Þjóðviljinn - 23.03.1955, Síða 10
10) __ÞJÓÐVILJINN — Miðivkudagur 23. marz 1955
Félagslíf
Framarar
í ráði er að halda skákmót
innan félagsins. Þeir, sem
vilja taka þátt í mótinu,
þurfa að tilkynna þátttöku
á fimmtudagskvöld í Fram-
heimilinu kl. 8.30—10.30.
Sími 5792.
Kaup - Sala
Samúðarkort
Slysavarnafélags íslands
kaupa flestir. Fást hjá slysa-
varnadeildum um allt land. í
Reykjavík afgreidd í síma
-4897.
Mun’.ð kalda borðið
að Röðli. — Röðull.
Nýbakaðar kökur
með nýlöguðu kaffi. —
Röðulsbar.
Fyrst til okkar
Húsgagnaverzlunin
Þórsgötu 1
Munið Kaffisöluna
Haínarstræti 16.
Myndir og málverk
sem legið hafa 6 mánuði eða
lengur, verða seldar næstu
daga, ódýrt.
Ranunagerðin, Hafnarstræti 17
_________________________
0 tvarpsviðgerðir
Radíó, Veltusundi 1.
Sími 80300.
Ragnar Ölafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi. Lög-
fræðistörf, endurskoðun og
fasteignasala, Vonarstræti 12,
sími 5999 og 80065.
Sendibílastöðin h.f.
Ingólfsstræti 11. — Sími 5113.
Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi-
daga frá kl. 9.00-20.00.
Saumavélaviðgerðir
Skriístoíuvélaviðgerðir
S y 1 g i a.
Laufásveg 19, síml 2658.
Heimasími: 82035.
1395
Nýja sendibílastöðin
Sími 1395
Lj ósmy ndastof a
Laugaveg 12.
Viðgerðir á
rafmagnsmótorum
og heimilistækjum.
Raftækjavinnustofan Skinfaxi
Klapparstíg 30. — Sími 6484.
Sendibílastöðin
Þröstur h.f.
Sími 81148
Iþróttir
Framhald af 9. síðu.
mjög spennandi og tvísýn. 35
fyrirtæki tóku þátt í keppninni
og urðu úrslit þessi:
Klæðaverzlun Braga Brynjólfs-
sonar, Eysteinn Þórðarson ÍR.
Skóverzl. Stefáns Gunnarsosnar,
Stefán Kristjánsson Á. ísafold-
arprentsmiðja, Ásgeir Eyjólfs-
son.
Að lokinni keppni var kepp-
endum, starfsmönnum og for-
svarsmönnum þeirra fyrirtækja
sem þátt tóku í keppninni boðið
til sameiginlegrar kaffidrykkju
í Skíðaskálanum. Þar flutti ræðu
formaður Skíðaráðs Reykjavík-
ur Jóh. Óskar Guðmundsson og
afhenti sigurvegurunum 1., 2. og
3. verðlaun, sem voru 3 fagrir
silfurbikarar (farand-bikarar)
og auk þess voru þeim Eysteini,
Stefáni og Ásgeiri afhentir til
eignar litlir silfurbikarar. Að
lokum hélt Stefán Björnsson
skrifstofustjóri Sjóvátryggingar-
félags íslands ræðu.
utnöieeús
si&uRmaKraReoit
Minningar-
kortin
eru til sölu í skrifstofu Sós-
íalistaflokksins, Þórsgötu 1;
afgr. I->jóðviljans; Bókabúð
Kron; Bókabúð Máls og
menningar, Skólavörðustig
21 og í Bókaverzlun Þor-
valdar Bjarnasonar í Hafn-
arfirði
___________--------j
Bændur í Skagafirði
Framhald af 4. síðu.
því ekki rétt að stofnað hafi
verið bændafélag í Skagafirði
og kosin stjóm þess, heldur er
hér um að ræða frjálsan fé-
lagsskap og þeir menn, sem
getið er um, að kösnir hafi
verið í stjórn félagsins, vom
hinsvegar kosnir, á þessum
fyrsta fundi, til þess að sjá
um næsta fund.
