Þjóðviljinn - 01.02.1955, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1955, Síða 6
<>) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 1. febrúar 1955 dlÓOVIUINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn, Ritatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmimdsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami Benedlktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltatjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi 7600 (3 linur). Áskrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmiðja Þjóðviljans hJ. '_____________________________________________________/ Íslenzkur áburður á erlendan markaS Undanfarna daga hefur þýzkt flutningaskip legið við bryggju áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Hefur það verið fermt íslenzkum áburði, er seldur verður til Frakk- lands, og mun þegar búið að ganga frá sölu á 4000 lest- um. Hér er um aö ræða algert nýmæli í íslenzkri út- flutningsframleiðslu, þar sem í fyi’sta sinn fer á erlendan markað íslenzk iðnaöarframleiðsla, unnin við orku ís- lenzkra fossa. Birtist hér enn eitt skýrt dæmi um mögu- leika lands okkar og framtíðarmöguleika þjóðarinnar til að lifa frjáls af eigin framleiðslu í eigin landi. Stjórnarblöðin hafa sem eðlilegt er gert atburð þenn- an að umtalsefni. Enda er vissulega ástæða til að fagna honum. Hins vegar forðast þau að rifja á nokkurn hátt upp sögu málsins í sambandi við hann, enda munu þau fremur kjósa aö hún liggi sem mest í þagnargildi. Eins og oft hefur verið frá skýrt hér í blaðinu börðust sósíalistar á Alþingi miskunnarlaust fyrir því að Áburð- arverksmiðjan yrði byggð miklu stærri. Þegar málið var útkljáð voru allar tillögur þar að lútandi felldar af full- trúum stjórnarflokkanna. Ein viðbáran sem notuð var, var sú að óvíst væri um marka,ðsmöguleika fyrir fram- leiðsluna erlendis. Nú sýnir það sig að markaðir em þegar fyrir hendi, og fyrirhugáð áð flytja út sex þús. tonn þegar á þessu ári, aðeins til Frakklands, en nærri má geta hvort ekki má víðar finna markaö fyrir jafn mikla nauðsynjavöru sem tilbúinn köfnunarefnisáburður er orðinn fyrir jarðrækt alla víðsvegar um heim. Enn hefur heldur ekki verið reynt að hrekja þá rök- semd sósíalista, að fjár til byggingar miklu stærri virkj- unar og verksmiðju hefði mátt afla með því að semja um lán við þjóðir sem vegna landshátta hafa ekki mögu- leika til framleiðslu þess konar áburðar, og þurfa því að flytja hann inn í stórum stíl, og semja um að greiða lán- in með hluta af framleiðslu verksmiðjunnar. Þannig hefði mátt tryggja hvorttveggja í senn, fram- kvæmdamöguleika og markaðinn fyrir framleiðsluna. All- ar horfur eru því á því nú, að framtíðin sýni bráðlegá hvilík reginvilla var í því fólgin aö hafna tillögum Sós- íalistaflokksins á Alþingi um að reisa stærri verksmiðju, er hefði getaö framleitt miklu meiri útflutningsverð- mæti. Að vísu er Áburðarverksmiðjan þrátt fyrir þetta stærsta iðnaðarfyrirtæki hér á landi enda langsamlega hið dýrasta. Kostar án efa ekki minna en 130—150 millj. kr. fullgerð. Því hörmulegri er sú meöferð, sem meiri hluti Alþingis, einmitt þingmerm núverandi stjórnar- flokka, leyfðu sér að viðhafa um eignarrétt hennar, þegar ákveöið var að afhenda hana að verulegu leyti til eignar nokkrum fjárplógsmönnum fyrir að leggja fram sem hlutafé fjórar millj. kr. af þeim 150 sem hinn raunveru- legi stofnkostnaður sennilega verður. Og óhætt má einn- ig fullyrða, aö ef Sósíalistaflokkurinn hefði ekki á sínum tíma flett ofan af þeim áfomium, sem bankasjóri Fram- kvæmdabankans upplýsti á sínum tíma við þingnefnd á Alþingi að fyrirhuguð væri, þ.e. að selja einnig hlutabréf ríkisins, þá hefði verið búið að afhenda verksmiöjuna aö öllu leyti til einstaklinga. í það skipti tókst Sósíalista- flokknum að bjarga því sem bjargaö varð. En það er ekki nóg. Meðferö þessa máls öll er spegilmynd