Þjóðviljinn - 09.03.1955, Page 3
Miðvikudagur 9. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
¥erkamenn kreijast jafnverðmæts kaups
og þeir höfðu fyrir 7 órum og hlutdeildar
í aukningu þj óðar teknanna síðan
Hlutur verkalýðsins hefur minnkað — hlutur auðstéttarinnar stækkað
Hér fcr—á eftir kafli úr
hinni merku og ýtarlegu
ræðu um efnaliagsástandið
og kaupgjaldsmálin, sem
Einar Olgeirsson flutti á
fundi sameinaðs þings í
fyrradag.
• Við erum báðir, við hæstv.
dómsmálaráðherra, sammála um,
að stórfenglegustu ráðstafanir ís-
lenzkrar sögu, sem gerðar liafa
verið til aukinnar, praktískrar
framleiðslu, hafi verið gerðar á
árunum 1944—1946. Og við erum
þá vonandi líka sammála um, að
þessar stórfelldu ráðstafanir
lögðu eðlilegan, efnahagslegan
grundvöll að bættum lífskjörum.
Og nú segir hæstv. dómsmála-
ráðherra og aðrir ráðherrar með
honum, að síðan 1947, þá hafi
líka orðið gífurleg aukning á
framleiðslunni. Hvað sú
aukning hefur orðið, hefur ver-
ið undir stefnu ríkisstjórnarinn-
ar komið. Við skulum þá slá því
föstu, að í fyrsta lagi á grund-
velli stefnunnar 1944—-1946 hafi
skapazt mjög mikill og góður
grundvöllur fyrir bætt lífskjör
íslenzkrar alþýðu og við skulum
segja, að síðan 1947 hafi líka
farið fram mikil aukning fram-
leiðslunnar, þó að við séum máski
ekki alveg sammála um, hvort
henni hefur verið beint alls stað-
ar inn á réttar brautir.
'i *
^ Hámarkið — í des.
1947
í desember 1947 stendur
verkalýðurinn í liámarki
þeirra lífskjara og launa, sem
hann hefur haft. 1947 eru
raunveruleg laun verkalýðsins
á íslandi, miðuð við 1939, um
50% hærri. Ef við setjum
1939 = 100, þá verður desem-
ber 1947, hvað kaupmátt tíma-
kaupsins snertir, 156. Það er
hámarkið, sem verkalýðurinn
þá hefur náð.
Og nú skulum við skjóta fram
þeirri spurningu: Þoldi íslenzka
þjóðfélagið í desember 1947 þessi
launakjör verkalýðsins?
^ Þoldi þjóðíélagið
þau launakjör? -
Já, íslenzka þjóðfélagið þoldi
þessi launakjör. Meira að segja
I. maí nefnd full-
truaráðsins kjörin
Á fundi Fulltrúaráðs verk-
lýðsfélaganna í Reykjavík sem
haldinn var í fyrrakvöld var
kjörið í 1. maí nefnd fulltrúa-
ráðsins-. Kosin voru: Björn
Bjarnason (Iðja), Guðmundur
J. Guðmundsson (Dagsbrún),
Guðjón Jónsson (Fél. járniðn-
aðarmanna), Guðbjörg Bryn-
jólfsdóttir (Framsókn), Sigurð-
ur Eyjólfsson (HÍP) og Victor
Þorvaldsson (Þór). Auk þess
tilnefna verklýðsfélögin hvert
sinn fulltrúa í nefndina.
Framsóknarflokkurinn hélt þvi
fram, að þegar verkalýðurinn
hafði þessi launakjör, hafi auð-
mannastéttin í Reykjavík grætt
þannig, að hún hafi aldrei grætt
annað eins. Framsóknarflokkur-
inn hélt því fram, að það hefði
verið stórgróði hjá auðmanna-
stéttinni á þessum tíma. Og ein
aðaládeila Framsóknarflokksins
á öllum þessum árum á okku’"
sósíalista var: Þið létuð auðvaldið
græða allt of mikið.
Og það vill líka svo til, að við
höfðum staðreyndir frá des. 1947,
um hvort íslenzka auðmanna-
stéttin þoldi það kaupgjald, sem
verkalýðurinn hafði þá.
^ Gííurleg auðsöínun
Eignakönnunin fór frani i
þeim mánuði. Og það sýndi
sig þá, að 100 rikustu menn
og félög í Reykjavík áttu 88
millj. króna. þá i skuldlausum
eignum, eins og talið er fram
til skatts. Það er vani hag-
fræðinga að tólffalda þessa
tölu, vegna þess að þarna er
átt við fasteignamat og fast-
eignamatið er jafnvel oft allt
að því tvítugfaldað, þamiig að
ef maður bindur sig við þessa
tölu, þá áttu 100 ríkustu menn
og félög i Reykjavík 1056
millj. kr. í skuldlausum eign-
um. Eignasöfnunin hafði ver-
ið gifurleg.
