Þjóðviljinn - 26.01.1955, Qupperneq 5
Miðvikudagur 26. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Verkalýður V-Þýzkalands staðráðinn
að koma í veg fyrir hervæðinguna
Fullfrúar milljón verkamanna I Ba]ern skera upp
herör gegn fullgildingu Parisarsamninganna
Andspymuhreyíingin. í Vestur-Þýzkalandi gegn her-
væSingu landsins verður æ öflugri og að sama skapi vaxa
óvinsældir hervæðingarstj órnarinnar í Bonn.
Á laugardaginn verður hald-
inn fundur í Pálskirkju í Frank
furt til að mótmæla hervæðing-
unni. Til fundarins er boðað
af alþýðusambandi Vestur-
Þýzkalands, vesturþýzka sósí-
aldemókrataflokknum, Goll-
witzer prófessor við guðfræði-
deild háskólans í Bonn og fé-
lagsfræðingnum prófessor Al-
fred Weber.
„Eining, friður og frelsi.“
Formaður alþýðusambands-
ins, Walter Freitag og leiðtogi
sósíaldemókrata, Erich Ollen-
hauer, boðuðu til fundarins
fyrir hönd samtaka sinna og
munu báðir flytja ræður á
fundinum.
Einkunnarorð fundarins verða
„eining, friður og frelsi.“ Sósí-
aldemókratar hafa lýst yfir, að
þ^ir muni berjast til hins
ítrasta til að bægja frá dyr-
um þeirri hættu á varanlegri
skiptingu Þýzkalands, sem þeir
segja að felist í Parísarsamn-
ingunum. Einn af talsmönnum
flokksins hefur sagt, að fund-
urinn á laugardaginn verði há-
mark þeirrar víðtæku mót-
mælahreyfingar, sem vaxið hef-
ur upp gegn samningunum og
hervæðingu Vestur-Þýzkalands.
Milljón verkamanna
í Bajcm.
Fulltrúar nálægt milljón fé-
lagsbundinna verkamanna í
Bajern hafa einróma sam-
þykkt að beita sér fyrir enn
öflugri baráttu gegn hervæð-
ingunni. Á fundi, sem þeir
héldu í Miinchen í síðustu viku,
samþykktu þeir að stjórn al-
þýðusambands Bajern skyldi
gangast fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu um hervæðinguna og
kröfðust, að vesturþýzka al-
þýðusambandið efldi baráttu
sína gegn hervæðingunni stór-
lega.
Þessi fimdur var haldinn til
að ákveða stefnu verkalýðsfé-
laganna í Bajern næstu tvö
árin. Stjóm vesturþýzka al-
þýðusambandsins var harðlega
gagnrýnd fyrir að hafa látið
undir höfuð leggjast að fram-
kvæma samþykktir þings al-
þýðusambandsins í okt. sl. gegn
hervæðingunni.
Margþætt barátta.
1 ályktun sem samþykkt var
einróma'á fundinum var skorað
á stjórn vesturþýzka alþýðu-
sambandsins að:
1) beita sér fyrir herferð
gegn hervæðingunni með funda-
höldum, kröfugöngum, vegg-
spjöldum og á annan hátt;
2) gefa út sérstakt dreifirit,
þar sem lýst sé hvaða afleið-
ingar myndu verða af her-
væðingunni og birta greinar
þess efnis í blöðum verkalýðs-
félaganna;
Þekktn ekki
þjóðsönginn
Hræðileg mistök urðu í sið-
ustu viku á árshátíð ensk- belg-
íska félagsins í London. Þegar
hljómsveitin hóf að leika belg-
íska þjóðsönginn héldu gestirn-
ir margir hverjir að nú væri
ballið byrjað og sveifluðu sér út
á gólfið.
Það kom heldur en ekki fát
á dansfólkið þegar það varð
þess vart að belgiski sendiherr-
ann, Alain Duparc-Locmarin
markgreifi, og starfsfólk sendi-
ráðsins stóð teinrétt í kveðju-
stellingum. Pörin námu staðar
og tókú sér stöðu þar á dans-
gólfinu sem þau voru stödd.
3) láta fara fram leynilega
atkvæðagreiðslu meðal 6 millj-
ón félaga í vesturþýzka al-
þýðusambandinu;
4) senda bænarskrár til sam-
bandsþingsins og fylkisþinga;
5) skipuleggjá þjóðaratkv,-
greiðslur um alít sambands-
lýðveldið (Vestur-Þýzkaland);
j 6) gangast fyrir fundum og
ráðstefnum verkalýðsfélaga til
að leiða í ljós andspymuna
gegn hervæðingunni;
| 7) beita sér gegn öllum
bre>dingum á stjórnarskránni,
sem mundu koma í veg fyrir
að menn gætu hafnað herþjón-
ustu af trúarlegum ástæðum.
Kveðja frá Austur-
Þýzkalandi.
' Forseti fundarins, Lorenz
Hagan, las upp ámaðarskeyti
sem fundinum hafði borizt frá
I verkalýðsfélögum í Austur-
j Þýzkalandi og var skeytinu
j fagnað mjög af fundarmönn-
i um.
Ummæli danskra
fréttaritara í Bonn.