þeirrar regin- spillingar sem fest hefur rætur í öllu okkar fjármálalífi jafnt innst sem yzt. Þegar sjálft löggjafarþigið gengur svo langt, sem í þessu máli, verður almenningsálitið að taka í taumana og sýna slíkum stjórnmálamönnum í tvo heimana. Sósíalistaflokkurinn mun ótrauður halda á- fram baráttunni fyrir að endurheimta Áburðarverksmiðj- una í eigu ríkisins. Ef það tekst verður það holl lexía fyrir fjárplógs- og stjórnmálamennina sem eldinn skör- uðu að köku sinni með meðferð sinni á því máli fyrir fimm árum, og sýnir þeim að til eru hlutir, sem þeim ekki líðst að framkvæma. Því ef áfram verður haldið á sömu braut, mun íslenzka þjóðarskútan bráðlega sökkva í fen Blíkrar ægisspillingar. Leikritið á sunnudaginn, Leikið á leirflautu, hélt ég í fyrstu, að ætlaði að vera ófherkilegur hlutur, en það rættist úr þVí og varð að lok- um mjög sniðugt, góð skemmt- un og markviss ádrepa. Taki þeir sneið sem eiga. Kvöldvakan á fimmtudag- inn var að verulegu leyti helg- uð kvæðum Runebergs, og var upprifjun þeirra hug- þekk og þakksamlega þegin af eldri kynslóðinni. Ingibjörg Stephensen las þýðingar Matt- híasár allt að því nákvæmlega eins og þarf að lesa þær. Hins vegar er það allátakanlegur skortur á smekkvísi að fá Baldur Bjamason til að ræða um máltöfra. — Erindi Ævars Kvarans um Hallgrím Péturs- son í lokin spillti sízt blæ þessarar hátíðlegu kvöldvöku og þá ekki lögin eftir Kalda- lóns. Þetta var sem sagt góð kvöldvaka. Svo komu líka mjög góð er- indi, og þrjú þau beztu snertu tungu okkar og bókmenntir. Símon Jóh. Agústsson prófes- sor flutti eftir hádegi á sunnu daginn síðari hluta erindisins um Hávamál frá sálfræðilegu og siðfræðilegu sjónarmiði. Þetta var gott erindi um hjartfólgið efni hverjum Is- lendingi, skýrlega samið, djúp fræði við alþýðu hæfi. Svo þyrfti að kynna fleira af önd- vegisverkum íslenzkrar tungu sem Hávamál voru kynnt að þessu sinni |og Völuspá í fyrra. — Því miður leyfðist mér ekki að hlusta til loka á erindi Jóns Jóhannessonar prófessors um sannfræði og uppruna Landnámubókar. Eft ir upphafi að dæma er ekki ástæða til að ætla annað en^ að erindið hafi í heild verið hið ágætasta. Það er erindi, sem ástæða væri til að endur- taka eitthvert laugardags- síðdegið, og ekki ætti sú stað- reynd að draga úr þeirri nauð- syn, að erindið er fram komið fyrir ósk frá óbreyttum hlut- anda, sem með ósk sinni og formi hennar gaf ljómandi sýnishorn þess, á hvem hátt miklum hluta alþýðu manna liggur á hjarta að fræðast um mikilvæga þætti menningar- sögu sinnar og á hvern hátt hann veltir þeim fyrir sér. Það er mikill glæpur að bregðast menningarlegum skyldum við slíka alþýðu manna. — Þá finnast mér erindi Bjarna Vil- hjálmssonar um íslenzkt mál æ innihaldsríkari eftir því sem stundir líða, og Árni Böðvars- son nær æ fastari tökum á því erfiða viðfangsefni að gera j fimm mínútna rabb að já- kvæðum þætti í baráttu fyrir þjóðlegri vemdun daglegs | máls. — Eríndi Hauks Snorra- sonar frá ströndum Hudson- flóa var á þá lund sem mjög er æskileg um ferðaþætti, skörp innsýn í dramatíska þætti sögustaðanna sem um er farið. Þá fyrst fá lýsing- ar ókunnra landa notið sín að fullu, þegar þau íklæðast örlögum þeim, sem náttúra þeirra hefur búið þvi lífi, sem háð hefur sína baráttu í skauti þeirra. — Viihjálmur Þ. Gíslason naut sín méð bezta móti í þættinum um bækur og menn, þar sem hann að gefnu tilefni ræddi um samband okkar við franskar bókmenntir. EJn svo voru ákaflega ó- merkileg erindi. Dagur og veg- ur hefur aldrei verið þvílíkar óraleiðir fyrir neðan allar hellur eins og að þessu sinni, og er þá mikið sagt. Gísli þessi Ástþórsson, sem fenginn var að hljóðnemanum, setti óumdeilanlegt met í bjána- skap og smekkleysum. Út- varpinu er það mikil háðung, að þvílíkt bull og hann var með skuli komast að. Svona mistök eiga sér enga afsök- un. Útvarpsráð hlýtur að þekkja svo mikið