Þjóðviljinn - 18.03.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.03.1955, Blaðsíða 10
^o) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 18. marz 1955 Benjcimín og gengislækkunin Framhald af 7. síðu. ræðisríkja. Árið 1949 lýstu Kanadamenn yfir því mjög hátíðlega, að ef til styrjaldar drægi milli Breta og Banda- ríkjamanna þá myndu Kan- adamenn fylgja Bretum að máli og berjast við hlið þeirra þar til yfir lyki. Hvílíkir bræður. Og allt út af verzl- kennt um úlfaþytinn milli hinna heitt elskuðu lýðræðis- þjóða? Auðvitað Rússum, einkum Stalín. Vissulega var reynt að stefna að styrjöld við Rússa vegna þeirrar þró- unar sem þar átti sér stað. Við skulum líta á vísitölu iðnaðarframleiðslunnar eins og hún var þá í Sovétríkjun- um og Bandaríkjunum. Vísi- talan er 100 árið 1929. 1929 1939 1946 1949 . 100 99 155 160 100 552 466 670 Verzlunarfyrirkomulagið er eitt af því sem veldur ill- deilum þjóða í milli. Það sjá- um við á þessu. En það er ekki nýtt. Fyrsti maðurinn, sem skrifaði vísindarit um stjórnmál, Platon hinn gríski (429-348 f. Kr.) vildi ekki að þjóð sín ræki verzlun. Hann vildi láta öðrum þjóðum eftir alla verzlun vegna þess, að hann áleit að af verzluninni stafaði svo mikil siðspilling. Síðan hafa runnið mörg vötn til sjávar. En hefur verzlunin breytzt til batnaðar síðan á dögum Platons ? Hefur verzl- unin ekki ennþá siðspillandi áhrif í heiminum? Við skulum athuga vel verzlunaraðferðir Bandaríkjanna. Bandarísk verzlunar- aðferð. Bandaríkin hafa ekki verzl- að við aðrar þjóðir á jafn- réttisgrundvelli. Bandaríkin hafa ekki flutt inn jafnvirði þess, sem þau flytja út. Þau flytja meira út en inji. Þetta hefur verið regla. Við þetta skapast mótvirðislaus útflutn- ingur, og reyna Bandaríkin að jafna hallann með því að draga til sín gullforða þeirra landa, sem flytja inn banda- rískar vörur. Þannig hafa Bandaríkin dregið til sín stóran hluta af gullforða Eng- lands og Frakklands og ann- arra Vestur-Evrópuþjóða. — Ýmsum brögðum beita Banda- ríkin til þess að draga til sín' sem mest af gullforða við- skiptavina sinna. ' Ffæg eru átökin milli Breta óg Bándaríkjanna um olíu- markaðina, baráttan um markaðina er ein hlið á þessu máli. En fyrir þessa verzlun- araðferð hefur gullforði Bandarikjanna vaxið úr 14,5 milljörðum dollara 1938 upp í 24,6 milljarða í árslok 1949. Hins vegar hefur gullforði Frakklands lækkað úr 2,760 milljónum dollara 1938 niður í 523 milljónir dollara, Bret- lands úr 3,450 milljón dollara niður í 1,590, Svíþjóð úr 321 milljónum dollara niður í 70 milljónir dollara og Hollands úr 998 milljónum dollara nið- ur í 195 milljónir dollara. Dregur að gengislækkun. Miðað við vöruframleiðsl- una, sem er raunverulegasti grundvöllurinn undir gengi peninganna, hefur gengi doll- arans lækkað, en þar sem Bandaríkin koma fram sem gullkaupandi í þeim löndum sem vantar dollara til að greiða með innflutning sinn, geta Bandaríkin hækkað doll- arann miðað við gull, þó Kuup - Sala Mun’ð kalda borðið að Röðli. — RöðulL Nýbakaðar kökur með nýlöguðu kaffi. — Röðulsbar. Fyrst til okkar Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1 Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16. Myndir og málverk sem legið hafa 6 mánuði eða lengur, verða seldar næstu daga, ódýrt. Rammagerðin, Hafnarstræti 17 Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala, Vonarstræti 12, sími 5999 og 80065. 0 tvarpsviðgerðir Radíó, Veltusundi 1. Sími 80300. Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. — Sími 5113. Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi- daga frá kl. 9.00-20.00. Saumavélaviðgerðir Skrifstoíuvélaviðgerðir S y 1 g j a. Laufásveg 19, sími 2658. Heimasími: 82035. 