Þjóðviljinn - 18.03.1955, Qupperneq 7
Föstudagur 18. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN' — (7
Dagsbrúnarverkamaður skriíar:
og gengislækkunin
Ein af „umbótum“ Kristiiis Guömundssonar á hernáms-
samningnum er aö heimila Bandaríkjamönnum sjón-
varp á Keflavíkurflugvelli. Þessi tegund „skemmtunar“
fjallar í Bandaríkjunum mest um glcepi, ofbeldi og
hryöjuverk — og því er hún talin nauösynleg til þess
aö halda verndurunum viö efnið. Myndin hér fyrir ofan
er sýnishorn af því sem helzt er á boöstólum í banda-
rísku sjónvarpi.
Halldór Pétursson:
Bæjarréttmdi til handa
Kópavogshreppi
Benjamín
1 Morgunblaðinu 10. marz
heldur dr. Benjamín áfram og
talar um gengislækkun og
verðhækkun. Hann segir m.a.:
,,Með afgreiðslu fjárlaganna
fyrir 1950 var brotið blað i
dýrtiðarmálunum. Greiðslu-
hallinn hjá ríkissjóði var —
frá peningahliðinni — helzta
uppspretta dýrtíðarinnar". —
Ennfremur segir hann: „Laun-
þegasamtökin eru sífellt með
nýjar kaupkröfur þegar svona
stendur á, sem ekki er óeðli-
legt. Dýrtíðarskrúfan er í
fullum gangi svo lengi sem ný
dýrtíð myndast (og greiðslu-
jöfnuðurinn er svo eftir því,
ef genginu er haldið óbreyttu).
Verðlag getur hækkað af öðr-
um orsökum en þessum, en
mér finnst rétt að nota orðið
dýrtíð fyrst og fremst við
svona þróun“.
Er dýrtiðin þá afstæð?
Mér finnst rétt að nota orð-
ið dýrtíð fyrst og fremst við
svona þróun, segir dr. Benja-
mín. Hér eru umræðumar
raunar komnar á það stig að
dýrtíð sé, þegar öllu er á
botninn hvolft, afstæð. Það
getur verið velmegun hjá meg-
inþorra þjóðarinnar þó lítið
fari fyrir peningum í ríkis-
kassanum, það getur verið
hungurástand hjá meginþorra
þjóðarinnar þó ríkiskassinn sé
útúrfullur af peningum, það
getur vantað rekstrarfé til
sjávarútvegsins þó atvinnu-
Þessa dagana er að koma út
nýtt hefti af tímaritinu „Vinn-
an og verkalýðurinn".
Það er ástæða til að benda
verkafólki hvarvetna á landinu
á þetta tímarit og gildi þess
fyrir verkalýðsstéttina.
„Vinnan og verkalýðurinn“ er
nú að hefja fimmta árið. Útgáfa
þess hófst árið 1950 að tilhlut-
an Útgáfufélags alþýðu.
Þessi ár hefir „Vinnan og
verkalýðurinn* verið eina tíma-
ritið sem íslenzk verkalýðs-
hreyfing hefir gefið út, og svo
er enn.
Tímaritið hefir verið virkur
þáttur í verkalýðsbaráttunni.
Það hefir tekið til meðferðar
öll baráttumál, sem á hverjum
tíma hafa verið efst á dagskrá.
Það hefir birt fræðandi greinar
um hagsmunamál verkalýðsins
og fræðslugreinar um sjálf
verkalýðssamtökin, uppbygg-
ingu þeirra og starfsemi.
Samtímis hefir það verið föst
regla, að birta í hverju hefti
þess markverðustu fréttirnar
úr baráttu alþýðunnar í öðrum
löndum og hefir Björn Bjarna-
son unnið þar mikið og þarft
verk. — Sömuleiðis hefir les-
endum tímaritsins verið flutt
margvisleg fræðsla um líf og
starf verkalýðsins á þeim hluta
jarðar, sem leystur hefir verið
undan ánauð og arðráni auð-
valdsins — heimi sósíalismans.
En auk þess hefir „Vinnan og
verkalýðurinn“ ílutt greinar um
margskonar önnur efni, auk
kvæða og kviðlinga, smásagna
rekendurnir hafi fullar hend-
ur fjár og standi í alls kyns
lúxusframkvæmdum fyrir
sjálfa sig, það getur vantað
peninga til þess að auka land-
búnaðinn þó að verzlunin sé
með alla sína sjóði úttroðna
af peningum og það getur
vantað lán til húsbygginga þó
að bankarnir hafi nóg af láns-
fé. En hvemig á bara að
greiða úr svona flækju ? Til
þess vantar öfluga vinstri
stjóm.
