Þjóðviljinn - 26.01.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. janúar 1955 — ÞJOÐVILJINN — <7
STÆKKliN
lANDHELGHVIVAR
er brýnasta hagsmunamál Færeyinga
Geta ekki hagnýtt fiskimið sín vegna
ágangts brezkra togara
Dndanfaruar vikur befur
ðanski hagfræðinguriim
Mogcns Korst birt í Land
og Foik athyglisverðan
greinaflokk uin ástandið í
efnahagsmálum og stjóm-
málum Færeyja. Við ís-
lendingar fylgjumst allt of
illa með því sem gerist
með grönnum okkar Fær-
eyingum, og í þctta skipti
virðist óhætt að vitna í
danskar heimildir um fær-
eyskan þjóðfélagsveruleika,
— Þjóðviljinn mun á næst-
unni flytja fleiri af Fær-
eyjagreinum Mogens Korst.
Nær samtímis því að sést til
fyrstu þverhnýptu höfðanna á
Færeyjum, þegar við siglum
inn til Þórshafnar, grillir í
gegnum morgunþokuna í tvo
stóra, gamla eimtogara. Aætl-
unarskipið skríður rétt hjá
þeim, en fánarnir, sem uppi eru
hafðir, eru of skítugir til þess
að hægt sé að átta sig á þjóð-
erni þeirra. Hinsvegar má
glöggt lesa nöfn heimahafna
togaranna á síðum þeirra:
Grimsby og Leith. Það eru
Englendingarnir, sem hér
liggja, og, ef svo má að orði
komast, fleyta rjómann af fiski-
miðunum við Færeyjar. — Og
maður þarf ekki að hafa dvalizt
lengi í Þórshöfn til þess að verða
ljóst, að þessi fyrsta, einfalda
mynd af sjávarútvegsmálum
Færeyinga snertir vandamál,
sem hinar áköfustu umræður
snúast um, og er orsök veru-
legrar gremju meðal fólks hér
á eyjunum.
Orlög fiskveiða
Færeyinga eru í
höndum Dana
Auðugustu fiskimið Færeyja
falla ekki undir valdsvið fær-
eysku sjálfsstjórnarinnar held-
ur dönsk stjórnarvöld — og það
er augljóst, að slík skipan mála
getur auðveldlega leitt til
þykkju meðal þjóðar, sem að
níu tiundu hlutum á afkomu
sína undir fiskveiðum. Þeir
Færeyingar, sem lengst ganga í
þjóðernismálunum, segja sem
svo, að Danir hafi selt Englend-
ingum hin auðugu fiskimið við
Færeyjar gegn því að fá sjálfir
að njóta enskra markaða fyrir
danskar afurðir. Það verður
tæplega talið ánægjulegt að
vera borinn ásökunum sem
þessum! — En hverjar svo sem
aðalástæðumar hafa verið fyr-
ir því, að samningurinn milli
Danmerkur og Englands varð-
andi færeysku landhelgina var
gerður 1901, virðist ljóst að
núgildandi skipun tekur ekki
nægilegt tillit til hagsmuna
færeyskra fiskimanna — og
einnig að þær breytingar, sem
nú er lagt til að gerðar verði
á þessum málum, eru allsendis
ófullnægjandi.
Gamli dansk-enski samning-
urinn byggist á þriggja milna
landhelgi. Innan landhelgislín-
unnar mega erlend fiskiskip
ekki veiða. En auðugustu fiski-
miðin við Færeyjar eru ein-
mitt utan þeirrar markalínu!
Og í meira en 50 ár hafa ensk-
ir eimtogarar — 50 eða 100
talsins — getað skafið þessi
fiskimið. Þeir haía hreinsað
tangur og tetur af þessum mið-
um, smáseiði og botngróður,
og botninn líka segja menn í
Færeyjum — og oft hafa Eng-
lendingamir ekki látið sig
muna um að toga svolítið inn
fyrir landhelgislinuna, þegar
dönsku varðgæzlumennimir
hafa verið að skemmta sér í
Þórshöfn eða Þverá.
Samkeppni útilokuð
Færeyingamir verða þvi ann-
aðhvort að snúa sér að frekar
óarðbærum veiðum með strönd-
um fram eða leggja í langferð-
ir, jafnvel svo mánuðum skipt-
ir, allt að ströndum Grænlands
eða norður fyrir ísland. Keppa
við Englendingana? — það er ó-
mögulegt, segja Færeyingar.
