Þjóðviljinn - 09.03.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.03.1955, Blaðsíða 1
VILHNN Miðvikudagur 9. marz 1955 — 20. árgangur — 56. tölublað Verkalýðsfélögiu hafna „tilljoði*’ stjórnarinnar um „rannsókn“: Tillöguxini ætloð að tefja fyrir samningum Atvinnurekendur og rikisstjórn hafa ekki enn sýnt nokkurn lit á jákvœSri afstöSu i vinnudeilunum Átta dagar eru nú liönir síðan verkföll áttu að hefjast ef verklýðsfélögin hefðu ekki veitt frest til þess aö reyna að tryggja samninga án þess aö til framleiðslustöðvunar kæmi. Nær þrjár vikur eru liðnar síöan verklýðsfélögin afhentu kröfm' sínar. Meira en fimm vikur eru liðnar síöan verklýðsfélögin sögðu upp samningum. Allan þenn- an tíma hefur ekkert komið frá atvinnurekendum og ríkis- stjórn annað en neikvæð afstaða og vífillengjm: — og síð- asta uppátæki ríkisstjómarinnar var „tilboð“ það um ,,rannsókn“ sem sagt var frá í blaöinu í gær. Verklýðsfé- lögin hafa nú hafnaö því að taka þátt í þeim augljósa skollaleik og sendu forsætisráðherra bréf þess efnis í gær. Bréf verklýðsfélaganna er á þessa leið: „Reykjavík 8. marz 1955. Samninganefnd verkalýðsfé- laganna hefur borizt í hendur bréf ríkisstjómarinnar dags. 7. inarz þ. á., með tilmælum um tilnefningu tveggja fulltrúa í Forysta Verkamannafl. leggur drög að brottrekstri Bevans Þingfréttamenn í London segja, aö forysta Verka- mannaflokksins hafi ákveðið aö reyna að víkja Aneurin Bevan úr flokknum. Síðan 1951, þegar Bevan sagði af sér ráðherraembætti ANEURIN BEVAN vegna þess að hann var ósam- þykkur hervæðingunni og nið- urskurði fjárframlaga til fé- lagsmála sem af henni leiddi, hefur hann verið foringi vinstri arms flokksins utan þings og innan. Fyrst úr þingflokknum Stjórn þingflokks Verka- mannaflokksins sat á fundi í gær og varð þar að ráði að lögð skvldi fyrir þingflokkinn tillaga um að víkja Bevan úr honum. Talið er að tillagan verði rökstudd með því að Bevan hafi brotið af sér með því að sitja hjá við atkvæða- greiðslu á þingi í síðustu viku um tillögu flokksins um her- mál. Bevan sjúkur Þingflokkur Verkamanna- flokksins átti að koma saman á fund í dag en vegna þess að Bevan liggur sjúkur hefur fundinum verið frestað í viku. Samþykki þingflokkurinn brottvikningartillögu flokks- foringjanna er búizt við að þeir leggi til að miðstjórnin geri Bevan flokksrækan. Hægrisinnaðir flokksforingj- ar með Herbert Morrison í broddi fylkingar ákváðu að láta skríða til skarar gegn Bev- an þegar hann fyrir skömmu fékk 113 af 295 Verkamanna- flokksþingmönnum til að undir- rita með sér ályktunartillögu, þar sem lagt var til að reynt verði að semja um sameiningu Þýzkalands áður en samning- arnir um hervæðingu Vestur- Þýzkalands eru fullgiltir. Framhald á 1-1. síðu. nefnd er athugi „hvort efna- hagsástandið í landinu sé þannig, að atvinnuvegirnir geti borið hækkað kaupgjaid, og hvort kauphækkanlr mundu leiða til kjarabóta fyrir verkalýðinn“. Samninganefndin hefir i dag lagt erindi rikisstjórnarinnar fyrir fulltrúanefnd verkalýðsfé- laganna, og ákvað hún að til- nefna ekki fulltrúa í slíka rann- sóknarnefnd, þar sem hún telur óhugsandi að framkvæma svo umfangsmiklar rannsóknir á þessu stigi launadeilunnar, enda miklar líkur til, að tillagan sé nú fram komin til að tefja fyrir samningum. Verkalýðsfélögin telja, að ríkistjórnin hefði fyrr átt að koma fram með þessi til- mæli, hafi henni verið umhugað um að fá slíka rannsókn, og vilja þau í því sambandi benda á, að 19. jan. s.l. boðaði ríkisstjórnin stjórn Alþýðusambandsins á sinn fund, þeirra erinda að fá öllum launadeUum frestað fram á sum- ar, en var þá gert fullljóst, að svo myndi ekki verða. Alþýðusambandið hefir látið sérfróða menn athuga kaupmátt launanna síðan 1947 og kom í ljós við þá athugun, að kaup- mátturinn hefir rýrnað til mik- illa muna. Niðurstöður þessara athugana munu verða birtar inn- an fárra daga. Öllum má vera ljóst, að á sama tíma hafa þjóð- artekjurnar aukizt mikið og hlut- ur launþeganna í þeim hefir minnkað. Þetta eru þær staðreyndir, sem verkalýðsfélögin benda á kröfum sínum til stuðnings. Virðingarfyllst, Samninganefnd verkalýðsfélaganna Eðvarð Sigurðsson (sign.) Eggert Þorsteinsson (slgn.) Hermann Guðmundsson (sign.) Björn Bjarnason (sign.) Snorri Jónsson (sign.) Benedikt Davíðsson (sign.)