Þjóðviljinn - 24.04.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.04.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. apríl 1955 (MðOVILJINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurimi. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Próttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði J Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. v____________________________________________ J llfa fengnar milljónir aaðmannanna duga þeim ekki til ssgurs Verkfallsins, sem nú er háð, mun minnzt í sögu íslenzkr- ar verkalýöshreyfingar sem einnar mestu þolraunar í , stéttabaráttu reykvískra verkamanna. Minnisstætt verður kjarkur og þrek verkfallsmanna, æðruleysiö og festan 1 framkvæmd svo langvarandi og örðugrar vinnudeilu. Bardagaaöferð andstæðinga verkalýðsins hefur verið auðskilin. Með ríkisstjórnina að baki og fjáraustur er- lends valds til stuðnings hefur auðburgeisaklíkan sem ræður Vinnuveitendasambandinu og Sjálfstæðisflokknum reynt að svelta verkamenn til hlýðni, draga verkfallið svo á langinn aö varnir verkamannaheimilanna bresti, bar- áttuþrekið sljófgist og hægt verði áð lama verkalýðs- hreyfinguna. Sömu aðferö var beitt í Vestmannaeyjum í vetur, og hún varð áberandi og augljós, þegar þessi of- stækisfulla afturhaldsklíka stöðvaði kaupskipaflotann vegna lagfæringar á kaupi fáeinna lágt launaðra starfs- manna. En í hvorugt skiptið dugði afturhaldinu aðferðin til sigurs. Blöð þessarar klíku, Morgunblaðið og Vísir, hafa ekki dulið hlakkandi ánægju sína meö þáð, hve skammt verk- 'fallssjóðurinn næði, þegar verkfallið lengdist eins og raun er orðin á. Talsmaður ofstækisklíkunnar á Alþingi, Bjarni Benediktsson, hefur líka hlakkað yfir því, hve ónógt fé verkamenn hefðu milli handa. Þetta verður þeim mun ó- svífnara sem vitað er að í þessu verkfalli hafa burgeisa- klíkur Sjálfstæöisflokksins ausið óhemju fé í herkostnað- inn gegn alþýðu manna, og það svo miklu að ljóst er aö þar er ausið af erlendum sjóðum. Þó verða það verkamenn, sem sigva. Gegn milljóna- austri innlendra og erlendra auðmanna setja verkamenn þrek sitt og samheldni, gegn hlakkandi ögnmum Bjarna Ben„ Vísis og Morgunblaðsins efla verkamenn samhjálp sína og einingu. Og einhuga verður verkalýðshreyfingin ckki sigruð. ' Árásin á Kópavogsbúa Vigfús Guömundsson birtir í gær grein í Tímanum og dregur þar á skýran hátt fram kjama Kópavogsmálsins. Hann segir: „Eg tel ofbeldiskennt aö ryðja nýlega tvíkosinni, lög- legri stjórn hreppsins úr vegi meö lagasetningu frá lög- gjafarþingi þjóðarinnar. Þaö sé tæplega forsvaranlegt í lýðrœðislandi og með því sé gefið hœttulegt fordœmi fyr- ir ókominn tíma.“ Þetta er hárrétt mat. Hið furðulega tilræði við íbúa Kópavogshrepps stafar ofur einfaldlega af því að auö- mannaklíka íhaldsins og dindlar hennar í Framsókn og Alþýðuflokknum þola ekki að vinstri menn fari með stjórn á nokkrum stað, jafnvel þótt þeir hafi verið tvíkosnir af öruggum meirihluta íbúanna. Kópavogsmálið er árás á lýðræði og almenn mannréttindi. Og aðferðir afturhalds- manna hafa verið 1 samræmi við það. Þeir hafa lýst yfir því að undirskriftasmölun skuli koma í stað almennra leynilegra kosninga, og þeir hafa hótaö því að vilji íbú- anna sjálfra skuli að engu hafður. Árásin á Kópavogsbúa er þannig könnun afturhaldsins á því hversu langt það getur vogað sér. Þetta er því engan veginn neitt sérmál Kópavogsbúa, heldur varðar það þjóðina alla. Takist afturhaldinu árás- in á Kópavog