Og samt var ástandið þann-
ig þá, að 1/10 hluti Reyk-
vikinga átti meirihlutann af
allri skattskyldri eign, en 100
skattskyldir Reykvíkingar áttu
14% af allri skattskyldri eign.
En 2/3 Reykvíkinga áttu >á
ekki svo mikið að þeir kæm-
ust í eignaskatt.
Með öðrum orðum, það er
engum efa bundið, að launakjör
verkalýðsins í desember 1947,
þau hæstu sem hann nokkurn
tíma hefur haft, voru ekki nema
skikkanleg hvað það snerti, að
auðmannastéttinni var eftirskil-
inn mikill gróði og að gífurleg
auðsöfnun hafði farið fram. Og
þetta er eiginlega eina árið,
þar sem við höfum það skjalfest,
hve mikil auðsöfnun íslenzkra
auðmanna v’ar, vegna þess að
eignakönnunin fór fram í lok
þess árs.
^ Stórfelld aukning
framleiðslunnar
Síðan 1947, — og þar vorum
við sammála, ég og hæstv. ráð-
herrar, sem talað hafa — hefur
þjóðarframleiðslan í heild auk-
izt og aukizt stórum. Síðan 1947
hafa allir nýsköpunartogararnir
og öll nýsköpunartæknin komið
í gagnið. ' Togararnir voru að
byrja að koma, sá fyrsti í febrú-
ar 1947, og héldu áfram að koma
1948 og 1949. Síðan 1948 hefur
ísland fengið allar Marshallgjaf-
irnar. Síðan 1947 hefur ísland
fengið stór lán, sem vaíalaust
eiga að geta borið bætt líf?kjör.
Það er að segja, þjóðartekjumar
hafa aukizt og verkalýðurinn á
sínar þakkir skilið fyrir að hafa
knúið fram, meira að segja gesn
vilja afturhaldsins, mikið af
aukningu þessara þjóðarrekns.
Verkalýðurinn knúði fram,
gegn vilja þáverandi afturhalds,
allar launahækkanir á árunum
1942—1944, sem skópu þann út-
lenda gjaldeyri, sem við áttum
1945. Verkalýðurinn knúði fram
þá stefnu, sem tryggði að er-
lendu innstæðurnar væru, að svo
rniklu leyti sem hans áhrif náðu
til, hagnýttar til kaupa á stór-
virkum framleiðslutækjum, sen,
þjóðin nú byggir atvinnulífið á.
Hlutdeild verkalýðs-
ins heíur minnkað
Og þá vil ég spyrja: hvad
hefur svo verkalýðurinn feng-
ið af bættum lífskjörum frá
því 1947 í krafti hinnar stór-
auknu framleiðslu, sem liann
lagði gi'undvöllinn að? Hvar
hefur verkaiýðurinn uppskor-
ið ávextina af allri nýsköpun-
inni, sem hann átti sinn stóra
hlut i, og af allri aukningu
þjóðarteknanna síðan? Hefur
hiutdeild íslenzks verkalýðs í
þjóðartekjunum aukizt frá því
1947?
Þetta er spurning, sem við
verðum að leggja fyrir okkur hér
á Alþingi og svara. Og hvert er
svarið? Þar eru hagskýrslurnar
alveg tæmandi, alveg réttar og
alveg óvéfengjanlegar.
Hlutdeild verkalýðsins lief-
ur minnkað frá des. 1947. Hún
hefur minnkað í þjóðartekj-
unum, hún hefur minnkað
hvað snertir kaupmátt tíma-
kaupsins. Aðeins til þess að
hafa það sama eins og verka-
lýðurinn hafði 1947 þyrfti a.
m. k., þegar ekki er reiknað
eð húsaleigunni, eitthvað í
krúig uin 20% hækkun. Og
ef reiknað er með húsaleig-
unni, þá brjálast öll vísitalan.
Vísitalan eins og hún er núna
þyrfti að hækka þá um 47.5%.
Staðreyndirnar eru sem sé
þær: Frá því 1947 hefur hlut-
deild verkalýðsins minnkað.
Hlutur auðstéttarinn-
ar heíur stækkað
En hefur nú hlutdeild auð-
mannastéttarinnar á íslandi vax-
ið eða minnkað síðan 1947?
Hvað segir lífið í Reykjavík um
þann hlut, ef við bara lítum í
kringum okkur hérna í Reykja-
vík, —- hvort ísienzka auðmanna-
stéttin hefur tekið upp sparnað-
arhætti og lífsvenjubreytingar
síðan? Nei, bararnir, lúxusbíl-
arnir og margt fleira sýnir okk-
ur að lífskjör auðmannastéttar-
innar og lúxus hennar hefur
vaxið. Hlutdeild hennar í þjóð-
artekjunum hefur vaxið. Frá
1947 hefur hlutdeild verkalýðs-
ins minnkað, og það þrátt fyrir
þótt öll nýsköpunartækin séu
komin í gagnið síðan að heita
má, og öll þessi mikla fjárfesting,
sem ríkisstjórnin stærir sig af,
hafi farið fram síðan.
