Þjóðviljinn - 20.03.1955, Qupperneq 1
Æskulýðsfylkiitgin '
Sambandsstj órnar-
fundur í dag í Þing-»’
holtsstræti 27 kl. 2
Veröur reynt að afgreíða
Disarfeliíð í banni?
Dísarfellið kom til Keflavíkur í gær, en afgreiðsla á vör-
um er fara áttu til Reykjavíkur var stöðvuö. Af 800 tonn-
um af vörum í skipinu eru 711 tonn merkt til Reykjavíkur.
Gullfoss lá fyrir utan Keflavík í gærkvöldi.
Fulltrúar frá verkfallsstjórn-
inni fóru til Keflavíkur snemma
í gærmorgun en þá hafði allt
verið undirbúið til að losa Dís-
arfellið er þangað var komið.
Af 880 tonnum sem eru i
skipinu eru 711 tonn merkt til
Reykjavíkur. Formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Kefla-
vikur kvað því skyldi ekki
skipað upp í Keflavík sem
merkt væri til Reykjavíkur og
var aðeins skipað upp 45 böll-
um af síldarmjölspokum. Póst-
ur var ekki afgreiddur þar.
Að því búnu fór Dísarfellið
Orðsending frá
verkfallsstjórn
Verkfallsstjórnin mælist til
þess við verkamenn sem nú eru
í verkfalli í Reykjavík að þeir
gefi sig sem flestir fram til
verkfallsvörzlu, en miðstöð
hennar er í skrifstofu Fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna,
Hverfisgötu 21. Munið, að það
getur aldrei skaðað þótt óþarf-
Iega margir mæti, en hitt gæti
valdið miklu tjóni, ef liðsafla
brysti.
og mun eiga að fara á Vest-
firði og til Norðurlands og
verður vart skilið hvað það á
að þýða ef ekki á að reyna að
skipa þar upp vörum sem eru
í banni Alþýðusambandsins.
Verður þvi þó ekki trúað að
óreyndu að slíkt verði reynt.
Sáttanefndin á
fundi með samn-
ingsaðilum
Sáttanefndin í vinnudeilunni
kvaddi samninganefndir deilu-
aðila á fimd sinn kl. 2 í gær.
Stóðu fundir þeirra, að frá-
dregnu matarhléi, allt fram til
þess tíma er blaðið fór í press-
una.
Ágætur afli í
Keflavík
Keflavik. Frá frétfearitara
"Þjóðviljans.
Undanfarna daga hefur verið
ágætis afli hjá bátunum eða
allt upp í 150 skippund í 4
róðrum.
Samninganefnd verkalýðsfélaganna, talið frá vinstri: Björn Jónsson
formaður Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, Hermann Guð-
mundsson formaður Hlífar, Ben edikt Davíðsson, formaður Tré-
smiðafélags Reykjavíkur, Eðvarð Sigurðsson ritari Dagsbrúnar og for-
maður samninganefndarinnar, Snorri Jónsson formaður Félags járn-
iðnaðarmanna, Björn Bjarnason formaður Iðju, Eggert Þorsteinsson
formaður Múrarafélags Reykjavíkur
Undanþága á olíu
til íbúða
Dagsbrún tilkynnti í gær að
Dagsbrún liefði veitt undanþágn
á afgreiðslu á olíu til íbúðarhúsa.
Verður heimilað að flytja 200
SEXTÍU DAGAR
-EKKERT BOÐIÐ
lítra á hverja íbúð. Fólk sem
vantar olíu þarf að snúa sér til
olíufélaganna, og sjá trúnaðar-
menn Dagsbrúnar um afliending-
una á hverjum stað.
daffíir 6711 li3nir siðan ráöstef?ia verkalýðsfélacj-
Uv Udgdl anna í Reykjavík og Hafnarfirði lýsti yfir
peim ásetningi sínum að segja upp samningum fyrir 1.
febrúar og hafnaði beiðni ríkisstjórnarinnar um að upp-
sögnum yrði frestað.
Olíufélögin svíkja saxnkomu-
lag við verklýðsfélö gin
MeB þvi valda oliuburgeisarnir stöSvun benz
inafgreiSslu til lœkna, lögreglu o. s. frv.
Olíufélögin í Reykjavík beittu í gær þeini einstæðu ó-
svífni að neita að láta verkalýðsfélögin fá benzín til verk-
fallsvörzlu sinnar. Með þessu hafa þau rofið samkomulag
við verkalýðsfélögin sem gert var 1 fyrradag, og var því
stöðvuð í gær öll afgreiðsla á benzíni til lækna, ljósmæðra,
opinbena valdhafa o.s.frv.
Þessi óþokka framkoma
olíuburgeisanna stingur alger-
lega í stúf við hina ábyrgu
framkomu verklýðsfélaganna.
