Þjóðviljinn - 18.03.1955, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 18.03.1955, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 18. marz 1955 ÞlÓOVIUINN Útgefandl: Samelnlngarflolfkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fróttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. 1 Standa þeir við hótun sína? Um síðustu mánaðamót sendi Landsamband íslenzkra útvegsmanna frá sér yfirlýsingu, þar sem gjaldeyrisbrask- ararnir kváðust mundu hætta útgerð, ef kjör verkafólks væru að nokkru bætt. Lýstu þeir því með mörgum orðum hversu stórlega þeir töpuðu á hverju ári, milljónum og milljónatugum, og ef þetta tap ætti nú enn að aukast gætu þeir ekki borið meir. Virtust mennirnir vera að gefa í skyn að þeir greiddu jafnan hallann úr eigin vasa, og þótt hann væri rúmgóður væru því takmörk sett hversu miklu væri hægt að ausa úr honum. Þessi yfirlýsing vakti almenna kátínu. Fáir ómagar á þjóðarbúinu eru eins hvimleiðir almenningi og einmitt gjaldeyrisbraskararnir við Faxaflóa. Þeir eru algerlega ó- ábyrgir menn í atvinnurekstri sínum; þeir borga aldrei cyri úr sínum vasa þótt skakkaföll verði á útgerðinni, en þeir hirða milljónir á milljónh' ofan hvernig sem gengur, berast mikið á og lifa lúxuslífi. Peningum þeim sem þeir draga út úr útgerðinni koma þeir fyrir í gróöafyi'irtækjum og m.a. hafa þeir hreiðrað mjög um sig í milliliðastétt þeirri sem hefur það að sérgrein að arðræna útgerðina. Þeir veifa reikningum útgerðarinnar framan í almenning, cn fela vandlega ofsagróða þann sem þeir hafa af frysti- húsum, gjaldeyrisbraski, afurðasölu, olíusölu til útgerð- arinnar og öðru slíku. Þetta eru sem sé einhverjar hvim- leiðustu afæturnar í íslenzku þjóð'félagi. Það var þess vegna enginn maður sem leit á yfirlýs- ingu gjaldeyrisbraskaranna sem nokkra hótun, heldur sem ánægjulegt fyrirheit; það væri mikil landhreinsun að losna við þessa ómagastétt. Munu forsprakkar LÍÚ hafa fundið þetta næsta glöggt, því það hefur verið mjög hljótt um yfirlýsingu þeirra síðan í íhaldsblöðunum. Engu að síður hafa braskararnir haldið áfram þeirri iðju sinni að reyna að koma í veg fyrir samninga við verklýðsfélög- in. Þó er það svo aö einmitt útgerðarmennirnir eru sá hóp- ur atvinnurekenda sem kröfur verklýðsfélaganna snerta sízt: almenn verkamannavinna er sáralítill hluti af rekstr- arkostnaði útgerðarinnar. Hins vegar eru braskararnir orðnir vanir því að nota hvert tækifæri sem gefst til þess að góma eitthvað sjálfir, og þeir hafa talið það ágætt tækifæri að beita einskonar fjárkúgun í sambandi við verkföllin, þannig að ekki væri unnt að leysa þau án þess að peningar rynnu einnig í þeiiTa vasa. Afstaða almennings er hins vegar sú að það béri að taka þessa menn á orðinu, negla þá við yfirlýsingu sína frá því í mánaðarbyrjun. Og það sama á raunar við um atvinnu- rekendastéttina alla. Framkoma hennar í samningum þeim sem nú hafa staðið um mánaðarskeið hefur mótazt af fullkomnu ábyrgðarleysi. Atvinnurekendur hafa ekkert gert — nákvæmlega ekki neitt — til þess að koma til móts .við réttlætiskröfur verklýðssamtakanna. Það eru þeir og þeir einir sem nú bera óskipta ábyrgð á því að til stöðv- unar er komið. Með því hafa þeir sannað á ótvíræ'ðasta hátt að þeir eru gersamlega ófærir um að hafa með liöndum atvinnutæki þjóðarinnar og framleiðslukerfi. Hin neikvæða afstaða þeirra er jafnframt yfirlýsing og játn- ing um það þeir ráði ekki við það hlutverk sem þeir hafa tekið sér, og eigi að festa nokkum trúnað á barlóm þeirra mætti ætla að þeir yrðu manna fegnastir að losna við á- hyrgð sína. Þeir ættu þá einnig að taka því með gleði að lifa framvegis á kaupi Dagsbrúnarverkamanns eins og það er nú; og ekki myndi standa á almenningi að greiða þeim kaupið — jafnvel þótt þeir gerðu ekki handarvik — aðeins ef þeir vildu hætta að skipta sér af atvinnumálum