Þjóðviljinn - 06.03.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.03.1955, Blaðsíða 7
^ Þjóðlelkhúsið »Ætlar konan að deyja?« eítir CHRISTOPHER FRY Antigóna eítir JEAN ANOUILH Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Þjóðleikhúsið sýnir í íyrsta sinn tvo sjónleiki á einu kvöldi. Val leikrita þessara er hafið yfir gagnrýni, bæði eru ágæt og alkunn verk mik- illa nútíðarskálda, annað gleðileikur, hitt harmleikur, sem vera ber, en samvaliri í bezta lagi, hliðstæður og andstæður í senn. Christop- her Fry og Jean Anouilh eru merkust leikskáld sinnar kyn- slóðar hvor í sínu landi, frumlegir hugsuðir og skáld í sannri merkingu orðsins, gæddir ríku ímyndunarafli og orðsnilld, umleiknir frægð. Efni beggja leikja er sótt aft- ur í aldir, til Grikkja og Róm- verja hinna 'fornu, og sögu- þræðinum trúlega fylgt í meg- inatriðum; en bæði eru skáld- in skilgetnir synir nútímans að hugsun og sniði, færa efni sitt í búning okkar daga. Og vinir og samverkamenn eru þeir Fry og Anouilh að því ég veit bezt — að minsta kosti hefur Fry þýtt eitt af leikrit- um Anouilhs á ensku og raunar endursamið að nokkru, sú stæling er snilldarleg og í minnum höfð. En bæði eru skáldin sérkennileg og sér- stæð og leikritin tvö skemmti- lega ólík: fáheyrð orðgleði og leiftrandi glettni einkenna gamanleik hins enska skálds, harmleikur Frakkans er ein- faldur í sniðum og skrautlaus með öllu. Torvelt mun að sýkna Anouilh af dauðadýrk- un og bölsýni, í annan stað er Fry málsvari lífsins, bjartsýnn þrátt fyrir ógnir og voða okk- ar tíma. Hin tvíþætta sýning er merkur atburður á ýmsa lund, leikritin bæði vel úr garði gerð og leikhúsinu til sóma. Baldvin Halldórsson stjórnar báðum, það er í raun og veru frumraun hans sem leikstjóra og spáir góðu. Vandvirkni hans og nákvæmni verða ekki í efa dregin, né rétt mat og næmur skilningur á snjöllum skáldskap, og í hlutverkin er mjög farsællega skipað að mínu viti. „Ætlar konan að deyja?“ gengur léttstígum og öruggum skrefum yfir sviðið, leikstjórinn ber augljósa virð- ingu fyrir ljóðrænum og skáldlegum orðsvörum, eigi síður en fyndni skáldsins og tvísæju háði. „Antigóna“ er búin dramatískum þunga sem við á, sniðföst sýning og há- tíðleg og geymist í minni. Magnús Pálsson hefur mál- að tjöld og teiknað búninga af listrænni bragðvísi og glöggum skilningi á eðli beggja leikrita. Gröfin í Efesus og í- burðarmiklir og vandaðir búningar hennar fólks veita ágæta hugmynd urn klæðnað og list fornaldar; málverkin á grafarveggnum minna á Pompeji og eru svo snotur- lega gerð að ánægja er á að horfa. „Antigóna" er hvorki bundin stað né stund, hallar- garður Kreóns minnir bæði á nútímann og Egyptaland hið forna, svipmikil umgerð sorg- arleiksins, hagkvæm og stíl- hrein. Búningamir eru frá okkar timum og bera þó í í sumu annarlegan eða forn- legan svip; mér finnst að rneiri alúð hefði mátt leggja við klæðnað sjálfrar söguhetjunn- ar, Antigónu. Ég get verið fáorður um gamanleik Christophers Fry. „A Phoenix too Frequent“ eins og „Ætlar konan að deyja?“ heitir að réttu lagi, enda er mér málið skylt: hinn íslenzki búningur hlýtur að torvelda leikgestum fuilkomna nautn af orðsnilld skáldsins, að hve miklu leyti veit ég auðvitað ekki. En sannarlega er tími til þess kominn að ís- lendingum sé kynnt hið ágæta skáld sem vakið hefur ljóð- leikinn til nýs lífs í landi Shakespeares, og unnið sér virðingu og ástsældir víða um heim. „Ætlar konan að deyja?