Þjóðviljinn - 30.04.1955, Page 4

Þjóðviljinn - 30.04.1955, Page 4
4.) — WÓÐVILJINN—Laugardagur 30. apríl 1955 þlÓOVIUINN I títjfafandl: Bameiningarflokkur alþýðu — Sósiallstaflokkurinn. Rltstjórar: Magnúa Kjartans3on, Sigurður Guðmundsson (&W Fróttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- xnundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. I Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðusti* 19. — Sími 7600 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. éintakið. Prsntsmiðja ÞJóðvlljans h.f. Sigur til sóknar íhaldxð jólar hrakforir sínar Það var mjög fróðlegt að sjá Morgunblaðið í gær. Á því sést greinilega að íhaldið gerir sér nú Ijóst að það nýtur almeimra óvinsælda vegna afstöðu sinn- ar til kjarabaráttu verklýðs- félaganna. I»að þorir þess vegna ekki að ympra á neinum árásum á verkfallsmenn í sam- bandi við iausnina á verkföll- unum, og lætur hjá líða sinn venjulega utreikning um það að kjarabarátta „borgi sig ekki“. í staðinn leggur það tvívegis á- herzlu á það að Ólafur Thors hafi lagt sig mjög i líma í samningimum, og geftir í skyn að áhugamál hans hafi verið að hiutur verkamanna yrði sem beztur og beri þeim að þakka honum þann mikilvæga sigur sem vannst! Oft hefur maður séð ihaldið reyna að ræna málum sem njöta almenningshyUi, en skyldi þessi tUraun ekki vera óskamm- feilnust af þeim öllurn? í sex vikur hefur Sjálfstæðisfiokkur- inn undir formennsku Ólafs Thors farið hamförum gegn verkfallsmörmum, atað þá auri í blöðiun sínum og látið sóá óhemjulegum fjárfúlgum iii þess að buga alþýðusamtökin. Og svo segir Morgunblaðið að Ólafur Thors hafi aldrei átt annað áhugamál en það að greiða fyrir samningum! En það var ekki heldur hægt að fá athyglisverðari yfirlýs- ingu um það að íhaldið hefur beðið herfileigan óaig'ur, að fylgið hrynur af því; nú á að reyna að aka segluni eftir vindi þegar allt er orðið um seinan. Verkalýðshreyfingin hefur unniö mikinn sig-ur, eftir lang-vinna og erfið'a en glæsilega baráttu, Hún hefur fengið 17.1% hækkun í .sinn hlut, bæði í beinum kaup- hækkunum og stórfelldum réttarbótum sem hafa verið baráttumál verklýöshreyfingarinnar frá upphafi vega. Þessi árangur er sambærilegur því sem náðist í verkföll- unum 1944, þegar sókn alþýðusamtakanna reis sem hæst, en þá fékkst 16.6% hækkun. Þótt engum detti í hug aö verklyðshreyfingin hafi heimt það sem henni ber — og það gerir hún ekki fyrr en hún fær völdin í sínar hendur — er sú staðreynd óvéfengjanleg að þetta er einn mikil- vægasti sigur sem unnizt hefur í sögu íslenzkra alþýðu- samtaka. Forsendur þessa sigurs er víða að finna, en einn mikil- vægasti áfanginn að markinu voru atburðir þeir sem gerðust á Alþýðusambandsþinginu í vetur, er vinstri menn tóku höndum saman og hröktu agenta atvinnurekenda úr forustu verklýðshreyfingarinnar, en um sömu mundir tóku einingarmenn forustuna í Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna í Reykjavík. Alþýðusambandsþing lagði for- ustu sinni einróma þær skyldur á herðar að hefja virka kjarabaráttu, og það líða ekki nema nokkrir mánuðir frá því að sú samþykkt er gerð og þar til sá árangur er feng- ánn sem nú er fagnað. Þó hefur forusta Alþýðusambands- ins ekki verið slík á undanförnum ámm, að ekki þurfi meira en nokkurra mánaða átak til þess að hnekkja þeirri niöurlægingu. Þá hefur samheldni verkfallsmanna verið með miklum ágætum; þar hefur staðið hlið við hlið faglært verkafólk og ófaglært í verkföllunum, framkvæmd þeirra og samn- ingunum sjálfum og aldrei komið upp neinn ágreiningur. Sósíalistaflokkurinn