Þjóðviljinn - 10.02.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.02.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Magnús Á. Ámason: SANNLEIKURINN ER SAGNA BEZTUR Rómarsýningin virðist hafa komið svo miklu róti á hugi manna, að furðu gegnir. Menn verða vart viðmælandi, ef sýninguna ber á góma. Sum af dagblöðunum ólmast dag eftir dag eins og naut í flagi. Þó er ein aðalorsökin fjTÍr öllum þessum hama- gangi byggð á algjörum mis- skilningi, en það er atriðið um fimmtíu ára yfirlit is- lenzkrar listar. Hugmyndin mun hafa orðið til í kolli Jóns Þorleifssonar, sem síðar hefur fengið Ásgrím Jónsson til að skrifa undir bréf það, er birtist í öllum dagblöðum bæjarins og vai'ð upphaf þess- arar deilu. Það hefði verið auðvelt fyrir heiðvirða blaða- menn, að komast að því rétta í þessu efni, hefðu þeir aðeins snúið sér til stjórnar F.Í.M. og viljað kynna sér báðar hliðar málsins. Það er hvergi tekið fram í boði ítölsku stjórnarinnar, að sýningin eigi að vera yfirlitssýning yfir síð- ustu 50 ár, eða 100 ár, eða neina aðra tölu, sem sagt eng- in skilyrði sett. Þessutan sam- anstendur Norræna lista- bandalagið af lifandi, starf- andi listamönnum, og tilgang- ur þess er að halda sameigin- legar sýningar á verkum þeirra, sem eiga helst ekki að vera eldri en 3-5 ára. F. í. M. hefur verið legið á hálsi fyrir það, að útiloka sumaaf okkar „elstu og fræg- ustu málurum," og mun þar átt við Ásgrím Jónsson og Jón Stefánsson. Þessu er auð- velt að svara: Þeir þfekktust hvorugur kurteist boð frá fé-! laginu, að senda fimm mynd-! ir hvor eftir eigin vali. Mér! er kunnugt um að þeim hafði, ásamt Kjarval, verið ætlaður; heiðursstaður á sýningunni,! eða beztu veggir íslenzku deildarinnar. í þessu sam- bandi held ég að rétt sé, að fram komi ein hlið á sam- skiptum þessara ágætu lista- manna við F. í. M. Á nor- rænu sýningunni í Kaup- mannahöfn 1949, voru Svavar Guðnason og undirritaður mættir sem fulltrúar félags- ins. Þar kom fram boð frá hinni sænsku deild bandalags- ins um íslenzka sýningu í sýningarsölum akademíunnar í Stokkh. Við Svavar urðum ásáttir um það, að bezt mundi fara á því, að þrír elstu mál- arar landsins skipuðu þesss sýningu. Það varð úr, og var sýningin haldin þremur árum síðar. 1 millitíðinni höfðu þeir Ásgrímur og Jón Stefánsson sagt sig úr félaginu. Það hafði auðvitað engin áhrif á gerða samninga; en þessi sýn- ing kostaði okkar fátæka fé- lag hvorki meira né minna en fimmtíu þúsundir króna. Þetta er ekki sagt hér til að telja það eftir, heldur sett fram sem staðreynd, sem ó- neitanlega varpar einkenni- legri birtu á afstöðu þessara ágætu manna til félagsins nú. Félagið, og hver einasti félagi þess, mun alltaf bera virðingu fyrir þessum brautryðjendum íslenzkrar málaralistar, því ef við viljum bera virðingu fyrir Bjálfum okkur og list okkar, þá berum við einnig virðingu fyrir þeim. Ég fyr- ir mitt leyti harma það, að þeir skyldu ganga úr skaft- inu í þetta skipti. Þegar útséð var um það, hvort Ásgrímur og Jón Stefánsson tækju þátt í sýn- ingunni, skrifaði ég stjóm F. I. M. og sýningamefnd bréf, þar sem ég stakk upp á því, að Kjarval, okkar eini höf- uðsnillingur í málaralist — (að öllum öðmm ólöstuðum), skipaði rúm þeirra, annars eða beggja, svo að verk hans mynduðu einskonar kjama á sýningunni. Ég vildi að félag okkar heiðraði hann á þann hátt í tilefni af sjötugs af- mæli hans, sem verða mun á þessu ári. Og nú hefur svo skipast til, að bætzt hafa við fjögur góð málverk eftir Kjarval síðan sýningunni lauk á sunnudagskvöld, þann- ig að nú verða 17 myndir eftir hann, sem