Þjóðviljinn - 01.02.1955, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 1. febrúar 1955
% ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÓRl. FRÍMANN UELGASON
Gott færi og margir áhorfendur á
fyrsta skíðamóti vetrarins
„Stefánsmótið“ (sem svo
fagurlega var kallað „Stefnu-
mótið“ á föstudaginn, en hverj--
um dettur í hug stefnumót í
frosti og snjó á heiðum uppi ?!)
fór fram við Skíðaskála
Reykjavíkur á sunnudaginn í
blíðskaparveðri og næstum eins
góðu færi og bezt verður á
kosið.
Snjór er mikill þar efra og
bílfært að Skíðaskálanum.
Margt manna kom líka til móts-
ins. Munu hafa verið þar um
400—500 manns.
Keppnin var hörð og tvísýn,
sérstaklega í A-flokknum.
Framkvæmd mótsins var í
mjög góðu lagi og gekk keppn-
in vel. Á Skíðadeild KR þakkir
skildar fyrir það, en hún sá
um mótið. Brautin var lögð of-
an af efstu brún í brekkunni
fyrir ofan Skíðaskálann.
Keppnin í kvennaflokki og
drengjaflokki hófst kl. 10 og
urðu úrslit þessi:
Kvennafloltkur.
Ingibjörg Árnadóttir Á. 46.8
Karolína Guðmundsd, KR 49.7
Arnheiður Árnadóttir Á. 59.5
HjÖrdís Sigurðardóttir IR 59.8
Drengjaflokkur
Þorbergur Eysteinsson ÍR 37.8
Úlfar Andrésson ÍR 46.8
Sigurður Einarsson ÍR. 50.3
C flokkur karla
Ólafur Björgvinsson iR. 66.8
Sigurður Sigurðsson KR 67.7
Leif Gíslason KR 69.2
Marteinn Guðjónsson KR 73.4
A flokkur
Meðal keppenda var gestur í
Reykiavík vann bœjakeppina
meS 9 sfigum gegn 1.
Bæjakeppninni í handknatt-
leik milli Reykjavíkur og Hafn-
arfjarðar lauk á sunnudags-
kvöld og vann Reykjavík báða
leikina og tryggði sér þar með
9 stig af 10 mögulegum. í
kvennaleiknum voru þær reyk-
vísku nær einráðar um að gera
mörkin því þær hafn-
firzku skoruðu aðeins eitt.
Úti á gólfinu léku þær
allvel saman en skorti getu og
áræði til að leika inn í skot-
færi. Þessar stúlkur vantar líka
sýnilega alla leikreynslu, en
hana þurfa þær að öðlast ef
þær éiga að geta gefið kyn-
sýstrum sínum harða keppni í
biejákeppni komandi ára.
Reykvísku stúlkumar féllu
vel saman og meðal þeirra voru
líka sannkallaðar „fallbyssur"
og 10:1 talar sínu máli.
Þær sem kepptu fyrir Hafn-
arfjörð voru:
Sigrún Sigurðardóttir FH.,
Sigríður Guðmundsd. FH (fyr-
irliði), Guðrún Bjarnadóttir
Haukum, Guðlaug Kristinsdótt-
ir F.H., Þórdís Karlsdóttir F.H.
Guðmunda Egilsdóttir F.H.,
Margrét Júlíusdóttir, Haukum,
og Hanna Elíasdóttir.
Síðari leikurinn var á köfl-
um mjög skemmtilegur. Hafn-
firðingar byrja á því að gera
þrjú mörk, sem virtist verka
þannig á þá að þeir leyfðu sér
ónákvæmari leik. Reykvíking-
ar undu þessu sýnilega illa og
notfærðu sér vel misheppnaðar
sendingar Hafnfirðinga og gera
nú 7 mörk í röð án þess að
Hafnfirðingar fái að gert. Á
11. min. standa leikar 8:6 fyrir
Reykjavík, en eftir það dró
stöðugt sundur og í leikhléi
stóðu leijcar 15:9.
