Þjóðviljinn - 18.03.1955, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 18. marz 1955
Björn Jónsson:
<>>-----------------------------f
VerkakvennafélagiS
EININC
40 Ára
Nokkrir bættir úr sögu félagsins
4-------------1--------------—---®
Niðurlag.
Ekki slegið
slöku við
Frá því er klofningstímabil-
inu lýkur, hefur Eining ekki
legið á liði sínu til þess að
bæta hag verkakvenna. Árið
1942 náði félagið fram kröfu
sinni um mánaðarlegar dýrtíð-
arbætur samkvæmt vísitölu,
en verkamenn urðu það ár
að sitja uppi með samning
Verkalýðsfélags Akureyrar
um bætur á 3ja mánaða fresti.
I ágústmánuði 1947 náði
félagið fram hagstæðum
samningum við vinnuveitend-
ur. Hækkaði kaup þá í kr.
1.90 og 2.07 í grunn og kon-
ur fengu viðurkennt karl-
mannskaup við sömu vinnu.
Enn gerði félagið samninga í
september 1949 og hækkaði
kaupið þá í kr. 2.30 og var
það þá hæsta kaup sem greitt
var á landinu.
I desemberverkfallinu mikla
1952 var Eining þátttakandi
og hlaut sameiginlegan ávinn-
ing með öðrum félögum.
} t fremstu röð
í þessum lauslegu þáttum
hefur einkum verið dvalið við
kaupgjaldsmálin og barátt-
una fyrir þeim. Þetta hefur
þó engan veginn verið eina
starfsemi félagsins. Það hefur
frá fyrstu tíð látið sig miklu
. varða fjölda annarra félags-
og menningarmála. Það hefur
staðið í fremstu röð ísienzkra
' kvenfélaga í baráttu þeirra
fyrir almennum réttindum
kvenna og verið þátttakandi
í Kvenfélagasambandi Islands.
.— Sérstök kvenréttindanefnd
hefur jafnan starfað í félag-
inu. Félagið hefur einnig ver-
ið aðili að Bandalagi kvenfé-
laga á Akureyri og að Sam-
. bandi norðlenzkra kvenna,
átt aðild að Mæðrastyrksnefnd
Akureyrar og flestum öðrum
kvennasamtökum til fram-
gangs þörfum sérmálum kven-
- þjóðarinnar. Hafa Einingar-
konur alla tíð sett mjög svip
. á þau samtök, er þær hafa léð
fylgi sökum dugnaðar, áhuga
og forustuhæfileika.
1 Ýms mannúðarmál hafa
hiotið styrk frá félaginu.
Sjúkrasjóður til styrktar fé-
lagskonum í veikindum var
. lengi starfandi innan félags-
ins. Síðar var þessum sjóði
breytt í Barnaheimilissjóð og
stóð hann undir fjárhagsleg-
um útgjöldum við að koma
fátækum, veikluðum börnum
til sumardvalar í sveit að
! sumrinu. Skiptu þau böm.
‘ tugum, sum sumur, er félagið
kostaði til sumardvalar. Þeg-
| ar bamaheimilið Pálmliolt var
stofnað gaf Eining barnaheim-
ilissjóð sinn allan til heimilis-
ins.
Árið 1943 byggði félagið
myndarlegan sumarbústað í
nágrenni Vaglaskógar. Geta
félagskonur dvalið þar við á-
gætan aðbúnað í sumarleyf-
um sínum.
Áður er getið kvennakórs
Elísabet Elríksdóttir
er félagið stofnaði. Ýms nám-
skeið hefur félagið haldið því
nær árlega og með því leitast
við að veita félögum sínum
fræðslu í ýmsum hagnýtum
greinum.
Formenn Einingar
Þessar konur hafa gegnt
formennsku í félaginu: Guð-
laug Benjamínsdóttir 1915 og
1922-1923, Bergljót Sigurðar-
dóttir 1917, Guðný Björns-
dóttir 1918-1920, Brynhildur
Ingvarsdóttir 1921, Kristjana
Hallgrímsdóttir 1924-1925,
Elísabet Eiríksdóttir 1926-1935
og 1937 og síðan.
Árið 1936 var formaður Ás-
laug Guðmundsdóttir.
Núverandi stjórn félagsins
skipa auk Elísabetar, Margrét
Magnúsd. varaform. (frá 1947
og síðan); Guðrún Guðvarð-
ardóttir, ritari (frá 1946 og
síðan); Vilborg Guðjónsdótt-
ir, gjaldkeri (frá 1935 og síð-
an), og Lísbet Tryggvadóttir,
meðstjórnandi (frá 1937 og
síðan).
Ekki verður svo getið for-
ustukvenna Einingar að Elísa-
betar Eiríksdóttur, núverandi
formanns félagsins, sé ekki
sérstaklega getið. Þrjátíu ár
eru nú senn liðin síðan hún
var fyrst kjörin varaformað-
ur og 29 ár síðan hún var
fyrst kjörin formaður þess.
Og enn er það áreiðanlega
heit ósk allra verkakvenna á
Akureyri að mega njóta holl-
ráða hennar og leiðsagnar um
langan aldur. Starf Elísabet-
ar verður ekki metið í fáum
orðum, en sú verkakona mun
vandfundin á Akureyri, sem
ekki man það í þakklátum
huga. En Elísabet hefur ekki
aðeins verið hinn sjálfkjörni
foringi akureyrskra verka-
kvenna. Hún hefur einnig ver-
ið einn fremsti foringi allr-
ar verkalýðshreyfingarinnar
frá því að hún fyrst tók við
formennsku Einingar.
