Þjóðviljinn - 27.03.1955, Qupperneq 4
4) —• ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 27. xnarz 1955
Kuup - Sala
Regnfötin,
" spurt er um, eru fram-
leidd aðeins í Vopna.
Gúmmífatagerðin VOPNI,
Aðalstræti 16.
Matarstell
12 manna, 20 skreytingar,
verð frá 398.00 til 1918.00.
Kaffistell 12 manna, 26
skreytingar, verð frá 207.00
til 97ÖJ)0 Bollapör, margar
íegundir Ávaxtasett, íssett,
vínsett, vínglös, vatnsglös o.
m. fl.
Glervörudeild
Rammagerðarinnar,
Hafnarstræti 17.
Munið kalda borðið
að Röðli. — RöðulL
Nýbakaðar kökur
með nýlöguðu kaffi. —
Röðulsbar.
Fyrst til okkar
Húsgagnaverzlunin
Þórsgötu 1
Munið Kaffisöluna
/
Hafnarstræti 16.
Otvarpsviðgerðir
Radíó, Veltusundi 1.
Sími 80300.
Ragnar Ölafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi. Lög-
fræðistörf, endurskoðun og
fasteignasala, Vonarstræti 12,
sími 5999 og 80065.
Sendibílastöðin b.f.
Ingólfsstræti 11. — Sími 5113.
iOpið frá kl. 7.30-22.00. Helgi-
^ -daga frá kl. 9.00-20.00.
Saumavélaviðgerðir
Skrifstofuvélaviðgerðir
Sylgja.
Laufásveg 19, sími 265«.
Heimasími: 82035.
1395
Nýja sendibílastöðin
Sími 1395
Lj ósmyndastof a
$222»
Laugaveg 12.
Viðgerðir á
rafmagnsmótorum
og heimilistækjum.
Raftækjavinnustofan Skinfaxi
Klapparstíg 30. — Sími 6484.
Sendibílastöðin
Þröstur h.f.
Sími 81148
Teppafilt
kr. 32,00 m. —
Svampgúmmí
kr. 75,00 m. —
Toledo
Fischersundi
Hvað dvelur kaupgjaldssamningana?
Verkalýðsstéttin stendur nú
í harðri baráttu fyrir iþví, að
launakjörum almennings verði
þannig fyrir komið, að launin
nægi til sómasamlegs lífsfram-
færis þeirra er þjóðarauðinn
skapa með vinnu sinni. Kraf-
an er sú, að átta stunda vinnu-
dagur nægi fyrir brýnustu
lífsnauðsynjum svo sem fæði,
klæðum og húsnæði. Þetta er
svo hógvær krafa og sjálf-
sögð að hún ætti að vera hafin
yfir allar deilur. En gegn
þessari sanngjörnu kröfu
standa samtök atvinnurekenda
með ríkisvaldið sem bakhjarl,
og þessir aðilar virðast vera
einsýnir og að sumu leyti blind
ir á þá hluti sem gera verður
ef þeirra eigið þjóðskipulag á
að móta atvinnumál þjóð-
arinnar enn um stund. Eins
og jafnan áður þá er viðkvæði
atvinnurekenda og málgagna
þeirra hið sama nú: atvinnu-
reksturinn ber ekki hærra
kaupgjald. Þessi sami söngur
hefur verið sunginn alla tíð frá
því verkalýðshreyfingin hóf
göngu sína, og fram á þennan
dag.
Nú benda atvinnurekendur
sérstaklega á útgerðina og
segja: þessi atvinnurekstur
þolir ekki hærra kaupgjald.
Útgerðin er nú þegar rekin
með tapi og haldið uppi með
opinberum styrkjum. Þetta er
hálfur sannleikur, alþjóð er
það kunnugt að mikið af út-
gerðinni er rekið með halla,
og haldið út með bátagjaldeyri
og beinum ríkisstyrkjum. En
þetta er aðeins fyrirkomulags-
atriði í þjóðarbúskapnum, en
sannar á engan hátt að út-
flutningsafurðir okkar, fiskur-
inn, iþoli ekki að þeir sem við
hann vinna liafi sómasamleg
lífskjör,
Lítið á þessa höfuðborg ís-
lenzka lýðveldisins, hún er öll
eins og hún leggur sig hyggð
upp fyrir „tapið“ af útgerð-
inni. Dálaglegt tap það. Ann-
ars er vandinn auðleystur að
láta útgerðina sýna gróða í
staðinn fyrir tap, og það ofsa-
gróða, bara ef ríkisstjórn at-
vinnurekendanna þóknaðist
það. Og það er merkilegt hvað
útgerðarmenn eru lítilþægir í
skiptum sínum við heildsala
og ríkisstjórn að láta sér
nægja uppbætur í formi ölm-
usustyrkja á sama tíma sem
útgerðinni ber að taka gróða
af rekstri sínum, og er full-
fær um að sýna góða afkomu,
með hækkuðu kaupgjaldi til
þeirra sem við hana vinna. En
til þess, að þetta sé hægt, þá
verður að snúast gegn sníkju-
£■■■■■■■■■■1
dýrunum sem nú arðsjúga út-
gerðina í gegnum verzlunar-
okur.