mun það halda áfram á sömu braut; nýir og nýir staðir munu verða fyrir valinu og hiklaust stefnt aö því að koma á suðuramerísku stjómarfari, en þaö er æðsta hugsjón Sjálfstæðisflokksins eins og Tíminn hefur lýst á skilmerkilegan hátt. Það hvílir því mikil ábyrgð á Kópavogsbúum í dag. Á þessum degi hafa þeir vald til þess að hnekkja árás íhaldsins í þágu sveitarfélags síns og jpjóðarinnar allrar. SKAK Ritstjóri; Guðmundur Arnlaugason GeUer gegn Smisloff HÉR fara á eftir fimm fyrstu skákirnar úr einvígi þeirra Gellers og Smisloffs um skákmeistaratign Sovét- ríkjanna. Eins og áður hef- ur verið skýrt frá hér í Smlsloff Geller blaðinu varð röð fjögurra efstu manna á mótinu þessi: 1.-2. Geller og Smisloff, 3.- 4. Botvinnik og Spasskí. Ekki hafa enn borizt nánari fréttir frá þessari hörðu keppni, nema hvað þar slapp aðeins einn taplaus í gegn, en það var enginn þeirra fjögurra sem hér voru nefndir. Botvinnik tapaði bæði fyrir Geller og Smis- loff. Þegar síðast fréttist voru fimm skákir tefldar af einvíginu og stóðu félagarnir þá enn jafnir. 1. skákin. (Tefld 5. apríl). Hvítt: Smisloff. Svart: Geller. 1. d4 Rf6, 2. c4 e6, 3. Rc3 d5, 4. Bg5 Be7, 5. e3 0—0, 6. cxd Rxd5, 7. Bxe7 Dxe7, 8. Rxd5 exd, 9. Bd3 c5, 10. Re2 Rc6, 11. dxc d4, 12. exd Rxd4, 13. 0—0 Bg4, 14. f3 Rxe2t 15. Dxe2 Dxc5| 16. Df2 Dxf2t 17. Hxf2 Be6, 18. Be4 Halb8, 19. Hd2 Hfd8, 20. Hadl Hxd2, 21. Hxd2 Kf8, 22. a3 Ke7, 23. Kf2 b6, 24. Hc2 Hc8. 2. skákin. (Tefld 6. apríl) Hvítt: Geller. Svart: Smisloff 1. Rf3 d5, 2. c4 c6, 3. d4 Rf6, 4. Rc3 dxc, 5. a4 Bf5, 6. e3 e6, 7. Bxc4 Bb4, 8. 0—0 Rbd7, 9. De2 0—0, 10. e4 Bg6, 11. Bd3 He8, 12. Bf4 Bh5, 13. e5 Rd5, 14. Rxd5 cxd, 15. Hfcl a6, 16. De3 Db6, 17. Rd2 Hec.8, 18. Rb3 Be7, 19. Dh3 Bg6, 20. Bxg6 hxg, 21. Dd3 Db4, 22. Bd2 Hxclt 23. Rxcl. Jafntefii. 3. skákin. (8. apríl 1955) Hvítt: Smisloff. Svart: Geller. 1. d4 d5, 2. c4 e8, 3. Rc3 Rf6, 4. Rf3 Be7, 5. cxd exd, 6. Bf4 c6, 7. Dc2 g6, 8. e3 Bf5, 9. Bd3 Bxd3, 10. Dxd3 Rbd7, 11. h3 0—0, 12. 0—0 He8, 13. Habl a5, 14. Dc2 Bf8, 15. a3 Rb6, 16. Re5 Rfd7, 17. Rd3 Rc4, 18. Hbdl f5, 19. Hfel Df6, 20. Bh2 Df7, 21. a4 Hac8, 22. Rbl De7, 23. Rd2 Rxd2, 24. Dxd2 Ha8, 25. Dc2 Rb8, 26. Re5 Df6, 27. Db3 Bb4, 28. He2 Ra6, 29. Khl He7, 30. Hcl Bd6, 31. Rd3 Bxh2, 32. Kxh2 Dd6t 33. g3 Rb4, 34. h4 Rxd3, 35. Dxd3 Db4, 36. Hal li5, 37. Hc2 Ha6, 38. Kg2 Hb6, 39. Ha2 Dd6, 40. Hc5 Ha6, Skákin fór í bið. 41. Ha3 De6, 42. Hal De4t 43. Dxe4 fxe, 44. Hbl Hf7, 45. b3 Kf8, 46. Hfl Hf3, 47. Hbl Ke7, 48. b4 axb, 49. Hxb4 bo, 50. Hc2 bxa, 51. Ha2 a3, 52. Hb3 Hf8, 53. Haxa3 Hxa3, 54. Hxa3 Kd6, 55. Ha7 Hf6, 56. Ha8 Ke7, 57. Hg8 Kf7. Jafntefli. — Staðan iy2:iy2. 4. skákin. (11. apríl 1955) Hvítt: Geller. Svart: Smisloff. 1. d4 d5, 2. c4 c6, 3. Rf3 Rf6, 4. Rc3 dxc, 5. a4 Bf5, 6. e3 e6, 7. Bxc4 Bb4, 8. 0—0 Rbd7, 9. De2 0—0, 10. e4 Bg6, 11. Bd3 Bh5, 12. e5 Rd5, 13. Bd2 c5, 14. Hfdl cxd, 15. Rxd5 Bxd2, 16. De4 g6, 17. g4 exd, 18. Dxd4 Bxg4, 19. Dxg4 Bh6, 20. Bb5 Rc5, 21. Bc4 Dc8, 22. Dxc8 Haxc8, 23. Hxd5 Hfd8, 24. Hadl Hxd5, 25. Bxd5 Kf8, 26. Hd4 Hd8, 27. b4 Ra6. Jafntefli. — Staðan 2:2. 5. skákin. (13. apríl 1955) Hvítt: Smisloff. Svart: Geller. 