Þjóðviljinn - 18.03.1955, Side 1

Þjóðviljinn - 18.03.1955, Side 1
VILI Flokkiflpinn 1. ársfjórðungur féll í gjald- daga 1. janúar. Greiðið flokks- gjöld ykkar skilvíslega í skrif- stofu flokksins. Föstudagnr 18. marz 1955 — 20. árgangur •— 64. tölublað Atvinnurekendur neifuSu oS nota frestinn sem verklýSsfélögin veittu: VERKFÖLLIN HÖFUST í NÖTT 7000 manna berjast eínhuga fyrir réttlætiskröfum sínum með stuðning þjoðarinnar að bakhjalli gegn þröngsýnni og einangraðri atvinnurekendaklíku Verkfall yfir 7000 manna í 12 verkalýðsfélögum í Reykjavík og Hafnar- firði hófst á miðnætti í nótt. Var þá ekki enn kunnugt um nokkur jákvæð til- boð í kaupgjaldpmálunum frá atvinnurekendum, og hafa þeir þannig eyði- lagt alla þá möguleika sem verkalýðsfélögin höfðu opnað til þess að samn- ingar gætu náðst án vinnustöðvunar. Samningafundir stóðu enn yfir þegar blaðið fór í prentun. Verkalýðsfélögin hafa komið sér upp mjög víðtæku kerfi til þess að tryggja það að verkföllin verði alger. Hefur einhugur manna sjaldan eða aldrei ver- ið jafn mikill í nokkurri kjaradeilu, og stuðningur þjóðarinnar er algerari en nokkru sinni fyrr. A-ð verkföllunum standa eftir- talin félög: Verkamannafélagið Dagsbrún; Iðja, félag verksmiðju- fólks í Reykjavík; Félag járn- iðnaðarmanna; Félag bifvéla- virkja; Félag blikksmiða; Sveina- félag skipasmiða; RJúrarafélag Reykjavíkur; Málarafélag Reykjavikur; Trésmiðafélag Reykjavíkur, Flugvirkjafélag fs- lands, Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði, og Iðja, félag verk- smiðjufólks í Hafnarfirði. A.S.B. og Mjólkurfræðingafélag íslands hafa frestað verkfallsaðgerðum sínum samkvæmt ósk samninga- nefndar verkalýðsfélaganna og sömuleiðis Dagsbrún hjá Mjólk- urstöðinni. í félögum þeim sem felldu niður vinnu í nótt eru um 7000 manns. • Sameiginleg verkfallsstjórn Stjórn verkfallsins er þannig háttað að mynduð hefur verið sameiginleg verkfallsstjórn með fulltrúum allra félaganna. Hefur hún aðsetur sitt á skrifstofu Full- trúaráðs verkiýðsfélaganna á Hverfisgötu 21. Auk þess hefur svo hvert félag sína verkfalls- nefnd, sem sér um framkvæmd verkfallsins á sínu samnings- svæði. • Skrifstofa í kjallara Alþýðuhússins Víðtækust verður verkfalls- varzla Dagsbrúnar, en miðstöð hennar er í kjallara Alþýðuhúss- ins. Mun mikill fjöldi Dagsbrún- armanna stunda verkfallsvörzlu, en ætlunin er að verkfallsvakt- irnar verði margar en stuttar og þurfa virkir þátttakendur að vera þeim mun fleiri. Hefur Hjóðviljinn verið beðinn að skora á Dagsbrúnarmenn að hafa sam- band við skrifstofuna í kjallara Alþýðuhússins; og sama máli gegnir um meðlimi annarra verk- lýðsfélaga; þeir þurfa að hafa sem bezt samband við verkfalls- nefndir sínar. • Skip og flugvélar stöðvast Verkföllin munu þegar lama allar athafnir í Reykjavík og Hafnarfirði. f höfninni er þannig ástatt að Tröllafoss kom í gær- kvöld og hafði vinna aðeins haf- izt í honum er verkföllin hófust. Gullfoss er væntanlegur á morg- un og síðan hvert skipið af öðru. Hefur Dagsbrún skrifað Alþýðu- sambandinu og farið þess á leit að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að skip, sem átti að afgreiða hér, verði ekki afgreidd annars- staðar, og tekur það að sjálf- sögðu einnig til fiskibáta. Flug- ferðir innlendu flugfélaganna stöðvast einnig. Þá eru í höfninni tvö olíuskip, rússneskt skip sem landar í Laugarnesi hjá B. P. og ítalskt skip sem landar í Örfirisey hjá Esso. Verða félögin að greiða háa dagpeninga meðan þessi skip eru hér um kyrrt. Af fyrirtækj- um þeim sem fljótlega munu stöðvast af óbeinum ástæðum er Áburðarverksmiðjan, en þar vérður fljótlega hráefnaskortur ef verkfallið leysist ekki hið skjótasta, • Brunahætta af hamstri Þá stöðvast allir vöruflutning- ar að og frá bænum, nema mjólkin. Benzínafgreiðsla stöðv- ast einnig, en undanfarna daga hefur verið hamstrað' ókjörum af benzíni. Er