Þjóðviljinn - 01.02.1955, Qupperneq 7
Þriðjudagur I. febrúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (?
KULDI * ESKIMÓAR ° HUNDGÁ
og 8 þúsund híiótnetra sleðaferð
Þetta eru ekJki eskimóabörn heldur ungar dömur á giftingar*
aldri — sem sé 14 ára.
Knud Rasmussen stjórnaði 5.
Thule-leiðangrinum eftir-norð-
urströndum Kanada og
Alaska.
í sumar voru liðin 75 ár síð-
an Knud Rasmussen landkönn-'
uður fæddist í Jakobshavn á
Grænlandi. Til minningar um
hann hefur Gyldendal gefið út
bók hans Den store Slæderejse
— Sleðaferðin langa — að nýju.
Þetta er frásaga hans sjálfs af
því þrekvirki sem hann vann
mest, en það var að ferðast frá
norðausturhomi Kanada til
vesturodda Alaska og þaðan yf-
ir sundið til Síberíu og spöl-
korn inn í það land. Þetta var
frækileg för og sjálfur segir
hann að þá hafi rætzt æsku-
draumar sínir, en það var einn-
ig merkileg ferð að því leyti
að í henni kynntist hann trú
og siðum frænda sinna eski-
móanna, og hún var farin í því
skyni að færa sönnur á skyld-
leika eskimóaþjóða. Alla leið-
ina dugði honum það mál sem
hann 'hafði numið heima í
Grænlandi, og ýmsar þær goð-
sögur um tilgang lífsins og
sköpun mannanna og eðli, sem
hann lét segja sér á þessum
ferðum og skrifaði hjá sér,
hafði hann heyrt í æsku í heim-
kynni sínu Grænlandi, lítið
breyttar. „Á allri þessari löngu
leið fró Grænlandi til Kyrra-
hafs“, segir hann, „hittum við
fyrir ekki einungis hina sömu
þjóð sem talaði hið sama mál,
heldur hina sömu menningu,
menningu sem ætið verður tal-
in eitt hið fegursta dærrii um
þrek og staðfestu og orku“.
• Eskiraóamir gerðu
skutla úr byssu-
hlaupunum
Ekki var Knud Rasmussen
einsamall á þessu ferðalagi,
með honum voru auk græn-
lenzkra hjóna þeir Peter
Freuchen rithöfundur, dr. Kai
Birket-Smíth, sem nú stjórn-
ar mannfræðisafninu í Kaup-
mannahöfn, og dr. Therkel
Mathiassen, sem nú er safn-
vörður 1. deildar þjóðminja-
safnsins danska o. fl. Þessir
menn unnu síðan úr því efni
sem safnaðist á ferðinni. Bók
K. R. er ferðasaga ívafin sög-
um og kvæðum eskimóa, en af
hverri blaðsíðu andar þakk-
læti og aðdáun á þessu gest-
risna og góða fólki, sem svo
merkilega hafði tekizt að búa
í haginn fyrir sig og gera sér
líft á þessum köldustu og
hrjóstrugustu af byggðum
löndum. Og það voru síðustu
forvöð að gera þessar rann-
sóknir. „Heimsmenningin“ var
að byrja að berast til þessa
fólks í líki grammófóns og nið-
ursuðumatvæla. Sá tími var
liðinn er eskimóar kunnu ekki
betri skil á skotvopnum en svo
að eitt sinn er þeir fundu
strandað skip mannlaust og í
því gnægð skotvopna, gerðu
þeir sér skutla úr byssuhlaup-
unum heldur en ekkert.. Knud
Rasmussen hrósaði happi að
hafa ekki átt annars kost en
að fara þessa ferð á hunda-
sleða, svo að þeir félagar hlutu
að búa saman við Eskimóa
mánuðum saman í tjöldum
þeirra úr hreindýraskinni eða
í snjókofunum, sem svo hlýir
gátu verið, og éta mat þeirra.