Horft til baka
og fram á leið
Þegar við kynnum okkur
þau kjör, sem verkamenn og
verkakonur áttu við að búa
um síðustu aldamót og þar á
eftir, dylst engum hver reg-
inmunur hefur á orðið og
hve stórfelldir þeir sigrar eru
sem unnizt hafa. En þeir
hafa ekki verið auðunnir.
Allir hafa þeir kostað óhemju
starf, þrautseigju og fórn-
fýsi. I þeim átökum hafa
samtökin stælzt og harðnað
og komið sterkari og heil-
steyptari úr hverri raun. —
Þetta á ekki síður við Ein-
ingu en önnur samtök al-
þýðunnar. Nú, 40 árum eftir
að verkakonur á Akureyri
stigu sín fyrstu hikandi spor
á braut stéttabaráttunnar, er
félag þeirra að undirbúa loka-
sóknina að því marki sem
vart var eygjanlegt þá: að
koma á algjöru launajafnrétti
karla og kvenna. Og enn er
stefnt til hærri miða en áð-
ur. Fyrir fjörutíu árum settu
verkakonur á Akureyri sér
það mark að létta af ,,því
þrældómsoki, sem kaupmenn
og vinnuveitendur“ höfðu á
þær lagt. I dag er verkefnið
að létta af allri verkalýðs-
stéttinni því þrældómsoki, sem
innlent og erlent auðvald hef-
ur á hana lagt. Það takmark
er nú nærri vegna þess að
brautin hefur verið rudd með
áratuga þrotlausri baráttu
verkalýðshreyfingarinnar.
..ósUiplnn
Hagíræði lærðu mannanna — Einíöld heimilishag-
fræði — Samanburðarsýning á lífskjörum
EINMÁNUÐUR skrifar:
„Margt og mikið hefur verið
ritað og rætt um væntanlegt
verkfall og yfirstandandi
vinnudeilu og æði undarlega
sundurleitar og jafnvel glæp-
samlega ósamhljóða niður-
stöður hafa fengizt af öllum
þeim tölum sem birtar hafa
verið. Hagfræðingaálit ekki
færri en tvö eru þegar fyrir
hendi og gegnir furðu hversu
mjög þar ber á milli. Mín per-
sónulega skoðun er að vísu
sú að vísindagrein sú er nefn-
ist hagfræði hafi mjög mis-
jafnlega gengið í þær persónur
íslenzkar sem titla sig með
henni bæði í tíma og ótíma.
En hér er mín heimilishag-
fræði: Kaupið er nær 3600
krónur á mánuði með orlofi
og öllu, húsaleiga kr. 1000,
rafmagn og hiti kr. 350.00,
skattur, ríki og bær kr. 500.00,
sjúkrasamlag kr. 60.00, stræt-
isvagnar kr. 180.00 á mánuði.
Hvað er þá eftir, já hvað
skyldi vera eftir. Það eru víst
eftir rúmar fimmtán hundruð
krónur og af því skal fæða og
klæða fjölskylduna og það
mættu þeir reyna sem telja
laun okkar vinandi manna of
há að lifa við þennan kost, og
skal ég fúslega skipta.
Sönnum samtakamáttinn, góð-
ir félagar. — Einmánuður“.
JÁ, ÞEIR ættu að reyna að
komast af á viðlíka launum,
þeir sem mest bölsótast yfir
verkföllum og réttlætiskröfum
verkalýðsins. Og það furðu-
lega er að ýmsir sem sjálfir
eiga allt undir kaupgetu og
sæmilegri afkomu almennings
tala hátt og digurbarkalega
um að þjóðarbúið beri ekki
þessar kröfur. Fyrir nokkrum
dögum heyrði ég kaúpmann
halda þessu fram, og hverj-
um er það meira í hag en
kaupmönnum að almenningur
búi við mannsæmandi kjör og
geti keypt eitthvað af þeim
vörum sem þeir lifa á að selja.
Hún er vissulega ekki svo frá-
leit hugmyndin sem ég lieyrði
minnzt á í gær, að komið verði
upp samanburðarsýningu á
kjörum verkamanns annars
vegar og hins vegar á kjör-
um þeirra sem fjandskapast
mest út í kröfur verkalýðsins.
Þar mætti sýna lúxusvillurn-
ar, hundruðþúsundakrónubíl-
ana og pelsana annars vegar,
hins vegar braggana, kjallara-
íbúðina eða þau húsakynni
sem verkafólki er viðráðanlegt
að búa í ef kaupið á að
hrökkva fyrir nauðsynjum.
Nákvæm og ýtarleg saman-
burðarsýning af þessu tagi
gæti orðið áhrifameiri en
margar blaðagreinar.
■
:
■
■
■
:
■
■
hvitt heklugarn no. 20,30,40, 50,60,70
Iír. Þorvaldsson & Co.
| Heildverzlun — Þingholtsstrœti 11 — Sími 81400
■
Oryggisnœlur og
svortar smellur
■
m
■
fyrirliggjandi
■
■
■
Iír. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Þingholtsstrœti 11 — Sími 81400
Ullcrr sportsokkar
fyrirliggjandi
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Þingholtsstrœti 11 — Sími 81400
■
:
m
f
m
•
m
m
|
*
Konan mín,
Kristjana Benediktsdóttir Blöndal,
andaðist í gær, miðvikudaginn 17. marz.
Lárus H. Blöndal