Öll olía og benzín sem til
landsins er flutt, er nú keypt
frá Rússlandi og kauþandinn
er íslenzka ríkið, en gjaldmið-
illinn sem olían er greidd með,
er freðfiskur útgerðarinnar.
Var nú ekki eðlilegast að út-
gerðinni hefði verið afhent olí-
an á kostnaðarverði, og geym-
ar olíufélaganna hefðu verið
teknir leigunámi í þessum
augnamiði ? Jú, vissulega hefði
þetta verið rökrétt og eðlilegt.
Ef þetta hefði verið gert þá
þurfti útgerðin engan styrk
lengur, hún stæði undir sér
sjálf. En gegn þessari sjálf-
sögðu ráðstöfun stóðu einka-
hagsmunir allskonar gróða-
brallsmanna, sem hafa hreiðr-
að um sig iíWáfi'TTiffnS' þriggja
olíufélága, þar á meðal eru
nokkrir útgerðarmenn, sem
ekki vilja fyrir nokkurn mun
að útgerðin fái olíuna í sín-
*QÍI
ar hendur, því þeir græða
meira á núverandi fyrirkomu-
lagi. Taka fyrst gróða í gegn-
um hlutafjáreign sína í olíu-
sölu, en fá svo greitt tapió af
útgerðinni úr ríkissjóði. Eg
hef hér tekið olíufélögin sem
dæmi um okur á útgerðinni
vegna þess að þau eru aðgangs
frekustu sníkjudýrin á þessum
atvinnurekstri, en þannig er
hægt að ganga á röðina og
sýna svart á hvítu, að útgerð-
in er rekin með stórfelldum
gróða ár hvert, en svo eru alls-
konar braskarar látnir hirða
þennan sama gróða, en útgerð-
in látin sýna tap.
Það er þess vegna fyrir-
komulagsatriði stjórnarvalda
á hverjum tíma, hvort útgez’ð-
in sýnir tap eða gróða. En
það er hlægileg hagfræði sem
minnir óneitanlega á bræðurna
á Bakka þegar telja á fólki
trú um að ekki sé hægt að
reka nema með styrkjum, þann
atvinnuveg sem stendur undir
Tvö leikrit sem verðskulda athygli — Hin helgu vé
- Hershöfðingjar íslenzku þjóðarinnar — Reisn í
niðurlægingu
í KVÖLD sýnir Þjóðleikhúsið
einþáttungana tvo, Ætlar
konan að deyja og Antigónu.
Bæjarpósturinn hefnr spurt
að aðsókn að leikritum þess-
um hafi ekki verið sem skyldi
og er leitt til þess að vita,
því að vissulega verðskulda
þau bæði ath.ygli, annað létt
og blandið háði, hitt þyngra
í heild, sannur harmleikur.
Gamanleikurinn Ætlar konan
að deyja birtist í heild í ný-
útkomnu Tímariti Máls ,'og
menningar og gefst manni þar
kostur á að kynnast mál-
snilld þýðandans, sem nýtur
sín þó enn betur í ágætri
túlkun leikaranna á sviðinu.
Og Antígóna litla, þeldökka
uppreisnarkvendið, verður 'öll-
um ógleymanleg vegna frá-
bærrar meðferðar Guðbjargar
Þorbjarnardóttur, sem er tví-
mælalaust að verða ein af
okkar allra beztu leikkonum.
Og sameiginlegt háðum þess-
um annars ólíku leikritum er
það, að leiktjöldin í þeim
eru óyenju smekkleg og gefa
þeim þann rétta blæ.
•
SVO HEFUR. Marteinn í Voga-
tungu beðið Bæjarpóstinn fyr-
ir eftirfarandi þanka: —
„Eins pg hpldsveiki eða hvíti-
dauði hinna liðnu ára, eins.eg
óvinir lífsneistans og kærleik-
ans, eins og smán hinnar ís-
lenzku þjóðar, þegar hún
rottaði undir erlendu okí um
langar myrkar aldir. Þannig
er viðhorf íslendingsms í. dag
til erlendra herja og her-
stöðva. — Sagt hefur yerið
að vestur á fjöirðum hafi eitt
sinn erlendir stríðsmenn yiljað
reyna njorðtól sín á íslenzkum
fjallrönum, en .þegar agenter
þeirra lejtuðu álits fólksins á
staðnum.senj hafa skyldi sem
skotmörk morðtólanna, voru
alls staðar fyrir fornhelg vé
innfæddra, sem enginn skyldi
dirfast að saurga.
VIÐ LINDARHJAL og angan
lyngs í lautardragi, í skjóli
hrauns og hlíða Vifilsfells í
stöð Islendingsins, Vífilsstaðir.
