Þjóðviljinn - 22.01.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.01.1955, Blaðsíða 12
þlÖÐVIUINN Laugardagur 22. janúar 1955 — 20. árgangur — 17. tölubla5 Þessi mynd af asparlundinum — lýðveldis stofnunarlundinum í garði Skógrœktarinn- ar í Múlakoti var tekin á s.l. vori. Trén voru gróðursett um það leyti sem lýðveldis- kosningin fór fram 1944 og á s.l. vori höfðutrén náð 7 til 8 metra hæð. Takmark Skógræktar ríkisins: Tvær milljónir trjóplcmtna á óri / dag bœtist Skógrœktinni nýr tekjustofn: 20 aurar af pakka vissra vindlingategunda Gróðursetning trjáplantna má ekki vera undir 2 millj. plantna árlega ef skógrækt hér á landi á að miða áfram \ svo viðunandi sé. Árið 1950 var sett það mark aö gróður- setja a.m.k. 2 millj. plantna á ári, en það var fyrst á ár- inu sem leið að talan komst upp í 1 millj. Nú hefur Landgræðslusjóði bœtzt nýr tekjustofn svo vonir standa til að markið náist á þessu eða nœsta ári. Kosningu í Sjómannafélagi Rvíkur lýkur klukkan 12 á hádegi Halldór Sigurgeirsson lögfræðingur Itjá SÍS, Eyþór Sigurgeirsson skrifstofumaður, Bogi Guðmundsson varaverkstjóri, Guðmundur Sig. Bjarnason múrari, Páll Björnsson skiprtjóri kusu nýlega í Sjómannafélagi Reykja'víkur. Fell- ið stjóm hreppstjóra, forstjóra, sútara, skífulagn- ingameistara, o. fl. — Kjósið lista starfandi sjó- manna B-listann. — Kosið er í dag'kl. 10 til 12. X B-lisíi. Hellisheiðin að lokast í gær Holtavörðuheiði ófær — Aðrir vegir þungir Holtavörðuheiði er nú aftur orðin ófær bifreiðum og Hellisheiðin var að þyngjast síðdegis í gær og allt útlit fyrir að hún myndi lokast ef áfram héldi að snjóa. E£r; Stjórn Landgræðslusjóðs ræddi við blaðamenn í gær um liorfurnar í skógræktarmálum. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri kvað markið: 2 millj. plantna árlega hafa verið sett að vel athuguðu máli árið 1950 Framhald á 3. síðu. |>gé3leskhúsinu gefin mynd of DavíS Sfefónssyni skáldi í gær, á afmælisdegi Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, komu nokkrir vinir og aðdáendur hans saman í Þjóðleikhúsinu og færðu því að gjöf brjóstmynd af skáld- inu. Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi hafði orð fyrir gefendum og afhenti Þjóðleikhússtjóra gjafa- bréf en í því segir svo: Vér undirritaðir vinir og að- dáendur Davíðs skálds Stefáns- sonar frá Fagraskógi leyfum oss að færa Þjóðleikhúsinu að gjöf málmstyttu af skáldinu. Mynd þessa gerði danskur myndhöggv- ari, A. Severin Jacobsen. Oss er hugleikið, að styttu þessari sé ætlaður virðulegur staður í kristalsal hússins meðal mynda, sem þar eru fyrir af öðr- um mikilhæfustu leikskáldum íslenzkum. Vér vitum, að leikhúsgestum mun vera það kært, að mynd Davíðs Stefánssonar bætist í skáldahópinn þar og minni á hann um ókomin ár. Reykjavík, 21. janúar 1955. Árni Kristjánsson Einar B. Guðmundsson Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Ragnar Jónsson, Valtýr Stefánsson Árni Pálsson Haukur Thors Kristinn Guðmundsson Páll ísólfsson Ólafur Thors Guðlaugur Rósinkranz, þjóð- leikhússtjóri, þakkaði þessa glæsilegu gjöf og formaður Þjóð- leikhúsráðs, Vilhjálmur Þ. Gísla- son flutti einnig stutt þakkará- varp. 