- innar, Tjarnargötu 12. Réttur áskilinn til aö taka hvaöa tilboöi sem er eöa hafna þeim öllum. Tilboösfrestur til 1. marz 1955. Stemgrímur Jénsson Iðgjaldahækkun Frá og meö 1. janúar 1955 hækka sjúkrasam- lagsiðgjöld meðlima samlagsins upp í kr. 27,00 á mánuði. Sjukrasamlag Kópavogshrepps Sonur okkar og fóstursonur, GUNNAR FRIÐÞJÓFUR GUNNARSSON, Sörlaskjóli 13, fórst af b.v. Ingólfi Arnarsyni 12. desem- ber s. 1. MINNINGARATHÖFN fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. janúar kl. 13.30. Gunnar Jónsson, jþórhildur Guðmundsdóttir, Sigurður Gíslason. Faðir okkar ODDUR J. BJARNASON, skósiníðameistari, andaðist í nótt að Landakotsspítala. Reykjavík, 3. janúar 1955 Anna Oddsdóttir Ingibjörg Oddsdóttir Kristján Oddsson Steingrímur Oddsson. BÍLASALAN KLAPPARSTlG 37 árnar öllum viðskiptavinum sínum um land allt heillaríks komandi árs og þakkar viðskiptin á því liðna. Jafnframt leyfir hún sér að vekja athygli þeirra, sem ætla að kaupa bíla á hinu nýbyrjaða ári, á því, að liún hefur ávallt til sölu bifreið- ir af flestum gerðum, árg. frá 1933—1954. — Sérstaka atliygli vill liún vekja á því að hún hefur oft bifreiðir með sttíðvarplássum. KHflKI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.