Þangað lágu spor margra
ungra manna og kvenna,
þeirra manna og kvenna sem
óvinurinn mikli hvítidauðinn
herjaði, sá óvinur sem engin
atómvopn eða önnur múg-
morðstæki geta sigrað. —
Þarna var barátta hafin, sú
giftudrýgsta, sem gert hefur
íslendinginn stærstan. — Og
þegar þú vinur minn gengur
í þann reit, þá veiztu að sá
staður er heilagt vé, og þú
lýtur höfði af auðmýkt hjart-
ans að tjá þeim hershöfðingj-
um þínum virðingu sem
stærsta sigra hafa unnið fyr-
ir íslenzka þjóð. — Og ennþá
standa Vífilsstaðir sem merki
þess bezta sem unnið hefur
verið af íslenzkum mönnum,
og vei þeim sem dirfist. að
saurga þpu helgu vé.
Á SÓLGULLNUM kvöldum
vordægranna, eftir strit og er-
il starfsins leitar hinn aldni
Reykvíkingur til sinna helgu
minna, og verður þá gjarnan
reikað inn með sjónum, þar
, sem sólin gyllir hvern vog og
hverja vík, og lognaldan
vaggar grænu þangi og gjálp-
ar við svarta hlein. — Og
leiðin inn í Lauganesið reyn-
ist ekki löng þeim sem þar
á sin helgu vé. Og hugur
manna hjúpást helgi þess stað-
,,ar þar'. sem éinn mesti hers-
höfðihgi íslendinga Vann hina
mikiu sigra fyrir sína þjóð.
— Já, Laugarnesið Reykvík-
öllum innflutningi landsmanna
Verkalýðsstéttin er það vel
mönnuð að hún lætur ekki
svona hundakúnstir blekkja
sig. Þó atvinnurekendur og
málgögn þeirra tali um halla-
rekstur atvinnuvega, þá er það
aðeins fyrirkomulagsatriði, og
haggar ekki þeirri staðreynd
að verkalýðsstéttin á réttlætis-
kröfu á hækkuðu kaupi, þ.e.
aukinni hlutdeild í þjóðartekj-
unum, sem hafa farið hækk-
andi með hverju. ári, á sama
tíma og kaupgjald hefur stað-
ið að mestu í stað.
Enda var nú svo komið, að
ógjörlegt var að lifa mannsæm
andi lífi á verkamannakaupi
þó einn til tveir eftirvinnu-
tímar væru unnir á dag. En
átta klukkustunda vinna nægði
ekki til þess að halda hungur-
vofunni frá dyrum verka-
mannaheimilanna, ef þetta
fólk veitti sér þann munað að
búa í húsum og keypti föt til
að hylja nekt sína.
Eg veit um fjölda verka-
mannaheimila sem hafa nú síð-
ustu árin verið að eta upp smá
Framhald á 10. síðu.
ingar. Hugsið yður hina
öldnu silfurhærðu borgara,
með hatt sinn milli handa,
drúpandi höfði í lotning að
votta sínum mikla hershöfð-
ingja Sæmundi Bjarnhéðins-
syni virðingu, þeim mannvini
sem gersigraði einhvern
versta óvin þjóðarinnar, hina
ægiþrungnu holdsveiki. — Og
er að undra þó einhverjum
verði að spyrja yður hátt-
virta borgara og menningar-
frömuð: Eigið þið til orð?
Litið yfir Laugarnesið. Er
hægt að tala um það? Hverj-
ir eru þeir sem sáð hafa er-
lendum hermannapestarbælum
til íbúðar fyrir íslenzkt fólk,
sem drepa niður kjark og
þrótffíslenzkrar æsku, og end-
urvekja sjúkdóma og sýkla?
Hverjir eru þeir sem þannig
svivirða minningu eins hins
bezta íslendings, sem líta
ætti sannhelgan mann ? Hverj-
ir eru þeir sem saurga svo
greypilega hin helgu vé ? Geta
það verið íslenzkir menn?
•
HVAR ER NÚ hin forna gifta
þín Laugarnes? Er niðurlæg-
ing þín fullkomin? Hefur þú
þegar runnið þitt skeið giftu
og sigra? Enn blasa þó við
sjónum manna þín gullnu
sund, og ennþá vaggar logn-
aldan grænum þangbrúskum
og gjálpar við -svarta hlein.
Og er þá allt talið? Nei:
— Mitt í eymd þinni getur að
líta furðusýn. Einn dugmikill
Islendingur yrkir með meitli
og hamri í stein. Og maður
spyr af undrun: Hversvegna
hér? Var þá gifta þín enn
eigi öll ? — Og þegar við horf-
um á þessar hugsmíðar meitl-
aðar í stein, þá opnast fyrir
okkur nýr heimur, og við
eygjum einhverja liiminhróp-
andi reisn, nærri því tak-
markalausa hæð. En kannski
er það niðurlæging þín Laug-
arnes sem skapar þessa sýn?
Og þó — þó eru það þessar
meitluðu hugsýnir í steininn
hans Sigurjóns sem gefa þér
von. — Eftilvill geta engin
ómenni hve illvíg sem þau
reynast drepið þá guði sem
eiga rætur í hjörtum manna.
Kennir þú ekki kvikunnar,
Reykvíkingur?
Marteinn í Vogatungu.“