Þjóðviljinn - 27.03.1955, Page 11
Sunnudagur 27. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erich Maria REMARQUE:
90. dagur
Gráber endurtók uppspuna sinn. Hann sá að Elísabet
var komin framhjá hálfri röðinni. „Hér hefur ekkert
fundizt," sagöi yfirmaðurinn.
„Þetta er ekki annaö en yfirskin,“ sagöi S.S.-maðurinn.
„Eruö þér með skilríki yöar?“
Gráber horfði þegjandi á hann stundarkorn. Hann
sárlangaöi til aö berja hann. S.S.-maðurinn var ekki
meira en tvítugur. Steinbrenner, hugsaði hann. Heini.
Sama manngerö. „Ég hef ekki einungis skilríki, heldur
góö skilríki," sagöi hann loks. „Auk þess er Hildebrandt
S.S.-foringi náinn vinur minn, ef þér hafiö einhvern á-
huga á því.“ ' ‘- '-r •
S.S.-maöurinn hló hæðnjisléga.; auövitað. Og For-
inginn sjáífsagt* líka.“ [ ™ ö{
„Ekki foringinn.“ Elísabét vai* nséstum komin framhjá
röðinni. Gráber dró giftingárvottórðíö upp úr vasa sín-
um. „Komiö meö mér undir götuljósið þarna. Getiö þér
lesiö þetta? Nöfn svaramanna minna. Og dagsetning-
una? í dag eins og þér sjáið. Nokkrar fleiri spurningar?“
S.S.-maöurinn staröi á skjaliö. Yfirmaöurinn leit yfir
öxl háns. „Þetta er rithönd Hildebrandts", sagöi hann.
„Ég þekki hana. Samt sem áöur er ekki leyfilegt aö
ganga hérna. ÞaÖ er bannaö. Við getum ekkert gert við
því. Mér þykir þetta leitt meö brjóstnálina.“
Elísabet var komin framhjá. „Mér líka,“ svaraði Grá-
ber. „Auövitaö höldum við ekki áfram aö leita ef það er
bannaö. Reglur eru reglur.“
Hann gekk hratt af staö í áttina til Elísabetar. En yf-
irmaðurinn vék ekki frá hliö hans. „Ef til vill finnum viö,
nálina. Hvert eigum viö þá aö senda hana?“
„Til Hildebrandts. Það ér einfaldast.“ k
„Ágætt,“ sagði yfirmaöurinn meö virðingu í rómn-
um. „Funduö þér nokkuö?“ spuröi hann Elísabetu.
Hún stárði á hann eins og hún váeri að vakna af
svefni. „Ég var aö segja þessum foringja frá nálinni
sem viö týndum í gær,“ flýtti Gráber sér aö segja. „Ef
hún finnst ætlar hann aö senda Hildebrandt hana.“
„Þökk fyrir,“ svaraði Elísabet undrandi.
Yfirmaöurinn horföi framan í hana og kinkaði kolli.
„Þér getiö reitt yður á það. ViÖ S.S.-menn stöndum við
heit okkar.“
Slísabet leit í áttina til fanganna. Yfirmaöurinn tók.
eftir augnaráöi hennar. „Ef einhver af þessum kvik-
indum hefur fundiö hana, komumst viö áreiöanlega aö
því. Viö skulum leita á þeim svo aö um munar.“
Þaö fór hrollur um Elísabetu. „Ég er ekki viss um að
ég hafi týnt henni hér. ÞaÖ heföi alveg eins getað veriö
lengra inni í skóginum. Ég býst fremur við því.“
Yfirmaöurinn brosti. Hún roönaöi. „Sennilega var þaö
inni í skóginum,“ endurtók hún.
Bros yfirmannsins varð enn breiöara. „Auövitað ná
yfirráö okkar ekki þangað.“
Gráber stóð rétt við tæröa hauskúpu eins fangans.
Hann stakk hendinni í vasann, tók upp sígarettupakka
og um leið og hann sneri sér viö lét hann pakkann
detta til jaröar rétt viö fangann. „Kærar þakkir,“ sagöi
hann við yfirmanninn. „Viö leitum í skóginum á morg-
un. Trúlega hefur hún týnzt þar.“
„Ekkert aö þakka. Hæl Hitler! Og beztu hamingju-
óskir meö giftinguna.“
„Þökk fyrir.“ (
Að elsha ...
