Þjóðviljinn - 10.02.1955, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.02.1955, Blaðsíða 2
v*.x 2) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 10. febrúar 1955 1 dapr er finuntudagurlnn 10. febrúar. Scholastica. — 41. dagur ársins. — Tunpl í hásuðri kl. 2.57. — Ardegisháflæði kl. 7.25. Síðdegisháflæði kl. 1».4S. Sveitarstjóinar- mál, timarit um málefni islenzkra sve itarfélaga, hef- ur borizt. Rit- stjórinn Jónas Guðmundsson ritar um landsþing ícaupstaðasambands Noregs i Staf- angri. G-reint er ýtarlega frá full- trúaráðsfundi Sambands islenzkra sveitarfé!a.ga 1954. Or. Björn Björnsson skrifar um niðurjöfnun útsvara i Reykjavík í fyrra. Frið- jón Skarphéðinsson ritar: Kjör- skrá og kjörskrármál. Gunnar J Möller: Norðurlandasamningurinn um gagnkvæma sjúkrahjálp. Þá er sagt frá verðlagsuppbótum á laun opinberra starfsmanna, frétt- ir frá Alþingi, um innlimun Gier- árþorps í Akureyri — og sitthvað íleira er í heftinu sem er myndar- legt að útliti og frágangi. Dagskrá Alþingis Sameinað þlng Fyrirspurn: Mótvirðissjóður. Efri deild (að loknum fundi í saméinuðu þingi). 1. Samkomudagur reglulegs Al- þingis 1955. 2. Almenningsbókasöfn. 3. Krabbameinsfélag Islands. Neðri deild (að loknum fundi í sameinuðu þingi). L Leigubifreiðar í kaupstöðum. 2. Brunatryggingar utan Reykja- víkur. Gátan Sá ég iíkar systur tvær, sem að margir prýða, nú víða. Hjá hernamönnunum hvíla þær, d hofferðirnar ríða til tíða. Þeirra eiga þykir fín, þær geyma hana á milli sín, vel oft seðja vindaskrín, þær verða þá >að gapa með snapi. Upp úr iþeim, hvað í þær fer, en ekki kemur það við mér, hætt er við að hrapi með tapi. Pváðning síðustu gátu: DAGUR OG NÓTT. Söfnin eru opin Bæjarbókasafnið Útlán virka daga kl. 2-10 síðdegis. Laugardaga kl. 2-7. Sunnudaga kl 6-7. Lesstofan er opln virka daga kl. 10-12 fh. og 1-10 eh. Laugar- daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga kL 2-7. Eandsbókasafnið kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka daga nema laugardaga kl 10-12 og 13-19. Náttúrugripasaf nlð kL 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 á þriðjudögum og fimmtudögum. P jóðmin jasaf nið kl. 15-16 á sunnudögum, kl. 13-15 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Þjóðskjalasafnið á virkum dögum kl. 10-12 og 14J9. Næturvörður er í læknavarðstofunnl Austur- bæjarskólanum, simi 5030. Brimaldan stríða Saga Nicholas Monsarrat,! Brimaldan stríða (The cruel sea), er að mörgu leyti góð, en þó er kvikmyndin, sem gerð hefur verið eftir sögunni og sýnd er í Tjarnarbíói þessa dagana, ennþá betri; hún er tvímælalaust meðal langbeztu stríðsmyndanna, sem hér hafa verið sýndar. Myndin er fram- leidd af J. Arthur Rank, kvik- myndafélaginu enska, tökuritið hefur Eric Ambler gert en leik- stjóri er Charles Frend, sá sem m. a. stjórnaði gerð hinnar ágætu myndar um leiðangur Scotts til suðurheimskautsins. Brimaldan stríða segir frá nokkrum af áhöfn Compass Rose, lítils ensks herskips, sem var við gæzlu kaupskipalesta á Norður-Atlanzhafi, þegar kaf- bátar þýzku nazistanna voru einna ágengastir og gerðu mestan usla í siðasta striði. Ber þar mest á. skipstjóranum George Ericson, traustum manni og harðgerðum, sem Jack Hawkins leikur af. mik- illi