'LANDGRÆÐSLU Hellisheiðin var mjög tekin að þyngjast í gær og þurfti að ryðja veginn allvíða alla leið niður undir Elliðaár. Holtavörðuheiðin er orðin al- ófær og strandaði áætlunarbíll- inn á henni aðfaranótt fimmtu- dagsins. Varð að flytja farþeg- ana í snjóbíl niður að Forna- hvammi og komu þeir þangað um kl. 3 í fyrrinótt. Áætlunarbíln- um var náð af heiðinni í fyrra- dag, og biðu í gær almargir bil- ar í Fornahvammi á leið norður. Áætlunarbíllinn úr Dölunum. tepptist einnig þar til Vegagerð- in sendi ýtur til að hjálpa hon-- um suður yfir fjallið. Hvalfjarðarleiðin var orðin erfið í gær, einkanlega á Hval-- f j arðarströndinni. í gær var versta veður á Hellisheiðinni, látlaus skafbylur - og mun hún því hafa lokazt í: gærkvöldi eða nótt. Trjáfræ frá Síberíu og Kolorado Skógræktin notar nú árlega hálít tonn af ýmiskonar trjáfræi Skógrækt ríkisins hefur nú fengiö trjáfræ'^bæði frá Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Árlega notar skóg-- læktin hálft tonn af fræi og fer fræþörfin vaxandi. Þannig merktar Camel og Chest- erfield-sígarettur komu með Tröllafossi í nótt og mun sala þeirra hefjast í dag. — Bjarkar- laufin er merki Skógræktarinn- ar, og fær skógræktin 20 aura Skógræktarstjóri skýrði blaða- mönnum frá þessu í gær og sýndi þeim fræpakka — þótt ; flestum gengi raunar báglega að lesa áletramirnar á rúss- nesku pökkunum. Rússneska trjáfræið er lerki- fræ frá Arkangelsk, en rúss- neskt lerki hefur reynzt hér mjög vel. Þá er og einnig birki- fræ frá Kamtsjaka, en það birki er beinvaxið í heimalandi . sínu. Fræ þetta útvegaði Sig- urður Blöndal er hann var á ferð um Sovétríkin. Bandaríska fræið er af blá-- greni og furu. Er það fengið úr háfjöllum í Kólorado-fylki. Ýmsar trjátegundir frá Am- eríku hafa reynzt hér vel, og er nærtækast að benda á Al- askaöspina (sjá my.nd á öðrum stað í blaðinu). Frá Aíidspyrnuhreyfingunni Aðalfundur Andspyrnuhreyfingarinnar verður á morgun, sunnudaginn 23. janúar, í fundarsalnum í Þing- holtsstræti 27 II. hæð. Hefsi; hann kl. 4 síðd. Auk venju- legra aðalfundarstarfa verður skýrt frá undirskrifta- söfnuninni gegn hernámi landsins og rætt um starfið á þessu ári. Félagar og fulltrúar eru hvattir til að fjöl- menna. Mesfa verkfall í Þýzkalandi síðan Hitler kom til valda Nœr milljón námuverkamenn i Ruhr hófu sólarbrings verkfall I nótt sem leiS Á miðnætti í nótt hófst verkfall rúmlega 900.000 námu- verkamanna og stáliðnaöarmanna í Ruhrhéraöi í Vest- ur-Þýzkalandi. Verkfallið, sem á að standa sólarhring, er háð í mótmæla- skyni við niðrandi ummæli eins af leiðtogum vinnuveitanda í Ruhr um verkalýðshreyfinguna. Hann lét þau orð falla fyrir nokkrum dögum, að verkalýðs- hreyfingin í Vestur-Þýzkalandi hefði beitt ofbeldi og þvingun- araðgerðum til að knýja fram vinnulöggjöfina, sem sett var eftir stríðið og veitir verkalýðs- hreyfingunni nokkur ítök í stjórn iðnaðarins. Leiðtogar verkalýðsfélaganna í Ruhr kröfðust þess að vinnuveit- andi þessi tæki orð sín aftur og bæðist afsökunar á þeim, en það hefur hann ekki viljað gera. Var þá boðað til mótmælaverkfallsins og komu sáttatilraunir stjórnar- valdanna fyrir ekki. Ríkisstjórn- in í Bonn sat á stöðugum fund- um í gær út af verkfallsboðun- inni. Þetta verkfall er það víðtæk- asta sem orðið hefur í Þýzka- landi, siðan árið 1933, þegar nazistar tóku völd í landinu og ber vitni um vaxandi stéttarvit- und verkafólks í Vestur-Þýzka- landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.