Þjóðviljinn - 06.03.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.03.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. marz 1955 þióoyiuiNN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GnB- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. ______________________________________________________J Stjórnmálabandalag alþýðunnar íslenzka auðmannastéttin hefur þungar áhyggjur um þessar mundir. Það hefur sett að henni hrollkenndan ótta við þær kröfur sem verkalýðsstéttin gerir um bætt kjör og aukna hlut- deild í vaxandi þjóðartekjum. Auðmennirnir telja þessar kröfur verkalýðsins ógna hagsmunum sínum, þeir sjá fram á að ein- huga verkalýðssamtök undir róttækri og öruggri forustu muni ekki skiljast við kröfur sínar um hærra kaup verkamönnum til handa fyrr en þeim er komið í örugga höfn og réttur verka- lýðsins til kauphækkunar og kjarabóta viðurkenndur með nýj- um samningum. Eins og nærri má geta er voldugri og fégráðugri auðmanna- stétt það ekkert fagnaðarefni að sjá á eftir auknum hluta af ár- legum tekjum þjóðarinnar til vinnustéttanna í landinu. En fram að þessu hafa auðmennirnir kunnað öruggt ráð við sigrum verkalýðsins í kaupgjaldsbaráttu. Þeir hafa einfaldlega beitt rík- isvaldi sínu til þess að heimta aftur í eigin hendur þær kjarabæt- ur sem verkalýðurinn hefur unnið. Til þessa verknaðar hafa auð- mennirnir notað yfirráð sín á Alþingi og í rikisstjórn. Þessar gagnráðstafanir hafa birzt í hækkuðum tollum og sköttum, gengislækkun og bátagjaldeyri, hamslausri verzlunarálagningu og hömlulausu braski. Allar hafa þessar ráðstafanir sem gerðar hafa verið í krafti afturhaldsmeirihluta á Alþingi verið við það miðaðar að ræna aftur af alþýðunni því, sem kjarabaráttan færði henni í hærra kaupi og betri kjörum. Auðmennirnir hafa hefnt þess á Alþingi sem hallaðist í sjálfri stéttabaráttunni. Þessi reynsla hefur fært öllum hugsandi verkamönnum heim sanninn um, að þótt kjarabarátta verkalýðssamtakanna í þrengri merkingu, hafi geysilega þýðingarmiklu hlutverki að gegna, er hún á engan hátt einhlít. Til þess að tryggja sigra verkalýðs- hrejTingarinnar á sviði kjarabaráttunnar þarf verkalýðurinn sjálfur að ráða yfir pólitísku valdi og því valdi þarf hann að ná úr höndum auðmannastéttarinnar. Á sama hátt og verkalýður- inn hefur sameinazt í stéttarsamtökunum og gert þau svo að segja að ómótstæðilegu afli í þjóðfélaginu, þarf hann að skapa sér svo öflug stjórnmálasamtök á Alþingi að þau séu þess megnug að taka forustuna af auðmannastéttinni og beita ríkisvaldinu í þágu hins vinnandi fólks. Það þarf m.ö.o. að útiloka þann mögu- leika að auðmenn og braskaraöfl séu þess umkomin að ræna aft- ur af verkalýðnum með löggjafaraðgerðum þeim árangri sem hagsmunabaráttan færir í aðra hönd. Sá hluti verkalýðsins sem stéttvísastur er og þroskaðastur hefur fyrir löngu komið auga á þessa nauðsyn þótt sá skilning- ur hafi ekki verið nógu almennur til þessa. En á þessu er að verða gagngerð breyting. Fjölmenri. verkalýðssamtök hér í Reykjavík og út um land hafa að undanförnu gert einróma samþykktir á fjölsóttum fundum, þar sem skorað hefur verið á verklýðsflokkana að taka upp samstarf á stjórnmálasviðinu og því beint til Alþýðusambands íslands að beita sér fyrir „raun- hæfu stjórnmálasambandi sem tryggt gæti áhrifavald verkalýðs- ins á Alþingi til samræmis við þjóðfélagslegt gildi og vald verka- lýðsstéttarinnar með íslenzku þjóðinni“ eins og komizt er að orði í samþykkt Verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði. Að vonum verða málgögn auðmannastéttarinnar ókvæða við þegar verkalýðurinn krefst pólitískrar einingar í röðum sinum og setur sér það mark að svifta hana undirtökunum á stjórn- málasviðinu. Öp Morgunblaðsins og Vísis eru því skiljanleg. Þessi blöð vilja að eigendur sínir hafi eftirleiðis eins og hingað til óskerta möguleika