Þjóðviljinn - 18.03.1955, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 18.03.1955, Qupperneq 11
Föstudagur 18. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: /-------------------------->> Að elsha... ...oif defgja 82. dagur „Einmitt það? Og með hverju? Með þessari ögn sem fæst út á skömmtunarseöla?“ „Reyndu að fá það sem þú getur á svörtum“. „Þú getur trútt um talað! Þú getur verið óspar á heil- ræðin“, sagði Böttcher beizkur í bragði. „Ég á ekki nema þrjá daga eftir af leyfinu. Hvernig á ég að fita konuna mína á þrem dögum? Jafnvel þótt hún baði sig upp úr þorskalýsi og éti sjö máltíðir á dag getur hún ekki bætt við sig meiru en nokkrum pundum, og hvað munar um það? Félagar, ég er í hreinustu vandræðum!“ ,,Hvers vegna? Þú hefur þó enn bústnu veitingakon- una ef fi'tan skiptir svona miklu máli“. „Það er nú lóðið. Ég hélt að ef konan mín ka?mi aftur, vildi ég ekki framar líta við veitingakonunni. Ég er fjölskyldumaöur en enginn kvennaveiðari. Og nú er veitingakonan fremur mér að skapi“. „Þú ert bannsettur yfirborösmaður“, sagði.Reuter. „Ég er enginn yfirborðsmaður! Ég tek nefnilega alla hluti of nærri mér, það eru vandræðin. Annars væri ég hæstánægður. En þetta skiljiö þiö ekki, fíflin ykkar“. Böttcher gekk að skáp sínum og fleygði því sem eftir var af eigum sínum niður í bakpokann. „Veiztu hvar þið hjónin setjist að?“ spurði Gráber. „Eða stendur gamla íbúðin ykkar enn?“ " „Auðvitað ekki. Ein rústahrúga! En heldur vildi ég búa í rústakjallara en vera hér einn dag í viðbót. Vand- ræðin eru einfaldlega þau, að konan mín er ekki lengur mér að skapi. Auðvitað elska ég hana enn, þess vegna kvæntist ég henni, en mér geðjast ekki að henni eins og hún er. Og það er hreint ekkert viö því að gera? Hvað get ég tekiö til bragös? Hún finnur þetta auðvitaö líka“. t „Hvaö áttu marga daga eftir af leyfinu?“ „Þrjá daga“. Gætirðu ekki gert þér upp ánægju þennan stutta tíma?“ „Félagi“, sagði Böttcher rólegri röddu. „Það má vera að kvenmaður geti gert sér upp ánægju í rúminu. Ekki karlmaður. Trúið mér, þaö heföi verið betra ef ég heföi farið til baka án þess aö finna hana. Nú kveljum viö aðeins hvort annaö“. Hann tók upp pjönkur sínar og fór. Reuter horfði á eftir honum. Svo sneri hann sér að Graber. „Og þú? Hvað hefur þú í hyggju?“ „Ég ætla á hermálaskrifstofuna. Til vonar og vara ætla ég að spyrja aýtur hvort ég þurfti fleiri skjöl“. Reuter brosti. „Óheppni Böttchers vinar okkar hefur ekki skotið þér skelk í bringu?“ „Nei. Það er allt annað sem mér stendur ótti af“. „Óveður í lofti“, sagði skrifstofumaðurinn á hermála- skrifstofunni. „Það er óveður á vígstöövunum. Veiztu hvað þér ber aö gera í óveöri?“ „Leita hælis“, svaraöi Gráber. „Það veit hver krakki. I En hvað kemur það mér viö? Ég er í leyfi“. „Þú heldur að þú sért enn í leyfi“, leiðrétti skrifstofu- maðurinn. „Hvað viltu til vinna að ég sýni þér fyrir- skipun sem barst í dag?“ „Það er undir ýmsu komið“. Gráber tók sígarettupakka upp úr vasa sínum og lagði hann á borðiö. Það var eins og maginn í honum herptist saman. „Óveður“, endurtók skrifstofumaöurinn. „Mikið mannfall. Brýn þörf á liðstyrk þegar í staö. Menn í leyfi sem hafa ekki gildar ástæður til þess að verða kyn’ir, eiga aö fara aftur á vígstöövarnar þegar í stað. Skiluröu?” „Já. Hverjar eru þessar gildu ástæöur?