Þjóðviljinn - 10.02.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.02.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: f----------------------- Að elsha ... . . •og deyja í • ^_______________________j 51. dagur leyfi fengið. Hann hefði alveg eins getað lagzt til svefns á vígstöðvunum og dreymt að hann veeri í leyfi.“ „Þú heldur það, bróðir. En það er nú þvert á móti. Ég sef hér, og þegar mig dreymir er ég á vígstöðvunum." „Og hvar ertu 1 raun og veru?“ spurði Reuter. ,,Ha? Auðvitað hér.“ „Ertu viss um það?“ Egghöfðinn jarmaði. „Það er þetta sem ég á við“, sagði hann. „Það skiptir engu máli hvar hann er, fyrst hann er alltaf í bælinu. En hann skilur það ekki, asn- inn, sá arna,“ „Það skiptir máli þegar á að vakna, spekingur,“ sagði Feldmann, slcyndilega gramur og hallaði sér út af. Reuter sneri sér aftur að Graber. „Og þú, hvernig ætlar þú að næra hina ódauðlegu sál þín 1 dag?“ „Segðu mér hvert ég á að fara til að fá góðan kvöld- Hann sneri sér við og gekk út. Sitt hvom megin við innganginn voru minningartöflur um látna menn. Hann mundi eftir töflunni til hægri; hún var til minningar um þá sem fallið höfðu í heimsstyrjöldinni fyrri. Hún hafði alltaf verið skreytt greinum og laufsveigum á flokkshátíðum, og Schimmel, skólastjóri, hafði flutt hiartnæmar ræður fyiir framan hana um hefnd, öfl- ugt Þýzkaland og laun framtíðarinnar. Schimmel var með stóra, mjúka ístru og svitnaði mikið. Taflan til vinstri var ný. Gráber hafði aldrei séð hana fyrr. Hún va.r til minningar um þá, sem falliö höfðu í þessu stríði. Hann las nöfnin. Þau voru mörg; en taflan var stór og hjá henni var rúm fyrir aöra. í skólagaröinum fyrir utan mætti hann umsjónar- manninum. „Eruð þér að leita að einhverju?" spurði maðurinn. „Nei. Ég er ekki að léita að neinu.“ Gráber hélt áfram. Svo fékk hann hugmynd. Hann gekk til baka. „Vitið þér, hvar Pohlmann á heima?“ spurði hann. „Herra Pohlmann sem var kennari hér.“ „Hen-a Polilmann vinnur ekki lengur hérna.“ „Ég veit það. Hvar á hann heima?“ Umsj ónarmaðúrinn leit í kringum sig. „Það heyrir enginn til okkar,“ sagði Gráber. „Hvar á hann heima?“ „Hann átti heima á Jahntorgi sex. Ég veit ékki hvort hann er þar enn. Voruð þér nemandi hérna?“ „Já. Er Schimmel enn hérna, skólastjórinn?" „Auðvitað," svaraði umsjónarmaðurinn hissa. „Auö- vitað er hann hérna ennþá. Því skyldi hann ekki vera hér?“ verð.“ „Aleinn?“ „Nei.“ „Farðu þá á Germaníu. Það er eini staðurinn. Eini gallinn er sá, aö það er ekki víst að þeir hleypi þér inn. Ekki í þessum fötum. Þetta er gistihús fyrir liðsforingja og veitingastaður líka. En ef til vill sæi dyravörðuiinn aumur á þér.“ Gráber leit niður á fötin sín. Búningur hans var bættur og mjög snjáður. „Gætirðu lánað mér jakkann þinn?“ „Það vildi ég gjaman. En þú ert þrjátíu pundum létt-^ ari en ég. Þeir hleyptu þér aldrei inn. En ég gæti fengið lánaðan sparibúning af liðþjálfa í þinni stærð og buxur líka. Ef þú ferð í frakka utanyfir tekur enginn eftir því hér í skálanum. En meðal annarra orða, hvers vegna ertu enn óbreyttur? Þú hefðir átt að vera orðinn liðs- foringi fyrir löngu.