Það er gaman að lesa frásög-
urnar af því hve vel þeim var
fagnað þegar þeir komu til
stöðva eskimóanna, hve frétta-
fúsir hinir eldri menn voru en
virðulegir í forvitni sinni og
hversu þeim félögum fannst
sem væru þeir heima hjá sér,
er þeir sátu að máltíð af soðnu
kjöti heitu með fólkinu eftir
langa dagleið í skafrenningi yf-
ir land þar sem hvergi sá á
dökkan díl eða illfæra freð-
mýri í leysingu. Hann kann
lika vel að lýsa hinum mörgu
dásemdum ferðalagsins, dimm-
um nóttum með 50 stiga frosti, '
litskrúði vorsins þama norður-
frá og ofsa leysinganna.
• Ferð seiðmannsins
mikla til að blíðka
sjóskepnuna
En ekkert var Knud Ras-
niussen jafn hugleikið og seið-
karlarnir og sagnir þeirra og
sögur og einkennilega yfirlætis-
lausa þekking. Einn þeirra hét
Áa. Knud Rasmussen hitti
hann við Elísabetarhöfða seint-
um kvöld undir alstirndum
himni. Hann kom akandi á
hundasleða og 15 hvítir hund-
ar fyrir og bar hann svo hratt
að sem fugl flygi. En þá er
hann var stiginn af sleðanum,
heilsaði hann þeim félögum af
mikilli kurteisi: qujangnamik
— ég þakka gestunum sem
hingað koma til okkar.
Áa fræddi Knud Rasmussen
um það að þá er veiði brygð-
ist, væri það hlutverk seið-
mannsins að fara úr likaman-
um og stuðla að því að veiðin
kæmist í lag. Þeír kunna þá
list að láta jörðina opnast sem
gíg allt niður að hafsbotni, en
þar situr sjóskepnan með
lamþa sinn og gefur gætur að
framferði mannanna, en um-
hverfis vök þá sem nærri er,
þyrpast veiðidýrin og una sér
vel.
Þá kemur sál seiðmannsins
þama að og fer að klappa sjó-
skepnunni á kollinn vinalega
og segja henni að nú veiðist
engir selir upp á jörðu, en hún
svarar höstuglega að þeir megi
sjálfum sér um kenna og er
seiðmanninum ekki vandalaust
að blíðka hana, en ef það tekst,
tekur hún veiðidýrin upp og'
slengir þeim í gólfið og hverfa
þau þá í hafið. Verður þá ágæt
veiði og enginn sultur í lang-
an tíma, segir seiðkarlinn Áa.
• Selahauskúpur voru
áttaviti þeirra
Frá því er ein sagan að þeir
Knud Rasmussen hafa setzt að
í snjókofa af þeirri gerð sem
eskimóar kunna að gera sér á
hálfum öðrum klukkutíma svo
vel að ekki þarf um að bæta,
og er þetta við segulskautið
milli Boatbia og Vilhjálms'
konungs lands. Bylur er á, og
koma öllum að óvörum tveir
menn sleða- og hundalausir að
kofanum. Þessir menn hafa
lagt af stað til að selja refa-
skinn og eru fjölskyldur þeirra
staddar skammt frá. Knud
Rasmussen verður þeim nú
samferða til stöðva þeirra og
í þeim tilgangi að ná í vernd-
argripi sem þeir áttu mikið af,
en voru tregir til að láta af
hendi, því þeir álitu að grip-
irnir væru vörn gegn sjúkdóm-
um og styrktu sig að ýmsu
öðru leyti. Á leiðinni, sem ekki
var auðrötuð, þurfti að nota
Framhald á 8. siðu.
V eiðimaður þessi af Netsilik ættflokkinum á Kené skaga Ieggur þorskana, sem hann veiftir ura
vök á ísnum, í hring umhverfis vökina og snýr ollum hausunum inn að henni. Þamiig verður
hann ævinlega staddur í miðri þorsktorfu, því þorskarnir hafa ódauðlega sál, er hverfur aftur
til hafsins.
Við söngvahátið hjá eskimóum í Bemhara höfn eru allir þátt-
takendur klæddir hátíðarbúningi úr þunnhærðu hreinaskinni
með breiða borða úr hvítu kviðskinni.