Þjóðviljinn - 24.04.1955, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erich Maria REMARQUE:
Að elsha...
• • . og deyjja
109. dagur
vél. Gráber leit inn á milli súlnanna og inn í göngin.
Vörðurinn hafði haft rétt fyrir sér, kynin vom aðskilin.
Að sunnanverðu sváfu áðeins konur.
Þegar hann kom til baka vaknaöi Elísabet. Hún virtist
hvíld og endurnærö; var ekki föl og guggin eins og and-
litin sem hann hafði séð inni í göngunum. „Ég veit hvar
þú getur þvegið þér,“ sagði hann. „Farðu þangað áður en
þrengslin byrja. Trúarfélög hafa ævinlega ófullnægjandi
hreinlætisaöbúnað. Komdu, ég skal vísa þér á baðher-
bergi kirkjufeöranna."
Hún hló. „Vertu hér kyrr og líttu eftir kaffinu, annars
hverfur það. Ég finn baðherbergið sjálf. Hvaða leiö á ég
að fara?“
Hann sagði henni það. Hún gekk yfir garðinn. Hún
hafði sofiö svo vært að kjóllinn hennar var því nær ekk-
ert kryplaður. Hann horföi á eftir henni og elskaöi hana
mjög mikið.
„Svo aö þér eruð að elda í garði Drottins!“ Guðrækni
kirkjuvöröurinn var kominn á vettvang í flókaskónum
sínum. „Og það sem verra er, undir styttunni af hinni
sorglegu þyrnikrýningu!11
„Hvar er sú gleðilega? Mér er sama þótt ég fari þang-
að.“
„Þetta er heilög jörð. Sjáið þér ekki að kirkjufeöurnir
eru grafnir þarna fyrir handan?“
„Ég hef fyrr eldaö í kirkjugarði,” sagði Gráber. „En
segið mér hvert viö eigum að fara. Er eitthvert mötuneyti
eða eldhús hér?“
„Mötuneyti?“ Vörðurinn smjattaði á oröinu eins og
skemmdum ávexti. „Hér?“
„Það væri ekki afleit hugmynd."
,,Ef til vill ekki fyrir heiðingja eins og yður! Sem betur
fer er til fólk sem hugsar öðru vísi. Veitingahús í garði
Krists! Hvílíkt guölast! “
„Það er ekki svo mjög mikiö guðlast. Kristur mettaði
fimm þúsundir manna á nokkrum brauöhleifum og fisk-
um eins og þér ættuð að vita, En hann var ekki yfirlætis-
fullur hrokagikkur eins og þér! Og burt meö yöur! Þaö
eru stríðstímar, ef þér hafið ekki vitaö þaö fyrr.“
„Ég skal skýra séra Biedendieck frá helgispjöllum
yðar! “
„Það skuluð þér gera! Hann fleygir yður út, skriðdýr-
ið yðar!“
Kirkjuvöröurinn gekk til baka, ofsareiöur og meö vand-
lætingarsvip í flókaskónum sínum. Gráber opnaöi kaffi-
pakka, arf eftir Binding, og þefaði af innihaldinu. Þáð
var baunakaffi. Hann fór að útbúa þaö. Ilmurinn breidd-
ist út. Svefndrukkið andlit birtist framundan legsteini
og maðurinn þefáði út í loftið. Síðan hnerraði hann, reis
á fætur og kom nær. ,,Fær maöur bolla?“
„Burt með þig,“ sagöi Gráber. „Þetta er hús Guðs;
hér eru ekki gefnar ölmusur, aöeins tekiö við þeim.“
Elísabet kom til baka. Hún hreyfði sig léttilega og
mjúklega. „Hvar náðirðu í ekta kaffi?“ spuröi hún undr-
andi.
,,Það er frá Binding. Við veröum áö flýta okkur aö
drekka það, annars fáum viö öll súlnagöngin yfir okkur.“
Sólin fór að skína á styttuna af hinni sorglegu þymi-
kx-ýningu. Skammt frá var blómabeö, þakið fjólum. Grá-
ber tók brauð og smjör upp úr bakpoka sínum Hann skar
brauðið með vasahnífnum sínum og smurði sneiðarnar.