Fréttaritarar tveggja stærstu
blaða Danmerkur, Politiken og
Berlingske Tidende, segja að
andstaðan gegn hervæðingunni
fari stöðugt vaxandi í Vestur-
Þýzkalandi. Fréttaritari Poli-
tikens í Bonn segir m. a.:
„Andspyman gegn hervæð-
ingu Vestur-Þýzkalands er að
verða að hreyfingu, sem nær til
sífellt fleiri samtaka, stjórn-
mála- og verkalýðsfélaga,
menningar og kirkjusamtaka.
Áhyggjur’ vesturþýzku stjórn-
arinnar út af þessari lu-eyfingu
verða stöðugt meiri og áfram-
haldandi vöxtur hennar mun
geta orsakað nýjar andstæður,
áður en i sambandsþingið tekúr
endanlega afstöðu til fullgild-
ingar Parísarsamninganna í
næsta mánuði."
Baráttan vex með hverj-
um degi.
Fréttaritari Berlingske Tid-
ende kemst að sömu niðurstöðu
og segir m. a.:
„Barátta vesturþýzku verka-
lýðshreyfingarinnar og sósíal-
demókratanna fer vaxandi með
hverjum degi. Öll lögleg ráð,
að undantéknu allsherjarverk-
falli, verða nú notuð til að
reyna að hindra á siðustu
stundu, að Parísarsamningam-
ir verði fullgiltir, áður en
reyndir hafa verið nýir samn-
ingar við Sovétríkin um sam-
einingu Þýzkalands."
Blekkti viðskipta-
vinina með
speglum
Eigandi tízkuverzlunar í New
York hefur verið sóttur til saka
fyrir að pretta viðskiptavini sína.
Það er kona sem í hlut á og
hafði hún komið fyrir í salar-
kynnum sínum speglum, sem
voru þannig slípaðir að allir
sem í þá litu virtust hærri og
grennri en þeir eru í raun og
veru. Viðskiptavinir mátuðu
kjóla og þegar konurnar litu í
speglana urðu þær stórhrifnar af
því, hve flíkurnar gerðu þær
spengilegar. Vörurnar runnu út
hjá prettakerlingunni þótt hún
seldi þær á okurverði.
Engen Tarle
láíiffin
Hinn víðkunni sovézki sagn»
fræðingur, Eugen Tarle, félagt
í vísindaakademíu Sovétrikj-
anna, lézt í Moskva fyrir nokkr
um dögum, 81 árs að aldri.
Hann hafði lengi verið sjúkur.
Tarle, sem var heiðursdokto?
við háskólana í Alsír og París,
ritaði mörg merk sagnfræðirit
um dagana. Hann lagði einkmr.
stund á sögu frönsku bylting-
arinnar og tímana eftir hani
og hefur bók hans um Napól-
eon verið gefin út mjög viða,
um heim.
Tarie var einn af ritstjórurs.
hins mikla verks sem gefið var
út í Sovétríkjunum um „Sögtr;
diplómatísins" og fékk þá mik-
inn áhuga á samtímastjórnmál-
um og sögu og ritaði mikina
f jölda greina í dagblöð og tíma-
rit. Síðasta blaðagrein hans
birtist í desember og fjallaðíi
um vináttusamning Frakklandss
og Sovétríkjanna, sem hanm
sagði að liefði orðið til fyrii?
„sögulega nauðsyn" og a$
„hugmyndir þessa samnings
hlytu að sigra.“ l
Manndauði eykst í réttu
hlutfalli við reykingar
Samband milli sígarettureykinga og
hjartasjúkdóma talið íullsannað
ÞaS er nú talið fullsanna'ö, aö samband sé á milli
tóbaksreykinga og hjartasjúkdóma.
1 brezka læknatímaritinu
Medical Journal er því haldið
fram, að rannsóknir brezkra
og bandarískra vísindamanna
hafi sýnt að svo sé.
Sambandinu milli reykinga
og hjartasjúkdóma hefur verið
veitt minni athygli en milli
reykinga og lungnakrabba,
segir tímaritið, en enginn vafi
er á því að um augljóst töl-
fræðilegt samhengi er að ræða.
Manndauði eykst í hlutfalli við
sígarettureykingar.
Blaðið vitnar í rannsóknir á
manndauða sem brezkir læknar
hafa gert að undanförnu og
rannsókn á 190.133 karlmönn-
um á aldrinum 50-69 ára, sem
bandaríska krabbameinfélagið
lét gera. Um hina bandarísku
rannsókn segir blaðið:
Merkasta niðurstaða þessarar
rannsóknar var sú, að mann-
dauðinn almennt, allar dánar-
orsakir meðtaldar, var veru-
lega meiri innan hvers aldurs-
flokks meðal reykingamanna
en þeirra sem ekki reyktu, og
að manndauðinn varð meiri
eftir því sem dagleg sígarrettu-
neyzla var meiri, að elztu ald-
ursflokkunum undanteknum.
Það liðu tíu ár milli pess að pessar myndir voru teknar á sama stað í vesturpýzkri.
porpi. Á myndinni til hægri sést bandarísk kjarnorkubyssa á leið um porpið, en t:£
vinstri sjást hermenn Hitlers á leið til víg stöðvanna árið 1944. 'í*SjŒ W