1395 Nýja sendibílastöðin Sími 1395 Lj ósmyndastof a jfZSS* Laugaveg 12. Viðgerðir á rafmagnsmótorum og heimilistækjum. Raftækjavinnustofan Skinfaxi Klapparstíg 30. — Sími 6484. Sendibílastöðin Þröstur h.f. Sími 81148 dollarinn ætti að lækka miðað við vöruframleiðsluna. Gengi dollarans er því falskt. Og hvað gerði stjóm Bandaríkj- anna þegar málum var þannig komið? Hún krafðist þess að Væstur-Evrópuþjóðirnar lækk- uðu gengi sitt miðað við doll- ara. Þannig átti að hækka gengi dollarans. Snemma í júlí 1949 ræða heimsfréttirnar, með Times í broddi fylkingar, að stjóm Bandaríkjanna heimti gengislækkun punds gagnvart dollara. I sama mánuði er gerð fyrirspurn um þetta í brezka þinginu. Sir Stafford Cripps þáverandí fjármálaráðherra lýsti yfir því í neðri málstofu brezka þingsins, að ekki kæmi til greina að lækka gengi punds- ins. Cripps reyndi að spyma við fæti. En auðhringar Bandaríkjanna heimtuðu gengislækkun í Vestur-Evr- ópu. Fyrir þá peninga, sem taka átti af íbúum V.-Evrópu af völdum gengislækkunarinn- ar átti að kaupa vopn. Hvað- an? Frá Bandaríkjunum. Til hvers? Til þess að berjast á móti kommúnistum ? Hvers vegna? Vegna þess að komm- únistar spilltu sambúð lýð- ræðisríkjanna og vildu ein- ræði. Hverskonar einræði ? Verzlun á jafnréttisgrundvelli. Loks skipuleggur stjóm Bandaríkjanna málið í gegn- um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Einn af starfsmönnum hans, dr. Benjamín Eiríksson, var þá að undirbúa gengislækkun fyrir ísland, sem átti að koma til framkvæmda 1950 vegna framkvæmda, sem verið var að undirbúa á Keflavíkur- flugvelli. En fyrst átti að beygja veldi Breta. Og allur heimurinn fylgdist með Sir Stafford Cripps þegar hann fór vestur um haf, ákveðinn í því að beygja sig ekki fyrir Bandaríkjunum. 18. sept. 1949 tilkynnti Sir Stafford Cripps i útvarps- ræðu frá brezka forsætisráð- herrabústaðnum Downing Street 10, að ríkisstjórn Breta hefði ákveðið að lækka gengi sterlingspunds gagnvart dollar um 30,5%. Og þar sem Bretar eru höfuð Vestur- Bvrópu og með stærstan gull- forða bakvið gengi sitt, lækk- uðu Vestur-Evrópuþjóðimar sitt gengi einnig gagnvart dollar. Islenzka ríkisstjómin lýsti því strax yfir að krónan skyldi fylgja pundinu og lækka um 30,5%. 1949 vörðu Danir einni milljón d. kr. dag hvern í her sinn. Nú kostar hervæðingin þá rúmar þrjár milljónir á dag. Fyrstu peningarnir til hervæðingar Atlantshafs- bandalagsríkjanna voru mikið til teknir með gengislækkun- inni. Útgjöldin 1949-’50 vom 19,3 milljónir dollarar. Síðan voru lagðir nýir skattar á al- menning og vörur hækkaðar til þess að auka hervæðing- una. Og 1952 til 1953 em hemaðarútgjöldin til Atlants- hafsbandalagsins komin upp í 74,8 milljónir dollara. Ástandið í efnahagsmálum íslendinga 1949 var ekki glæsilegt. Islendingum var bannað að verzla við Sovét- ríkin. (Bjarni Benediktsson lýsir því yfir, að Sovétríkin hefðu neitað að verzla við Is- land). Bandaríkin verzluðu ekki við ísland svo að neinu nam. En svo þegar Vestur- Evrópuþjóðirnar fóm að sjá í gegnum blekkingavef Banda- ríkjanna og marshallhjálpin farin út um þúfur, fóm að renna tvær grímur á Trúman forseta. Og í útvarpsræðu sem hann hélt um þetta leyti vitn- aði hann gegn Bjarna Bene- diktssyni og sagði m. a. að það væri ekki nóg fyrir stjórn Bandaríkjanna að banna Vestur-Evrópuþjóðunum og öðmm „lýðræðisþjóðum" að verzla við Rússa. Bandaríkin yrðu að verzla við þessar sömu þjóðir í staðinn. Hvað íslendinga snertir var þetta framkvæmt að nokkm leyti, en þó ótryggt. I árbók Lands- banka íslands 1951, blaðsíðu 2 standa þessi orð: „Það er athyglisvert, að á árinu 1951 tókst að ná hagstæðum vöm- skiptajöfnuði við Bandaríkin í fyrsta sinn“. Tafla sú, sem dr. Benjamín Eiríksson birti í grein sinni um gengislækkun og verð- hækkun, er ágæt sönnun fyrir því, sem hér hefur verið sagt. Og mér finnst rétt að Þjóð- viljinn birti þessa töflu. ' Verðvísitölur inn- og útflutnings 1946—1953, og viðskiptakjör miðað við óbreytt gengi. 