„Ósvikið smjör,“ sagði Elísabet. „Líka frá Binding?“
„Allt. Það er undarlegt — hann gerði mér ekkert nema
gott og mér geöjaöist í rauninni aldi'ei að honum.“
„Ef til vill var hann þess vegna svo góður viö þig. Þaö
kemur stundum fyrir.“
Elísabet settist við hliðina á Gráber. „Þegar ég var sjö
ára dreymdi mig um aö lifa'svona lífi.“
,,Og ég vildi verða bakari.“
Hún hló. „Þess í stað ertu oi'öinn birgðavörður. Hvaö
er orðið framorðið?“
„Ég skal taka saman dótið og fylgja þér í verksmiöj
una.“
„Nei. Við skulum vei'a hérna í sólinni eins lengi og við
getum, Það tekur of langan tíma aö taka saman dótið og
koma því í geymslu riiðri. Súlnagöngin eru troðfull af
Stjórn Diems í S-
Vietnam að falla
Binh xuyen 09 Hoa hao haína öllum txl-
mælum hans um samvinnu
Ófriðlega horfir nú í Saigon, höfuöborg Suöur-Vietnams,
og búast má við að stjórn Ngo Dinh Diems hrökklist frá
völdum áður en langt líður.
Vopnahléi því, sem stjórnin
og sértrúarflokkarnir Binh
xuyen og Hoa hao sömdu með
sér, lauk fyrir fjórum dög-
um og síðan hefur verið búizt
við að upp úr syði í höfuð-
borginni. Til árekstra hefur
komið, en þeir hafa enn ekki
verið alvarlegir.
Ngo Dinh Diem forsætisráð-
herra hefur hvað eftir annað
beðið sértrúarflokkana um að
láta af andstöðu sinni gegn
stjórn hans og heitið þeim
ýmsum fríðindum í staðinn. I
gær höfnuðú sértrúarflokkanir
síðnstu -tilmælum Diems um
samninga og er því búizt við,
að brátt muni draga til úrslita
^jú Enlæ
Framhald af 5. síðu.
friðsamlega sambúð, en þeir
byggjast á fimm grundvallar-
reglum, sem fjalla um gagn-
kvæmt traust, samskipti á jafn-
réttisgrundvelli og loforði um
að hlutast ekki til um innan-
landsmál hvors annars. Sagðist
hann fús til að hitta Eden for-
sætisráðherra Bretlands og
gera við hann slíkan samning. en
Bandungráðstefnunni á að
ljúka í dag. í gær hafði enn
ekki náðst fullt samkomulag um
ályktunina um friðar- og ör-
yggismál, en samkomulag varð
eftir þriggja klukkustunda fund
í gær um ályktun, þar sem
krafizt er að öllum Asíuríkjum
verði veitt aðild að SÞ og Asíu-
ríkin fái fleiri fulltrúa í Ör-
yggisráði SÞ. Öll ríki ráð-
stefnunnar lýstu í gær yfir
stuðningi sínum við kröfur Ar-
abaríkisins Jemens til brezku
nýlendunnar Aden.
og efast enginn um að Diem
muni bíða lægri hlut í þeim
viðskiptum.
Hann tilkynnti í gær, að
hann hefði ætlað sér að efna til
almennra þingkosninga í Suður-
Vietnam innan fjögurra mán-
aða. Er það skemmri frestur en
settur var í vopnahléssamning-
unum í Genf, þar sem áltveð-
ið var að kosningar skyldu fara
fram í báðum hlutum landsins
í júlí næsta ár.
Súezskurðui'
lokaður
Brezkt 19.000 lesta skip, sem
flutti 1600 hermenn, strandaði
í gær í Súezskurðinum og hef-
ur öll umferð um skurðinn
teppzt. Margir tugir skipa biðu
í gær báðum megin skurðarins,
en búizt var við að hægt yrði
að ná út hinu strandaða skipi
í nótt sem leið.
Skákin
Framh. af 6. síðu
4. Bg2 d5, 5. Rd2 Bg7, 6. Rgf3
0—0, 7. 0—0 Re4, 8. b3 c5, 9.
Bb2 Rxd2, 10. Dxd2 dxc, 11.
bxc cxd, 12. Rxd4 Rc6, 13.
Hfdl Rxd4, 14. Bxd4 Dxd4, 15.
