Þjóðviljinn - 09.03.1955, Page 12
Sýslunefndzn mótfallin kaup-
staðarstofnun í Kópavogi
Telur hana ekki koma til mála gegn vilja meiri-
hluta sveitarstjórnar og íbúanna sjálfra
Sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu samþykkti með sam-
hljóða atkvæðum 7. þ.m. eftirfarandi:
Viðvíkjandi erindi félags-
málaráðuneytisins til sýslu-
nefndar Kjósarsýslu um það,
hvort Kópavogshreppur skuli
skilinn frá Kjósarsýslu og
gerður að kaupstað, með venju-
legum kaupstaðarréttindum og
skyldum, vill sýslunefndin taka
fram:
1. Sýslumaður Kjósarsýslu hef-
ur upplýst að löggæzla,
skattheimta og fleiri opinber
starfræksla sé erfið í fram-
kvæmd í Kópavogshreppi
við það sveitarstjórnarfyrir-
komulag, sem nú er þar.
Fellst sýslunefndin á að
ráða þurfi bót á þeim erfið-
leikum.
2. Kjósarsýsla er eitt minnsta
sýslufélag landsins, telur að-
eins fimm hreppa, og af þeim
er Kópavogshreppur lang-
f jölmennastur. Það mundi
því veikja ath'afnamöguleika
sýslunnar verulega, ef
Kópavogshreppur verður
skilinn frá lienni.
3. hegar einstökum hreppum
hefur, með sérstökum lögum,
verið veitt kaupstaðarrétt-
indi, mun frumkvæðið að
því, eða beiðni um slikt liafa
komið frá viðkomandi
100 manna varalið
úr Holsteini
Eins og skýrt var frá í blaðinu
í gær er hafinn náinn kosninga-
undirbúningur milli fram-
kvæmdastjóra Alþýðuflokksins
og skrifstofu íhaldsins fyrir að-
alfund Alþýðuflokksfél. Reykja-
víkur á sunnudaginn. Hafa
framkvæmdastjórarnir legið yfir
meðlimaskrá Alþýðuflokksfélags-
ins og dregið menn í dilka til
hægri og vinstri, en jafnframt
hefur skrifstofan í Holsteini gert
lista um lítt kunna íhaldsmenn
sem eiga að ganga í Alþýðu-
flokksfélagið á sunnudag. í gær
mun þessi hjálparlisti hafa verið
kominn upp í 100 manns.
Samvinna um
járnbrautarsam-
göngur
. Tilkynnt var í Belgrad í gær
að stjórnir Júgóslavíu, Tékkó-
slóvakíu og Ungverjalands
hefðu gert með sér sam/iing um
járnbrautasamgöngur. — Munu
járnbrautaferðir milli landanna,
sem legið hafa niðri síðan 1948,
hefjast með eðlilegum hætti 1.
aprí!.
Ungverjar og Tékkar fá að
flytja vörur út og inn um júgó-
slavnesku höfnina Rijeka án
þess að greiða af þeim tolla.
hreppsfélögum, enda lítur
sýslunefndin svo á, að það
sé liinn eðlilegi gangur mál-
anna. I þessu tilfelli liggur
það ekki fyrir eins og nú
standa sakir.
Ef aftur á móti fram kemur
eindregin viljayfirlýsing meiri
liluta sveltarstjórnar Kópavogs-
lirepps, eða óumdeilanlegs meiri
liluta atkvæðisbærra íbúa hans,
um kaupstaðarréttindi fyrir
lireppinn, telur sýslunefndin
eðlilegt að Kópavogshreppur
fái kaupstaðarréttindi.
Okrið orðið óhugn-
anlegt fyrirbæri
Vel tekið í tillögu sósíalista um
rannsóknamefnd
Á fundi neörideildar Aiþingis uröu í gær allmiklar um-
ræöur um tillögu þriggja sósíalistaþingmanna, um skip-
un rannsóknamefndar samkvæmt 39. gr. stjórnarskrár-
innar til rannsóknar á okri. VarÖ fyrri umræöu lokið.
