Þjóðviljinn - 01.02.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.02.1955, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 'i p -1«, Verkalýðsfelag Borgarness enn I Sioproí utaistrcmdí Egils rauoa . ■ . .. Myndast stjornleysi 1 telaginu undir Framhald af 1. síðu. Siglt að innsta skipinu Um kl. 18 kvaðst skipstjóri hafa komið upp í stýrishúsið og þá séð ljósið á innsta skipinu. Miðaðist það í NA á áttavita skipsins. Kvaðst skipstjóri hafa sagt þeim, sem var fyrir vakt á stjórnpalli, færeyskum manni, Berg Nielsen að nafni, að kippa Agli rauða að innsta skipinu, sem lá undir Grænuhlíð, en sið- an hafi hann (skipstjórinn) sjálfur hringt á hæga ferð á- fram. Svaraði vélsíminn sömu ferð og beðið var um. Kvaðst skipstjóri hafa grun um, eftir því sem síðar hafi komið fram, að ferðin hafi verið meiri en beðið var um. Þegar hann hafi farið niður í mat, hafi togarinn verið að snúast í stéfnuna NA eða í stefnuna á ljós skipsins, sem innst lá. Taldi hann víst að Berg Nielsen hefði séð Ijósin á skipi þessu, en á vakt með Nielsen á stjórnpalli voru tveir aðrir Færeyingar, Ólavur Joen- sen, sem var við stýri, og Jens Evald Viderö. I Skipið tekur niðri Er skipstjórinn hafði miðað skipið, sem sigla átti Agli rauða að, fór hann niður í mat. Ekki kvaðst hann geta sagt hversu lengi hann hefði verið niðri, en er hann kom upp aftur hafi hann þegar opnað framgluggana í stýrishúsinu, sem voru lokað- ir, og litið út. Þegar hann hafi ekki séð neln Ijós framundan, hafi hann hringt á stopp og sett ratsjána í gang, en hún hafi verið í kortaklefanum inn af stjómklefa skipsins. Á meðan hann hafi verið að bíða eftir að ratsjártækin hitnuðu hafi skipið tekið niðri. Hafi hann þá hraðað sér út úr kortaklefanum fram i stjórnklefa, en þá hafi þeir sem þar voru verið farnir þaðan. Kvaðst skipstjóri nú hafa hringt á fulla ferð aftur á bak og um leið sett stýrið hart í stjórn- borða. — og strandar ■ Skipstjóri kallaði þessu næst til loftskeytámannsins og bað hann um að ná sambandi við b.v. Austfirðing og skýra frá því að Egill rauði væri strandaður inn- arlega undir Grænuhlíð. Náðist strax samband við togarann, en rétt í sömu svifum kvað skip- stjóri Egil rauða hafa losnað. Skömmu síðar hafi hann fundið að skipið kastaðist þannig til að það sncri inn mcð landinu. Kvaðst skipstjóri þá ekki hafa þorað að hopa skipinu lengur og ætlaði að setja á fulla ferð á- fram. Er hann. hafi verið að hringja vélsímanum liafi skipið tekið svo hastarlega niðri að hann liafi henzt frá bakborðs- síma yfir að dyrum stjórnborðs- megin. í þvl hann hafi verið að standa upp hafi verið hingt úr vélarrúmi á stöðvun. Rétt á eftir hafi fyrsti vélstjóri, Guð- mundur I. Bjarnason, komið upp í stýrishús og tilkynnt, að botn skipsins væri rifinn og sjór kom- inn í vélarrúm. Kvaðst vélstjóri ætla niður og opna ventla á katli sem hann og gerði. Brotnaði í tvcnnt Skipstjóri skýrði svo frá, að strax og skipið tók niðri í síðara skiptið hafi það hallazt mjög á stjórnborðshlið. Hafi hallinn ver- ið svo mikill að ekki hafi verið stætt.