Þjóðviljinn - 23.03.1955, Síða 12
Olíyfélögin hafa í hótunum
um að gera landii olíulaust!
Slikt yrSi algerlega á ábyrgS oliufélag-
arma sjálfra en ekki verkalýSsins
Frekju og ósvífni olíufélaganna virðast engin tak-
mörk sett. Þau hafa nú hótað að gera landið olíulaust
ef verkalýðsfélögin vilja ekki lúta vilja þeirra.
Þetta gerist sömu daga og gjaldeyrisvikamál Olíu-
félagsins h.f. —■ eitt stærsta svikamál er hér hefur
upp komizt — er fyrir Hæstarétti.
I gær barst Alþýðusamband-
inu bréf frá olíufélögunum öll-
um, þar sem þau fara þess á
leit að fá að setja í land olí-
una úr Smeralda í Hvalfirði,
þar sem landið verði að öðr-
um kosti olíulaust mánuð eftir
verkfallið, því þau hafi kaup-
endur að olíunni erlendis og
muni selja hana úr landi verði
ekki orðið við vilja þeirra! Það
skal tekið fram að engin húsa-
olía er í Smeralda, heldur er
skipið með ,,svartolíu“
togara og verksmiðjur.
Þetta bréf olíufélaganna var
tekið fyrir á fundi samninga-
gær og þar einróma samþykkt
að verða ekki við ósk þeirra, og
var sérstaklega tekið fram í
svarinu að verklýðsfélögin
hefðu gefið frest á frest ofan
til þess að ná samningum, og
stendur olíufélögunum sem öðr-
um að sjálfsögðu opið enn að
gera samninga.
Það er því algerlega á ábyrgð
olíufélaganna ef þau gera land-
ið olíulaust.
Siglir Guilfoss óafgreiddur?
Líklegt er að Gullfoss faii til Kaupmannahafnar óaf-
greiddur.
1 gær spurðust forráðamenn
Eimskips fyrir um það hvort
þeir gætu látið Gullfoss sigla
héðan, án þess að fá afgreiðslu
fyrir ’ hér, og beint til Kaupmanna-
hafnar, taka þar 60 þarþega,
er þar muni bíða, en enga aðra
afgreiðslu, og komi skipið síð-
nefndar verklýðsfélaganna í. an beint hingað aftur. Dags-
8-16 ára gömlum drengfum
hoðið á Rvíkurflugvöll
Þeim verða sýnd bar flugskyli og flug-
vélar á ákveðnum tímum á sunnudögum
Ákveðið hefur verið að gefa drengjum á aldrinum 8—16 ára
kost á að skoða flugvélar og önnur flugtæki á Reykjavíkurflug-
velli á ákveðnum tínium á sunnudögum. Verður þetta fyrirkomu-
lag reynt í fyrsta sinn n.k. sunnudag.
Agnar Kofoed Hansen, flug-
málastjóri, .skýrði Þjóðviljan-
um frá þessu í gær.
Lét hann þess getið, að for-
vitnir stráklingar hefðu um all-
langt skeið verið tíðir gestir á
Reykjavíkurflugvelli, oft kom-
ið þangað suður eftir að lokn-
um almennum vinnudegi í stór-
hópum á reiðhjólum og skelli-
nöðrum, farið inn í flugskýlin
og stundum valdið skemmdum
á flugvélum og tækjum sem
þar væru. Þetta tilt^ki strák-
anna væri ekki hættulaust, t.d.
gætu mikil slys hlotizt af ef
snúið væri flugvélarskrúfu og
kveikjan væri á, auk þess sem
ýmislegt kynni að ganga úr
skorðum og valda hættu fyrir
farþega flugvélanna og áhafn-
ir.
Nú væri ætlunin að reyna að
svala forvitni drengjanna með
því að bjóða þeim að koma á
Reykjavíkurflugvöll kl. 10:30
og 14 á sunnudögum. Myndu
þá flugvallarstarfsmenn taka á
móti þeim, sýna þeim flugskýli
og flugvélar og gefa skýringar,
auk þess sem þeir myndu benda
Undanþága á kol-
umtilhusa
1 gær veitti Dagsbrún undan-
þágu um afgreiðslu á kolum
til húsahitunar. Er heimil af-
greiðsla á 250 kg í hús sem er
hitað með kolum.
á þá gífurlegu hættu sem er
'samfara því að fara óvarlega
á flugvellinum.
brún hefur svarað því að hún
muni ekki hindra að skipið fari
slíka ferð.
Afli jan.-febr. 14
þús. lestum meiri
en í fyrra
Heildarfiskaflinn mánuðina
janúar og febrúar varð 64.871
smálestir, en á sama tíma í
fyrra 50.721 lestir.
Bátafiskur var, af þessum
afla, 36.644 lestir, en togara-
fiskur 28.227 lestir.
Aflinn skiptist þannig til
verkunar:
ísfiskur 445 lestir.
Til frystingar 28.191 1.
Til herzlu 15.871 1.
Til niðursuðu 64 1.
í söltun 19.339 1.
1 . fiskimjölsvinnslu 714 1.
244 lestir fóru í aðra vinnslu.
ÞIÓÐVILIIN
Miðvikudagur 23. marz 1955 — 20. árgangur — 68. tölublaá
Finnskir bændur hóta að
stöðva afhendingu af urða
Ekkert gert til að leysa verkíall opin-
berra starfsmanna
Samtök finnskra bænda hótuðu því í gær a'ö bændur
myndu hætta aö senda afurðir sínar á markaö frá og með
4. apríl.