mikil furða að slökkviliðsstjóri skuli hafa látið þau ósköp afskiptalaus, en ben- zíni hefur verið komið fyrir á ótryggilegasta hátt í kjöllurum, skúrum, lóðum og húsagörðura — og stafar af því mjög miki! brunahætta víða. Er afskiptaleysi slökkviliðsstjóra í fullri andstöðu við þær almennu reglur sem látnar eru gilda í bænum til að forða brunahættu. Framhald á 3. síðu. átvinnurekendur hvetja til verkfallsbrota! Alþýðusambandið hét í gær á verkalýðsíé- lögin úti á landi að afgreiða ekki skip er væru í banni þeirra félaga sem nú eiga í verkfalli. Síðar í gærkvöldi birti útvarpið tilkynningu frá Vinnuveitendasambandinu, þar sem það ,,.að gefnu tilefni" bent á að allxr þeir sem ekki era iélagar í féiögum þeim í Reykjavík og Hafnarfirði, er hafa boðað verkfall hafa heim- ild til að vinna þétt til verkfalls komi. Þessi tilkynning Vinnuveitendasambands- ins verður ekki skilin á annan veg en opinská áskorun til verkalýðsins og ófélagsbundinna manna um að gerast verkfa.llsbrjótar. Þessari fádæma ósvífni atvinnurekenda svara verkalýðsfélögin á verðugan hátt með því að snerta ekki á afgreiðslu skipa né ann- arri vinnu sem er í banni þeirra félaga sem nú eru í verkfalli. SÖSÍALISTAFLOKKURINN SVARAR BRÉFI ALÞÝÐUSAMBANDSINS UM VINSTRI SAMVINNU: Án stuðnings verklýðssamtakanna verður engin vinstri stjórn mynduð ~"1 Sósíalistaflokkurinn svaraði í gær tillögu Alþýðusambands ís- lands um viðræður íhaldsand- Almenningur mun dæma þann aðila hart S.l. miövikudag komst stjórnarblalðið Tíminn þannig að oröi í forustugrein um kjaradeilurnar: „Almenningur mun fylgjast vel með þvi sem gerist i þessum málum nœstu daga. Hann krefst sann- girni og réttsýnis af öllum aðilum. Hann krefst þess að allt sé gert sem réttmœtt er til að hindra það böl sem verkfaU er. Hann mun því dæma þann aðila hart, er vegna óbilgirni og skammsýni yrði til þess að hindra það, að samkomulag nœðist.“ stæðinga um vinstri samvinnu og er svarbréfið á þessa leið: „17. marz 1955. Miðstjórn Alþýðusambands íslands, Reykjavík. Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins þakkar heiðrað bréf yðar dag- sett 6. marz. Hefur miðstjórnin tekið það til meðferðar í dag og samþykkt einróma svohljóðandi svar: Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins fagnar því frumkvæði, senx stjórn Alþýðusambands íslands hefur tekið um að reyna fyrir sitt leyti að stuðla að myndun vinstri ríkisstjómar á íslandi, „rikisstjórnar, sem í aðalatrið- um marki stefnii sína á þann veg, að vinnandi stéttir lands- ins gætu borið til hennar fullt traust og veitt henni stuðning.“ Er oss það Ijóst, að án stuðn- ings Alþýðusambands íslands og þeirra verklýðssamtaka, sem það er fulltrúi fyrir, væri ó- hugsandi fyrir vinstri ríkis- stjórn að starfa og framkvæma stefnu sína, landi og lýð til heilla. Vér vonum þVí, að við- leitni stjórnar Alþýðusambands íslands til þess að stuðla að myndun slíkrar ríkisstjómar verði bæði til þess að tryggja slíkri stjórn, er mynduð yrði, það atfylgi alþýðusamtakanna utan þings, sem liún þarf að hafa, og eins til liins að greiða fyrir öflun þess þingfylgis, sem er skilyrði til myndunar slíkrar stiórnar og starfs heimar alls. Miðstjórnin lýsir því ánægju sinni yfir tillögu stjórnar AI- þýðusambands íslands unx að hef ja viðræður um möguleikana á vinstri samvinnu i Iandinu og ákveður að kjósa nefnd manna til viðræðna við yður uni það nxál. Mun sú nefnd þá og i-æða við yður brýnustu hagsmuna- og hugðarmál vcrkalýðsins, sem stjórn Alþýðusambandsins sér- staklega ber fyrir brjósti, og þau önnur þjóðmái, sem ólijá- kvæmilega þarf að i-æða til þess að skapa grundvöll að starfi ríkisstjórnar, er viinni í þágu vinnandi stéttanna í landinu. Með stéttarkveðjum F.h. miðstjórnar Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalista- flokksins“.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.