á gólfinu án þess að halda sér. Telur skipstjóri að skipið hafi brotnað í tvennt um hálf- dekkið skömmu síðar og hafi framparturinn fyrst rambað þar til og frá en verið sokkinn á föstudagsmorgun. Ekki taldi skipstjóri sig vita til þess að neinn skipverja hafi verið fram á skipinu, þegar framhlutinn brotnaði frá skipinu. I Gegnblautir og litt klæddir Guðmundur Isleifur skipstjóri taldi að flestir skipverjanna hefðu verið í borðsa), þegar skip- ið tók fyrst niðri, en þegar það tók niðri í síðara skiptið hafi flestir verið á bátapalli eða á leiðinni þangað. Allír skipverja hafi komizt á stjómpall nema þeir fjórir íslendingar, er fórust, og taldi skipstjóri sennilegast að menn þessir hefðu farizt er þeir voru að reyna að komast upp i stýrishúsið. Samkvæmt frásögn skipstjór- ans mun björgunarbáturinn stjórnborðsmegin hafa farið strax við strandið, en hinn mun hafa hangið á framfestingunni, brotinn, og útilokað að komast að honum. Björgunarbelti voru geymd í hvílu hvers einstaks skipverja og telur skipstjóri að flestir skipverjanna hafi verið í bjargbelti. Skipstjóri kvað sjó hafa gengið yfir allt skipið 1 ó- lögunum, en eftir að olían rann í sjóinn hafi þau orðið óreglu- legri óg ekki eins skörp og áður. Skipverjarnir hafi haft \iir fyr- ir ólögunum í kortakiefanum og ganginum milli stjómpails og í- búðar skipstjóra, en flestir hafi skipverjarnir verið gegnblautir og margir þeirra iítt klæddir. Ekki kvað hann viðlit hafa ver- ið að fara niður í skipið til að sækja þar fatnað. Dregnir í sjó alla leið í Andvara Björgun skipverja á Agli rauða hófst milli kl. 9 og 10 morguninn eftir strandið. Var tauginni, sem björgunarstóllinn var dreginn á, fest í ratsjár- mastrið á þaki stýrishúss togar- ans. Sagði skipstjóri að björgun- arstóllinn hefði verið í sjó alla leið milli Egils rauða og And- vara, en belgir hafi verið á stólnum og hann því flotið vel. Hann sagði að ekki hefði verið tími til þess milli ólaganna að binda skipverjana í björgunar- stólinn. Sjálfur kvaðst skipstjór- inn hafa aðstoðað marga þeirra við að komast í stólinn, en einn þeirra, Færeyingurinn Sofus D. Skorðahlíð, hafi farizt er hann (skipstjórinn) var að koma hon- um fyrir í stólnum á þaki stýris- hússins. Þá hafi ólag riðið yfir skipið og tekið manninn með sér. Fór síðastur frá borði Á meðan verið var að bjarga síðasta manninum á sjó drógu skipverjar á Agli rauða til sín halblökkina frá landi og festu hana í stigahandriðið upp á þak stýrishússins. Gekk björg- unin í land mjög vel. og fór björgunarstóllinn yfirleitt ekki í sjó á leiðinni (20—25 m) í land. Skipstjóri fór siðastur frá borði og tókst honum ekki að bjarga leiðabók skipsins né farangri. Skýrsla B. Nielsen. Næst á eftir skipstjóranum á Agli rauða kom fyrir dóminn hásetinn Berg Nielsen frá Fær- eyjum. — Hann kvaðst hafa komið upp á stjómpall skips- ins klukkan 15.30 stranddag- inn, miðvikudaginn 26. janúar. Hafi skipið þá verið látið reka inn með Grænuhlíð og kvaðst hami hafa tekið eftir 3 skip- um landmeginn við Egil rauða. Þegar hann hafi komið upp hafi hvorki skipstjóri né stýri- maður verið á stjómpalli, hins- vegar þrír Færeyingar. Niel- sen skýrði svo frá að rétt eft- ir að hann hafi komið á stjóm- pall hafi annar stýrimaður, sem hann heldur að hafi átt vakt á þessum tíma, komið þangað og sagt að sigla í átt- ina til skipa, er lágu nær landi. Kvaðst hann hafa látið