“ „Ég var einu sinni liðþjálfi. En svo lenti ég í slags- málum við lautinant og var lækkaður í tigninni fyrir. Til allrar hamingju var ég ekki settur á agastofnun. En hækkun í tigninni var úr sögimni.“ „Gott. Þá hefurðu siðferðilegan rétt til að bera lið- þjálfabúning. Og ef þú ferð með stúlkuna þína á Germ- aníu áttu að biðja um Johannisberger Kochsberg 1937, úr kjallara G.H.von Mumm. Það er vín sem getur vakiö menn upp frá dauðum.“ „Gott. Það er það sem ég þarf.“ Það var komin þoka. Gráber stóð á brúnni yfir ána. Vatnið var fullt af úrgangi, svart og gruggugt, morandi í spýtnabraki og búsáhöldum. Hinum megin reis dökk- leitt skólahúsið út úr hvítri þokunni. Hann horfði á það stundarkorn; svo gekk hann yfir brúna og eftir stígn- um sem lá að skólagarðinum. Stóra járnhliðið, rennvott af dögginni, stóð galopið. Hann fór innfyrir. Skólagarð- urinn var tómur. Þar var enginn; kennsludagurinn var á enda. Hann gekk yfir garðinn að árbakkanum. Bolir kastaníuti’jánna voru svartir eins og þeir væru úr kol- um. Undir þeim voru votir bekkir. Gráber hafði oft set- ið á þeim. Ekkert það sem hann hafði þá dreymt um hafði rætzt. Hann hafði farið beint úr skólanum í stríð- : ið. Drykklanga stund starði hann út á ána. Brotið rúm- stæði hafði rekið til lands. Á því lágu hvítir koddar eins og vatnssósa svampar. Það fór hrollur um hann. Svo gekk hann til baka og nam staðar fyrir framan skóla- húsið. Hann reyndi aðaldyrnar. Þær voru ólæstar. Hann opnaði þær og fór hikandi innfyrir. í anddyrinu nam hann staðar og leit í kringum sig. Inni var lamandi skólalykt og hann sá skuggalegan stigann og dökkmál- aðar hurðirnar sem lágu að samkomusalnum og skóla- stofunum. Hann fann ekki til neins. Ekki einu sinni fyr- irlitningar eöa hæðni. Hann fór aö hugsa um Well- mann. „Maður ætti aldrei að fara aftur á neinn stað,“ hafði hann sagt. Hann hafði haft rétt fyrir sér, Gráber fanh ekki neitt nema tómleika. Öll reynslan sem hann hafði oröið fyrir síðan á skólaárunum var í mótsögn við Jað sem hann hafði lært þar. Ekkert var eftir. Þetta var gjaldþrot. „Já,“ sagði Gráber. „Því ekki?“ Hann gekk áfram. Eftir stundaffjóröung áttaði hann sig á því að hann var orðinn villtur. Þokan var orðin þét'tari og hann hafði villzt í nístunum. Þær voru allar eins og það var ekki hægt að þekkja göturnar sundur. Þetta var undarleg tilfinning: eins og hann hefði villzt inni í sjálfum sér. Hami var lengi aö finna Hakenstrasse. Allt í einu var komin gola og þokan fór aö hreyfast og þokast til eins og hljóðlaust, draugalegt haf. Hann fór að heimili foreldra sinna. Hann fann engin elmlllsþáttnr Tekur hárið ekki við permanenti? Sumar konur eru svo ó- heppnar að vera með hár sem tekur mjög illa við perma- nentliðun, en þótt maður sé með ósköp venjulegt hár, get- ur maður orðið fyrir því að permanentliðun endist ekki. Ástæðan getur verið sú að maður hafi farið á hágreiðslu- stofu á óheppilegum tíma. Hárið tekur illa við perma- nenti síðustu dagana fyrir tíð- ir