Dxd4 Bxd4, 16. Hxd4 Hb8, 17.
c5 Be6, 18. Ha4 a6, 19. Hbl
Hfd8, 20. h4 Bd5, 21. Bxd5
Hxd5, 22. Hxa6 Hxc5, 23. Ha7
Hc2, 24. Kfl Kf8, 25. a4 Ha2,
26. 13 b5.
Jaíntefli. — Staðan: 2þ2 '■%Y&
Neðra Saxland
Framhald af 1. síðu.
Flóttamannaflokkurinn 18.
Flokkur Adenauers, Kristilegi
lýðræðisflokkurinn, hefur 35
þingmenn og Frjálsi lýðræðis-
flokkurinn 14. Kommúnistar hafa
2.
Talið er líklegt að sósialdemó-
kratar muni auka fylgi sitt á
kostnað stjórnarflokkanna. Boð
Sovétríkjanna um að veita Aust-
urríki fullveldi og aflétta her-
náminu hefur opnað augu
margra í Vestur-Þýzkalandi fyr-
ir því, að samningar séu heilla-
drýgri en vígbúnaður og stríðs-
undirbúningur.
e n i n
Framhald af 7. síðu.
á þessu tímabili ekki annað en
þjáningarfullar fæðingarhríðir
hins nýja. Undir fána Lenins
verður brautin brotin til endá.
Þess. vegna verður Lenins
bezt minnst með því að festa
sér vel i minni orð Stalins:
„Minnizt Lenins, kennara
okkar og leiðtoga, kynnið ykk-
ur verk hans með ást og kost-
gæfni
Skjótið ykkur aldrei -undan
smámununum í hversdagslegu
starfi, því hið smáa skapar hið
mikla. Þetta er eitt af því sem
mest er um vert í arfi Lenins.“
INGÓLFS
APÓTEK
er flutí í Aðalstræti 4
gengið inn frá
Fischersundi
Ný belti fyrir lítinn pening.
Taubeltin sem nú eru mjög í
tízku hafa þann kost að hægt
er að sauma þau sjálfur án mik-
ils tilkostnaðar. Hægt er að fá
skemmtilegar og fallegar spenn-
ur og annað dinglumdangl til
að lífga upp belti. Breiðu belt-
in setja sem nýjan svip á kjól
sem er ekki lengur mátulegur í
mittið. Ef beltið er sniðið, þannig
að það sé breiðara að aftan og
í hliðunum en að framan er það
mjög grennandi, en hylur saum-
inn ekki mjög vel nema að aft-
an. Beinu beltin hlífa betur en
eru ekki eins grennandi. Dopp-
ótt eða mynstruð belti eru fal-
leg við einlitan kjól. Mjóu beltin
með tveim spennum hylja enga
ágalla en eru aðeins til skrauts.
Belti með laufaskurði eða tökk-
um að neðan eru nú mjög að
ryðja sér til rúms.
Næstum öll nýju beltin eru að-
skorin og til þess ætlazt að efri
hlutinn sé í mittið en beltið ann-
ars fyrir neðan mitti. Síðast en
ekki sízt ber að nefna beltis-
skrautið. Hægt er að kaupa stakt,
gyllt skraut og sauma það á
beltið eða láta slá gyllta nagla á
beltið. Stórar similispennur eru
líka mjög vinsælar og sama er
að segja um perlur sem saumað-
ar eru á beltishólkana. í þetta
síðasta er hægt að nota afgang
af gamalli perlufesti og þá er
þetta ódýr skreyting.
Siifsi á kjói-
unum
Stóru skrautslifsin sem notuð
voru við kjóla í fyrra eru aftur
notuð á vortízkunni í ár. Slifsin
eru stærri og breiðari en venju-
leg herraslifsi, því miður mætti
segja, því að annars væri tilvalið
að taka slifsi bóndans trausta-
taki. En karlarnir ættu ekki að
hrósa happi of snemma, því að
sum slifsanna bera mjög keim
af herraslifsum og þau eru not-
uð við fínar, léttar blússur og
dagkjóla.
TIL ÞESS að komast hjá við-
brenndum mjólkurgrautum er
gott að skola pottinn úr söltu
vatni áður en hann er notaður.
Líka er hægt að sögn bakara
nokkurs að strá þunnu sykurlagi
á botninn, og það er talið reyn-
ast mjög vel. Sykurinn leggst
eins og þunn himna yfir botninn
og grauturinn eða vellingurinn
brennur ekki við.