byrja að sigla Agli rauða að skipunum klukkan 16.55 og hafa siglt í ca. hálftíma með hægri ferð og í stefnu um það bil austur. . Eftir þessa siglingu hafi Egill rauði verið kominn í grennd við skipin og lét hann þá stöðva vélina og skipið reka. Um þetta leyti hafi gengið á með éljum. Sá engin ljós. Berg Nielsen sagði að skip- stjórinn hefði komið upp á stjómpall um kl. 18.00 og þá hringt í vélsímann á hæga ferð áfram og sagt að sigla skipinu í NA. Hafi skipstjóri ekki snú- ið sér til neins sérstaks á stjómpalli með þessi fyrirmæli, hvorki sín né Olavs Joensen, sem var við stýrið, eða ann- ars Færeyings, er þar var. — Ekki kvaðst Nielsen hafa séð nein Ijós eða skip í þeirri stefnu, sem skipstjórinn mælti fyrir um að sigla í, er hann horfði út um framglugga á stýrishúsinu. Náði í björgunarbelti í klefa sínum. ♦ Skipstjóri háfi nú brugðið sér frá í um það bil 20—25 minútur, en þegar hann hafi komið aftur upp í stjórnpall skipsins hafi hann þegar hringt á stopp. Augnabiiki síðar kvaðst Nielsen hafa gengið út á annan brúarvænginn og í þeim svifum hafi skipið tekið niðri. Ekki kvaðst hann vita til annars en að hinir tveir Færeyingar hafi verið kyrrir í stýrishúsinu, þegar hann fór þaðan út. Þá kvaðst hann held- ur ekki geta sagt um hvað skipstjóri hafi tekið sér fyrir hendur, er skipið tók niðri, því að hann (Nielsen) hafi farið .í klefa sínn og náð í björgunar- belti, en þaðan hafi hann far- ið út á bátadekk, þar sem margir skipverja voru að reyna að setja út björgunar- bátinn stjórnborðsmegin en hann hafi brotnað áður en það tókst og elckert hafi þýtt að reyna að setja út hinn bátinn. Hefur skipstjómarréttindi. Berg Nielsen kvaðst ekki hafa séð þá fjóra íslendinga, sem fórust með skipinu. Sér forustu Sjálfstæðisflokksins? Seinni hluta janúarmánaðar boðaði fráfarandi formaður Verkalýðsfélags Borgarness full- trúaráðsfund í félaginu (en sam- kvæmt lögum þess boðar form. trúnaðarráðsfundi í félaginu). Ennfremur þótti viðeigandi að boða trúnaðarráðsmenn, sem kosnir voru 1953, en höfðu ekki fengið endurnýjað umboð sitt (voru ekki kosnir 1954) og áttu því ekki sæti í trúnaðarráði þótt Sjálfstæðismenn væru. — Vart var við öðru að búast en eitt- hvað sögulegt gerðist í lokin. Ekki hefur enn verið boðað til aðalfundar í félaginu þótt stjórn- arkjör og talning atkvæða færi fram hinn 3. þ. m. ha.fi verið bjargað yfir í v.b. Andvara. Hafi björgunarstóll- inn þá verið dálítið frá skipinu og hann því orðið að stökkva út í stólinn. I björgunarstólinn komst hann en josnaði úr honnm, tókst þó að halda sér í net stólsins og línu og var þannig dreginn um borð í vél- bátinn. Berg Nielsen kvaðst hafa réttindi til að stjórna fiski- skipum af öllum stærðum fyr- ir norðan 35 breiddarbaug. En skipstjórnarskírteini sitt kvaðst hann hafa glatað við strandið ásamt öllum farangri sínum. Sjá ljós 3 skipa. Þriðji skipverjinn af Agli rauða, sem yfirheyrður var í gær, var Ólavur Joensen, 42 ára Færeyingur. Hann kvaðst hafa komið upp á stjómpall togarans kl. 15.30 og verið sam- ferða B. Nielsen þangað. Kvaðst hami hafa verið á stjómpalli allan tímann sem liðið hafi frá því hann kom upp og þar til skipið strandaði. Sagðist hann hafa staðið við glugga í stýrishúsinu og