og Alþýöuflokkurinn hafa stutt verk- íallsmenn sameiginlega, og enginn ágreiningui’ komið upp um tilhögun verkfallsins og lausn þess, eins og oft hefur orðið áður. Þessi eining er ákaflega mikilvæg og lær- dómsrík; þannig þarf íslenzk alþýða að vinna til þess að ná árangri; þessa samheldni þarf hún að efla og styrkja á öllum sviðum, þá mun hún geta haldið sókn sinni áfram og stigið æ stærri skref til bættra kjara, aukinna rétt- inda og alþýðuvalda. Sigur sá sem verklýðsfélögin hafa unnið er sigur allrar , alþýðu og samtök hennar eru nú sterkaii en nokkru sinni fyrr. Vonir afturhaldsins um að það myndi takast að beygja vez’kalýðinn til undanhalds og sundra samstöðu hans hafa brugðizt herfilega. Það er nú öllum Ijóst að verklýðshreyfingin er það afl sem ekki verður bugað og ’áð landinu veröur ekki stjómað af neinu viti í þágu al- þjóðar með því að heyja linnulaust stríð við alþýðusam- tökin. Það er nú brýnasta nauðsyn íslendinga að tryggja 'sér stjóm sem hafi vinsamlegt samband við verklýðsfé- lögin og starfi í þeirra þágu: þetta er ein sjálfsagðasta ályktunin sem draga verður af verkföllunum miklu. fslenzk alþýða þakkar öllum þeim sem tryggðu verk- lýðssamtökunum mesta sigur síðan 1944. Hún þakkar ó- íaglærðum og faglærðum verkfallsmönnum samheldni þeirra og baráttuþrek, hina erfiðu verkfallsvörzlu og ó- bilandi staðfestu viku eftir viku. Hún þakkar forustu- mönnum þessara félaga skilning þeirra á gildi einingar- innar og ekki sízt samninganefnd verklýðsfélaganna sem þokaði réttarkröfum verkalýðsins áfram stig af stigi allt fram á síðustu stund. Einnig ber að meta að verðleikum hin miklu störf sáttanefndarinnar, sem stuðlaði að því áð brjóta á bak aftur þá ofstækismenn íhaldsins sem enga samninga vildu gera heldur láta skeika að sköpuðu. , En á sama tíma og íslenzk alþýða fagnar þeim mikla árangri sem náðst hefur og þakkar öllum þeim sem þar ÍÖgðu hönd að verki, heitstrengir hún að hagnýta sigur- inn til nýrrar sóknar á öllum sviðum þjóðlífsins. Það fólk sem staðið hefur hlið við hlið í sex vikna þolraun mun einnig sækja fram sameiginlega. Allir fyrir einn og einn •fýrir alla heldur áfram að vera kjörorð alþýðusamtak- ánna. Allar lagfæringar á Kópa- vogsfrumvarpinu felldar umr. með 12:2 atkv. Er þá ekki eftir nema ein umræða í seinni deildinni og verður þess sjálfsagt skammt að bíða að hinir pólitísku Bakkabræður Kópavogs geti fagnað „kaup- staðarréttindunum.“ Páll Zóphoníasson tók ekki þátt í aígreiðslu málsins Ölafi Thors og Steingrími tóksf ekki að liandjárna alla stjórn- arþingmenn í efrideild til samþykktar á Kópavogsvitieysunni, við 2. umr. í gær, og greiddi Páll Zóphoníasson þar atkvæði með rökstuddri dagskrá, er Fiimbogi Rútur Valdimarsson fiutti um málið. Dagskrártillaga Finnboga var þannig: „Með því að deildin telur tímabært, að tekin verði til athugunar skipun sveitar- stjórnarmála í nágrenni Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar, telur hún það eðlileg- ustu meðferð þessa máls, að ríkisstjórnin skipi nú þegar 9 manna nefnd til þess að athuga og gera tillögur um, hvernig hezt verði fyrir komið til frambúðar skipan sveitarstjórnarmála í næsta nágrenni Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, þannig að bæði þessir hæir og nuver- andi nágrannasveitarfélög þeirra megi vel við una, og sé nefndin skipuð mönnum tilnefndum af þeim sveitar- félögum öllum, sem hér eiga hlut að máli, og enn fremur af sýslunefndum Gullbringu- og Kjósarsýslu. í trausti þess, að nefnd þessi hraði störfum svo, aó tillögur hennar geti komið fyrir næsta þing, tekur deild- in fyrir næsta mál á dag- skrá.