fylla heiðurs- salinn. Mönnum hefur orðið ótrú- lega starsýnt á „nonfígúra- tívu“ málverkin á sýningunni i Listamannaskálanum. Hefðu þeir haft fyrir því að telja þau, hefðu þeir komist að raun um að þau voru 31, en hin „fígúratívu'* (ég bið af- sökunar á orðbragðinu) 47 + 4, eins og að ofan getur, eða 51 á móti 31. Þetta geta ekki talist ó^anngjöm hlutföll. Jóni Þorleifssyni, sem er formaður Nýja myndlistafé- lagsins, var boðið sæti í sýn- ingarnefndinni, en hann hafn- aði boðinu, og félag hans lýsti því yfir síðar, að það tæki ekki þátt í sýningunni. Það sama gerði Félag óháðra listamanna. Hvað var þá hægt að gera ? F.t.M. hafði lýst yfir þátttöku sinni og gat því ekki dregið sig í hlé. Eins og á stóð var ekki í annað- hús að venda en til félagsmanna, þó að þrír góðir listamenn, sem ekki eru í neinu félaganna, taki þátt í sýningunni, en það eru þau Gunnlaugur Scheving, Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveins- dóttir. Menn skulu ekki halda, að þessi deila okkar sé eitthvert einsdæmi, jafnvel ekki á Leikkvöld Menntaskólans: Einkaritnrinn eftir CHARLES HAWTREY Leikstjóri: Einar Pálsson Það mun ekki ofmælt að á- hugi æskuíólks á leiklist og leikmenntum hafi aukizt hröð- um skrefum hin síðustu ár, dæmin eru mörg og deginum Norðurlöndum, sem svo oft er vitnað til. Þannig var það 1949, að stórt listamannafé- lag í Danmörku, sem Grönn- ingen heitir og Jón okkar Stefánsson mun vera meðlim- ur í, neita,ði þátttöku í sýn- ingunni þá, af ástæðum sem ég mán nú ekki lengur. Hitt skal ég viðurkenna, að það verður að koma annarri skip- an á þessi mál, og það verð- ur reynt á öðrum vettvangi en blaðanna, þegar þessar öld- ur lægir. Ég skal ekki f jölyrða: um bráðabirgðasýningu þá, sem nýlega er afstaðin; en menn geta ímyndað sér, að ekki er hægt að koma fyrir á 90 metr- um svo vel fari sýningu, sem á eftir að dreifast á 144 metra, þar sem auk þess verð- ur sérstakur salur fyrir höggmyndir. En sýningin kom mér þannig fyrir sjónir, að mér fannst hún lýsa dirfsku og æskuþrótti og vera ljós vottur þeirrar byltingarr sem er að gerast í listinni, ekki einungis hér á landi, heldur einnig í Frakklandi og á ítal- íu og víðar. Þó ég persónu- lega aðhyllist ekki hinar nýju stefnur, svo sem ab- straktisma, þá viðurkenni ég fullkomlega tilverurétt þeirra. Það yrði of langt mál að gera grein fyrir þessu hér, en ég vil leyfa mér að vísa til bráðsnjalls erindis, er frú Kristín Jónsdóttir f.utti í Út- varpinu og síðar birtist í Helgafelli. Þar talar gáfuð listakona og reynd af mikilli víðsýni einmitt um þetta efni. Italir hafa lifað við im- pressionisma í 80 ár og þeim væri því engin nýlunda að sjá myndir í þeim stíl, en flestir af eldri málurum okk- ar eru impressionistar eða post-impressionistar, fáeinir expressionistar. Spá mín er sú, að þessi sýning okkar eigi eftir að vekja einna mesta eft- irtekt í Róm af öllum deild- um samnorrænu sýningarinn- ar vegna þess, að við eigum þar djarfhuga unga lista- menn, sem fylgjast með tím- anum. Ég fyrir mitt leyti óska þeim allra heilla. Ég vil að endingu lýsa að- dáun minni á djörfung þess- ara ungu manna, að hafna hundrað þúsund króna styrki frá Alþingi, sem veittur var með algjörlega óaðgengileg- um skilyrðum. Og ég trúi ekki öðru, ef öll kurl kæmu til grafar, ef öll spil væru lögð á borðið, en að almenn- ingur sannfærðist um það, að félag okkar hefur ekkí alltaf rangt fyrir sér. Mér þykir leitt að Vísir hefur óafvitandi orðið til þess að gabba ýmsa mæta borgara hér í bæ, en blaðið getur sak- ast um það við höfund þess- arar grillu. F. I. M. á þar