horft út nokkurn tíma eftir að hann kom þangað upp og þá séð ljós frá 3 skipum á bakborða. Hann kvaðst muna eftir að annar stýrimaður kæmi einu sinni upp á stjómpall en ekki hafi hann tekið eftir því að hann gæfi neinar fyrirskipanir. Hann kvaðst og muna að á meðan liann var á stjórnpalli hafi skipinu verið siglt tvisvar og verið þá við stýrið í bæði skipt- in. í fyrra skiptið hafi skipinu verið siglt með hægri ferð í austur og þegar þeirri siglingu hafi verið hætt hafi ljósin á skipunum þrem verið nálægt og á bakborða. Við stýrið allan timann. Ólavur kvaðst muna eftir að skipstjóri hafi komið á stjóm- pall kl. um 18, hringt í vél- símann hæga ferð áfram og sagt að sigla skipinu NA. I sama bili hafi hann séð ljós framundan í þeim stefnu. Ekki kvaðst hann minnast þess að skipstjóri gæfi skipun um að hætt yrði að sigla er komið væri að þessu ljósi, sem hann hafi séð nokkra stund á meðan á siglingu stóð en síðan misst fljótlega sjónar á, Taldi Ólav- ur sig vissan um að hafa siglt í þá átt er skipstjóri hafi fyr- irskipað. Ekki mundi hann eftir því að skipstjóri hafi snúið sér til -neins sérstaks á stjómpalli varðandi siglingu skipsins, heldur aðeins gefið upp stefnuna. Strax og skipstjóri hafi kom- ið aftur á stjórnpall hafi hann (skipstjórinn) hringt á stopp. Kvaðst Ólavur hafa verið við stýrið allan tímann þar tíl skip- ið sat fast og kvaðst minnast þess að J>að hefði áður tekið niðri tvisvar eða þrisvar. Sldp- stjóri hafi ekki tekið af honum stýrið á þessuin tíma og hann minntist þess ckki að skip- stjóri hcfði sagt sér að leggja stýrið hart á stjórnborða. Þegar skipið var orðið fast á gmnni, kvaðst Ólavur hafa far- ið í káetu sína fram á skipinu og náð sér í björgunarbelti, en þá höfðu flestir skipverjanna verið búnir að ná sér í björg- unarbelti. Fór hann nú aftur á bátadekk og reyndi ásamt fé- lögum sínum að setja út björg- unarbát en það tókst ekki. Sér hafi verið bjargað á sjó og hafi hann verið 11. maður sem yfirgaf skipið. Ekki kvaðst Ólavur hafa séð þá fjóra Islendinga, er fór- ust, eftir að skipið strandaði, en þegar hann sótti björgunar- belti sitt fram í káetu sá hann tvo skipverja, er komust af. í sjódómi, sem rannsakar málið, eiga sæti ísleifur Áraa- son fulltrúi borgarfógeta, dóms- formaður, og meodómsmemi- irnir Pétur Björnsson og Jónaa Jónasson, skipstjórar. Skákþing Beykjavíkur: Úrslit í 1. umferS meistaraflokks Skákþing Reykjavíkur hófsð í fyrradag. I fyrstu umferð urðu úrslit þessi í meistara- flokki: Jón Pálsson vann Reimar Sigurðsson. Ingi R. Jóhannsson vann Ingimar Jónsson. Anton Sigurðsson vann Ólaf Sigurðs- son. Arinbjörn Guðmundssou vann Steingrím Sigurðsson. Stígur Herlufsen vann Benóní Benediktsson. Freysteinn Þor- bergsson vann Margeir Sigurðs- son. Eggert Gilfer vann Gunn- ar Ólafsson. Gunnar Gunnars- son vann Hauk Sveinsson. Hjálmar Theódórsson vann Ingimund Guðmundsson. Bið- skák varð hjá Ólafi Einarssyni og Ágústi Ingimundarsyni. Önnur umferð var tefld í gærkvöld, en annaðkvöld verða tefldar biðskájiir úr tveimur fyrstu umferðum. Herbergi til leigu Lítið i-isherbergi til leigu Góð umgengni áskilin. Upp lýsingar í Blönduhlíð 4 eft ir kl. 7 í kvöld. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.