“ „Dauðsföll í fjölskyldunni, mikilvæg fjölskylduvanda- mál, alvarleg veikindi —“ Skrifstofumaðurinn teygði sig eftir sígai’ettunum. „Svo að þú ættir aö hverfa! Reyndu aö gera þig ósýni- legan. Ef þeir geta ekki fundið þig, geta þeir ekki sent þig til baka. Forðastu herskálana eins og heitan eldinn. Stonddu í felur þangað til leyfið þitt er á endá. Gefðu þig þá fram. Hvað er þá hægt að gera þér? Réfsa þér fyrir að vanrækja að tilkynna bústaðaskipti? Þú ert á leið á vígstöðvamar hvort eð er og það er nóg“. „Ég ætla að kvænast“, sagði Gráber. „Er það gild á- stæða?“ „Ætlarðu að kvænast?“ „Já, þess vegna kom ég hingaö. Mig langaði aö vita, hvort ég þyrfti nokkur skilríki nema launabókina mína“. „Hjónaband! Ef til vill er það gild ástæða. Ef til vill, segi ég“. Maðurinn kveikti í einni sígarettunni. „Það gæti ver- ið gild ástæða. En þaö er ástæðulaust að eiga neitt á hættu. Þú ert úr fremstu víglínu og þarft engin skilríki. Og ef þú þarft einhver, þá komdu til mín; ég skal ganga frá því í kyrrþey, svo aö enginn reki nefið í það. Áttu sæmileg föt? Þú getur ekki látið gifta þig í þessum lörf- um“. „Get ég fengið nokkuð hér?“ „Farðu til birgðastjórans“, sagði skrifstofumaðurinn. „Segðu honum aö þú ætlir að kvænast. Segðu aö ég hafi sent þig. Áttu meira af góðum sígarettum?“ „Nei. En ef til vill get ég náð í annan pakka“. „Ekki handa mér. Handa birgðastjóranum“. „Ég skil. Veiztu hvort kvenmaðurinn þarf éihhver sérstök skjöl við stríðsgiftingu?“ „Ekki hugmynd nm það. En ég held ekki. Þetta þarf allt að ganga í flýti“-Skrifstofumaðuripn leit á klukk- una. „Farðu strax yfir í birgðadeildina. Kunningi minn er þar núna“. Gráber fór yfir í álmuna þar sem birgðadeildin var. Hún var uppi á háalofti. Birgðastjórinn var feitur og augu hans voru með sitt hverjum lit. Annað var óeðli- lega blátt, næstum fjólublátt, hitt var móleitt. „Vertu ekki að glápa á mig“, hreytti hann út úr sér. „Hefuröu aldrei séð glerauga fyrr?“ „Jú, en aldrei svona frábrugðið að lit“. „Ég á þaö ekki, asninn þinn“. Maöurinn sló í himin- blátt augað. „Ég fékk það lánaö hjá kunningja. mínum. Ég missti mitt á gólfið í gær. Það var brúnt. Þessir grip- ir eru alltof brothættir. Þeir ættu aö vera úr sellolojdi". „Þá gæti kviknað í þeim“. Birgöastjórinn leit upp. Hann virti fyrir sér heiðurs- merki Grábers og brosti síðan. „Satt er það. En samt sem áður hef ég engan búning handa þér. Mér þykir þaö leitt. Þeir eru allir verri en sá sem þú ert í“. Létta dragtin lítt breytt Kópavogur Framhald af 7. síðu. Eitt af því sem Gautaborgar- menn bera fyrir sig er það, að Guðm. ívarsson geti ekki ann- að svona stóru embætti og það hafa þríflokkarnir hugsað sér að nota sem tromp og spyrja okkur ekki ráða. Um starfsþol Guðmundar get ég ekki dæmt, en hann fékk þó eftir eigin vali starfsbróður hér, þann eina sem hann treysti svo hann hefur ekki upp á neitt að klaga í því tilliti. En hitt er aftur annað mál, að ef þetta veltur allt á starfs- þoli Guðm. ívarssonar, þá eru fjölmargar leiðir