snilld. Af öðrum leikend- um, sem flestir eru lítt þekktir' a. m; k. utan Englands en fara þó allir mjög vei með hlut- verk sín, má nefna þá Donald Sinden, sem leikur „Númer eitt“, Denholm Elliott og Bruce Seton. Þó að myndin sé löng (sýn- ingartíminn rúmar 2 klst.) heldur hún athygli manns fastri allan tímann og hvergi ber á væmni. Ýms smáatriði auka spenninginn og eftir- væntinguna, t. d. stöðug hring- ferð' ljósgeislans á radartæk- inu og hljóðmerki asdikksins. Eftirminnileg er hin æsandi bið og grafarþögn um borð í Compass Rose, þegar viðgerð þarf að framkvæma úti á rúm- p-v . .T-r-i j . . . i ■ | KVIKIAYRDIR: sjó, og leitin að síðari kafbátn- um, sem sÖKkt var, en þá voru þeir Lric.son skipstjóri og „Númer eitt‘? komnir með nýtt skip, Sajtash. ÍHJ. Eg, dómarinn Nokkur undanfarin ár hefur Mickey Spillane verið einn mest lesni skáldsagnahöfundur- Mike Spillane inn í Bandaríkjunum og hafa bækur hans selzt þar vestra í tugmilljónum eintaka. Þessa.r miklu vinsældir stafa þó ekki af því að hér sé um stórbrot- inn eða jákvæðan skáldskap að ræða, þvert á móti eru bækur Spillanes hinn óhrjáleg- asti samsetningur og fleytifull- ar aí sadisma. Söguhetjan er alltaf sú sama, Mike nokkur Harr.mer, einkaspæjari af bandarískustu gerð, sem í upp- hafi hverrar sögu fær vitn- Témstuiidakvöld kvenna verður í Café Höll í kvöld kl. 8.30. Skemmtiatriði — Handavinnutilsögn. Allar konur velkomnar — Saintök kvenna. ATHU6IÐ: Mikið úrval af hársnyrtivörum MARKAÐURINN Haínarstræti 11 eskju um að framið hefur ver- ið morð (venjulega er fómar- lambið kona eða örkumla mað- ur) og heitir að hefna hins myrta með eigin hendi. Áður en honum tekst að koma fram hefndum gerist ýmislegt sögu- legt: ný manndráp á 10. hverri síðu og þess á milli nákvæm- ar lýsingar á hinum hrottaleg- ustu líkamspyndingum að ó- gleymdu kvennafari Hammers. Nú er búið að gera fyrstu kvikmyndina eftir sögu Mike Spillanes og Trípólíbíó er far- ið að sýna hana. Saga sú, sem hér um ræðir er I the jury, sem einhverjir framtakssamir náungar sáu ástæðu til að koma fyrir sjónir íslenzkra lesenda undir nafninu Eg, dóm- arinn. Myndin er mjög í sam- ræmi við söguna, jafnvel enn ómerkilegri. Sagan er þar rak- in eins nákvæmlega og banda- ríska kvikmyndaeftirlitið hef- ur frekast leyft: Vinur Mike Hammqrs er myrtur og spæjar- inn byrjar umsvifalaust ; að leita að morðingjanum. f þeirri leit kynnist hann mörg- um misjöfnum sauði, bæði karlkyns og kvenkyns, lendir í ofboðslegum slagsmálum og er þá ekki að vanda kveðjuriwf ar, en að lokum hafnar hann j í faðmi morðingjans, sem er j ung og fögur stúlka og sálfræð- ingur í þokkabót. Endirinn hef- ur öll helztu einkenni höfund- arins, en ég læt vera að lýsa honum, nóg er komið af svo góðu. Það þarf varla að taka það fram að þegar kvikmynd er gerð eftir sögu sem þessari er •ekki verið að vanda til ann- arra hluta, t. d. leiks o. þ. h. Tæknilega er myndin þó ekki ver gerð en margar aðrar. ÍHJ. 18.00 Dönskuk. I. 18.25 Veðurfr. 18.30 Enskuk. II. fl. — 18.55 Framburðar- kennsla i dönsku og esperanto. 19.15 Þingfréttir. Tónleikar. 19.30 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Dag- legt mál (Árni Böðvarsson cand. mag.). 