Gengislækkunin
og doktorinn
Dýrtíðarskrúfan er í fullum
gangi svo lengi sem ný dýr-
tíð myndast (og greiðslujöfn-
uðurinn er svo eftir því, ef
genginu er haldið óbreyttu),
segir doktorinn. En doktor-
inn veit það vel, að þetta er
eins og hver önnur lygi. Hús-
næðisvandamálið veldur m.a.
mikilli dýrtíð. Sú dýrtíð sem
af því stafar, hverfur ekki
fyrr en það vandamál er úr
sögunni. Til þess að leysa hús-
næðisvandamálið í eitt skipti
fyrir öll þarf að framkvæma
áætlanir um íbúðabyggingar.
Sú áætlun þyrfti að standa í
mörg ár. Eftir slíka áætlun
yrði svo byggt í hlutfalli við
eðlilega þróun og breytingar.
Dýrtíðin af húsnæðisvandræð-
unum myndi þá fyrst hverfa.
Að greiðslujöfnuðurinn þurfi
að hafa einhver áhrif á geng-
ið eða gengið á greiðslujöfn-
og heimilisþátta o. s. frv.
Þannig befir þetta tímarit,
sem er í svo þægilegu broti, að
það kemst vel fyrir í jakkavasa
— orðið eitt hið fjölbreyttasta
Jón Rafnsson.
tímarit, sem út er gefið í land-
inu, og þegar orðið verðmæt
eign fyrir alla þá, er halda
tímaritum til haga.
Jón Rafnsson hefir lengst af
verið ritstjóri tímaritsins og
helgað því hæfileika sína og
elju.
„Vinnan og verkalýðurinn"
er tímarit, sem á erindi inn á
hvert launþegaheimiii í land-
inu. Allir þeir, sem hafa áhuga
fyrir verkalýðssamtökum, vexti
þeirra og viðgangi, ættu því að
gerast áskrifendur að því og
stuðla að sem mestri útbreiðslu
þess.
E Þ.
uðinn er tóm endaleysa. Rúss-
ar hafa t.d. hátt gengi, en við
fáum eins mikið í vörum fyrir
sama vöruverðmæti hvort
heldur sem rúblan er há eða
lág. Hinsvegar skipuðu Banda-
ríkin Vestur-Evrópuþjóðunum
að lækka gengið vegna þess
að Bandaríkin voru búin að
draga svo mikið af gullforða
þessara landa til sín. Okkur
Islendingum var skipað að
lækka gengið vegna hernáms-
ins.
Hið sanna um
gengislækkanirnar
Til þess að komast að ein-
hverri skynsamlegri niður-
stöðu um það, hvað er að
gerast í þessum málum, þýðir
ekki að einblína á ísland sem
eitthvert einangrað fyrirbrigði
frá heimsverzluninni og
heimsstjórnmálunum. Hvers
vegna var gengi íslenzku
krónunnar lækkað svona gíf-
urlega 1950? Hvað hafði gerzt
í heimsverzluninni fyrir þann
tíma er leiddi til þessarar
hryllilegu og ég vil segja
glæpsamlegu ráðstöfunar? —
Þetta verður hver hugsandi
maður að gera sér ljóst. Hvað
hafði gerzt?
Kjarni málsins
Árið 1947 var hlutdeild
Bandaríkjanna í heimsútflutn-
ingnum 31%. Þetta sama ár
eykst samkeppnin á heims-
markaðinum. Mörg ríki sem
voru farin að ná sér á strik
í framleiðslunni eftir stríðið
voru farin að senda mikið
magn af vörum á heimsmark-
aðinn. Sum ríki t.d. í Suður-
Ameríku, sem höfðu verzlað
mikið við Bandaríkin fyrir
strið, framleiddu nú vörur og
fluttu út samskonar vörur og
þau höfðu áður flutt inn frá
Bandaríkjunum. Einnig komu
til sögunnar ríki, sem höfðu
mjög ófullkominn iðnað eða
jafnvel engan iðnað fyrir stríð
og fluttu út „háþróaðar" iðn-
aðarvörur. Þetta jók sam-
keppnina og árið 1948 er
hlutdeild Bandaríkjanna í
heimsútflutningnum komin
niður í 22.8% af þessum völd-
um. Og fyrstu 10 mánuðina
1949 niður í 20.5% miðað við
sama tímabil 1947.
Hér höfum við hvorki meira
né minna en undirrót kalda
stríðsins. Vegna þess að iðn-
aðarkerfi Bandaríkjanna varð
ekki fyrir neinum búsifjum af
völdum striðsins stóðu Banda-
ríkin betur að vigi en t.d.
