Þjóðviljinn - 06.03.1955, Síða 9

Þjóðviljinn - 06.03.1955, Síða 9
» - Sunhudagur 6. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 f A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRJ. FRtMANN HELGASON Rett þjáifuii íþrótta skapar vinnugleði Iþróttaþjálfuninni hefur fleygt fram síðustu 30-40 árin. Þegar tókst að ná áhuga fjöld- ans fyrir íþróttum fyrir svo sem einum mannsaldri voru af- rekin ekki mikil og stafaði það af því að menn vissu ekki mik- ið um það hvernig þjálfa skyldi. íþróttasamtökin voru ung og óreynd og það var ekki lagt mikið uppúr kynningu, upplýs- ingum eða leiðbeiningum um þjálfun. Það var mjög algengt að íþróttamenn tóku þátt í keppni með litla eða svo að segja enga þjálfun að baki sér. Menn höfðu e.t.v. reynt nokkur köst eða stökk, fyrst og fremst til þess að athuga hvort þeir Kanada og Sovét- ríkin í úrsiitum Heimsmeistarakeppninni í ísknattleik lýkur í Þýzkalándi í dag og kepa til úrslita Kana- da og Sovétríkin. Auk þeirra úrslita sem áður hafa verið gætu nú þetta; reynt að hlaupa vegalengd til að sjá hvað þeir nú eiginlega gætu í keppni. Að byggja upp þjálfun var ekki svo mikið atriði eða út- hald með tilliti til langs tíma eins og gert er nú. Smátt og smátt tók þetta að breytast og þá til hins verra. Það var lagður óeðli- lega mikill kraftur og kapp í æfingar á tiltölulega stuttum tíma. En það er rangt auðvit- að, og maður verður að forð- ast það. íþróttirnar .verða stöðugt sterkari þáttur í þjóðfélags- byggingunni. íþróttirnar verða að vinna að eflingu þjóðarheild- arinnar þannig að íþróttamenn- irnir verði starfandi og dugleg- ir samstarfsmenn þjóðfélagsins. þjóðfélagsins. Vísindin hafa verið tekin til þjónustu við íþróttastarfið í stöðugt vaxandi mæli. Og áð- ur en langt iíður munum við finna form fyrir íþróttaæfing- ar sem skapa ekki aðeins í- þróttagleði og góða íþrótta- menn, sem ná frábærum af- rekum heldur einnig vinnugleði. Það eru ekki skyndiátökin í þjálfuninni sem leiða til hinna beztu afreka. Þjálfunin verð- ur að byggjast upp á löngum tíma. Það verður að vera lang- ur stígandi í þjálfuninni. Menn mega ekki komast of fljótt í þjálfun, og ekki láta þjálfun- ina fjara of fljótt út. Við megum aldrei þjálfa þannig að við slítum út vilja og krafti. Þjálfunin á stöðugt að gefa nýjan kraft, aukna heilbrigði. Löng tímabil v'erður þjálfun- in fyrst og fremst að byggjast upp á heilbrigðum lífsvenjum með hæfilegri vöðvaáreynslu. Þegar líkaminn er í góðu heil- brigðisástandi þráir hann að afreka eitthvað. Hann hefur krafta aflögu. Það er ennþá mjög algengt að löngunin til afreka fái útrás í meiri og meiri þjálfun. Það er rangt að gefa þessari þrá útrás í þá átt. Þjálfunin kem- ur of snemma og hún helst ekki lengi. Þráin til að afreka sem fylgir góðu heilbrigðis- ástandi á að fá útrás í skap- andi starfi, vegna þess að það er rétt bæði íþróttalega og þjóðfélágslega séð. (Úr: Streiftog gjennem Idrottens Ide-verden). birt má geta þessara: Svíþjóð- Sviss 10:0, Sovétríkin-Tékkó- slóvakía 4:0, Bandaríkin- Þýzkaland 6:3, Kanada-Pólland 8:0 og Sovétríkin-Bandaríkin 3:0. Lamaðui í næiri 4 át TVÍTIJ«UR A MORGM Gunnar M. Magnilss: • Börnin frá Víðigerði VI. Bláa röndin í vatninu. Geiri var öðru hvoru á þeirri skoðun, að það væri töluvert mikið varið í Stjána langa. En stundum var hann reiður honum, vegna hrekkja og stríðni. Stjáni langi var alltaf með ýmsar nýjungar og þrautir, sem Geiri gat ekki haft eftir honum. Stjáni vissi miklu meira um önnur lönd, heldur en hann og jafnvel meira en fullorðna fólkið á bæjunum til samans. Og Geira fannst, að Stjáni kynni svo mikið í útlenzkunni, að hann gæti farið um heiminn og verzlað við allar þjóðir. Svo var Stjáni með ýmsar listir og brögð, sem hann lét Geira hafa eftir sér. Alltaf vildi hann veðja og láta Geira borga eitthvað sérstakt, ef