Einar Olgeirsson fylgdi til- en svo á móti því að slík mál
lögunni úr hlaði með nokkrum yrðu könnuð til hlítar. Virtist
orðum. Minnti hann á að þess ráðherrann hlynntur því, að til-
mundu dæmi að fé væri lánað ^ lagan um rannsóknarnefnd yrði
samþykkt.
í Reykjavík með kjörum sem
samsvara 60-70% ársvöxtum.
Okrið væri orðið óhugnanlegt
fyrirbrigði í fjármálalífi íslend-
inga, en erfitt væri að komast
að því. Ríkisstjórnin hefði ekki
séð ástæðu til rannsóknar á
stórfelldum okurmálum, og
væri því tillagan komin fram
um þingnefnd, sem tæki mál
þetta til rannsóknar.
Bjarni Ben. talaði þrisvar og
vildi nú ekki fortaka að okur
kynni að fyrirfinnast á íslandi,
og gekk jafnvel svo langt að
telja það hliðstæðu skattsvika.
Sór hann og sárt við lagði
að ríkisstjórnin sem heild hefði
enga vitneskju fengið um okur-
mál, og engin kæra um slíkt
hefði borizt til dómsmálaráðu-
neytisins. En hann væri síður
Viðsjár i Kam-
hodsja
Víðsjár miklar eru í Kam-
bódsja, einu af Indókínaríkjun-
um, eftir að konungur iandsins
sagði af sér og fékk völdin í
hendur föður sínum.
Hafa skæruliðasveitir tekið að
myndast á ný, en forseti her-
ráðsins leitað á náðir Bandaríkj-
anna um ,,hjálp“ til að þjálfa
herinn.
Bergur Sigpirbjörnsson og
Gunnar M. Magnúss mæltu
einnig með samþykkt tillög-
unnar.
Atkvæðagreiðslu var frestað.
Dtínsk kjarn-
orknnefnd
Danska ríkisstjórnin hefur
skipað 50 manna nefnd sem á
að fjalla um hagnýtingu Dana
á kjarnorku til friðsamlegra
nota. Formaður nefndarinnar er
kjarneðlisfræðingurinn heims-
kunni prófessor Niels Bohr.
þlÓÐWLJINN
Miðvikudagur 9. marz 1955 — 20. árgangur — 56. tölublað
<s>~
>
Frumvarp um atvinnu-
leysistryggingar
ílut! a! þingmönnum Sósíalistaflokksins
og Alþýðuflokksins
Fimm þingmenn Sósíalistaflokksins og
Alþýðuflokksins flytja á Alþingi frumvarp
um atvinnuleysistryggingar, og er það sama
frumvarp og sósíalistar hafa flutt á undan-
förnum þingum.
Flutningsmenn eru Gunnar Jóhannsson,
Hannibal Valdimarsson, Eggert Þorsteinsson,
Einar Olgeirsson og Karl Guðjónsson.
Þetta merka frumvarp mun kynnt hér í
blaðinu næstu daga.
4
Friðfinnur Guðjónsson lótinn
Friðfinnur Guðjónsson leik-
ari lézt að heimili sínu í fyrri-
nótt, á 85 aldursári.
Friðfinnur Guðjónsson var
fæddur að Bakka í öxnadal 21.
sepL 1870. Hann lagði stund
á prentnám, lauk prófi í Kaup-
mannahöfn tvítugur að aldri,
en hans verður þó fyrst og
fremst minnzt í sögunni sem
leikara. Hann var einn af stofn-
endum Leikfélags Reykjavikur
1897, en hafði áður starfað með
hópnum er gekkst fyrir stofn-
un Leikfélags Reykjavíkur. Var
Friðfinnur ritari í fyrstu stjórn
Leikfélagsins. Hann lék hjá
Leikfélaginu um 60 ára skeið,
og enginn leikari mun hafa
notið jafn mikilla vinsælda jafn
lengi og Friðfinnur Guðjónsson.
Er hann methafinn í hlutverka-
f jölda hjá Leikfélaginu, lék alls
136 hlutverk hjá því. Jafnframt
leiklistinni stundaði Friðfinnur
prentiðn í meir en 50 ár, en
hann var einn af stofnendum
Hins ísl. Prentarafélags.