^ Réttlætiskröíur
verkalýðsins
Hver er þess vegna réttiæt-
isltrafa verkalýðsins í dag?
Hún er í fyrsta lagi eðlilega
sú, að hann nái því, sem hann
hafði 1947, fái þá hækkun,
hver hún nú er, eitthvað um
20 eða 30%, eða hvað sem hún
kann að vera, þegar tillit
væri tekið til húsaleigunnai'
og annars slíks líka. Og í
öðru lagi, að hún fái sinn
hluta í aukningu þjóðartekn-
anna síðan. Sém sé í fyrsta
Iagi að liann fái að uppskera
það, sem liann sjálfur hjálpaði
tii að sá með nýsköpunlnni
1944—1947, og í öðru Iagi að
hann fái eitthvað af þeim
auknu þjóðartekjum sem rík-
isstjórnirnar á síðustu 6—7\
árum segjast hafa aflað með
því að auka framleiðslu þjóð-
arinnar, að festa fé á skyn-
samlegan hátt og öðru slíku.
Þetta eru réttlætiskröfur
verkalýðsins. Og hæstv. ráðherr-
ar hafa lýs't því yfir að það eigí
að fara fram kauphækkun eins
0£ framleiðsluafköstin frekast
þoli. Eg þykist hafa gert nokkra
grein fyrir, að verkalýðurinn eigi
réttlætiskröfur á kauphækkun-
um, að hann sé að gera upp
sakirnar við efnahagspólitík síð-
ustu 6—7 ára, hann sé að gera
kröfu til að fá að uppskera sjálf-
ur það, sem hann hjálpaði til að
sá með nýsköpuninni.
Rannsókn á aðbúð fanga í
Reykjavík brýn nauðsyn
Dómsmálaráðherra játar að aðbúð
þeirra sé óviðunandi
Tillaga Gunnars M. Magnúss um rannsókn á aðbúnaði
fanga í Reykjavík var rædd á fundi neðri deildar Alþingis
í gær.
Flutti Gunnar ýtarlega fram-
söguræðu, sem verður birt hér
í blaðinu á morgun.
Röðin komin að Helga Sæmmidssyni!
Hægri klíkan í Alþýðuílokknum sér
alstaðar fjandmenn og svikara
Hægri klíkan 1 Alþýöuflokknum sér nú alstaöar fjand-
menn og svikara og nú er röðin komin aö Helga Sæ-
mundssyni, hinum nýdubbaöa ritstjóra Alþýðublaðsins.
í gærkvöld átti að kalla Helga
Sæmundsson fyrir framkvæmda-
nefnd flokksins og þar átti hann
að svara til saka. Munu ákæru-
atriðin aðallega vera tvenn. í
fyrsta lagi hafi Helgi verið al-
gerlega máttlaus í árásunum á
vinstri menn flokksins og hafi
verið greinilegt að hugur fylgdi
ekki máli í skrifum hans. I ann-
an stað hafi Helgi vanrækt allt
of mikið að svara ákærum Þjóð-
viljans og verið of deigur í „bar-
áttunni gegn kommúnismanum".
Átti að leggja fyrir Helga að
taka þegar í stað upp hið glæsi-
lega fordæmi Stefáns Pétursson-
ar, en jafnframt var honum til
viðvörunar bent á örlög Alfreðs
Gíslasonar.
Væntanlega kemur það í ljós
næstu daga hvort reiðilesturinn
Bjarni Ben. játaði að aðbún-
aður fanga í kjallaranum væri
með öllu óviðunandi, en nú værii
í ráði að hefja í sumar byggingu
á hluta af lögreglustöð fýrir
Reykjavík, sunnan sænska frysti-
hússins, og yrðu þar fullkomnar
fangageymslur.
Gylfi Þ. Gíslason minnti á að
í lögunum um meðferð ölvaðra og
drykkjusjúkra frá 1949 væru
skýr ákvæði um allt aðra með-
ferð á þeim föngum sem tíðastír
gestir eru í kjallara lögreglu-
stöðvarinnar. Taldi hann ámæl-
isvert að þeim lögum hefði ekki1
verið framfylgt.
Tillögu Gunnars, sem fjallar
um skipun nefndar til að rann-
saka aðbúð fanga í Reykjavík,
var vísað til allsherjarnefndar og
umræðunni frestað.
yfir Helga ber tilætlaðan árang-
ur eða hvort honum verður út-
skúfað eftir skamman ritstjórn-
arferil.
Elliði fékk
280 tonn 1
Siglufirði í gær. Frá
fréttaritara Þjóðviljans.
í morgun kom togarinn Elliði
af veiðum með um 280 tonn af
fiski eftir tæplega 7 daga veiði-
ferð. Aflinn fer til herzlu og
frystingar.
Veður hefur verið ágætt síð-
ustu daga og gæftir góðar. Afli
hefur hins vegar verið trégur.