Þjóðviljinn - 26.01.1955, Blaðsíða 8
1
*x
y
_ í>JÓÐVILJINN — Miðvikudagur 26. janúar 1955
5Sf ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON
Er útbreiðslustarfsemi íþróttanna vanrækt?
I fyrri þáttum um þetta
efni hefur verið vikið í stórum
dráttum að hinum átakamestu
leiðum og tækjum, sem til eru
til að útbreiða þekkingu á í-
þróttum, eðli þeirra og til-
gangi. Að svo stöddu þótti
ekki ástæða til að draga nán-
ar fram hve iítinn skilning
forráðamenn sambanda, ráða
og félaga hafa á því að kynna
íþróttahreyfinguna bæði útá
við og inná við. Nærtækasta
dæmið um þetta hefur 3keð
síðan síðasti þátturinn um
þetta efni kom hér á Iþrótta-!
síðunni, Samkvæmt frásögnum'
blaða hafði framkvæmdastjórn ■
ISÍ boðað blaðamenn á fund
sinn til að skýra þeim frá því
að sambandið hefði keypt bif-
reið til að nota í happdrætti
og skyldi ágóða af seldum mið--
um varið til kaupa á húsnæði.
fyrir skrifstofur handa sam-1
bandinu. Gott átak og nauð-^
svnlegt fyrir starfsemina og
vil ég nota tækifærið að hvetja
menn til að styrkja fram-
kvæmdastjórnina í þessu máli.
ÍEn það sem vekur athygli er
að framkvæmdastjórn ISÍ sem
hefur í kringum sig mörg sér-
sambönd, tugi íþróttahéraða og
á þriðja hundrað íþróttafélaga
með nær 30 þús. félagsmenn,
auk aðildar að mörgum heims-
samböndum hefur ekki frá
neinu að segja nema Chevro-
ietbifreiðinni — happdrættinu.
„Þar skeður aldrei neitt“.
Þarna hafði stjórnin blaða-
mennina hjá sér tilbúna
til að taka þær fréttir sem
stjómin vildi koma á fram-
færi. Ekki varð vart í frásögn
blaðanna að þeir hefðu frá
neinu að segja. „Þar skeður
CieírssMnaspá
Birmingham-Bolton (1) 2
Bishop Auckland-York x (2)
Bristol-Chelsea 2
Boncaster-Aston Villa 2
Everton-Liverpool 1
Manch.City-Manch.Utd 1 (x)
Preston-Sunderland (1) 2
'Rotherham-Luton (1) 2
'Shéff.Wedn-Notts co x
Vottenham-Port Vale 1
W.B.A.-Charlton 1
Wolves-Arsenal 1
Kerfi 32 raðir.
ekki neitt“. Okkur sem höfum
áhuga fyrir vexti og viðgangi
íþrótta og íþróttasambandsins
hefði þótt það líklegra til á-
rangurs að almenningi hefði
verið sagt frá verkum, mál-
efnum, hugsjónum sem stjóm-
in byggi yfir að koma í fram-
kvæmd. Við trúum ekki að
það sé ekkert að frétta frá
svo fjölmennri stofnun sem í-
þróttasamtökin em, en við
trúum því að þeir hafi ehki
hugkvæmni til að tala fyrir
málefnum sínum, og vinna
land og lýð til fylgis við mál-
efni sín.
Ekki varð heldur séð af blöð-
unum að framkvæmdastjórnin
hefði rætt við blaðamennina
um samþykkt þá sem gerð
var á síðasta sambandsráðs-
fundi um áskomn til þeirra að
hafa samstarf við ÍSl um
„fréttaflutning af starfi og
málefnum íþróttahreyfingar-
innar.“ Þar var tækifærið til
að skýra tilgang samþykktar-
innar og fyrir stjórnina að
vinna í anda hennar og fá
blaðamennina til þess líka en
þetta hefur víst gleymzt. Áreið-
anlega er þetta alvarleg
gleymska fyrir stjórnina og
varpar enn einu sinni ským
ljósi á deyfð þeirra þegar út-
breiðslu- og upplýsingaþjón-
usta er annarsvegar. Það er
engu líkara en hér sé um að
ræða einkafyrirtæki sem al-
menning varðar lítið. Ef það er
staðreynd að ályktun sam-
bandsráðsfundar sé fram kom-
in af brýnni þörf, þá er það
líka staðreynd að fram-
kvæmdastjómin, meðan öðm-
vísi er ekki ákveðið, verður að
koma samþykktinni á framfæri
með persónulegum aðgerðum
og umræðum við blöðin og
blaðamenn.
Unglingaleiðtogar.