20.30 Kvöldvaka: a) Stef- án Jónsson námstjóri flytur frá- sögu: Beinakast. b) Isl. tónlist: Lög eftir Inga T. Lárusson pl. c) Frú Margrét Jónsdóttir flytur tvær sögur um du’arfull fyrir- bséri, skrásettar af Vilmundi Jóns- syni og Þórbergi Þórðarsyni. d) Ævar Kvaran leikari flytur éfni úr ýmsum áttum. 22.10 Upp'estur: Kristján Einarsson frá Djúpalæk les frumort ljóð. 22.20 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía del Mare (Haf- sinfónían) eftir Nyström (Hljóm- .syeit tónleikafélagsins í Stokk- hólmi leikur; Tor Mann stjórnar. Einsöngvari: Ingrid Eksell). 23.00 Dagskrárlok. Harrj- nokkur Frederiksen, deild- arforstjóri hjá SIS og skrifar nafn sitt upp á ensku og dönsku, skrif- ar í.Tímann í gær: „Mér hefir oft verið hugsað til hvilík reginvit- leysa það er að ein stétt í þjóð- félaginu geti boðað verkfall af því að hún telur slg ekki fá kröfum sínum um kjarabætur framgengt". Spumingin er aðeins þessi: Hvað hefur Harrj- Frederik- sen í kaup? •rr«i hófninnl* Eimskip: Brúarfoss fór frá Hamborg í fyrradag til Rotterdam, Hull og Reykjavikur. Dettifoss og Fjall- foss eru í Reykjiavik. Goðafoss fór frá New York í gær til Reykjavíkur. Gullfoss, Lagarfoss og Reykjafoss eru í IReykjavík. Sélfoss fór frá Hofsósi í gær til Sauðárkróks, Bolungavíkur og Isa fjarðar Trö’láfoss, Tungufoss og Katla eru í Reykjavík. Skipadelld SIS Hvassafell er væntanlegt til Reykjavikur frá Gdynia á morg- un. Arnarfell er í Rio de Janeiro. Jökulfell er væntanlegt til Kefla- víkur á morgun. Dísarfell er á leið frá Hamborg til Islands. Litlafell er í olíuflutningum. Helgafell er í Reykjavík. Togaramir Pétur Halldórsson kom af salt- ‘fiskveiðum í gær. Jón Þorláksson kom af ísfiskveiðum í gær. Hall- veig Fróðadóttir fór á veiðar í gær, og Úranus í gærkvöld. Gyll- ir fór á veiðar á mánudagskvold- ið. -Karlsefni og Neptúnus koma af veiðum í dag. Gyllir og Guð- mundur Júní eru hér í höfninni. Millllandaflug: „Edda“ er væntan- leg til Reykjavík- ur í dag frá Ham- borg, Kaupmanna- höfn og Stafangri kl. 19.00. Flugvélin fer til New York kl. 2100. — Sólfaxi fer til Kaupmanahafnar á laugardags- morgun. Innanlandsflug: 1 dag eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar, Egilsstaða, Kópaskers og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavikur, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs og Vestmannaeyja. Æskulýðsfélag Laugamessóknar Fundur i kvöld 'kl. 8.30 i sam- komusal kirkjunnar. Fjölbreytt fundarefni. — Sr. Garðar Svavars- son. Tómstundakvöld kvenna verður i Kaffi Höll í kvöld kl. 830. Allar konur velkomnar. Bolvíkingafélagið heldur aðalfund sinn i Breiðfirð- ingabúð (uppi) í kvöld kl. 8,30. — Til skemmtunar verður kvik- myndasýning og spiluð verðxu- fé- lagsvist. Krossgáta nr. 576 C 9 >} lo 8 óhreinkja 99 rúmfat 11 þrír eins 12 ármynni 14 forskeyti 15 ímynd- anir 17 leikur 18 félagssamtök 20 fugl. Lóðrétt: 1 tuddi 2 ýta 3 forsetn- ing 4 hvassviðri 5 ganga 6 blautur 10 söngflokkur 13 skítur 15 títt 16 auðug 17 dúr 19 forskej-ti. Lausn á nr. 575 Lárétt: 1 barði 4 sú 5 la 7 ómi 9 rós 10 lít 11 amt 12 in 15 er 16 ástar. Lóðrétt: 1 bú 2 Róm 3 il 4 sorti 6 aftur 7 ósa 8 ilt 12 mát Í4 ná 15 XX X N P N KIN Næturvarzla er í Ingólfsapóteki, sími 1330.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.