“ er að efni til endursögn á smá- sögu Rómverjans Petróníusar um ekkjuna í Efesus, hina ungu og fögru og dyggðum prýddu konu sem unni manni sínum svo heitt að hún ákvað að svelta sig \ hel í gröf hans ásamt þjónustumey sinni, en lét raunar fyrsta karlmanninn sem hún hitti telja sér hug- hvarf og miklu meira en það; hin fræga saga er hið napr- asta háð um hverflyndi og breyzkleika kvenna. Frásögn þessarri lyftir Fry í hæðir og satt, fyrirlítur hugsjónir og Sunnudagur 6. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ljóslega andríki hans og skop- gáfa, auðug og litrík og nærri einstæð; honum er það leik- ur einn að snúa óhugnanlegum hlutum upp i gaman, og mætti helzt líkja aðferð hans við „Andrókles og ljónið" eftir Bemard Shaw. Fry dregur auðvitað óspart dár að mann- legum breyzkleikum, en beinir háði sínu öðru fremur að borgaralegum siðum, innan- tómum heimskulegum venjum, hann er á bandi ástar og heil- brigðra hvata, sannur talsmað- ur lífsins. Leikendurnir þrír fara allir vel með hlutverk sín, en at- hyglin beinist öðrum fremur að Herdísi Þorvaldsdóttur, en hún er Dýnamene, ekkjan fagra. Leikur hennar er fjörmikill og skýr og skemmtilega auðugur að blæbrigðum, hún er ágætur fulltrúi höfundarins, birtir hið sérstæða tvíræða háð hans í hverju tilsvari að heita má; nýr og ótvíræður leiksigur. Jón Sigurbjörnsson er liðþjálfinn, elskhugi Dýnamene, gervilegur og karlmannlegur og ósvikinn hermaður frá hvirfli til ilja, en ef til vill ekki í öllu sá mennta- maður sem Tegeus er að öðrum þræði. Jón lýsir ágæta vel ein- lægri hrifningu og ást hins unga manns, framsögnin er þróttmikil og skýr og mjög við- feldin, einkum þegar á leikinn líður. Loks er Helga Valtýs- dóttir þjónustustúlkan Dótó, mesta hlutverk hennar fram að þessu, vandað og vel unnið. Framsögn hennar er að vísu ekki þroskuð til fulls og leik- urinn dálítið misjafn, en þrótt- mikill og lifandi engu síður; Helga lýsir skýrt og skemmti- lega stöðu og stétt þjónustu- stúlkunnar, veikleika hennar fyrir karlmönnum og óbifan- legri tryggð við húsbændur leikritum Anouilhs, um það má raunar deila. Efnið er sótt í fomsagnir Grikkja um ætt Ödipusar konungs og sígildan harmleik Sófóklesar með sama nafni, það er sagan um konungsdótturina í Þebu sem gerir uppreist gegn harð- stjóranum frænda sínum og varpar moldu á lík bróður sins með eigin höndum þrátt fyrir boð hans og bann, kýs heldur að deyja en víkja. Verk Anouilhs er myrkur og áhrifa- mikill sorgarleikur og varð til þegar blóðveldi nazista drottn- aði í Frakklandi, það' er í heim- inn borið á tímum mikilla þján- inga og ber þess greinileg merki. í augum Frakka varð Antigóna ímynd andspyrnu- hreyfingarinnar, fulltrúi hreinn ar frelsisástar og skilyrðislauss lýðræðis, hetjan sem berst von- lausri baráttu gegn ofbeldi og kúgun, en Kreón jafningi Péta- ins og annarra samstarfsmanna og jábræðra nazista. En „Anti- góna“ er algilt verk og hafið yfir stund og stað, í því birt- ist ekki aðeins alkunn þrá skáldsins eftir sannleika, feg- urð og réttlæti, heldur einnig svartsýni hans og afneitun á lífinu eins og það gerist og gengur, fyrirlitning