Líbannn á
báðum áttum
Salar Salem, upplýsingamála-
ráðherra Egyptalands, kom
heim til Kairó í gær frá Beirut
í Líbanon. Fréttamenn þar
segja að honum hafi ekki telc-
izt að fá stjórn Líbanon til að
heita aðild að hernaðarbanda-
lagi Egj-ptalands og Sýrlands.
Er það bandalag mótleikur gegn
bandalagi því sem Tyrkland og
írak hafa gert með sér fyrir á-
eggjan Bandarikjastjórnar.
Salem sagði að Líbanon myndi
í hvorugt bandalagið ganga að
svo stöddu.
Itrekaðar tilraunir voru gerðar til að
þagga niður mál Ingimars Jónssonar
Rannsókn málsins torvelduS vegna jbess oð
gögn um fjárhag skólans vanfar um mörg ár
Sækir fund frið-
arhreyfingarinnar
Miðstjórn Heimsfriðarhreyf-
ingarinnar hefur boðað til fund-
ar í Vínarborg. Sækir Kristinn
E. Andrésson fundinn af Is-
lands hálfu og fer hann utan
flugleiðis í dag. Á fundinum
verður rætt um undirskrifta-
söfnun þá sem þegar er hafin
til þess að mótmæla undirbún-
ingi kjarnorkustyrjaldar og
jafnframt um næsta friðarþing
þjóðanna sem hefst í Helsinki
22. maí nk.
Hátt í ár mun liöiö síöan uppvíst varö um fjárhags-
hneyksli séra Ingimars Jónssonar. Hafa verið geröar ítrek-
aöar tilraunir til þess aö jafna máliö og þagga það niður
— en þær mistókust vegna þess aö alltaf kom nýtt og
nýtt misferil í ljós, og virtist máliö að lokum vera alveg
botnlaust.
Upphaflega gerðu menn sér
vonir um að óreiðan í bókhaldi
skólans stafaði af trassaskap, en
endurskoðendur komust þó brátt
að raun um að svo gæti ekki
verið; skólastjórinn hefði gert
sig sekan um stórfelldan fjár-
drátt. Hófust þá tilraunir til
þess að jafna málið í kyrrþey,
og gengu samstarfsmenn Ingi-
mars Jónssonar í hægri klíku
Alþýðuflokksins í það að út-
vega fé til þes að greiða þær
upphæðir sem horfið höfðu —
enda tíðkast það mjög að
hneykslismál valdamanna séu
jöfnuð á þann hátt, ef þeir eru
í nægilega miklum metum hjá
stjórnarflokkunum.
Var búizt við að málið væri
leyst á þeryian hátt á s.l. hausti,
en þá stóð til að séra Ingimar
Jónsson héldi áfram skólastjóra-
störfum í vetur og hætti svo í
vor með heiðri og sóma og við-
eigandi þakklætiskveðjum fyrir
dyggilega forustu í uppeldismál-
um þjóðarinnar:
Mál þetta var rætt í innsta
hring Alþýðuflokksins fyrir
flokksþingið í haust. Voru uppi
raddir um það að ekki væri
hægt að kjósa sér Ingimar í
miðstjórn áfram eftir þá vitn-
eskju sem fengin væri, en
hægri klíkan kvað þær raddir
algerlega niður — enda hefur
Ingimar Jónsson verið einn mesti
valdamaður í hægra armi Al-
þýðuflokksins áratugum saman,
og einkum fengizt við fjármál
flokksins eins og rakið var í
blaðinu í gær.
Rannsókn á fjármálum skól-
ans hélt svo áfram í vetur og
leiddi í ljós að ótrúlega mikið fé
hafði horfið á löngum tíma. S.l.
föstudag kom svo loks að því að
rannsóknarlögreglan tók öll gögn
um fjárhag skólans í sína vörzlu,
og sama dag sagði Ingimar af
sér.
Búizt er við að rannsókn máls-
ins taki alllangan tíma. Torveld-
ast hún mjög af því að gögn um
fjárhag skólans á löngu tímabili
eru horfin. Ber séra Ingimar að
þau hafi brunnið þegar kveikt
var í Franska spítalanum þar
sem
skólinn
1949.
var til húsa, 27.