En það er margt fleira en
útvarp og blöð sem nota má
til útbreiðslustarfsemi inná við
í hreyfingunni sjálfri, en þar
er líka þörf vakningar um í-
þrótta- og félagsleg málefni.
Varðar það fyrst og fremst
starfsemi hinna yngstu. —
Fræðsla og námskeið fyrir
unglingaleiðtoga er þar sterk-
asti þátturinn og hefur marg-
oft verið á það bent hér en
framkvæmdir hafa aðeins orðið
Evrépukeppni einstakra félaga?
Franska blaðið „L'Equipe**
hefur komið fram með þá til-
lögu að ár hvert verði komið á
keppni beztu félaga úr flestum
löndum Evrópu. Verði það gert
til þess að finna styrk liðanna
í hverju landi. Blaðið gerir til-
lögu um að þessi félög verði
með í keppninni fyrsta árið:
Dynamo - (Moskva) Sovét-
ríkin; Honved Ungverjal.; Wol-
verhampton Engl.; Milano
Italía; Rapid Austurríki; Par-
tisana Jugóslavíu; Real Spánn;
Kaiserlautern Þýzkaland;
Gresshopper Sviss; Anderlecht
Belgía; FF Malmö Svíþjóð; Hi-
bernian Skotland; Sporting
Portugal og Reims frá Frakk-
landi. Eins og á þessu sést
vantar féiög frá mörgum
löndum en franska blaðið gerir
ráð fyrir að 'þróunin verði sú
að öll lönd Evrópu taki þátt
í henili og síðar verði stofnað
til heimskeppni félaga.
þær, að gerðar hafa verið hvað
eftir annað í mörg undánfarin
ár samþykktir um að skora á
viðkomandi aðila að koma á
áhugamannadeild við íþrótta-
kennaraskólann á Laugarvatni.
Stendur þar við sama. 'Ekki
er heldur vitað að íþróttafor
ustan hafi rætt svipaða mögu-
leika og aðrar þjóðir hafa
farið á umliðnum árum með
miklum árangri. Virðist sem
hér sé verið að koma vandan-
um yfir á óskylda aðila en
leggja árar í bát sjálfír. Eng-
um dylst að þetta starf er
frumátriðið í því að" ala æsk-
una upp í anda sannrar íþrótta
mennsku. Um leið eru slík nám-
skeið þáttur í því að veita þeim
elari fræðilega þekkingu í
þessum efnum. Meðan þessi
þáttur er vanræktur fær í-
þróttahreyfingin ekki þá festu
sem hún þarfnast og meðan
hún er svo losaraleg hvað þetta
snertir verður hin almenna
upplýsingastarfsemi og áróður
fyrir ágæti íþróttahreyfingar-
innar erfiðari.
(Framhald).
Enska deildakeppnin
I. deild
Wolves
Sunderland
Manch.U.
Charlton
Portsmouth
Everton
Chelsea
Manch. C.
Huddersf.
Preston
Bumley
Newcastle
W.B.A.
Cardiff
Aston Villa
Tottenham
Bolton
Sheff.U
Arsenal
Blackpool
Leicester
Sheff. W.
Luton
Blackburn
Notts Co
Leeds
Rotherham
Stoke
Fulham
Swansea
West Ham
Birmingh.
Middlesbro
Bury
Liverpool
Bristol
Hull City
Lincoln
Nottingh.
Doncaster
Port Vale
Derby Co
Plymouth
Ipswich
11 beztu knatt-
spyrnumenn
heimsins 1954
Eftir heimsmeistarakeppnina
s.I.: sumar urðu margir til að
velja „bezta lið“ heimsins og
eins og venjulega voru skoðanir
nokkuð misjafnar. Nú um ára-
mótin hefur þjálfari ungverska
landsliðsins tilnefnt sitt „héims-
lið“. Gyula Mandi, en svo heit-
ir þjálfarinri hefur valið þessa
menn: Grosics, Ungverjal. —,
Andrade, Uruguay —, Santos
Brásilía —, Bozsik, Ungverjal. —,
Billy Wright, England —, Cruz
Uruguay —, Julinho Brasilía —,
Kocsis, Ungv.l. —, Hidegkuti,
Ungverjal. —, Puskas, Ungv.l. —,
Scháffer, Þýzkaland.
Mandy segir m. a. um lið sitt:
Um fjóra þessara leíkmanna þarf
ekki að ræða en þeir eru And-
rade, Julinho, Kocsis og Puskas.
Þeir eru tvímælalaust þeir beztu
sem til eru í hinum 5 heimsálf-
um. Þeirra jáfningjar hafa ekki
komið fram í sögu knattspym-
unnar.