“ ; Var dagskrártillagan felld með 12:3 atkv. bogi lagði til í stað þess kæmi grein á þessa leið: „Ekki er skylt að stofna sér- stakt slökkvilið í kaupstaðnum, nema því aðeins að yfirumsjón- armaður brunavarna telji það nauðsynlegt. Verði stofnun slökkviliðs talin nauðsynleg, semur bæjarstjórn reglugerð fyrr slökkviliðið, en ráðherra staðfestir hana.“ Felld með 12:2 atkv. Þá flutti Finnbogi ennfremur þessa breytingartillögu: „Ríkissjóður afhendi hinum nýja kaupstað verzlunarlóð hans, eins og hún er ákveðin í 3. gr„ kvaðalaust frá hans hálfu, og auk þess 2 milljónir króna vegna óvenjulegs kostn- aðar við hina ört vaxandi byggð,“ Stjórnarliðar felldu hana einnig með 12:2. Frumvarpinu var vísað til 3. NýljóSabók væntanleg eftir Jóhannes úr Kötlum TÍMARIT MÁLS OG MENN- INGAR skýrir frá því að innan skamms komi út ný Ijóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum og nefnist hún Sjödægra. Þegar frá eru taldir tveir Ijóðaflokkar er heill ára- tugur liðinn síðan hann hefur safnað kvæðum sín- um til þrent- unar — eða ekki síðan er Sói tér sortua kom út 1945. Tíðindi munu það þykja að Jóhannes kannast við það í hinni nýju ljóðabók að vera Anonymus, en það var lengi deiluefni bókmenntaunnenda hver feldist bak við það dul- nefni. B Þannig vill íhaldið haía það: Húsnœðiskostnaður 2500 - Verkamannakaup 2976 kr. Auk þess flutti Finnbogi þess- ar breytingartillögur: Að bæjarfógeti í Kópavogs- kaupstað yrði jafnframt sýslu- maður í Kjósarsýslu. Felld með 10:2 atkvæðum. Ákvæðin um verzlunarlóð kaupstaðarins lagði Finnbogi til að yrði þannig: „Verzlunarlóð kaupstaðarins skal vera landareign jarðanna Digraness og Kópavogs að undanskildu því landi, sem af- hent hefur verið nýbýlum til búrekstrar með sérstökum ný- býlasamningum, og enn fremur því landi úr landareign jarðar- innar Kópavogs, sem heilbrigð- ismálaráðuneytinu hefur verið afhent vegna hæla ríkissjóðs í Kópavogi og búrekstrar í sam- bandi við þau.“ n flialdið er ura þessar mundir áð guma af lagasefningu : sem það ásamf Franisóknaraftanítrússum sínum í ríkis- ■ n stjórninni hefur á prjónummi um húsnæðismál. ■ Húsnæðislagafrumvarp stjórnarinnar hefur það svip- : móf skýrast, að það hækkar vexti af byggingarlánum jj upp í 71/4%. og lögfestir til 6 ára það fyrirkomulag að f n tveir fulltrúar, annar frá íhaklinu og liinn frá Framsókn, i: væntanlega Ragnar fátækrafulltrúi og Hannes á IJndir- ij felli, elgi einir að ráða hverjir lán geti fengið. (Þeir eiga f raunar líka að rannsaka hæfni byggingarefnis og halda j n námskeið til að kenna nýungar í byggingariðnaði). Af meðalstórri íbiið byggðri fyrir lánakjörin sem þann- f ig eru niótuð af ríkisstjórninni yrði vaxtagreiðslan og af- f borgun um 1860 kr. á mánuði í 25 ár (íbúðarverð 260 f þús.). Auk þessa yrði eigandinn svo að greiða viðhalds- !j kostnað, opinber gjöld, Ijós hita o.s.frv. I slíkri íbúð er því engin leið að reikna með minni húsnæðiskostnaði en 2500 kr. á mánuði. - 1* A sama tíma og íhaldið reynir að gorta af lagasetn- j ingu, sem setur húsnæðiskostnaðinn í meðalstórri nútima j íbúð í 2500 kr. á mánuði þá stritast það við að hjálpa jj Felld með 12:2 atkv. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sérstakt slökkvilið verði í Kópavogskaupstað. Finn ■ atvinirurekeudum til að halda mánaðarkaupi verkamanna : ■. niðri í 2976 krónum. ;— Og svo segist íhaldið vera flokk- j • ur alira stétta — einnig verkamanna!!! 5 :

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.