til að svara hverri kauphækkun og kjara- bót með nýjum tollahækkunum, gengisfellingum og verðhækk- unum. Þess vegna eru allar umræður og fyrirætlanir um stjórn- málabandalag alþýðunnar og valdasviftingu auðmannastéttarinn- ar á Alþingi ógnþrunginn „kommúnismi" og glæpastarfsemi sem gerir jafnvel fyrirhugaðar kauphækkanir að barnaleik einum! Morgunblaðið og Vísir eiga þakkir skildar fyrir leiðbeiningar sínar og hreinskilni í þessu efni. Sá hrollkendi ótti auðvalds og braskarastéttar sem fram kemur í skrifum þeirra mun verða Öllum verkalýð öflug hvatning til að rækja af einbeitni og festu báða höfuðþætti hagsmunabaráttu sinnar. Verkamenn sækja rétt sinn í hendur atvinnurekendavalds og ríkisstjórnar með nýjum sigri í kaupgjaldsbaráttunni. En þeir eru jafnframt ráðn- ir í að tryggja árangur sinn og leggja grundvöll að nýrri sókn með því að koma á stjórnmálabandalagi alþýðu og vinstri afla. ---------SKAK Ritstjórijj Guðmundur Arnlaugsson 1 -------------------------------------------------------------------—.—^ Kóngur á Ská.kin sem hér fer á eftir var tefld á skákþingi Reykjavikur fyrir nokkru. Hún er óvenjulegra glæfraieg og spennandi. Hvítur leitar sóknar og svartur fellst alveg á fyrirætlanir hans, gefur honum kost á og nærri knýr hann til mannsfórnar. Staðan verður mjög tvísýn, svarti kóng- urinn er í mestu hættu, en hon- um tekst að ríða storminn af. Eftir það fórnar svartur mann- inum aftur, að því er virðist af misskilningi, og eru nú kóng- arnir háðir orðnir all berskjald- aðir, en í lokaátökunum stend- ur svartur betur að vígi og vinn- ur snoturlega. ----------------- ★ ÞEGIÐ DROTTNINGAR- BRAGÐ Jón Þorsteinsson — Gunnar Óliafsson 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 d5xc4 3. e2—e3 a7—a« 4 Bflxc4 e7—efi 5. Rgl—fS Rg8—f6 6. 0—0 c7—c5 7. Ddl—e2 b7—b5 8. Bc4—d3 Rb8—d7 9. e3—e4 c5xd4 10. e4—e5 Rf6—d5 11. Rf3xd4 Dd8—c7 Pyrirætlanir hvíts eru deginum Ijósari: bein sókn á óvinakóng- inn. Hvítur hótaði þegar Rxe6 (fxe6, Dh5t, Ke7, Bg5t). En þessari byggingu fylgja ekki tómir kostir, e-peðið er að visu ógnandi, en það er hjálparþurfi, og svartur á ekki í neinum vandræðum með að koma mönn- um sínum fram. 12. Rbl—c3 Rdóxc3 13. b2xc3 Bc8—b7 14. a2—a4 b5xa4 15. Bcl—14 Dc7xc3 Hvorugur er smeykur, svartur bersvœSi nærri knýr hvit til að fórna. 16. Rd4xe6 f7xe6 17. Hal—ol DcS—a5 18. De2—h5t Ke8—d8 19. Hfl—dl Bf8—e7 20. Dh5—f7 Hh8—f8 21. Df7xe6 Bb7—d5 22. De6—g4 h7—h5 23. Dg4—g3 Ha8—c8 24. HclxcSt Kd8xc8 25. Hdl—clt Kc8—d8 Kóngurinn kann bezt við sig miðsvæðis, enda er ekki annars staðar skýlla. En nú ríður síð- asta sóknaraldan yfir. Með næsta leik sínum hófcar hvitur bæði dxR og Bc7t. 26. eö—e6 Rd7—c5 Svai-tur hefur gaman af eldin- um, hann átti einnig kost á Hxf4 (Dxf4, Bxe6 eða exd7, Dd2). 27. Bf4—d6 Rc5—e6 28. Dg3—e5 Kd8—d7 29. Hcl—c5 Kostuleg staða! Ekki er annað hægt að segja en að hvítur tjialdi þvi sem til er. Og hver veit nema svartur villist í Rxc5 30. Dxe7t Kd6 31. Dc7 mát! 29. —^ — Be7xd6! 30. Hc5xd5! Da5—c7 (Db6!) 31. Bd3xa6 Kd7 —e7 32.De5xh5 Bd6xh2t Yfirsjón eða hvað? Svartur á allavega unnið tafl, t.d. Db6, De2, Bc5. 33. Dh5xh2 Dc7—b6 34. Dh2—h4t g7—g5 35. Dh5—h7t 1118—17 36. Dh7—d3 Db6xf2t 37. Kgl—h2 Ke7—f8 38. Hd5—d7 Df2—f4f 39. g2—g3 Nú fær svartur færi á að Ijúka skákinni fallega. 39. — — Df4—f2t 40. Kh2—h3 Re6—f4t! 41. g3xf4 g5—g4t! — og mátar í þriðja leik. Stöðumynd K I M U R A ALJEKHIN Þessi staða kom upp í skák, er Aljekhin tefldi blindandi ásamt 14 skákum öðrum austur í Tokíó 1933. Svartur lék síðast Hfe8 og hefur sennilega búizt við, að hvítur yrði að láta sér nægja Hxe8f, Dxe8, Re3 vegna mátsins í borðinu. En Aljekhin lék 20. Rc3—e4! og framhaldið varð: 20. . . . He8xe7 21 Re4x f6t Kg8—h8. g7xf6 leiðir auðvitað til máts og eftir Kf8 vinnur hvítur einn- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.