Enskir sjómenn. eru lítilþægir
og njóta mjög hagstæðra kjara
við kolakaup, auk þess sem þeir
landa fiskinum nýjum beint á
markað í Skotlandi og Norður-
Englandi. Færeyingar, sem
byggja fiskveiðar sínar á fram-
leiðslu hálfverkaðs eða full-
verkaðs saltfisks, geta því ekki
lagt út í samkeppni á þessum
grundvelli.
Og nú vilja meira að segja
Þjóðverjamir líka komast hér
að! Vesturþýzkir útgerðarmenn
hafa sótt um að nokkrir af hin-
um stóru togurum þeirra fái
leyfi til að athafna sig í Fær-
eyjum. En færeyska landstjórn-
in hefur samt sem áður sagt
nei takk við þessu göfuglynda
vesturþýzka tilboði. Og eitt af
aðalmálunum í hinni oft á tíð-
um snörpu þjóðfrelsisbar-
áttu Færeyinga er sú, að nú
verði að bægja ensku togurun-
um frá landgrunninu.
\
Á Danmörku
hvílir mikil ábyrgð
Þessi þjóðfrelsisbarátta bein-
izt vel að merkja gegn Dan-
mörku. Færeyjar eru nefni-
lega í þjóðréttarlegu tilliti enn
undir danskri stjórn, og danska
ríkisstjórnin hefur því á hendi
nauðsynlegar samningsgerðir
gagnvart Englendingum varð-
andi færeysku landhelgina.
Gamli samningurinn er því
einnig á þessum árum — slík
mál verða ekki lagfærð á svip-
stundu! — í endurskoðun.
Englendingum er fullljóst, að
þeir verða að veita einhverjar
tilslakanir. Þetta liggur blátt
áfram í loftinu eftir að ís-
lendingar hafa, þrátt fyrir hin-’
ar harkalegustu gagnráðstafanir
— m. a. margra ára löndunar-
bann á íslenzkum fiski i Eng-
landi — haldið fast við hina
miklu stækkun íslenzku land-
helginnar, en vegna hennar
hafa enskir togarar orðið að
hverfa frá beztu miðunum við
strendur íslands. Samsvarandi
norskar reglur, sem viður-
kenndar hafa verið af alþjóða-
dómstólnum í Haag, og nú síð-
ast hin ævintýralega en þó
að þvi er virðist árangursríka
útfærsla landhelgi Suðurame-
ríkuríkjanna, hafa hleypt kappi
í kinn Færeyinga. Englending-
arnir hafa líka orðið að gera
tilboð, en auðvitað boðið eins
lítið og frékast var unnt: Þeir
bjóða færeyska „þjóðnýtingu“
ýfyrst um sinn til 10 ára) á
Vogeyjarfirði ásamt friðun
nokkurra fiskuppeldisstöðva.
Meirihluti lögþingsins í Fær-
eyjum hefur fallizt á þessa
ákipun mfelanrta, qg er þá
nokkuð til fyrirstöðu því að
gerður verði dansk-enskur
samningur á þessum grund-
velli?
Jú, svo sannarlega! Fólk, sem
á elnhvern hátt er ’bundið
færeyskum fiskveiðum, ræðir
urn að lögþingið hafi verið
neytt til að gera þessa sam-
þykkt með símskeyti frá H. C.
Hansen, utanríkisráðherra Dan-
merkur, sem hafi lagt fast að
Færeyingum að ganga að til-
boði Englendinga. Danmörk hef-
ur meiri áhuga fyrir að halda
góðum samskiptum við Eng-
land en að taka tillit til aðalat-
vinnuvegar Færeyinga, segja
menn. Stærsta verkalýðsfélag
Færeyja, Fiskimannafélagið
efndi til ráðstefnu skömmu
fyrir jólin, og þar var upplýst
að á fundum víðsvegar um eyj-
arnar höfðu aðeins 8% af sjó-
mönnum lýst sig fylgjandi
enska tilboðinu, en 92% lýstu
Skammt er milli fjalls og
fjöru víða í Færeyjum, og
teygja bæirnir sig upp í
hlíðar. Hér er mynd frá
Tvöroyri á Suðurey, einum
stærsta útgerðar- og at-
hafnabæ Færeyja.