hans á upp- gjöf og elli. Antigóna heimtar allt eða ekkert, getur ekki sætt sig við neitt hálft eða skert, neitar að lifa því gráa hversdagslega lífi sem hún á í vændum; hún er fædd til þess að deyja. „Ég vil allt und- ir eins eða þá ekkert“, segir hún, „ég vil ekki vera lítillát og sætta mig við einhvern smámola, ef ég hef verið þæg og stillt. Ég vil fá vissu mina um allt og alla í dag, og verði lífið þá ekki fallegt eins og þegar ég var lítil, vil ég ekki lifa lengur". hreinleika æskunnar; agi og regla eru boðorð hans. Kreón er snilldarleg mannlýsing af hendi skáldsins og hlutverkið samboðið hæfileikum Haralds Björnssonar, hins mikilhæfa leikara sem nú hefur starfað að list sinni í fjóra tugi ára og lengst af barizt hetjulegri baráttu fyrir lífi og þroska ís- lenzkrar leiklistar; Kreón er efalaust ein af snjölluslu per- sónum hans. Orð hans eru reyndar ekki eins hnitmiðuð og skýr og í hlutverki Klenows prófessors, en gerfi og fram- ganga með ágætum og skap- gerðarlýsingin snjöll svo að af ber, í meðförum Haralds er Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Regína Þórðardóttir í „Antigónu“ sína, lífs og liðna; gerfi hennar er hið prýðilegasta. — Leik- endum var vel fagnað, áhorf- endur virtúst hafa góða skemmtun af leik hins orð- snjalla enska skálds. „Antigóna“ er af mörgum Andstæða Antigónu er Kreón konungur, hinn aldurhnigni einvaldij hinn hagsýni stjórn- málamaður. Hann er ekkert illmenni að úpplagi, en hættu- legur maður ef honum eru fengin völd í hendur, skeytir engu um það jsem er heiðarlegt talið máttugast og fegurst af isipijq ‘aBde5ispiv>is Haraldur Björnsson í hlutverki Kreons konungs Kreón gáfaður maður, fyrir- mannlegur og ásýndin rist djúpum rúnum mikillar lífs- reynslu; ófyrirleitinn og ger- spilltur valdsmaður. Ef til vill er leikur Haralds áhrifamestur þegar Kreón segir Antigónu ljóta sögu bræðranna, og kenn- ir henni um leið fingramál stjórnmálanna; og ógleyman- legur er hann í lokin, þegar hann hverfur til skyldustarfa sinna, einn og öllu sviptur, mæðurór og óbugaður. Antigóna er mikið hlutverk og ærið vandasamt, en stórbrot- in tragísk leikkona er ekki til á íslandi. Það er réttilega fal- ið Guðbjörgu Þorbjarnar- dóttur, hinni snjöllu og vinsælu leikkonu; hún er að vísu ekkt eins kornung og Antigóna á að vera, og orð hennar ekki alltaí gædd nógu sterkum og litríkum blæbrigðum, en hún lifir hlut- verk sitt, vinnur óskipta sam- úð og samhug allra sem á horfa, eigi sízt í hinu áhrifa- mikla og fagra atriði er Antigóna bíður dauðans; skýrt og fallega lýsir hún frelsisþrá og óbifanlegu stolti hinnar hug- djörfu ungu stúlku, sem verð- ur að kveðja unnusta sinn, draum sinn um hamingju, lifið sjálft. Lárus Pálsson er þulurinn sem kynnir áhorfendum persón- ur og efni verksins, útskýrir eðli harmleiksins; mál hans er eðlilegt og látlaust að vanda, röddin einörð og þróttmikil og orðin rata beina leið til áhorf- enda; Lárus er sjálfkjörinn í hið þýðingarmikla og sérstæða hlutverk. Jón Aðils dregur upp þróttmikla og hnittilega mynd varðmannsins, hins grófgerða náunga sem aðeins hugsar um að bjarga sjálfum sér og talar í sífellu um eigin hag; Klem- enz Jónsson og Þorgrímur Ein- arsson sóma sér vel sem félagar Fratnhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.