... og deyja
Þau gengu þegjandi hliö við hliö þar til fangarnir voru
horfriir sjónum. Eins og flokkur fugla liöu rósrauö og
hvít ský um því nær heiöan himin.
„Ég heföi ekki átt að gera þetta,“ sagöi Elísabet. „Ég
veit þaö.“
„Þaö skiptir engu máli. Þannig er fólk. Þaö er ekki fyrr
sloppiö úr einni hættunni en þaö stofnar sér í aöra.“
Hún kinkaöi kolli. „Þú bjargaöir okkur meö brjóst-
nálinni. Og Hildebrandt. Þú ert afbragðs lygari.“
„Já,“ sagöi Gráber. v,Það er eitt af því sem þjóö okkar
hefur lært til fullnustu á síðast liðnum tíu árum. Og nú
skulum viö fara heim. Ég hef skýlausan', óvéfengjanlegan
rétt til þéss aö flytja inh í íbúö þína. Ég er búinn aö missa
samastaö minn í herskálunum; í dag flutti ég frá Bind
ing; nú langar mig til aö fara heim. Mig langar til að
liggja 'í makindum í rúminu þegar þú æði'r af stáð í
vinnuna eldsnemma í fyrramálið til aö vinna fyrir heim-
ilinu.“
„Ég þarf ekki að fara í verksmiðjuna á morgun.
-’ fékk tveggja daga frí.“
' ,.Og þú hefur ekki minnzt á þetta fyrr?“
',,É| ætláöi’ékki aö ség‘ja þér þaö fyrr en í fyrramáliö.“
Giábér hristi höfuöiö". „Engin launungarmál! Við höf-
um engan tíma fyrir þau. Okkur veitir ekki áf hverri
mínútu til að fagna. Og viö skulum byrja strax. Eigum
viö nóg til morgunveröar? Eða á ég aö fara í leiöangur
til Alfons?“
„Viö eigum nóg.“
„Gott. Viö skulum boröa háværan morgunverð í fyrra-
málið. ViÖ óma Hohenfriedberger marsins ef þú vilt. Og
þegar frú Lieser kemur inn, gagntekin heilagri vandlæt-
ingu, skulum viö reka giftingarvottoröiö upp aö slef-
beranéfinu á henni. Þaö veröur gaman aö sjá upplitið á
henni þegar hún sér S.S.-svaramanninn okkar!“
Elísabet brosti. „Það er ekki víst hún geri neitt veöur út
af því. í fyrradag, þegar hún fékk mér sykurpundiö sem
þú færöir mér, sagði hún allt í einú að þú værir efnilegur,
ungur maöur. Hamingjan má vita hvað orsakaö hefur
þessa skyndilegu breytingu! Veizt þú þaö?“
„Hef ekki hugmynd um þaö. Sennilega spilling. Þaö.
er hitt atriðið sem þjóö okkar hefur lært til fullnustu
undanfarin tíu ár.“
Loftárásin var gerö um hádegi. VeÖrið var milt og
þungbúiö, loftiö rakt og grózkumikið. Það var lágskýjaö
og eldglamparnir frá spfengingunum endurköstuöust
upp í skýin, eins og jörðin varpaöi þeim til baka gegn
ósýnilegum fjandmanni, reyndi að hitta hann meö hans
eigin vopnum og draga hann niöur í eldhaf og eyöilegg-
ingu.
Þaö var hádegi, þegar umferð var mest á götunum.
Gráber var vísaö inn í næsta loftvarnaskýli. Hann bjóst
viö aö þetta yröi ekki annað en hættumerki, en þegar
hann fann fyrstu sprengingarnar fór hann aö troöa
sér gegnum mannfjöldann áleiöis til dyra. Um leiö og
dyrnar opnuöust til aö taka á móti nýju fólki, hljóp
hann út.
„Inn aftur,“ hx-ópaöi vöi'öurinn fyrir utan. „Enginn
má fara út á göturnar! Aðeins loftvarnaverðir.“
Loftleiðir
Frámhald af 1. síðu.
vikudag voru taldar allar horfr
ur á því að slíkir samningar
yrðu undirritaðir þegar næsta
dag.