Barnslif
Framhaid af 6. síðu.
menn að hafa hugfast: að hin
gífurlega umferð í Reykjavík
hefur farið og mun fara ört
vaxandi, — þess vegna verður
að gera sér ljóst að gatan get-
ur ekki, þrátt fyrir allar góð-
ar varúðarráðstafanir, orðið
annað en hættusvæði fyrir
börnin — hættusvæði sem sí-
fellt leiðir slys og dauða yfir
vaxandi fjölda ungra barna.
LeikveUir með góðum skil-
yrðum og gæzlu eru eina ör-
ugga vömin gegn þessari
liættu. Foreldrar hljóta að geta
sameinazt í óskinni um öryggi
bamanna og geta fengið því
framgengt að fá leikvellina
þannig úr garði gerða að börn-
in séu örugg.
Fundarmenn, hver nýr leik-
völlur og hver ný gæzla er
björgun barnslífa!
Skarphéðinn Aðalbjarnarson
andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði, 15. þ.m. Jarðarförin
hefur farið fram. Þökkum starfsfólki Sólvangs frábæra
hjúkrun í veikindum hans.
Vandamenn
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför fósturmóður okkar,
Sigríðar Þórðardóttur
frá Hausthúsum.
Þóra Vigfúsdóttir
Sigurður Ingimundarson
Sigfús Jónasson
Jarðarför konu minnar,
Kristjönu Benediktsdóttur Blöndal
fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudaginn
24. marz kl. 2.
Lárus H. Blöndal
huui\& uut
Iðnskólofrumvarpið
Framhald af 7. síðu.
um sé sú, að hafa ekki fleiri
en tvo iðnskóla á landinu, en
þeim mun fullkomnari. Við
viljum benda á það, að með
því að starfrækja aðeins tvo
iðnskóla á landinu er meiri
trygging fyrir því að skólarn-
ir geti fylgzt með öllum þeim
framförum sem í iðnaðinum
verða og hagað kennslu í sam-
ræmi við það. Að sjálfsögðu
verða skólar þessir dagskólar
og gildir það einnig um fyrir-
hugað framhaldsnám sbr.
kafla IV. Reynsla undanfar-
inna ára hefur sýnt að nám
í kvöldskólum eftir vinnudag
er gersamlega úrelt fyrir-
komulag.
Að endingu: Við teljum
nauðsynlegt að Iðnnemasam-
bandi íslands verði tryggð
hlutdeild í skólanefnd skól-
anna.
Virðingarfyllst
f.h. Iðnnemasambands íslands
Ingvaldur Rögnvaldsson,
formaður.
Gunnar Guttormsson,
ritarL
Eins og fram kemur í áliti
þessu, er það skoðun Iðn-
nemasambandsins, að ekki
komi annað til greina en
stofnsetja tvo fullkomna iðn-
skóla hér á landi. Höfuðrökin
fyrir því eru, að með því móti
sé komið í! vég fyrir mis-
ræmi það er' skapast hlýtur í
menntun iðnaðarmanna, séu
hér reknir smáskólar, með
mismunandi kennsluskilyrði,
víðsvegar um landið. Það er
einnig augljost, að þegar iðn-
neminn kemur inn í iðnskóla
með miðskólapróf, hlýtur
hlutverk skólanna að vera,
nær eingöngu, að tryggja
nemendunum sérmenntun í
hinum ýmsu iðngreinum. Slík
sérmenntun hlýtur jafnhliða
að vera bæði fræðilegt og
verklegt nám. Með þessu ætti
það að vera tryggt, að nem-
andinn verði aðnjótandi þeirr-
ar tæknifræðslu, sem hann á
heimtingu á að fá og sem
nauðsynleg er til þess að
hann geti, að afloknu námi,
talizt fullfær iðnaðarmaður.
Sé verklega kennslan ein-
göngu í höndum meistara og
iðnfyrirtækja, hefur reynslan
sýnt, að á því vill alltaf
verða misbrestur að nemand-
inn fái nægilega tilsögn í öllu
því sem hann á að læra. Á
þessum stöðum fer ekki fram
nein skipulögð kennsla, heldur
vinnur nemandinn eins og
hver annar sveinn við hin
ýmsu verkefni, sem fyrir
liggja í það og það skiptið.