Á 5. mín. í síðari hálfleik
standa leikar 15:11 fyrir R.vík,
á 10. mínútu er markastaða
12:20 og á 15. mín. 13:24 og
á 20. mín. 16:28, en þá herða
Hafnfirðingar sig og gera eins
og í byrjun 3 mörk í röð, en
Reykvíkingar skoruðu síðasta
markið 29:19. Lið Hafnarfjarð-
ar var skipað mönnum ein-
göngu úr F.H. og verður því
að kalla þetta mjög góða
frammistöðu. Þetta lið Reyk-
vikinga verður að kall^st
landsliðið I dag, enda skipað
þrautreyndum og leiknum
mönnum með góðan aldur. Ald-
ur Hafnfirðinga mun vera frá
17—23 og flestir undir 20 ára.
Þeir hafa þegar náð undra
miklum hraða og tækni í knatt-
meðferð. Þessa menn vantar
bara að lifa áfram fáein ár, fá
fleiri leiki og halda saman og
æfa. Einnig þurfa þeir að fá
svolítið meiri breytileik í sókn-
araðgerðirnar.
Vafalaust verður þetta lið
F.H. erfitt hverju Reykjavík-
urliðanna sem er með sama
leik, því Reykjavíkurliðið féll
vel saman þegar frá eru dregn-
ar 4 fyrstu mínútumar sem er
ef til vill ekki að undra.
Þó stigmunur keppninnar
hafi orðið svona mikill, þá er
ekki svona mikill íþróttalegur
munur. I karlaflokknum er
munurinn tiltölulega lítill eða
svo að keppnin þar var í öll-
um leikjum skemmtileg.
Aftur á móti var mikill mun-
ur á kvennaflokkunum og þar
verða Hafnfirðingar að vinna
vel til undirbúnings framtíðar-
innar. Sem félagakeppni hefði
þetta getað orðið jöfn og tví-
sýna keppni eins og í fyrra
Hafnfirðingar geta því vel við
unað þessa frammistöðu, og
hún hvetur til meira dáða.
Á eftir leiknum kvörtuðu
Hafnfirðingar undan því að á-
kveðinn maður í liði þeirra
hefði orðið fyrir aðkasti í orð-
um frá áhorfendum, gert í þeim
tilgangi að hafa áhrif á leik
hans. Er leitt til þess að vita
að áhorfendur sýni slíka fram-
komu, og vonandi endurtekur
þetta sig ekki.
Afhending bikarsins fór fram
að leik loknum en betur hefði
það mátt vera undirbúið. Lið
Hafnafjarðar var þannig skip-
að:
Kristófer Magnússon, Birgir
Björnss., Bergþór Jónsson, Ól-
afur Þórarinsson, Hörður Jóns-
son (fynrliði), Ásgeir Hall-
dórsson, Sigurður Júlíusson,
Ragnar Jónsson og Sverar
Jónsson.
Úlfar Skæringsson
mótinu frá Siglufirði, Gunnar
Finnsson að nafni, og náði
hann.góðum árangri. Varð tími
hans annar bezti í keppni A-
flokks, 79.6. En mót þetta mun
aðeins opið Reykvíkingum og
telst. hann því ekki með á af-
rekaskrá þess en úrslit urðu:
Úlfar Skæ.ringsson ÍR 77.1
Ásgeir Eyjólfsson Á. 81.6
Bjarni Einarsson Á. 81.6
Guðm. Jónsson KR. 83.1
Góður árangur á
skautamótinu
Veðurguðirnir breyttu nú al-
veg útaf vana sínum að láta
í té rigningu þegar skautamót
eiga að fara fram í Reykjavík.
Mildilegast fengu skautakapp-
arnir að þessu sinni eins gott
veður og ytri skilyrði sem hægt
er að fá á skautamóti: Logn,
sól og lítilsháttar frost. Ár-
angur varð líka góður þar sem
Kristján Árnason setti nýtt
met á 3000 m. hlaupi á 5.49.8
og Þorsteinn Steingrímsson
varð aðeins 2/10 úr sek. á eftir
og var líka undir eldra metinu.
Það met átti Björn Baldursson
frá Akureyri og var það sett
þar 1953. Því má skjóta hér
inn að lausafréttir hermdu að
Björn hefði á slæmum ís deg-
inum áður hlaupið, þessa vega-
lengd á 6.41.0.