1. d4 Rf6, 2. c4 g6, 3. g3 c6, Framhald á 11. síðu. /-------------------------------------------------------- Kveðja til verkfaIIsvarðanna í>ið standið á verði um störf ykkar kjör og rétt. Það er stundum svalt á bersvæði um vetramótt. Og: auðgiimtir veslingar vega að eigin stétt, verkfæri þeirra sem arð ykkar hafa sótt og bíða þess fagnandi að börn ykkar svelti heima og björgina skorti — því megið þið aldrei gleyma. Þlð standið á verði, en standið ei einir samt, það er styrkur í samhug fólksins um alit þetta land. Það veit að þlð sigrið saman — með þolgæði tamt. Samtök og eining er traustasta verkalýðsband, sem engiim fær slitið — er öreigans helgasti vaður. Og ættjörðin blessi þig, vökuli alþýðumaður. SÁMHERJI V._______________________________________________________/ Píanótónleikar Þórunnar Jóhannsdóttur í Austurbæjarbíói fóru fram einkar ánægjulegir tónleikar síðastliðið þriðjudagskvöld, — píanótónleikar Þórunnar Jó- hannsdóttur, sem hefur brugðið sér heim frá námi og notar jafn- framt tækifærið til að láta til sín heyra opinberlega. Það er vissulega fágætt að heyra fimmtán ára ungling flytja á enn eftir að ná fullum list- artökum á verkum þessa tón- skálds. Mjög vel fóst henni túlkun þriggja laga eftir De- bussy. Það er engum blöðum um það að fletta, að Þórunni hefur farið mikið fram, síðan hýp lék hér seinast opinberlega, haust- ið 1953. En eins og að líkum lætur er þessi unga listakona ekki ennþá fullþroska í list sinni. Hamingjunni sé lof, 4igg- ur manni við að segja, því að á meðan svo er, má maður þó alltaf eiga þess von að fá að gleðjast yfir nýjum framförum • hvert sinn er hún efnir til nýhra hljómleika. B. F. KVEÐJUHLJOMLEiKAR píanóverk meistaranna af því- , ^ hkri list og leikni sem Þor- unn gerði þetta kvöld. Það er auðheyrt, að hún hefur hlotið ágæta kennslu, enda nýtur hún þess, að hún fór mjög snemma að fást við þetta hljóðfæri. En þetta tvennt myndi þó ekki endast henni til þess árangurs, sem hún er búin að ná, ef ekki kæmi líka til rík tónlistargáfa, er birtist í furðuþroskuðum skilningi á þeim tónverkum, sem hún velur sér til flutnings. Einna bezt kom þetta fram í hinu fræga tónverki „Cha- conne í d-moll“ eftir Bach í búningi Busoni og næsta verki á eftir, „32 tilbrigðum í c-moll“ eftir Beethoven, sem líka er í raun og veru nokkurskonar „chaconne". Bæði þessi verk voru flutt af undraverðum þrótti, öruggri tækni og tónlist- arsmekkvísi. Chopins-lögin síð- ast á efnisskránni tókust ekki fyllilega eins vel, þó að varla verði sagt, að þar hafi neitt beinlínis mistekizt. En Þórunn Klukkan hálf tólf annað- kvöld koma allir færustu djassleikarar bæjarins saman í Austurbæjarbíói, til að kveðja þar með blæstri og söng vin sinn og félaga Gunnar Ormslev, en hann er senn á förum, og ætlar að blása með Sví- um í framtíð- nni. Gunnar com hingað leim frá Dan- nörku að oknu stríðinu, jg hefur síðan verið mesti Ijasskappi Is- lands, enda hafði hann á unga aldri byrjað að hlusta á grammófón af alúð og kostgæfni, og kynnt- því snemma leik meistaranna. Svo fór hann að æfa sig á saxófón, og af því að honum var djassinn í blóð borinn, var ekki að sökum að spyrja. — Gunnar hefur nú í áratug skemmt íslenzkum djassunn- endum með leik sínum, en nú hafa Svíar frétt af honum og boðið honum að koma og spreyta sig í eitt ár eða svo með færustu mönnum sínum á þessu sviði. Svíar eru nú fremstir djassmenn í Evrópu, og sjálfsagt mun Gunnar læra sitthvað fallegt hjá þeim, en ekki er ómögulegt að hann geti kennt þeim eitthvað í staðinn. — Gunnar Ormslev verður auðvitað heiðursgest- ur á hljómleikunum annað- kvöld, og eflaust fjölmenna djassunnendur í Austurbæjar- bíó til að hlýða á kveðjubopp hans. — Við óskum honum góðrar ferðar, frægðar og frama. —• JMÁ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.