Þjóðviljinn - 23.03.1955, Síða 1

Þjóðviljinn - 23.03.1955, Síða 1
VILJIN Miðvikudagur 23. ruarz 1955 — 20. árgangur — 68. tölublað Atvinnurekendur hafa ekki enn boðið neina tilgreinda kauphækkun Morgunblaðið fer með vísvitandi blekkingar til þess að reyna að dylja hina hneykslanlegu framkomu atvinnurekendaklíkunnar Engir sðirni' Ir ★ Sáttanefndin í vinnudeil- unni mun hafa haldið fund í gær, en ekki voru fulltrú- ar verkamanna og atvinnu- rekenda kvaddir á neinn fund. Lá ekkert fyrir um það í gœrkvöldi hvenœr næsti fundur yrði haldinn. Þátttakendur í verkfallinu eru beðnir að hafa sam- band við verkfallsskrif- stofuna í Alþýðuhúsinu. Eftir að atvinnurekejidur hafa í rúma tvo mánuði þrjózkazt við aö bera fram nokkur tilboð um grunnkaups- hækkanir — og ítrekuðu þá afstöðu sína á síðasta samn- inganefndarfundi — bæta þeir nú gráu ofan á svart með því að láta málgagn sitt Morgunblaðið flytja staðlaus ó- sannindi um afstöðu atvinnurekenda og boð þeirra. Morg- unblaðið birtir í gær lista sem á að sýna aö atvinnurek- endur hafi boöið allt að 6% hækkun á grunnkaupi Dags- brúnarmanna. Vissulega væri slíkt tilboð ekkert til að státa af, en þar að auki er frásögn blaðsins einbert blað- ur sem enga stoð á 1 veruleikanum. í>að tilboð atvinnurekenda sem sagt var frá hér í blaðinu í gær hljóðaði orðrétt á þessa leið að því er Dagsbrún snertir: „Vinnuveitendur mæla með 7% kjarabótum í formi orlofs, vísitölubreytinga, sérkrafna og kaupgjalds í þessari röð. Grunn- kaupshækkun fái þó þeir ekki, sam fengið hafa grunnkaup sitt hækkað á sl. 12 mánðum.“ Sambærilegt tilboð fengu iðn- aðarmenn og Iðja, en þeir Iðju- félagar sem fengu hækkun í desember skyldu fá samtals 5% kjarabætur. « Langt í land að röðín sé komin að kauphækkun ■ Þessu tilboði fylgdu engar skýringar á því hvernig það skyldi umreiknað. Hins vegar hafa vísbendingar verið um það í Morgunblaðinu undanfarna daga. Það hefur haldið því fram — og gerir það seinast í gær — að kröfur Dagsbrúnar samsvari 56% kjarabótum. Þar sem grunnkaupskröfur félagsins eru aðeins 30% hljóta atvinnurek- endur að reikna orlof, vísitölu- breytingar og sérkröfur sem 26% kjarabætur. Tilboð at- vinnurekenda um 7% kjarabæt- ur eru aðeins rétt rúmur fjórð- ungur af því — þannig að það á langt í land að atvinnurek- endur hafi léð máls á nokkrum grunnkaupshækkunum, þar sem röðin átti að koma síðast að þeim. Sem dæmi um aðferðir atvinnurekenda við útreikninga sína má nefna að þeir hafa allt- af reiknað styttingu eftirvinn’u- tímabilsins sem kauhækkun (!), og er ekki kunnugt að þeir hafi fallið frá því. • Rausn atvinnu- rekenda Það er einnig athyglisvert að atvinnurekendúr taka sérstak- lega fram að þeir sem hafa feng- ið kauphækkun nýlega i Dags- brún og Iðju skuli vera afskiptir ! einnig hvað þetta auma tilboð j snertir. Er þar m. a. átt við Dagsbrúnarmenn á lægsta mán- i aðarkaupi, en þeir hafa kr. : 2946 30 í kaup — og á það má | engin grunnkaupshækkun koma! Einnig á að klína af tilboðinu ti) kvenna þeirra í Iðju sem hafa 2109 kr. á mánuði! Rausnin er þannig ekki smálítil. « EiVa mlkið ólært Framkoma atvinnurekenda í vinnudeilunum er með þvílíkum endemum að fáir hefðu trúað slíku fyrirfram. Þeir létu líða allan frestinn sem verkalýðsfél. veittu án þess að bjóða eyris ^ kauphækkun. Eftir tveggja daga | verkfall komu þeir loks með j tilboð sem er svo aumt og lág- i kúrulegt, að málgagn þeirra, Morgunblaðið, verður að fara með vísvitandi blekkingar til þess að reyna að snyrta það ofurlítið til. Frá atvinnurekend- um sjáifum liggur ekki enn fyrir neitt formlegt