af sæmilega greindu fólki, að það sé hrein- asti óþarfi að flagga með ein- hverjum vesalingum, sem blása sig* svo út með merki- legheitum og þykjast ætla að vera sniðugir. Ég vænti þess, að Útvarpsráðs vegna fái þessi aumingja maður að hvíl- ast í rólegheitum með Ólafi læðu sinni, sem hann virðist meta mest allra hluta. — Þá lét Ólafur Björnsson prófes- sor ekki eftir liggja sína vit- leysisfræðslu um efnahagsmál. En þar er hann í sínum rétti. Hann er fulltrúi þess hagkerf- is, sem er sjálfu sér svo sund- urþykkt, að mikill matur er orsök hungurs og mikill auð- ur orsök fátæktar. 1 slíku hagkerfi er engin heil brú, og um það er ekki nokkur leið að tala af viti nema til nið- urrifs. Mann getur furðað á því, að nokkur maður skuli geta misboðið skynsemi sinni svo að ganga í þjónustu slíks hagkerfis, en þegar einhver Hefur stígið það spor, þá er ekki þess að vænta að maður heyri orð af viti frá þeim hinum sama um efnahagsmál upp frá því. Tvær smásögur voru flutt- ar á síðkvöldum vikúnnar og báðar eftir íslenzka höfunda. Áðmírállinn eftir Ágnar Þórð- son er vel sögð saga úr ástandinu í þeim viðurkennda frásagnarmáta úr þeim her- búðum að gera gys að hinum flatmagandi löndum og tókst það verkefni ágætlega í þess- ari sögu. — Saga Þóris Bergs- sonar Að lokum er aftur á móti eiginlega ekki saga, held- ur angurvær hugleiðing um hinzta dóminn um verkin okk- ar mannanna og næsta áhrifa- lítil og ekki síður þegar hún er flutt með miklum hátíð- leika. — Tvísöngvakynningin á föstudaginn var ánægjuleg. I heimilisþættinum á laug- ardaginn fékk maður að heyra málróm Aðalbjargar Sigurð- ardóttur. Það er átakanlegt, ef satt er, að útvarpið þoli ekki svo sterka menningar- lega innviði og sú kona hefur til að bera og því sé hún vart talin útvarpshæf. Hún er óumdeilanlega einn allra bezti útvarpsfyrirlesari sem við eig- um, og útvarpsráð má ekki láta þá skömm spyrjast, að hlustendum sé ekki gefinn kostur á að hlýða á hana. G.Ben. Ingólfur Runólfsson Minningarorð og kveðja Jólaskemmtun heima í sveit minni. Ég kom seint. Dansinn var byrjaður. Um húsið ómuðu dillandi tónar harmonikkunnar. Á dansgólfinu svifu menn og meyjar í fjörugum dansi. Allt var þetta fólk kunningjar mínir eða vinir. En inni við gaf 1 stóð einn mér ókunnur maður. Ungur maður, laglegur, með óvenju mikið dökkt hár. Þetta var harmon- ikkuieikarinn Ingólfur Run- ólfsson 'kennari á Akranesi. Það eru nú liðnir meira en tveir tugir ára síðan þetta gerð- ist, en þó ég kynntist Ingólfi ekkert í það sinn að öðru en þeim ljúfu tónum sem harmon- ikka hans sendi frá sér, þá er mér maðurinn minnisstæðUr eins og hann kom mér fyrir sjónir þessa nótt; það var eins og augu hans sæju allt sem gerðist í kringum hann, og þó virtist manni jafnframt að all- ur hugur hans væri við túlkun laga þeirra er hann lék. Rúmur áratugur leið, þá báru atvikin mig til Akraness til frambúðardvalar. Ingólfur hafði þá um nokkur ár verið búsettur í sama húsi og systir mín og auk þess voru konur okkar náskyldar. Það fór því að líkum að ég kynntist Ing- ólfi fljótt og allnáið. Varð sá kunningsskapur mér mjög mik- ils virði. Margar ferðir fór ég til Ingólfs ef ég þurfti að leita góðra ráða. Og aldrei brást það að ráðin voru Veitt fljótt og vel.. Ingólfur var vinur allra hinna smáu manna og málleys- ingja. Hans ævistarf var barna- kennsla. Og áreiðanlega hefur Ingólfur valið sér þetta ævi- starf að vel athuguðu máli. Börnin voru vinir hans og hon- um var það sönn gleði að geta veitt þeim fræðslu og hjálp til þess að rata hinar vandtroðnu brautir lífsins. Ég minnist:' nokkurra samtala við hann um ýms vandamál æskunnar og þá ekki sízt hversu næman skiln- ing hann sýndi er smábarna- yfirsjónir bar á góma. Ég tel ekki ofsagt að Ingólfur hafi verið í alfremstu röð kennara, a. m. k. kom það fyrir að böm Frambald á 11. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.