hann gæti ekki haft eftir sér þrautirnar. Einn daginn fann Stjáni upp á því, að kútvelfa sér undan brekkunni og steypa sér margar koll- hnísur í röð. Svo lét hann Geira setjast niður og krossleggja fæturna, taka svo í tærnar á sér og steypa sér áfram undan brekkunni. Þetta átti hann að gera þrisvar sinnum með augun aftur. Ef Geiri gæti þetta ekki, átti hann að leggja undir hálfa köku með smjöri ofan á, sem hann hafði í nesti. Þegar Geiri var búinn að velta sér svona þrisvar, sinnum, hrópaði Stjáni; „Þú sásf, þú sást. Þú rakst þig ekki á neina' þúfu“. Og Geiri gat ekki borið á móti því, að hann hefði haft ofurlitla rifu milli augnalokanna, tif þess að sjá svolítið í einni veltunni. Svo varð Geiri að láta hálfa kökuna af nestinu' sínu. Leikdéiiiiii* Framhald af 7. síðu. hans. Róbert Arnfinnsson er mjög geðfeldur og sannfaerandi í hlutverki Hemóns, hins vask- lega unga manns sem er leik- soppur grimmra örlaga; Bryn- dís Pétursdóttir er ísmena syst- ir Antigónu, fríð og ljós yfir- litum eins og vera ber, sköru- leg í framgöngu. Regína Þórð- ardóttir túlkar hjartahlýju fóstrunnar mjög innilega og Helgi Skúlason er gerviiegur og málsnjall séndiboði. Loks er Þóra Borg myndarleg og góðleg í þöglu hiutverki drottningar- innar, en á hún ekki að birtast oftar á sviðinu en aðeins í upp- hafi leiksins? — Þýðing Hall- dórs Þorsteinssonar er mjög nákvæm og vönduð og fer yfir- leitt vel í munni. Leikendum og leikstjóra var ágæta vel fagnað, en siðan var minnzt fjörutíu ára leikafmæl- is Haralds Björnssonar, nestors íslenzkra leikara. Þjóðleikhús- stjóri þakkaði honum með ræðu, og síðan Valur Gíslason, formaður Félags íslenzkra leik- ara; listamanninum bárust ó- grynni fagurra blóma og' var á- kaft og innilega hylltur af leik- gestum. Haraldur Björnsson flutti að lokum fallega þakkar- ræðu af hrærðum huga, fagn- aði stofnun Þjóðleikhússins og vexti og viðgangi íslenzkrar leiklistar, árnaði hinni göfugu listgrein blessunar um ókomna framtíð. Á. Hj. Það eru að verða 4 ár síðan ungur maður á Suðurnesjum slasaðist við stangarstökk, svo að .sundur gekk hryggurinn og mænan skaddaðist með þeim afleiðingum að hann lamaðist algjörlega fyrir neðan mitti. Þessi ungi maður er Ágúst Matthíasson, eða „lamaði íþróttamaðurinn" eins og hann er oft nefndur. Þennan harm sinn hefur Ágúst borið með miklu hugrekki og æðruleysi, er léttur og reifur í lund, fylgist vel með öllum íþróttaviðburð- um og dagsins málum. í hjarta sínu er hann þakk- látur hinum mörgu sem hafa á margvíslegan hátt sýnt honum samúð og góðvilja og raunveru- lega hjálpað til að bera hina þungu byrði. Það má segja að það sé ekki sérstaklega í frá- sögu færandi að maður verður 20 ára, en það verður samt gert hér. Saga hans þessi 20 ár er ekki sériega viðburðarík, en eigi að síður er hún hetju- saga. Munu margir vina hans verða til að árna honum heilla við þetta tækifæri. um 616€ÚS jöiGUKmaRrouðím. Minningar- kortin eru til sölu í skrifstofu Sós- íalistaflokksins, Þórsgötu 1; afgr. Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustig 21 og í Bókaverzlun Þor- valdar Bjarnasonar í Hafn- arfirði —_______—~^— -_____t -------)Ur 3 gerðir nýkomnar. Verð frá 827.00 Vcla- og raftækjaverzlonin hí. Bankastræii 10. — Sími 2852. Vöfluiárn eru komin aftur. Verð frá kr. 199.00 Véla- og raftækjaverzlunin hi. j ■ Bankastræti 10. — Sími 2852. SUNBEAM HRÆRIVÉLAR og allir varahlutar alltaf til. Einnig peytarar og skálar. Fást með afborgunar skilmálum og raftækjaverzlunin h.f. j Bankastræti 10. — Sími 2852. : : Í ^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■saaRBBaaBaaHaBaaBialBBBBaaaBaaaaaaaaaaai|||B >■■■■■1 Trésmiðir Vanur verkstæðismaður óskast á trésmíðaverkstæði Benedikt & Gissur h.f. Aðalstrœti 7 B — Sími 5778 og 5059 : ■

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.