En á fimmtudag, eftir að
stjórn Loftleiða hafði verið á
fundi með Ingólfi Jónssyni fiug-
málaráðherra að viðstaddri
samninganefnd flugvirkja, lýsti
stjórn Loftleiða yfir því að
henni hefði snúizt hugur; nxj
vildi hún ekki semja. Á þess-
um fundi lýsti Ingólfur yfir því
að aðstaða Loftleiða — hvort
það félag lifði eða dæi — skipti
ekki svo miklu máli að rík-
isstjórnin sæi ástæðu til þess
að skerast í leikinn og reyna
að tryggja samninga strax. 1
annan stað sagði hann að
Vinnuveitendasambandið myndi
banna sérsamninga og ríkis-
stjórnin myndi e.t.v. einnig
gera sínar ráðstafanir ef farið
yrði inn á þá braut. Var þetta
skilið sem hótun um að ríkis-
stjórnin mýndi neita;að tryggja
félaginu ábyrgð fy.rir láni þl
flugvélakaupa ef samið yrði yiö
verklýðsfélögin.
Jafnhliða þessum hótunum og
þessu ofbeldi munxi svo vinnu-
veitendur hafa boðið stjórn
Loftleiða að bæta það tjón sem
félagið yrði fyrir af stöðvun-
inni úr milljónasjóðum sínum
— sem m.a. eru fengnir með
framiögum á Keflavíkurflug-
velli.
Á sama liátt og þannig er
búið að kúga og múta Lóft-
leiðum til þess að falla frá
beiðni sinni um samninga er
nú verið að reyna að neyða
þá atvinnurekendur sem und-
anfarið hafa verið að gera sér-
samninga við Iðju til að svikja
samninga sína.
Tveir stólar í einum
Á síðustu árum hefur mikið
verið gert að því og að ærnxi
tilefni að brýna fyrir húsmæðr-
um að sitja við eldhúsverkin
X.
að svo miklu leyti sem xmnt er;
og sá ' hugsunarháttur virðist
að hverfa úr sögunni að það
sé ómyndarskapur og leti að
sitja í eldliúsinu við vinnu sína.
Fyrir nokkru var hér í Heimil-
isþœttinum sýnd mynd af eld-
húströppum sem einnig mátti
nota sem hátt sæti til að tylla
sér á við eldhúsborð.
Nú hefur Heimilisþátturinn
haft spurnir af nýrri gei'ð stóls
sem lxefur m.a. þéssu hlutverki
að gegna. Stóll þessi er smíð-
aður í Húsgagnágerð Björns
Gunnlaugssonar, Hverfisgötu
125, og er fyrirm>>ndin finnsk.
Eins og sést á meðfylgjandi
mynd er stóllinn Ijós og léttur
að gerðt bakið fremfir lágt,
þannig að það styður þægilega
við mjóbakið þegar setið er
beint á sætinu. En það er bak-
ið sem hefur tvöföldu hlut-
verki að gegna. Það leikur á
ás, þannig að það er hreyfan-
legt og á það má tylla sér
þegar verið er að vinna við
eldhúsborð, sem ei'u hærri eiv
svo að venjuleg stólhæð komi
þar að gagni. Á hinni myndinni
sést hvernig nóta má bakið
sem sæti.
Það er ástæða til að vekja
athygli á þeim hentugum nýj-
ungum sem íslenzkur hús-
gagnaiðnaður liéfur upp á að
bjóða. Stóll sá sem hér hefur
verið minnzt á, hefur þann
kost að liann hentar vel í litl-
um húsakynnum. Hann er léít-
ur og fyrirferðarlitill, gegnir
hlutverki hins venjulega eld-
hússtóls, bakið kemur í stað
háa eldhússtólsins og loks er
hann nógu snotur til þess að
geta sómt sér í stofu ef hörg-
ull er á sætum þar.
El' hveitihristirinn manns
springur eða eyðileggst er
hægt að nota í staðinn sultu-
glas með loki. Það gerir alveg
sama gagn.
Rúllutertiir vilja oft brotna
þegar þær eru vafðar upp.
Þær verða meðfærilegri ef kart-
öflumjöl er notað í deigið í
staðinn fyrir lxveiti. 50 g af
kartöflumjöli koma í stað 80 g
af hveiti.
Skipskex
Ur 2 þeyttum eggjum, 500 g
hveiti og svo miklu x'atni að
hfegt sé að hnoða deig, er gert
deig sem síðan er flatt þykkt
út og stungið út undán allstóru
glasi. Kexið síðan gatað ýel
ineð prjóni eða gaffli og bakað
Ijósgulbrúnt við vægan hita.