Vestur-Evrópuþjóðirnar. Þessa
aðstöðu notuðu Bandaríkin.
sér. Þau kúguðu Vestur-Evr-
ópuþjóðirnar til þess að hætta
að verzla við þjóðir A-Evrópu.
Og til þess að breiða yfir hinn
sanna tilgang þessa banns var
kalda stríðið kallað barátta
gegn kommúnisma. Bandaríkin
vildu fá meiri hlutdeild í út-
flutningnum, það var hið
raunverulega markmið. En
Bandaríkin juku ekki inn-
flutning sinn frá þessum sömu
rik jum í staðinn. Þvert á móti.
Og hver varð afleiðingin af
þessu ? Anðvitað úlfaþytiur
milli þessara elskulegu lýð-
Framhald á 10. síðu.
Kópavogshrepp vantar enn
sem komið er flest þau skilyrði,
sem útheimta það, að hér sé
myndað bæjarfélag og engin
aðkallandi mál, sem krefjast
þess.
Öll þau bæjarfélög, sem
mynduð hafa verið hér á landi,
hafa aðra meiri undirstöðu í
þessu tilliti.
Má þar nefna hafnir og skil-
yrði til sjávarútgerðar, verzlun
við stór héruð umhverfis þau,
gistihúsahald og fleira.
Þrátt fyrir þessi atvinnuskil-
yrði, ríkir i flestum þessum
bæjum fjárhagslegt öngþveiti,
fólkið flýr í burtu og verður
að skilja eftir sem vonarpening
þau fasteignaverðmæti, sem það
hefur komizt yfir.
Kópavogshreppur er nýbyggð,
úthverfi frá Reykjavík. Fólkið
hefur flúið hingað af þeirri
einu ástæðu, að hér var reynt
að gefa mönnum þau beztu skil-
yrði, sem völ var á til þess að
þeir gætu komið þaki yfir
höfuð sér.
í þetta hefur orka og fé íbú-
anna farið þessi fáu ár, ásamt
því að koma á nauðsynlegustu
umbótum svo sem skóla, vegum
vatnsveitu og fl. Þetta hefur
kostað miklar fórnir, þar sem
lán eru lítt fáanleg og þess-
vegna hefur ekki nema að litlu
leyti enn verið hægt að snúa
sér að því að mynda hér sjálf-
stætt atvinnulíf.
Ef Kópavogsbúar eiga nú of-
an á þetta að bæta á sig bæjar-
stjóra, lögreglustj., skipulagsstj.,
heilbrigðisfulltrúa, byggja yfir
þetta allt með því starfsliði,
sem því fylgir, þá hyggjum vér
að mörgum Þyki þröngt fyrir
dyrum, hvaða flokki sem þeir
fyigjá.
Hér hafa verið nefndir nokkr-
ir liðir, en auðvitað eru þeir
margir fleiri. Sumt af þessii
greiðir ríkið að sjötta hluta, en
slíkt er hverfandi.
Fríheitin sem koma á mótl
þessu öllu er „bær“ í staðinn
fyrir „hrepp“ Þó eru enn ótalin
alvarlegustu rökin í þessu máli:
Eins og sakir standa, sækja
flestir Kópavogsbúar atvinnu
sína til Reykjavíkur.
Félagssvæði verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík nær nú yfir
þennan hrepp, en yrði hann
gerður að sérstöku bæjarfélagi,
kæmi það af sjálfu sér, að hér
yrðu stofnuð ótal launþegafé-
lög. Með þessu misstum við þá
aðstöðu að fá að vera í laun-
þegafélögunum í Reykjavik og
ættum engan rétt þar til at-
vinnu, nema þar vantaði
vinnukraft.
Á móti þessu verður sjálfsagt
borið, en þá vil ég vísa til
hinna kaupstaðanna í þessu til-
liti svo ekkert fari á milli mála,
Eins og atvinnulífi okkar er nú
komið og því stjórnað, aðeins
í samræmi við vorn blessaðan
her, þarf ekki annað en þessi
„blessun“ breytist, sem alls
ekki er vonlaust. Þá mundi
Kópavogur sem bær eiga lítið
athvarf í Reykjavík.
Spurningin verður því: Hvar
ætlar þetta fólk að fá atvinnu,
meðan ekki er meiri atvinnu-
grundvöllur hér og hann verður
ekki lagður á stundinni, hvort
sem þetta heitir hreppur eða
bær.
Verði þetta gert að bæ og
hann kæmist síðan í fjárhags-
legt þrot, þá byrjar auðvitað
flóttinn héðan, húsin standa eft-
ir, en hverjir vildu þá kaupa.
FramKald á 11. síðu.
___________________________________®
Vlnnan og verkalýðurinn
— tímaiit verklýðsstéttarinnar