“. Atvinnurekendur tóku „til- boði“ ríkisstjórnarinnar hins vegnar fagnandi og tilnefndu Kjartan Thors og Björgvin Sig- ursson í nefndina. Sáttasemjari hélt fund með deiluaðilum í fyrra- kvöld, stóð hann til kl. 3.30 um nóttina, en ekki munu atvinnurekendur hafa boðið kauphœkkun um einn eyri. í gærkvöld var samninga- fundur á nýjan leik og var honum ekki lokið pegar blaðið fór í prentun. 1 gær skýrði Eden utanríkis- ráðherra brezka þinginu frá för sinni til Austurlanda. Kvaðs't hann hafa komizt að þeirri nið- urstöðu, að ekki sé tímabært að reýna að leysa deiluna um kínversku eyna Taivan með al- þjóðaráðstefnu. Hins vegar kvaðst hann sannfærður um að aðild Kína að SÞ kæmist í eðli- legt horf ef ljóst væri að hætt- an á vopnaviðskiptum út af Taivan væri úr sögunni. Til þess að svo mætti verða yrði að flytja lið Sjang Kaiséks af öllum eyjunum uppi við strönd meginlands Kína en Kínastjórn yrði hins vegar að heita því að reyna ekki að Framhald á 10. síðu. Kjarnorkuský yfir USA Ský það sem myndaðist við kjarnorkusprengjutilraunina í Bandaríkjunum í fyrradag klofnaði í tvo hluta og berst annar til vesturs en hinn til austurs. Er fylgzt vandlega með ferli skýsins. Rétt eftir sprenginguna snerist vindáttin á sprengingarstaðnum og urðu þá 600 henr.enn og 200 sérfræð- ingar að flýja í skyndi til þess að verða ekki fyrir geislavirku ryki sem féll niður úr skýinu. <a- ~<8> Fulltrúaráð verklýðsíélaganna skorar á allan almenning ú styðja verklýðsíélögin Krefst tafarlausra samninga við verkalýðinn Á fundi Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í fyrrakvöld var einróma samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Fundur haldinn í Fulltrúaráði verklýðsfélag- anna í Reykjavík 7. marz 1955, lýsir yfir fullum stuðningi sínum við kröfur þeirra verklýösfélaga, er sagt hafa upp samningum. Um leið og fundurinn krefst pess að samið verði án tafar við verklýðsfélögin skorar hann á allan almenning að veita peim fullan stuðning í bar- áttu peirra, sem jafnframt er barátta fyrir bætt- um kjörum allrar alpýðu“. 4>- Lánardrottnar Ragnars Blöndals h.f Undanfariö hefur verið mikið rætt og ritað um mál Ragnars Blöndals h.f. og þaö mikla lánstraust sem fyrirtækið naut bæði hjá bönkum og einstak- lingum. Munu 50—60 aöilar hafa veriö lánardrottn- ar fyrirtækisins og upphæöirnar verið mjög mis- jafnlega háar. Hér fer á eftir listi yfir 14 úr hópi stærstu lánardrottnamia, og er þar um að ræöa ýmist vörulán eða peningalán, en um lánskjör aö ööru leyti er Þjóöviljanum ekki kunnugt: Brandur Brynjólfsson, tögfræðingur Kr. 700.000.00 Einar Magnússon, innheimtumaður — 109.208.31 Guðjón Hólm, lögfræðingur — 260.000.00 Guðlaugur Ásgeirsson, klæðskeri —• 500.000.00 Guðm. H. Þórðarson f jármálamaður — 600.000.00 íslenzk erlenda verzlunarfélagið — 358.876.47 Heildverzlun Árna Jónssonar — 2.665.230.05 Hörður Ólafsson, lögfræðingur — 234.000.00 Jónas Thoroddsen, fulltrúi borgarfógeta — 120.000.00 Magnús Haraldsson, heildsali — 98.077.00 Kagnar Ingólfsson, skrifstofustjóri — 222.000.00 Sigurður Berndsen, fjármálamaður — 390.000.00 Sverrir Bernhöft li.f. — 1.096.863.80 Þorsteinn Sigurðsson, kaupmaður — 200.000.00 Samtals nema þessar upphæðir hálfri áttundu milljón, en þá eru ótalin lán bankanna og tugir smærri einkalána, eins og áöur segir. Menn þeir sem aö ofan greinir gengu frá lánum þeim sem veitt voru, en Þjóöviljanum er aö sjálfsögöu ekki kunnugt hvort aðrir standa á bak viö þá aö ein- hverju leyti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.