______________________________>
sig samþykka 'uppsögn samn-
ingsins við England og stækkun
landhelginnar þegar i stað eft-
ir fyrirmynd íslendinga.
Fulltrúaskipunin á lögþing-
inu hefur lika gjörbreytzt síð-
an þingið samþykkti samkomu-
lagið á grundvelli éhska tii-
boðsins á s.l. hausti. í fyrsta
sinn hafa nú flokkamir, sem
bérjast fyrir skilnaði Færeyja
og Danmerkur, meirihluta á'
lögþinginu. Og við lögþings-*
kosningarnar síðustu þrefald-
aði Þjóðveldisflokkurinn at-
kvæðamagn sitt og jók mjög
fylgi sitt meðal sjómanna, en.
eitt aðalmál hans i kosninga-
baráttunni var stækkun land-
helginnar á sama grundvelli og
íslendingar hafa gert með svo
góðum árangri.
„Það er verið að spila meé
griuidvöll sjálfra bjargræðis-
veganna", segir forystumaður
Þjóðveldisflokksins, Erlendur
Patursson, sem einnig er for-
maður Fiskimannafélagsins, eö
ég átti tai við hann um þessi
mál.
Og í þessu spili verða Dan-
ir að gæta þess vandlega að
Englendingar laumi ekki að
þeim svarta-pétrinum, sem Fær-
eyingar sætu síðan uppi með!
Fiskifloti Færeyinga
er orðinn ónýtur
til langferða
En hversvegna er þetta mál
svo raunhæft núna? Fiskveiðar
og útflutningur Færeyinga er
jú meiri nú en nokkru sinni
fyrr. Og svo svarar einhver
Færeyingur spurningunni á
þessa leið: Legðu leið þína nið-
ur að höfninni og líttu á hinn
stolta fiskiskipaflota FæreyjaJ
Þar eru fyrst og fremst gömui
skip, _ skútur og skonnortur,
sem hafa vafalaust verið af-
bragðs fleytur, þegar þær voru
smíðaðar fyrir 70 til 80 árum,
en eru nú annað hvort úr sér
gengnar eða illa fallnar til að
stunda hinar harðsóttu og á-
hættusömu veiðar langt norður
og vestur í höfum. Til þeirra
ferða þarf betur útbúin lyað-
skreiðari og fullkomnari skip,
en þau kosta milljónir króna
og Færeyingar fá hvergi lán til
kaupanna. Hérna i Færeyjum
verða menn líka varir við láns-
f járbann og vaxtahækkunarpóli-
tík dönsku stjórnarinnar!
Sá fiskiskipafloti, sem nú er
í eigu Færeyinga, er betur
fallinn til veiða með ströndum
fram, og Færeyingar sjá líká í
því aukinn möguleika á stofn-
un iðnaðar í sambandi við
fiskveiðarnar. Erlendis er mikill
og vaxandi markaður fyrir
fryst fiskflök, og á þessu sviði
vilja Færeyingar gjarnan fylgj-
ast með, þvi að þorskurinn,
sem veiðist við eyjarnar, er
mikil gæðavara og þykir ein-
staklega vel fallinn til fryst-
ingar.
Það eina sem strandar á er
að Englendingar hirða obbann
af öllu saman við Fær-
eyjar, og núgildandi reglur ura
færeysku landhelgina hindra
því beinlínis endurskipulagn-
ingu þá í fiskveiðimálum Fær-
eyinga, sem fólk úr öllum póli-
tískum flokkum hér á eyjunum
telur nauðsynlega.
Það hvílir því mikil ábyrgð
á dönsku stjórninni við samn-
ingsviðræður hennar og Eng-
lendinga um landhelgi Færeyja.
Vonandi verður sú ábyrgð tekin
alvarlega og minni tilslakanir
gerðar í þágu Englendinga en
hingað til hafa verið gerðar,
t. d. við dansk-ensku viðskipta-
samningana. Samband Dgn-
merkur og Færeyja getur alls
ekki afborið mistök af. hólfii
Dana, sem skaða myndu hags-
muni Færeyinga.