Með þessu framferði eru
þeir að stofna til óþæginda og
vandræða, algerlega að tilefn-
islausu. Virðast okurkarlar
olíufélaganna áfram um að
verkamenn líti á þá öðrum
fremur sem fjandinenn verk-
lýðsfélaganna, og mega þá
vænta þess að verða nieð-
höndlaðir þar eftir.
Verkfallsstjórn samdi í fyrra-
dág við olíufélögin um takmark-
aða afgreiðslu á benzíni eins og
alltaf hefur tiðkazt í vinnudeil-
um. Skyldi undanþága veitt
læknum, Ijósmæðrum, valdhöfum
hins opinbera o. s. frv. og svo
skyldu verklýðsfélögin að sjálf-
sögðu fá benzin til verkfalls-
vörzlu sinnar. Ætluðu oliufélögin
að annast afgreiðsluna til skipt-
is. En þegar framkvæmd átti að
hefjast kl. 2 í gær hjá Esso, kom
Haukur Hvannberg fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins á
vettvang og lagði bann við því
að verklýðsfélögin fengju nokk-
urt benzín til verkfallsvörzlu
sinnar.
Verklýðsfélögin lýstu þá yfir
því að þar með væri samkomu-
lagið rofið af hálfu olíufélaganna
og var afgreiðsla á benzíni alger-
lega stöðvuð samstundis og held-
ur það bann áfram þar til séð
verður hvort olíufélögin ætla að
halda fast við þessa afstöðu
sína.
Þessi einstæða ósvífni olíufé-
laganna mun vera hugsuð sem
hefnd vegna þess að verkalýðs-
félögin stöðvuðu verkfiallsbrot
þeirra bæði hér í Reykjavik og í
Hvalfirði eins og rakið er á öðr-
um stað í blaðinu. En olíufélög-
in skulu sízt ímynda sér að að-
staða þeirra vænkist við slíka
framkomu eða atvinnurekendur
almennt að þeirra hagur batni ef
beita á slíkum aðferðum í verk-
fallinu.
Sósíalistaíélag Reykjavíkur:
Fulltrúaráðs- og trunaðarmanna-
fundur
verður aiuiaðkvöld kl. 8.30 í Baðstofu iðnaðarmanua (Vonar-
stræti). Dagskrá: VINNUDETLI KNAR.
Öllum flokksmönmun heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
49 dagar
eru liðnir síðan verkalýðsfélögin sögðu
formlega upp samningum sínum við at-
vinnurekendur frá og með 1. marz.
07 eru liðnir síðan verkalýðsfélögin lýstu yf-
Lál Udgal jr þyj pau myiidu fresta verkfallsað-
gerðum til þess að reyna að tryggja pað að samningar
gætu tekizt án stöðvunar.
20 dagar
eru liðnír síðan verkföllin hefðu átt að
hefjast, ef verkalýðsfélögin hefðu hegðað
sér á sama hátt og atvinnurekendur og ekki lagt sitt fram
til pess að leysa málið án þess að til framleiðslustöðvunar
kæmi og stórfellt tjón hlytist af.
lft rlíiíyíir eru ^nir síðan verkalýðsfélögin boðuðu
IV Udgdl vinnustöðvun sína eftir að fullreynt var
að atvinnurekendur buðu ekki neitt — nákvæmlega ekki
neitt — í viðrœðum peim sem fram höfðu farið.
2 dagar
eru liðnir í algeru verkfalli sem tekur bein-
línis til 7000 verkamanna og verkakvenna
í Reykjavík og Hafnarfirði en snertir óbeinlinis og í vax-
andi mæli állar athafnir í bœjunum báðum.
Allur þessi tími hefur liðið án þess áð atvinnurekendur hafi
nokkuð gert, smátt eða stórt, til þess að greiða fyrir samningum.
I»eir höfðu ekki enn boðið eyris kauphækkun þegar seinast
fréttist. I>eir virðast hafa stefnt að stöðvun \itandi \its og af
ráðnum liug. Þjóðin hefur þegar kveðið upp þungan dóm yfir
þessari ofstækisfullu og ábyrgðarlausu klíku og sá dómur þyng-
ist með hverjum degi sem líður án þess &ð samið sé um rétt-
lætiskröfur verkalýðssamtakanna. Það veit liver einasti maður
að verkalýðssamtökin vinna sigur í þessum átökum; atvinnurek-
endur vita manna bezt að þeir komast með engu móti undan því
að semja við þau; það eitt skortir að dregin sé óhjákvæmijeg
ályktun af þessum staðreyndum og samið. Vilji atviimurekendur
ekki horfast í augu \ið þánn veruleika ber þeim að afsala sér
öllum afskiptum af atvinnntækjum þjóðarimiar.