1946=100. Verðvísitölur Ár Innflutnings Útflutnings Viðskiptakjör 1946 100 100 100 1947 113 109 96 1948 127 111 87 1949 126 104 83 1950 128 95 74 1951 165 117 70 1952 168 120 71 1953 155 118 76 Eins og sjá má á þessari töflu bötnuðu viðskiptakjör fíflin, sem hafa verið að íslendinga að mun 1953, en flokka menn í lýðræðissinna seint á því ári hófust á ný og ekki lýðræðissinna standa viðskipti við Sovétríkin. Það uppi rökþrota. Augu almenn- sem dr. Benjamín sagði um ings í Vestur-Evrópu eru að þessa "hækkun úr 71 upp í 76 opnast. Menn sjá, að stjóm er tóm endaleysa. Marshallstefna Bandaríkj- anna hefur beðið algert skip- brot. Og ef við reynum að skyggnast undir yfirborð heimsverzlunarinnar, undirrót kalda stríðsins, þá er kalda stríðið komið á undanhald. Og Bandaríkjanna með mr. Dull- es í fylkingarbrjósti er að reyna að bjarga hinum rang- látu verzlunaraðferðum sínum með kjamorkustyrjöld við Kína. Margar vopnaverksmiðj- ur í Bandaríkjunum hafa bók- staflega lifað á styrjöldum í Asiu síðan um aldamótin. Eix sigur* kommúnistanna í Kína er að tryggja allsherjar frið í Asiu. Og vopnaverksmiðjur geta ekki lifað á friði. Hagsmunir íslendinga byggjast fyrst og fremst á friði. En á friðartímum vant- an alltaf f járfestingu til frið- samlegra framkvæmda, þó ekki vanti fjárfestingu til her- virkja. I núverandi kaupdeilu má búast við því, að verka- menn knýi fram góða samn- inga. Slíkt myndi vissulega stríða á móti hagsmunum Bandaríkjanna, sem eru með fjárfestingu til hervirkja hér á landi. Og þar sem núverandi ríkisstjórn Islands hugsar meira um hagsmuni Banda- ríkjanna en íslenzku þjóðar- innar, mun íslenzka ríkis- stjórnin vissulega kref jast gengislækkunar eða minnk- andi fjárfestingar í þágu ís- lendinga. T\eir heimsmarkaðir Bandaríkin verzla yfirleitt ekki á jafnréttisgrundvelli. Auk þess er verzlun við Bandaríkin mjög ótrygg. T.d. eru blöð í ýmsum fiskiðnaðar- borgum Bandaríkjanna, þar á meðal í Boston, farin að krefjast þess, að innflutning- ur á fiskafurðum verði bann- aður. En við skulum þó vona að viðskipti okkar við Banda- ríkin haldist sem lengst. Austur-Evrópu þjóðimar verzla á jafnréttisgrundvelli. Og við Islendingar höfum mjög góða reynslu af við- skiptum við þær þjóðir. Auk þess eru markaðir þar mjög tryggir. Þyngdarlögmálið og Morgunblaðið. Eg sé það á skrifum Morg- unblaðsins, að dr. Benjamín er orðinn aðalkennari Sjálf- stæðisflokksins í hagfræði. Hugtakið ,,lögmál“ er notað á svo bráðskemmtilegan hátt. I leiðara blaðsins ekki alls fyrir löngu, var gengislækkun lýst sem einskonar þyngdar- lögmáli. Nú var það í raun og veru Galileí, sem uppgötvaði þjugd- arlögmálið, en Isak Newton yfirfærði það á himintunglin. En svo kemur Morgunblaðið og færir þyngdarlögmálið yfir á íslenzkan gjaldmiðil, og á þann hátt, að krónan sé svo eðlisþung, að hún hljóti að halda áfram að falla og falla. Eg dáist að skrifum dr. Benjamíns og nemenda hans, og ég vona að hann og nem- endur hans haldi áfram að skrifa í Morgunblaðið um hin nýju lögmál hagfræðinnar. Þrír játa Framhald af bls. 5. hersins játar hernaðarnjósnir, rúmenskur maður í Stokkhólmi játar að hafa safnað upplýsing- um um landa sína í Svíþjóð og maður í Gautaborg játar að hafa stundað viðskiptanjósnir. Hinir átta neita öllum sakar- giftum. NIÐURSUÐU VÖRUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.