engan hlut að máli. Frá vinstri: ísak Hallgríms- son, Jóliann Már Maríusson og Bernharður Guðmundsson. Ijósari. Greinileg vitni þessarar þróunar eru tveir síðustu leik- ir Menntaskólanema, „Aura)- sál“ Moliére í fyriavetur og „Einkaritarinn" sem frumsýnd- ur var á mánudagskvöld. Þrátt fyrir óhjákvæmilega og eðli- lega annmarka er frammistaða hinna ungu og óvönu leikenda jafnbetri, málfarið skýrara, framkoman öruggari og þrótt- meiri og leikurinn allur sam- stilltari en áður. Sumir nem- endanna virðast efni í leikara og sóma sér vel í hópi áhuga- manna; mér er til efs að mörg leikfélög utan Reykjavíkur efni að jafnaði til skemmtilegri sýninga. „Einkaritarinn“ er ósvikinn grínleikur og rösklega sjötugur að aldri, saminn af Sir Charles Hawtrey, skopleikaranum fræga sem jafnan sló á létta strengi og þótti ljúga öllum öðrum betur á sviði; efnið sótti hann í þýzkan skrípaleik sem barst honum í hendur af ein- hverri tilviljun. Leikrit þetta er helzt í ætt við „Frænku Charleys" og þó ekki gert jafn- vel úr garði, einkennilega úr- eltur samsetningur og raunar tóm endileysa í okkar augum, meinlaust og meiningarlaust grín. Þar segir frá skuldugum og glaðlyndum stúdentum af háum stigum, þar er hægt að kynnast kynlegum náungum, margvíslegum misskilningi og kátbroslegum flækjum; gerfi- drauga, andatrú og dáleiðslu ber einnig á góma, að ó- gleymdri bláeygðri rómantik og æskuást. En fjörugur er leikurinn og vel við hæfi við- vaninga, þar koma oft ærsla- fullar athafnir og skringilegur látbragðsleikur í orða stað, og það kunna leikendurnir ungu vel að meta. iiu Eink.arijarann svonefnda.leik-. ur Valur Gústafsson, og tekur þátt í skólaleik í fjórða sinn, efnilegur og öruggur leikari og bregður upp broslegri og skýrri mynd þessa lærða sérvitrings og kjána, sakleýsingjans sem sífellt lendir í vandræðum og allir hafa að skotspæni. Leikur- inn ber að sjálfsögðu merki æskunnar, en er skemmtilegur, látlaus og þeilsteyptur engu síður. Bernharður Guðmunds- son hefur líka vakið athygli fyrir góðan leik og bregzt ekki að þessu sinni, hann er klæð- skerinn spjátrungslegi sem vill allt til þess gefa að fá að um- gangast höiðingja — en því miður, asninn er auðþekktur á eyrunum. Gerfið er ágætt, framsögnin skilmerkileg og skýr og kátína og leikgleði Bernharðs hressileg og heil- brigð. Ingibjörg Stephensen leikur fullorðna jómfrú og lýs- ir vel hjátrú hennar, öfgum og móðurlegum kærleika, eðli- leg og traust og skýr í máli. — Aðrir leikendur eru viðvan- ingslegri, en sýna þó margt sem gaman er að; einn þeirra er Jóhann Már Maríasson, hinn stórkostlegi frændi frá Ind- landi, og bætir það upp með bráðskemmtilegu andlitsgerfi sem skorta kann á öryggi og hófsemi. Edda Björnsdóttir er eðlileg í gerfi gamallar hús- móður, og ungu stúlkurnar tvær, Inga Birna Jónsdóttir og Auður Inga Óskarsdóttir lag- legar og indælar, en sýnilega óvanar sviðinu. Gísli Alfreðs- son er dálítið hikandi í fram- göngu, en mjög viðfeldinn sem annar stúdentanna; enn aðrir leikendur heita ísak Hallgríms- son, Ólafur B. Thors, Jón Ragnarsson og Sigurður Þórð- arson. Einar Pálsson hefur leiðbeint hinum ungu leikendum með ráðum og dáð og á ólítinn þátt í sigrum þeirra, bæði nú og í fyrra. Leiktjöld og búningar eru fengnir að láni hjá leik- húsum bæjarins og mega kall- ast þokkalegir eftir atvikum. — Leikir Menntaskólans hafa löngum átt vinsældum að fagna og svo mun enn verða. Á. Hj. Frá vinstri: Sigurður Þórðarson, Valur Gústafsson, Gísli Al- freðsson, Inga Biraa Jónsdóttir og Auður Inga öskarsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.