þjóöarinnar. Atvinnurekendur hafa nú áunnið sér fordæmingu og xeiði allrar þjóðarinnar. Kemur það víða fram; m.a. hefur stjórnarblaðiö Tíminn lýst yfir eindreginni andstöðu við framferði þeirra, og það er langt síðan að sá tónn hefur sézt í því blaði. Það mun því ráð fyrir atvinnurekendur að gá að hag sínum; annars kann svo að fara að hugleiö- ingamar um að losna við afskipti þeirra af atvinnutækj- nnum breytist úr spotti í raunhæft viðfangsefni fyrr en yarir. " * Breytingar á lögum um lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, bamakennara og hjúkrunarkv. Stjórnarliðið hindrar nauðsynlegar breytingar Alþingi hefur nú til meðferð- ar þrjú lagafrumvörp, sem gera ráð fyrir nokkrum breytingum á lögum eftirtalinna lifeyris- sjóða: Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, Lífeyrissjóðs barnakennara og Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna. Öðrum þræði miða lagabreyt- ingar þessar að því að fella lögin um hvern þessara sjóða í eitt, en ýmsar breytingar hafa verið gerðar á þeim á undan- förnum árum, þannig að nú er lög þeirra hvergi á einum stað að finna, heldur í stjórn- artíðindum ýmissa ára, auk lagasafns. En nú er svo til ætl- azt að lögin um sjóðina verði gefin út að nýju og í heild. En frumvörpin fela líka í sér ýmsar breytingar frá gildandi ákvæðum. Miða þau flest til bóta og auðvelda framkvæmd þeirrar starfsemi, sem sjóðun- um er ætluð. Öðru máli gegnir þó um fá- ein atriði, og er þeirra mikil- vægast niðurfelling þess ákvæð- is, að samanlagður aldur og þjónustutími, sem nær 95 ár- um, gefi fullan lifeyrisrétt. Þessi breyting tekur til lífeyris- þega í sjóði ríkisstarfsmanna og kennara. í greinargerð frumvarpanna eru sömu rökin færð fyrir breytingu þessari í báðum til- fellum, sem sé þau, að nú ger- ist menn sjóðfélagar yngri en áður tíðkaðist. Að því er tekur til Lífeyris- sjóðs ríkisstarfsmanna mun nokkuð til í þessum röksemd- um, enda ná lög sjóðsins allt niður til fólks, sem er 18 ára. En allt öðru máli gegnir um bamakennara. Þeir hafa ekki rétt til að hefja starf sem slík- ir undir 21 árs aldri og er það með öllu óbreytt frá því, sem jafnan hefur tíðkast. Það er því algerlega á rangri forsendu, sem þessu ákvæði á nú að breyta að því er kennarana varðar, enda í fullkominni ó- þökk kennarasamtakanna gert. Rétt er það að vísu að sá möguleiki er til að barnakenn- arar öðlist lífeyrisrétt eftir 37 ára þjónustu 58 ára gamlir, en það er alkunna að kennarar slitna fyrr en flestir menn aðr- ir og svo sem störfum þeirra er háttað verður það að teljast mjög vafasamur hagur fyrir þjóðfélagið að sporna gegn því, að kennarar eigi þess kost að láta af störfum eftir svo langa þjónustu. Við afgreiðslu neðri deildar Alþingis á málinu lögðu þeir Karl Guðjónsson og Gylfi Þ. Gíslason fram nokkrar breyt- ingartillögur við frumvörpin um Lífeyrissjóð ríkisstarfs manna og Lífeyrissjóð barna- kennara. Auk þeirra, sem í frumvarpi er gert ráð fyrir að geti gerzt sjóðfélagar í sjóði ríkisstarfs manna ( en það eru starfs- menn ríkis og bæja) lögðu þeir Karl og Gylfi til að starfsmenn sjálfeignastofnana þeirra, sem lúta stjórn sem skipuð er ein- göngu af sveitarstjómum, rík isstjóm eða Alþingi eigi rétt til að gerast sjóðfélagar. Mið- ar þetta einkum að því að tryggja starfsmönnum sjúkra- samlaganna úti um land sama rétt og starfsmenn Sjúkrasam- lags Reykjavíkur þegar hafa. Sá heilbrigðiseftirlitið aldrei haugana f rá því í f yrrasumar og þar til 1. marz? Mig langar til að gera smá- athugasemd við grein borgar- læknis sem birtist í Þjóðvilj- anum 6. þ. m., þar sem hann segir: „Jafnskjótt og heilbrigðiseftir- litinu varð kunnugt um hauga þá er mokað hafði verið út úr hænsnahúsinu, að sögn daginn áður . . .