Af því sem hér hefur ver-
ið tekið fram, er það augljóst,
að geisilegur kostnaður er því
samfara, að reka marga smá-
skóla, með sérmenntaða kenn-
ara í hverri grein, á mörgum
stöðum í landinu. Einnig með
tilliti til þess, að hlutverk
iðnskólans, að veita nemand-
anum alhliða menntun, er að
mestu leyti úr sögunni við til-
komu miðskólaprófsins sem
inntökuskilyrðis.
Sem dæmi má geta þess,
að í Danmörku hafði verið
komið upp þéttríðnu neti iðn-
skóla er veita skvldu nemend-
um sérkennslu í hinum ýmsu
iðngreinum. Þar sem nemend-
ur voru fáir í hverri iðngrein
og skólamir minni, varð
reynslan sú, að kennslan í
þessum skólum reyndist lítil
og aðallega endurtekning
þeirrar fræðilegu kennslu,
sem nemandinn hafði áður
hlotið. Tóku meistarar því
það ráð að senda nemendur
sína á stærri skólana, sem
gátu veitt fullkomna fræðslu
í öllum iðngreinum. Orsökin
til að smærri skólarnir stóð-
ust ekki samanburð við hina
stærri, var skortur sérmennt-
aðra kennslukrafta, og kostn-
aðurinn við að reka fullkomn-
ar tæknistofnanir, þar sem
nemendur voru fáir, reynd-
ist of mikill.
Þetta dæmi ætti að nægja
til þess að sýna fram á það,
að stofnun og rekstur lítilla
iðnskóla hér kemur ekki til
greina. Slíkt væri aðeins við-
hald á því ófremdarástandi er
nú ríkir í þessum málum.
(Framhald).
Rannsókn á okri
Framhald af; 12. síðu.
háðslega meðan á því stóð. Svo
gerðist það, að forseti tók til-
löguna um rannsókn á okri af
dagskrá, enda þótt ríflegur
fundartími værj enn til stefnu!“
Er hann hafði lesið þetta,
játaði hann það sem ekki er
sagt í Þjóðviljanum, að hann
Björn Ólafsson, hefði beðlð for-
seta að taka málið af dagskrá^
en það hafi verið vegna þess að
hann þurfti að bregða sér frá
Ekkert er i klausunni sem hægt
er að mótmæla nema ef bomar
eru brigður á að rétt sé skýrt
frá svipbrigðum hinna þriggja
þingmanna, allt annað er óvé-
fengjanlegt.
★
Einar Olgeirsson tók til máls
og þakkaði allsherjamefnd góða
og skjóta afgreiðslu málsins, og
mætti hún verða til fyrirmyndar
nefndum þeim sem fastast
svæfu á þingmálum, svo sem
fjárhagsnefnd neðri deildar.
★
Næst hélt Bjami Ben. langa
ræðu, og kvartaði sáran undan
'i'á4* -'i; (u> t/iv’
vanmati Þjóðviljans á vilja nú-
verandi dómsmálaráðherra til
baráttu gegn okri og hvers kon-
ar spillingu. Kvað- hann fyrir-
mæli sín til sakadómara nógu
víðtæk til að ná yfir almenna
rannsókn í Blöndalsmálinu, og
skýrði frá að eftir vitnaleiðslu
Jóns Guðmundssonar endurskoð-
anda í gærmorgun hefði verið
felldur sá dómur að allt bókhald
Ragnars Blöndals h.f. yrði tekið
til rannsóknar. Þar með væri
fenginn möguleiki til að kalla
allt það mál niður í kjölinn.
★
Nokkur orðaskipti urðu um
fréttir af umræðum á Alþingi
og fór Bjarni Ben. hörðum orð-
um um óáreiðanleik þeirra.
Gunnar Jóhannsson og Gylfi Þ.
Gíslason bentu á að blað ráð-
herrans væri þar sízt til fyrir-
myndar. Hét Bjarni þá á for-
menn allra þingflokkanna til
samstarfs um betri starfs-
hætti á þessu sviði. (Er þess
að vænta að sú endurbót nái
einnig til þeirra ráðherra sem
liggja á því lúalagi að rang-
færa ummæli samþingsmanna
i sinna).
í. i.ui "i;'»q .AlttV IOT öin