til að bæta úr því, aðrar en leggia hagsmuni allra Kópavogsbúa niður við trog. Því skal ekki neitað, að vegna sérstöðu Kópavogs sem hrepps þarf - ýmsu að breyta hér, sem sveitarstjórnarlög gera ráð fvr- ir, en til þess. er opin leið án bæjarréttinda. Eigi hinsyegar af annarlegum öflum að þröngva upp á okkur þessum friheitum, og-við fáum ekki að vera hérna í friði með okkar uppbyggingu, þá virtist sú leið viturlegri að leita samn- inga við Reykjavík um eins- konar sameiningu. Gautaborgarmenn bera það út að Reykjavík neiti öllu slíku, en slíkt er í fyllsta máta ó- sennilegt. Reykjavík hefur, eins og kunnugt. er, keypt lönd uppi í Mosfellssveit og útbyggðir henn- ar ná langt upp fyrir Elliðaár. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri hefur líka minnzt á þetta mál í ræðu sem hann hélt á Arnarhóli, að Kópavogsbyggð sameinaðist Reykjavík, sem og mörg rök hníga að. Eg hygg því, að þessi mót- mæli séu eins og margt annað pöntuð, en ekki sé búið að leysa þau út, og ekki beri að taka þau trúanleg fyrr en vér sjáum þá yfirlýsingu frá forráðamönnum Reykjavíkurbæjar. Létta dragtin, sem nota má allt árið, verður fyrir litlum á- hrifum af byltingunum í tízku- heiminum. Dragt eins og sú á myndinni getur verið alveg ný af nálinni, en hún getur líka verið tíu ára gömul og allt þar á milli. Ekki er við því að bú- ast að dragtir taki neinum stökk- breytingum næstu tíu ár, svo að þær eru tilvalinn bún- ingur handa þeim sem gjarnan vilja eiga fötin sín lengi. Þó er ekki þar með sagt að ýmis tízkuatriði geri ekki vart við sig'. Á myndinni eru einmitt notuð ýmis ný atriði, án þess að þau hafi nein áhrif á sniðið á dragtinni sjálfri. Síða doppótta blússan er eftir nýustu tízku og iragtin breytir al- yeg um svip sé notuð við hana önnur blússa. Eins og sjá má ið talsvert algengt. Dragtin er frá Adele Simpson og hún er gerð úr efni sem kallast silki- tweed. Það á ekkert skylt við silki, heldur er það sérlega þunnt og lipurt tweed sem er meðhöndlað á þann hátt að þafi fær silkikennt yfirborð. Sjálfl if myndinni fóðrið í jakkanum úr sama efnið er úr ull og hefur alla efni og blússan og það er orð- beztu eiginleika ullgrefna. Sveskjuhlaup 250 g sveskjur lagðar í bleyti í % 1 vatni, soðnar í bleyti- vatninu með sykri í og berki af 1 sítrónu. Steinarnir teknir úr og sveskjurnar lagðar í skál. Safinn mældur og á móti V* 1 eru notuð 6 blöð af matarlími. Þegar hlaupið er kalt er því hellt yfir sveskjurnar og skál- in sett á kaldan stað. Skreytt með rjóma eða vanillukrem borið fram með. Medisterpylsan springur síður ef maður stingur í hana hár og þar með gaffli eða stoppu- nál, leggur hana í létt saltað, sjóðandi vatn og lætur hana malla í nokkrar mínútur. Mynslraðir smámumr Meðal tízkuhýjunganna eru ýmsir smámunir sem gerðir eru úr mynstruðum efnum. Mynstraðar töskur og mynstr- uð belti sem eiga saman, Dojjp- óttir skór og röndóttir háls- klútar. Oft er of miklu hrúgað saman af óskyldum mynstrum, en sé þetta notað á réttan hátt getur það verið fallegt, og svona smáatriði þurfa ekki að vera dýr og geta sett fjörlegan svip_.á gamlar flíkur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.