Árangur Þorsteins Steingríms-
sonar á 500 m. er bezti árangur
Islendings hér heima. Kristján
Árnason hefur náð betri ár-
angri í Hamar í Noregi.
Þar sem engin þátttaka varð
í drengjahlaupunum féllu þau
niður. Áhorfendur-voru margir.
Framhald á 9. síðu.
Kuli og esldmóar
Framhald af 7. síðu.
áttavita og voru það hauskúpur
af selum, og var þeim raðað á
ísinn þannig að þær sneru all-
ar eins, því eskimóar trúa því
að sálir manna og dýra búi í
höfðinu og að selir hafi jafn
ódauðlega sál og menn. Veiði-
maður ætti því að geta veitt
hinn sama sel aftur og aftur
(þ. e. sömu selssálina), og þá
er flutt er til nýrra stöðva en
selshöfðinu snúið í áttina sem
ekið er í svo að selurinn eigi
síðar hægra með að rata, og
fólkið þurfi ekki að svelta.
Eskimóunum var í fyrstu illa
við að láta af hendi verndar-
gripina, því þeir héldu að þeir
mundu þá standa uppi varnar-
lausari gagnvart þvi sem var-
ast skyldi, en þá er hann hafði
fengið einn seiðkarlinn í lið
með sér, fór allt að ganga
greiðlega, og tókust þá skipti
á verndargripum annarsvegar
og glerperlum og saumnálum
hinsvegar. Ung stúlka kom t. d.
með kasúldið álftamef og sagði
honum að þessi verndargripur
mundi tryggja sér það að
fyrsta barn sitt yrði sonur.
Auk þess átti hún rjúpuhöfuð
og rjúpufót sem áttu að tryggja
henni það að barnið yrði
hraust og þolið sem rjúpa.
Bjamartönn átti hún líka og
átti hún að vera til þess að
barnið fengi. góðar tennur og
góða meltingu. Honum áskotn-
uðust margir verndargripir, en
ekki þótti eskimóunum annað
þorandi en að hann léti þá fá
það sem þeim þótti vera jafn-
gildi þeirra af glerperlum og
nálum, annars bjuggust þeir
við að standa of berskjaldað-
ir fyrir ýmsu illu, og auk þess
þáðu þeir ýmsa eignarhluti af
K. R., svo sem skyrtu og loð-
úlpu, en fyrir hinar beztu ger-
simar meðal verndargripanna
tók seiðkarlinn lokk úr hári
hans og skar hann sjálfur.
• Þeir átu á knjánum
hráa rjúkandi lifur
og spik
Að síðustu er hér frásagan
af því er 15 menn fóru að veiða
sel upp um ís, sátu við í 11
tíma og fengu einn. Þá er veiði-
maðurinn Inugtuk hefur tekið
fram skutul sinn og komið hon-
um fyrir í vökinni sem hann
hefur höggvið í ísinn og höfð
er til þess að séð verði hvort
selurinn sé á leiðinni upp, sezt
hann á veiðitösku sína úr
skinni, svo að ekki heyrist
þrusk eða brak og til þess að
verða ekki kalt á fótunum.
Síðan bíður hann þarna graf-
kyrr tímunum saman þó að
engin verði veiðin. Það eru
dæmi til þess, að veiðimenn
hafi beðið svona í 12 klst.
Þegar Inugtuk er að því kom-
inn að gefast upp, tekst öðrum
veiðimanni í hópnum að skutla
sel. Þá verður mikill fegin-
leikur. Selnum er slátrað og
veiðimennimir safnast að
skrokknum, krjúpa á kné og
éta lifrina heita, og þetta gera
þeir selnum til virðingar og í
þakklætisskyni, því þeir líta
svo á, að selurinn hafi viljandi
gengið í greipar þeim, svo að
þeir fengi satt hungur sitt. Af
spikinu éta þeir líka. Síðan
fara þeir heim 15 talsins, eftir
að hafa setið við vökina í 11
tíma og öll veiðin var ’einn
selur. Samt eru þeir veiðinni
svo fegnir að þeim finnst 'þetta
hafa borgað sig.
Á morgun hefst útsala á
vefnaðarvöru og s'kófatnaði
K0M3Ð 0G GERIÐ GÖÐ KAUP
veínaðarvöra
og
skódeild