og ennfremur dagana sem tíðir standa yfir. Natron gegn svita Konur sem svitna mikið undir höndunum þurfa oft að eyða talsverðum fjárfúlgum í lyktar eyðandi lyf. Til eru hentugir og góðir staukar, en þeir eru því miður dýrir. Vökvar eru yfir- leitt ódýrari, en þó eru tals- verð útgjöld í sambandi við þá. Við það bætist, að það þola ekki allir sterk lyf gegn svita, fá jafnvel exem af ofnotkun. En það er hægt að bjargast við venjulegt natron, sem handar- krikarnir eru púðraðir með eftir þvott. Það þarf að púðra óspart, en natron er ekki dýrt, svo að það ‘kemur ekki mikið að sök. Og natrom er skaðlaust fyrir húðina og því ágætt handa þeim konum sem hættir við að fá útbrot af sterkum lyfjum. Margar konur yita þetta ekki og hágreiðslukonur segja að margar konur hafi það á tilfinningunni að þær líti illa út þessa daga og fari því á hárgreiðslustofu til að skinna upp á útlitið án þess að at- huga að þær velja óheppileg- asta tímann til slíks. Sama gildir meðan á las- leika stendur, ofkæling er í uppsiglingu eða eftir veikindi. Það kemur oft fyrir, ef mann hefur vantað í vinnu um tíma vegna lasleika, að maður ætl- ar að nota síðasta veikinda- frídaginn til að fara í perma- nent, en þá er það til einskis. Ef hárið er rytjulegt eftir las- leika, er skynsamlegra að klippa það örlítið og láta sér nægja pinnakrullur þangað til maður er orðinn alveg heil- brigður. Tfl 119 9 c i l ciðii Glens og gaman Ég hélt að þér hefðuð verið veikur í gær, sagði forstjór- inn við skrifstofumanninn. Ég var það líka, svaraði skrifstofumaðurinn. Þér voruð nú ekki mjög veiklulegur á veðreiðunum eftir hádegið sagði forstjór- inn. Nei, ekki fyrst, en þér hefð- uð átt að sjá mig þegar hest- urinn minn tapaði, svaraði skrifstofumaðurinn og lét sér hvergi bregða. Ungur leikritahöfundur sendi eitt sinn (sem oftar) frægum gagnrýnanda nýjasta verk sitt. Gagnrýnandinn las það. samvizkusamlega, sendi það því næst aftur ásamt svo- látandi bi'éfi: Kæri herra. Ég hef lesið leik- rit yðar. Ó, kæri herra. Yðar einlægur. Slúðrið í þessari veröld, það ríður ekki við einteyming, sagði göfug ensk jómfrú við lávarð nokkurn í veizlu: nú hefur það til dæmis verið borið út að ég eigi tvíbura á laun. Sakar ekkert, sakar ekkert, náðuga ungfrú — ég fyrir mitt leyti trúi aldrei nema helmingnum af því sem mér er sagt. Góður kuldabúningur Síðbuxur ná æ meiri vin- sældum. Það tíðkast meira og meira að nota síðbuxur sem hversdagsbúning, og ekki að- eins í ferðalög og sport. Unga móðirin sem fer út að verzla með króana sína er þægilega klædd í síðbuxum og hentug- um jakka við. Mikið ber á þykkum, tvö- földum jökkum úr jersey öðr- um megin en þykku ullarefni hinum megin. Á franska jakk- anum á myndinni eru ermar og berustykki prjónað og það lítur vel út og er hlýtt þegar það er fóðrað með þéttu efni. Þetta er ágæt hugmynd, ef maður á bút af mjúku ullar- efni heima, sem ekki dugar í heilan jakka, eða þegar saum- að er upp úr gömlu sem næg- ir ekki heldur í heila flík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.