Bændasamtökin segjast munu
gangast fyrir afhendingarverk-
falli ef ríkisstjómin verði ekki
búin að ákveða nýtt verð á
búsafurðum fyrir 4. apríl.
í dag hefur verkfall 25.000
opinberra starfsmanna í Finn-
landi staðið í viku og engar
horfur eru á að það leysist
bráðlega. Engar viðræður hafa
átt sér stað milli verkfalls-
manna og ríkisstjómarinnar.
Rætt hefur verið um að fyrr-
verandi forseti Alþýðusam-
bands Finnlands yrði skipaður
sáttasemjari en hann hafði ekki
fengist til að taka það starf að
sér þegar síðast fréttist í gær-
kvöldi.
Samgöngur í Finnlandi og. ut-
anríkisverzlunin hafa lamazt af
völdum verkfallsins.
Skip rekast á
við Noreg
I gær var 5000 tonna sovr
ézku skipi siglt í strand á ey
einni við Norður-Noreg. Hafði
það rekizt á þýzkt skip og var
að því komið að sökkva. Reynf
verður að dæla sjó úr skipinu
og ná því út. Þýzka skipið er á
leið til hafnar með gapandi rifu
á kinnungnum.
Mólstaður verkfallsmanna er
málstaður alþýðunnar
Verkfallsmenn finna það
betur og betur með hverjum
degi sem líður að almenningur
í bænum lítur á þeima bar-
áttu sem sína baráttu. Kemur
þetta ekki aðeins fram í hlý-
hug sem verkfallsmenn mæta
hvarvetna hjá almenningi held-
ur og virkum stuðningi. Áður
hefur nokkuð verið sagt frá
slíku, -en í gær komu gömul
hjón, Jóhanna Benediktsdóttir
og Þórður Jónsson, Samtúni 30
með 100 krónur að gjöf til
verkfallsvarðanna, — og appel-
sínur til að hressa sig á verk-
fallsverðinum.
Tillaga Eínarsf Lúðvíks og Gunnars um þingmanna-
nefni fil rannsóknará okurstarfsemi samþykkt
Nefndin verSur kosin á nœsta fundi neSri deildar Alþingis
Neðri deild Alþingis samþykkti í gær einróma tillögu
Einars Olgeirssonar, Lúövíks Jósefssonar og Gunnars M.
Magnúss um skipun þingmannanefndar til að rannsaka
okurstarfsemi.
Virðist svo sem skrif Þjóðviljans og frumkvæði alþingis-
manna Sósíalistaflokksins hafi haft mikil og skjót áhrif
í þá átt að sannfæra menn um nauðsyn rannsóknar.
Lýstu þeir Bjarni Benediktsson og Bjöm Ólafsson nú yfir
brennandi áhuga sínum að uppræta spillinguna í við-
skipta- og fjármálum, hvar sem hún fyndist. Hafði Bjarni
um þetta hin sterkustu orð, nú „fagnaði“ hann tillögunni.
Tillaga þeirra þremenninganna,
Einars, Lúðvíks og Gunnars var
þannig afgreidd sem ályktun
neðri deildar Alþingis með sam-
hljóða atkvæðum. Samkvæmt
henni kýs neðri deild 5 manna
nefnd innandeildarmanna, sam-
kvæmt 39. gr. stjórnarskrárinn-
ar, til þess að rannsaka að hve
miklu leyti og með hvaða móti
okur á fé viðgangist nú, fyrst og
fremst í Reykjavík. Nefndin
skal hafa það vald, sém heimíl-
að er í 39. gr. stjórnarskrár-
innar til þess að heimta skýrsl-
ur af embættismönnum og öðr-
um Að lokinni rannsókn skal
nefndin gefa deildinni ýtarlega
skýrslu um störf sín og niður-
stöðu..
Lýsti forseti, Sigurður Bjarna-
son, yfir því, að nefndin yrði
kosin á næsta fundi deildarinn-
ar.
★
Umræðurnar í gær um þessa
tillögu hófust dálítið spaugilega.
Björn Ólafsson las upp klausu
úr þingfréttum Þjóðviljans og
virtist sárt móðgaður af henni!
Klausan var þannig: „En rétt
áður en að tillögunni kæmi, tók
Bjarni Ben. Björn Ólafsson út
undir vegg í þingsalnum og tal-
aði geyst yfir honum, ómjúkur
á svip. Að því loknu kom Björn
dálítið skömmustulegur til for-
seta og ræddi við hann nokkra
hríð, en forseti brosti svolítið
Framhald á 10. síðu.
Þréttur Siglufirði fagnar bréfi
um vinstri stjórn
Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi í Verkamanna-
félaginu Þrótti á Siglufirði 15. marz 1955:
„Fundur í Verkamannafélaginu Þrótti
15. marz 1955 lýsir yfir samþykki sínu og
ánægju yfir bréfi því, sem stjóm A.S.I.
hefur sent til hinna pólitísku flokka um
samvinnu í þeim tilgangi að mynda frjáls-
lynda ríkisstjóm, sem studd væri af vinstri
sinnuðu fólki í landinu. Telur fundurinn
stjóm A.S.Í. með bréfi þessu vera að fram-
fylgja áskorun og samþykktum verkalýðs-
félaganna í landinu og stefnu þeirri, sem
24. þing A.S.Í. markaði.“
Dagsbrúnarmenn! MætiÖ í verkfallsskrifstofunni í Alþýðuhúsinu!