Um val Billy Wright segir
hann: Heilbrigður og drengileg-
ur leikmaður sem alltaf er í
þjálfun. Leikur hans með skalla
er lýtalaus. Hann vinnur mikíð í
vörn og hverju sinni sem hann
hefur knöttinn byrjar hann upp-
hlaup.
Getur lýðræði...
Framhald af 4. síðu.
vísindalegrar þjóðfélagsskoðun-
ar og úreltra félagshátta sem
ekki eiga lengur við nein rök
að styðjast. Þá yfirburði sósíal-
ista, sem fólgnir eru í hinni
marxísku kenningu, mega þeir
aldrei vanmeta. Hið stéttlausa
þjóðfélag er marxisminn boðar
er ekki aðeins hugsjón bkkar og
baráttutakmark, heldur er hin.
marxíska kenning okkur leiðar-
ljós í hinni daglegu baráttu —
leiðbeining til starfs, eins og
Lenín sagði eitt sinn.
í kvöl'd býður Æskulýðsfylk-
ingin Reykvíkingum til fundar
á Hótel Borg, þar sem til um-
ræðu verður grundvallarspurn-
ing í íslenzkri þjóðmálabaráttu.
Hún verður rædd á fræðilegum
grundvelli — víðs fjarri þeim
svarta mekki _ slagorða og
skvalduryrða sem borgarablöð-
in þyrla upp hvern mórgun og
hvern dag til að slá ryki í augu
fólksins og villa það frá sjálf-
stæðu hugsunarstarfi um rök
þjóðmálabaráttunnar sem er ör-
lagabarátta okkar allra.
27 13 8 6 60-40 34
27 10 14 3 46-35 34
2613 5 8 56-45 31
2613 4 9 53-41 30
2611 8 7 51-35 30
2612 6 8 41-37 30
2711 8 8 51-42 30
27 12 6 9 48-49 30
2510 9 6 43-36 29
2511 5 9 59-36 27
27 10 7 10 32-37 27
2611 4 11 58-56 26
26 10 6 10 50-55 26
25 9 6 10 42-48 24
26 9 6 11 39-51 24
27 9 6 12 48-52 24
25 7 9 9 37-41 23
2610 3 13 43-58 23
26 8 6 12 43-46 22
27 7 6 14 36-49 20
26 5 8 13 44-6118
27 4 6 17 40-7114
II. ðeild
2616 3 7 60-36 35
2716 2 9 85-55 34
2614 4 8 49-42 32
2714 4 9 42-40 32
2614 3 9 59-47 31
2612 6 7 38-27 30
25 12 6 7 55-48 30
2611 6 9 55-50 28
2611 6 '9 50-52 28
2411 5 8 48-26 27
2712 3 12 43-51 27
26 9 8 9 49-46 26
2611 4 11 57-58 26
2611 4 11 52-47 26
25 8 7 10 29-34 23
26 9 5 12 44-52 23
26 9 413 33-39 22
25 9 3 13 37-60 21
26 6 9 11 29-45 21
26 6 5 15 37-53 17
27 5 7 15 38-56 17
26 6 218 40-64 14
Austurríki stöðv-
ar útflutniug
knattspyrnu-
manna
Á sl. ári hafa Austurríkis-
menn misst hvorki meira né
minna en 12 af beztu knatt-
spymumönnum sínum til
Frakklands. Hafa þeir gerst at-
vinnumenn þar.
Knattspyrnusambandið aust-
urríska hefur nú nýlega sam-
þykkt að banna austurrískum
knattspymumönnum að gerast
atvinnumenn í erlendum félög-
um.
Erindrekar franskra félaga
hafa verið tíðir gestir á áhorf-
endapöllum í Austurríki uppá
síðkastið en nú virðist sem
„bisnessin" sé búinn í bili.
r/l •
hi §r-
AUT
FYRIR
KJÖTVERZLANlR
|>órduf HTcituon Grcttiisotu 3. ilov 60360.
Snjébuxur
I Skíðabuxur
j á börn og fullorðna og all-
S ar aðrar tegundir af síðbux- j
j um úr vönduðum og góðum |
ullarefnum.
I ÁLAFOSS, í
c 7 |
! Þingholtsstræti 2. !
QúQooCTaa
— Gljóir v«l
- Drjúqt
- þwqilocjt
A1 m
e n n u r
umræðufundnr
verður haldinn að HÓTEL BORG í kvöld kl. 9.
„Getur lýðræði ÞRÓAZT í besgamlega
þjóðlélagi?"
Framsögumenn:
Bjöm Franzsen ©g Bjöm Þorsteinsuon
Öllum heimill aðgangur með málfrelsi.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN