Þjóðviljinn - 23.03.1955, Side 6

Þjóðviljinn - 23.03.1955, Side 6
g>) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. marz 1955 |)1ÓÐVIUINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (3 línur). Askriítarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. éintakið. Prentsmiðja Þjóðviljan? h.f. Nssi þréun verðnr ekki stöðvuð Þau átök, sem nú standa yfir í stjórnmálum á landi voru, eru í senn einkennandi fyrir stjórnarstefnu, s$m komin er í sjálf- heldu, vegna skammsýni þröngsýnna og ofstopafullra stjórn- málaleiðtoga og fégráðugra stuðningsmanna þeirra. Þessir menn hafa treyst því, að valdið sem þeim hefur verið léð af fólkinu sjálfu gæfi þeim heimild til að fara fram hverju því, er þeim þóknaðist, án tilits til annars en eigin vilja og eigin hagsmuna. Liðin eru nú átta ár síðan borgarastéttin á íslandi með stjórn- málaflokk sinn, Sjálfstæðisflokkinn að verkfæri, ákvað að hætta samvinnu við verklýðssamtökin og flokk þeirra, Sósíalistaflokk- jnn, um skipulega uppbyggingu íslenzka atvinnulífsins miðaða Við það að tryggja þjóðinni allri næga og góða lífsmöguleika í Jandi sínu, með eigin vinnu við eigin framleiðslu. í raun og veru var þetta hið sama sem borgarastéttir allrar Vestur-Evrópu gerðu um þessar mundir. Það var ein allsherjar sókn á hendur öilum frjálslyndum öflum sem einu nafni hlutu nafnið kommún- ismi, á hvaða sviði sem þau birtust. Leiðarstjarnan og jafn- framt höfuðleiðtogi þessarar allsherjar sóknar var Bandaríkja- stjórn, sem jafnframt hampaði Marshallgullinu, sem agni til að tryggja hin fjárhagslegu tengsl, ér greiða skyldu fyrir innrás Stríðsgróðafjár bandarísku auðhringanna, inn í atvinnulíf hinna fjárþurfandi, stríðshrjáðu Evrópuþjóða, svo alist gæti það og Eiargfaldazt á féleysi þeirra. Hér á landi gengu hinir kjörnu þingfulltrúar bændastéttarinn- ar til liðs við borgarastéttina í þessum efnum, sömuleiðis Al- þýðuflokkurinn. Og herörin gegn Sósíalistaflokknum var skorin upp. Nú skyldi hann einangraður, og einangrunin skyldi verða það vopn, er nota mætti til að gera út af við hann. Á þessu átta ára tímabili hefur hver stórviðburðurinn rekið annan, er all- ir skyldu verða til að styrkja aðstöðu fjármálavaldsins, og tengsli þess við auðvaldsríki ,,lýðræðisins“. Á fjármálasviðinu ber hæst þátttökuna í Marshallkerfinu og Greiðslubandalagi Evrópu ásamt fleiru af því tagi. Þeir fjármunir eru ótaldir, sem rekið hafa á fjörur íslenzkrar verzlunar og gróðamannastéttar gegnum við- skipti þessi öll. Á hernaðarlega sviðinu ber hæst inngönguna í Á tl anzhafsbandalagið og hernámið 1951, sem framkvæmt var eftir beiðni fundar, er þingmönnum borgaraflokkanna þriggja Var hóað saman á, eftir bandarískri fyrirskipun. En hitt er full- yel vitað að hernámið hefur orðið dropasæl mjólkurkýr á hið sama f járgróðaaltari borgarastéttinnar, sem Marshallkerfið .Var látið þjóna, svo sem meðferð áburðarverksmiðjumálsins er Ijósast dæmi um. En einu hafa þeir fulltrúar gleymt, er til þess stofnuðu. Her- ferðin gegn Sósíalistaflokknum átti að nægja til að blekkja al- þjóð, og tryggja framhaldandi möguleika á samskonar starfsemi. En í þessu var dæmið skakkt reiknað. Sósíalistaflokkurinn er eini aðilinn, sem haldið hefur uppi gagnrýni á ástand þetta og ,öll árin barizt fyrir því að mynduð yrði íslenzk þjóðfylking til að Standa vörð um bæði fjárhagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart hinni erlendu ásælni og þeim innlendu ó- beillaöflum, sem hana hafa stutt í eiginhagsmunaskyni. Þessi foarátta flokksins hefur fundið ósvikinn hljómgrunn í huga fólks Ör öðrum flokkum, sem séð hefur hvert stefndi, og fegið viljað leggja fram sinn skerf til breyttrar og þjóðhollari stefnu. Þetta jfólk krefst nú samvinnu við Sósíalistaflokkinn, til bóta á því ’ófremdarástandi sem skapað hefur verið. Það hefur komið í stað einangrunarinnar, sem átti að nota til að koma flokknum á kné. Svo magnaðar hafa þessar kröfur orðið, að í verklýðshreyfing- unni hefur þegar tekizt samfylking. Innan Framsóknarflokks- ins eru kröfurnar svo háværar, að þeir leiðtogar sem mest hafa Btutt stjómarsamstarf undanfarinna ára, voga ekki að berjast op- inberlega gegn stefnubreytingu. Hægri armur Alþýðuflokksins er í hreinni upplausn, vegna hins takmarkalausa ofstækis foringja hans gegn samvinnu við Bósíalista. Þannig hnígur þróunin í þá ákveðnu átt sem Sósíalista- iflokkurinn hefur barizt fyrir í mörg ár, gegn spillandi áhrifum jnnlends peningávalds og erlends hervalds. Þessi þróun verður ekki stöðvuð. Hún verður ekki stöðvuð vegna þess að hún er í samræmi við þær heilbrigðu kröfur er heilbrigð- Ustu öfl þjóðlífsins gera, til að tryggja framtíð íslenzkrar þjóð- menningar í landinu. Svona skemmtu börnin sér í Barónsborg á „jólafagnaði' eftir nýárið Hver nýr leikvöllur, hver ný gæzla er björgun bamslífa Góðir fundarmenn! 1 hinu mikla og alvarlega vandamáli: slysfarir barna, æt'laði ég að ræða um þátt leikvalla og þýðingu þeirra í þessum máium. Þar sem vit- að er að slysahætta er mest fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára er óneitanlega á- stæða til að staldra við og spyrja: Hvar eru og geta börn á þessum aldri verið örugg við leiki sína? Því er mjög fljótlega hægt að svara: sé barnið ekki á dagheimili eða leikskóla þá er það hvergi ör- uggt. „J'á er þetta nú rétt?“ spyr kannski einhver — „hvað með alla leikvelli bæjpr- ins?“ Sem móðir þriggja ungra barna finn ég margt athuga- vert við leikveilina. Leiksvæði mætti víst frekar kalla flesta af rúmlega 20 leikvöllum, sem taldir eru hér í bænum. Aðeins 6—7 af þeim hafa viðunandi girðingar, ör- fáir eru staðsettir inni á milli húsa, en flestir ógirtir. En svo er lítil bót í girðingum, séu þær ekki öruggar. Á þeim leik- velli sem næst er heimili mínu, er að vísu steinsteyptur veggur allt í kring en á honum eru þrjú hlið, og engin grind í neinu þeirra. Gæslukonan sagði mér að svona væri þetta búið að vera í fúmt ár og ef beðið væri um grindur í hliðin væri svarið að strákar mundu rífa þau strax up aftur, svo það hefði enga þýðingu að setja grindur í hliðin! Það hafa sjálfsagt fleiri svipaða sögu að segja, og því miður margar mæður sem enga leik- velli hafa nálægt sér og eru því dæmdar til að hafa börn- in á götunni. En fyrsta skil- yrðið fyrir leikvöllum verður að sjálfsögðu það, að hlið og girðingar séu örugg svo börn- in geti ekki fyrirvaralaust stokkið af þeim og þá kannski út á miklar umferðagötur. Gæzla er á 5—6 völlum og miðast við leiktækin, en ekki hefur verið tekin ábyrgð á bömum. Þó er skylt að geta Ræða frú Elínar Torfadóttur á fundi Barnaverndarfélags Reykjavíkur s.l. sunnudag leikvallar við Skúlagötu, þar sem gæzia á börnum hefur verið og gefizt vel, — og segir mér starfsstúlka þar, að til jafnaðar séu þar 50—60 börn á dag, en tvær stúlkur starfa þar allt árið, en unglingur til viðbótar á sumrin. Ennfremur Elín Tortadóttir var þetta fyrirkomulag reynt við Vesturvallagötu s.l. sumar, en þar veit ég ekki um árang- ur. Væri nú ekki hægt að reyna eitthvað svipað víðar í bænum? Koma upp einföldu skýli eða skjólvegg þar sem börn hafa afdrep, og girða vel og hafa eitt hlið, örugglega lokað? Foreldrum væri gefinn kostur á að hafa böm sín þama ákveðinn tíma á dag fyrir ákveðið gjald. Starfis- stúlkur tækju ábyrgð á börn- um þennan tíma, eða þar til þau ýrðu sótt Þó yrði eitthvað að takmarka barnafjöldann, af því engin stúlka getur annað og ábyrgzt fjölda barna á þess- um aldri. Á dagheimilunum, þar sem girðingar eru öruggar, er mið- að við að ein stúlka geti gætt að 24 börnum 4—5 ára úti, ca. 13 börnum á þriggja ára aldri og tvær gæta 18 barna á aldr- inum 1-—2ja ára. Ennfremur þyrfti að taka til athugunar að eldri börn gætu ekki verið samtímis á völlunum og þessi gæzla, bæði vegna ó- líkra leikja og þau eldri mundu vilja hafa frjálsa út- göngu og gleyma þá oft að loka hliðum. Ekki er hægt að ætlast til að hafa barn allan daginn í slfkri gæzlu, en ég held að fullyrða megi að allt yrði vel þegið af foreldrum til að vita af börnum sínum ör- uggum. Aðsókn og erfiðleikar við að koma börnum á dag- heimili og leikskóla sýna greinilega óskir foreldranna. Leiktækin á völlunum eru margvísleg og ættu að freista margra smábarna — rólur, sölt, sandkassar, klifurgrindur, rennibrautir o. m. f 1., en hvers- vegna eru leikvellirnir alltaf því sem næst sléttir? Væri ekki athugandi að setja lágar sleðabrekkur fyrir sleða j'ngstu barnanna og forða þeim með því frá götunum? En af hverju er hætt við að hafa • einstaka götur girtar og auglýstar fyr- ir sleðaferðir barna? Þótti það ekki gefast vel? Ekki hefðu böm síður gaman af brekkum eða smáhólum á auðri jörð, til að keyra bíla upp eða niður t.' d. Ennþá e'itt sem mig lang- ar að minnast á í sambandi við leikvellina; mætti ekki setja upp viðar á þeim bekki fyrir mæður sem vilja dvelja þar með börnum sínum? Engir foreldrar eru án ótta um bamið sitt á götunni, eng- inn getur verið öruggur um lítið barn í húsagarði þar sem oft er gengið um, engiiui er ánægður með að þvinga barn sitt við þakrennu, en fjöldinn er neyddur til að treysta, á — já, á ,hvað? bílstjóra? börnin? Nei, — móðir getur ekki treyst neinu slíku, og gerir það ekki. Menn ræða um varnir gegn umferðaslysum barna, — for- eldrar brýni fyrir börnum sín- um að varast bílana, að brýnt sé fyrir bifreiðarstjórum að sýna meiri gætni í akstri o. s. frv. Öll eru þessi ráð út af fyrir sig. góð og nauðsynleg, og sjálfsagt má draga mjög úr umferðaslysum með þess- um og ýmsum öðrum varúðar- ráðstöfunum, en eitt verða Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.