tilboð um nokkra tilgreinda grunnkaups- hækkun; þar situr allt við hið sama og í upphafi. Þessir herrar eiga þannig eftir að læra æði mikið ennþá — en þeim verður kennt. Verkalýðsfélög móti brottrekstri Bevans Kreíjasf að hann verði tekinn aífur í þingflokk Verkamannaflokksins Fyrir fundi miöstjórnar brezka Verkamannaflokksins sem kemur saman í dag liggur tilkynning frá stjórn þing- flokksins um brottvikningn Aneurins Bevans úr þing- flokknum. Búizt hafði verið við að fjand- menn Bevans í hægra armi flokksins myndu leggja til á fundinum að Bevan yrði með öllu vikið úr flokknum. Hægri Framhald á 5. síðu Fró flutningi olíumólsins í Hœstarétti Oliofélgii runni á afgrelslufsanm til Afgreiðsla til allra undauþágubíla h’efst kl. 1 í dag hjá Shell Olíufélögin hafa nú gefizt upp á þeirri fjandsemi sinni við verkfallsmenn að neita þeim um benzín. um að afgreiðsla skyldi fara fram eins og í upphafi hafði verið um talað, áður en olíu- félögin rufu það samkomulag. Olíufélögin afgreiða því eftir- leiðis benzín til allra undan- þágubíla, 2 daga í röð hvert hinna þriggja oMufélaga, — þó þannig að afgreiðsla á benzíni frá BP fer aðeins fram frá benzínstöð Hreyfils. Afgreiðsla á undanþágubenzíni er frá kl. 1-4 og verður í dag hjá Shell. / yfirstandandi verkfalli hafa olíufélögin sýnt verkalýðnum meiri fjandskap og lítils- virðingu en flestir aðrir atvinnurekendur, reynt hvað eftir annað að efna til verkfalls- brota og rofið gerða samninga við verkfallsstjórnina. Það fer því vel á því að einmitt þessa dagana skuli standa yfir málflutningur í Hæstarétti í olíumálinu svonefnda, sakamáli sem höfðað var gegn stjórnendum tveggja olíufélaganna, — einu mesta svindlmáli, sem íslenzkir dómstólar hafa fengið til meðferðar. — Myndin var tekin í Hæstarétti í gœr, á öðrum degi málflutningsins. Sœkjandinn, Gústav A. Sveinsson, flytur sóknarrœðu sína og snýr baki að myndasmiðnum. Lengst tiL vinstri er Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, en síðan dómararnir: Jón Ásbjörnsson, Gizur Berg- steinsson, Þórður Eyjólfsson, Kristján Kristjánsson (varadómari í stað Jónatans Hall- varðssonar) og Árni Tryggvason. Á myndinni lengst til hœgri eru verjendurnir: Einar Arnórsson verjandi Sigurðar Jónasonar, Jóhanns Gunnars Stefánssonar og stjórnenda Olíufélagsins og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, og Ragnar Jónsson, verjandi Hauks Hvannbergs. 1 gærmorgun leituðu þau eft- ir við verkfallsmenn að sam- komulag gæti tekizt um benzín- afgreiðslu. Varð samkomulag Neðri deild samþykkti í gær einróma tillögu sósícdista um Kannsen á okri Sjá 12. síðu. Allt bókhald Ragnars Blöndal h,f. tekið til rannsóknar Allt bókhald fyrirtækisins Ragnars Blöndals h.f. verður tekiö til rannsóknar, vegna framburðar vitnisins Jóns Guðmundssonar endurskoðanda við rannsókn sakadóm- ara vegna kæru Hermanns Jónassonai’. Dómsmálaráðherra skýrði frá þessu á þingfundi í gær og að þetta atriði gæfi sakadómara á- stæðu til að færa mjög út vett- vang rannsóknar sinnar. Endurskoðunarskrifstofa Jóns Guðmundssonar hafði haft bók- hald fyrirtækisins 1953 og síð- an. Skýrði Jón svo frá í rétt- inum að hann hafi ekki vitað annað en að bókhald fyrirtæk- isins væri í samræmi við hag þess, fyrr en nú eftir áramót að hann hafi fengið vitneskju um að forstjóri fyrirtækisins hafi haldið eftir skuldaskilríkj- um og leynt bókhaldið þeim. Var þá ltveðinn upp sá dóm- ur að rannsóknardómarinn taki allt bókhald og bókhaldsgögn Ragnars Blöndals hf. í sína vörzlu til rannsóltnar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.