“ Það var hringt til borgarlæknis og kvartað yfir umræddum haugum, en það er hvorki í fyrsta skipti sem hefur verið kvartað né heldur geri ég ráð fyrir að nokkur af þeim sem hringdu hafi sagt að haugun- um hafi verið mokað út þriðju- daginn 1. marz s. 1. Hitt var rétt að þann dag gat fólkið varla komizt þarna framhjá, því svo skarpt var ausið út um dyr og glugga hænsnahússins, því hænsriin hafa sennilega verið að drukkna í vatni og skít, þar sem farið var að rigna, og sást stafli af dauðum hænsnum inn- an við dyrnar. En svo ég víki aítur að haugunum þá hafa þeir staðið þama síðan í ágúst á s. 1. sumri en auðvitað alltaf bætzt við þá, og er ótrúlegt að menn frá heilbrigðiseftirlitinu skuli aldrei hafa rekið augun í þá, þar sem borgarlæknir seg- ir að þeir hafi stöðugt eftirlit með mjólkurbúðum og fiskbúð- um. En það má kannske ekk- ert gera nema fólk kæri. Það liggur við að maður trénist upp á að vera alltaf að kæra, og fari að langa til að taka til sinna ráða. í smáþorpum úti á landi má ekki hafa hauga. Þar verð- ur að steypa loftþétt haughús, en hér í bæ, þar sem menning- in er sennilega meiri, má geyma hrossaskít í trékössum, en auð- vitað með loki yfir af því að kassinn stendur rétt hjá mjólk- urbúð og fiskbúð. — Og enn um haugana. Þeir voru farnir að renna út um allt og getur maður því ímyndað sér hvern- ig lyktin verður þegar fer að hlýna. Það verður því að bera ofan í svæðið kringum hænsna- húsið og mjólkurbúðina, — og burt með hænsnaskúrinn og all- an óþrifnaðinn honum meðfylgj- andi. Eg geri ráð fyrir að við reyn- um öll að lagfæra eitthvað í kringum okkur í vor eftir efn- um og ástæðum. — En vill nú ekki borgarlæknir gefa okkur hugmynd að fyrirmyndarhverfi? Á. H. Þá lögðu þeir Karl og Gylfi til að engar breytingar yrðu gerðar á 95 ára ákvæðinu í lög- um um lífeyrissjóð kennaranna. En ríkisstjórnarliðið felldi all- ar breytingatillögur þeirra enda virðist stjórnarsamvinnan nú. orðið vart hanga saman á öðru en sameiginlegum fjandskap I- haldsins og Framsóknar við al- menn réttindamál fólksins í landinu. Vert er að geta þess, að með niðurfellingu 95 ára ákvæðisins verður enginn réttur tekinn af þeim sem þegar eru orðnir sjóð- félagar í þessum sjóðum. Þetta er viðurkennt í greinargerðum frumvarpanna. En stjórnarliðið felldi einnig þá tillögu Karls og Gylfa að flytja þetta greinar- gerðarákvæði inn í lögin sjálf, og getur sá verknaður vart ver- ið framkvæmdur í annarri vou en þeirri að freista þess að ein- hverjum sjáist yfir það er fram líða stundir, hver réttur hans er, því lögin geymast 1 laga- söfnum, sem víða eru handbær, en greinargerðir gista fremur kistubotna. Vinnuveitenda- sambandið segir ésatt Þjóðviljanum hefur borizt yf- irlýsing frá Vinnuveitendasam- bandi Islands þar sem því er haldið fram að sambandið hafi aldrei fengið neinar greiðslur frá bandaríska hernámsliðinu og Hamiltonfélaginu. Þjóðvilj- anum er fullkunnugt um að þessi yfirlýsing Vinnuveitenda- sambandsins er ósönn, enda hefur sambandið gegnt þjón- ustustörfum fyrir hernámsliði.ð um langt skeið í viðskiptum við verkalýðssamtökin. Tilgang- urinn með því að taka Hamil- ton-félagið inn í Vinnuveitenda- sambandið átti eirinig að vera m. a. sá að koma þessum greiðslum á fastan grundvöll. Það ber hins vegar vott um snefil af samvizku hjá atvinnu- rekendum að þeir reyna nú að sverja af sér að hafa þegið stórfelld fjárframlög — þótt það sé á engan hátt stórmann- legra að gegna þjónustustörf- unum ókeypis. Bretar þakka ís- lendingum björg- un sjómanna Framkvæmdastjóri Samtrygg- ingar brezkra togaraeigenda í Grimsby, The Grimsby Steam Fishing Vessels Mutual Insur- ance and Protecting Co. Ltd. Mr. J. V. Chatbrun, hefur sent Slysa- varnafélagi fslands þakkarbréf fyrir björgun áhafnarinnar af Grimsby togaranum King Sol og biður félagið að koma þakk- læti sinu á framfæri vð alla við- komandi aðila.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.