Þjóðviljinn - 10.05.1955, Síða 11
Þriðjudagur 10. maí 1955 — ÞJtoVILJINN — (11
í
\
Brich Maria BBMABQUE:
Að elska...
• *«og deyja \
I
122. dagur
Steinbrenner hló. ,,Ég er sjálfur i S.S. Þér er óhætt a'ð
segja mér eins og er“.
„Þá væri ég laglega vitlaus. „Þyngsta refsing" er að
vera skotinn fyrir brot á herlögunum".
Steinbrenner hætti að hlæja. „Þú segir þetta eins og
eitthvað væri að segja. Eins og eitthvað hræðilegt hefði
komið fyrir“.
„Ég segi hreint ekki neitt. Ég endurtek aöeins það
sem S.S.foringinn sagði okkur“.
Steinbrenner horfði íhyglisaugum á Gráber. „Þú
gekkst í hiónaband, var þaö ekki?“
„Hvernig veizt þú það?“
„Ég veit allt“.
„Þú komst aö því á skrifstofunni. Vertu ekki meö
mannalæti. Þú ert talsvert á skrifstofunni, er það ekki?“
„Ég er þar eins mikið og ég þarf. Þegar ég fæ leyfið
mitt ætla ég líka að kvænast".
„Jæja? Veiztu hverri?“
„Dóttir S.S.foringjans í ættborg rninni".
„Vitaskuld".
Hæðnin fór framhjá Steinbrenner. „Blóðblöndunin er
eins og hún getur bezt orðið“, sagði hann niðursokkinn
í íhuganir sínar. „Ég er norðurfresískur, hún Rínar-Saxi.
Við fáum alla hugsanlega foreldrastyrki og viöurkenn-
ingar. Börnin njóta auðvitað sérstakra forréttinda í sam-
bandi við menntun — alls sem flokkurinn getur veitt.
Eftir fimm ár skipar kona mín heiðursess í kvenna-
samtökum ríkisins sem fyrirmyndarmóðir. Ef við höfum
eignazt tvíbura eöa þríbura á meöan veröur Foringinn
sjálfur guðfaðir þeirra, ef til vill að liðnum tveim eða
þrem árum. Og alla vega verður hann guöfaöir fimmta
bamsins. Þá er framtíð minni örugglega borgið. Hugs-
aðu þér það!“
„Ég er aö hugsa“.
„Úrval kynstofnsins! Við þurfum ekki aðeins að upp-
rseta gyðingana, við vei’ðum einnig að framleiða hrein-
ræktaða Þjóðvei’ja í þeirra stað. Nýjan kynstofn ofur-
menna“.
„Hefurðu útrýmt mörgum gyöingum?“
Steinbrenner brosti. „Ef þú hefðir séð athafnaskýrslur
mínar, þyrftir þú ekki að spyrja. Þá var gaman að lifa!“
Hann hallaöi sér að Gráber meö ti’únaðariátbragði. „Ég
er búinn aö sækja um bi’ottflutning. í S.S.deild aftur.
Þar er meira að gerast. Og þar em meiri tækifæri. Allt
fer þar fram í stærri stíl. Þar eru engar leiðindayfir-
heyrslur yfir hverri einustu rússablók. Þeim er kálaö
í kippum. Fyrir stuttu áfgi’eiddu þeir þrjú hundruö
pólska og rússneska svikara á einum degi. Sex menn
fengu heiðursmerki fjrrir það. Hér fáum við bara nokki’a
skítna skæmliða endrum og eins — og fyrir þá er engin
heiðursmerki að fá. Við höfum ekki náð nema nokkrum
stykkjum síðan þú íórst. í hreinsunarsveitunum og S.S.-
öryggisþjónustunni ná þeir þeim í himdraðatali. Þar er
hægt að komast áfram!“ .
Gráber staröi út í rauðleitt íússneskt kvöldið. Nokkr-
ar krákur flögruðu um eins og svartar flyksiu*. Stein-
brenher var fullkomið afkvæmi flokksins. Hann var
heilsuhraustur, líkamlega stæltur, gersamlega hugsana-
snauður og algerlega mannúðarlaus. Hann var gervi-
maöur sem sá engan mun á því að fægja byssu, gei’a
æfingar og di*epa menn.
,;Þú sendir fregn um dauða Hirschlands til móður
haris, var það ekki?“ spurði Gráber.
„Hugáður’ Það þarf ekki til. Aðeins gamansemi".
„Nei, þér skjátlast. Það þarf hugrekki til. Þeir sem
gera eitthvað svona deyja alltaf sjálfir skömmu seinna.
Það vita allir“.
Steinbrenner skellihló. „Þvættingur! Þetta eru gamlar
kerlingabækur".
„Nei, það eru ekki kei’lingabækur. Hver sem gerir
slíkt kallar dauðann yfir sjálfan sig. Það er staðreynd“.
„Nei heyi’öu nú“, sagði Steinbrenner. „Þú ætlar þó
ekki að segja a'ð þú trúir þessu sjálfur?“
„Ég trúi því Og þú ættir að trúa því líka. Þetta er
fomþýzk txú Ég vildi ógjarnan vera í þínum sporum“.
„Þú ert ekki með réttu ráði!“ Steinbrenner reis á fæt-
ur. Hann var hættur aö hlæja.
„Ég vissi um tvo menn sem geröu dálítiö svipaö. Báðir
dóu skömmu seinna. Hinn þriðji var heppinn. Hann
fékk skot í kynfærin. AuÖvitað vai’ö hann ónýtur. Þú
sleppur ef til vill með þáð. Að vísu verður þá ekkert úr
draumnum um tví- eöa þríbura. En einhver annar gæti
séð úm það fyrir þig. f flokknum er það aðeins hi’eina
blóðið sem skiptir máli —< ekki einstaklingm’inn“.
Steinbrenner starði á Gráber. „Hamingjan góða, hvað
þú ert tilfinningalaus", sagði hann. „Hefurðu alltaf ver-
ið svona’? Ai'k þéss er þetta allt tóm tjai-a, tómur þvætt-
ingur“.
Diykklanga stund stóð hann þarna og beiö. Svo gekk
hann burt. Gráber halláði sér aftur á bak. Drunur heyrð-
ust frá vígstöövunum. Krákur flögruöu um. Allt í einu
fannst honum sem hann hefði aldrei fariö burt.
íþrótir
Framhald af 9. síðu.
4x35 m. boðsund kvenna
A-sveit 4. bekkjar 2:06.9
Sveit 2. bekkjar 2:22.7
Sveit 3. bekkjar 2:25.1
Sveit 5. bekkjar 2.25.7
B-sveit 4; bekkjar 2:44.7
8x35 m boðsund karla
A-sveit 3. bekkjar 3:24.1
Sveit 5. bekkjar 3:36.8
Sveit 6. bekkjar 3:42.2
B-sveit 3. bekkjar 4.12.2
Sveit 1. og 2. bekkjar 4.14.7
A-sveit 4. bekkjar 4:17.7
B.-sveit 4. bekkjar 4:27.0
Séu reiknuð út stig fyrir
keppnina skiptast þau milli
bekkja sem hér segir: 4. bekk-
ur 76 stig, 3. bekkur 58 stig,
5. bekkur 28 stig, 1. og 2. bekk-
ur 23 stig og 6. bekku r 11 stig.
J.
Að hengja upp gluggatjöld
ekki hægt að búast við að
dansmeyjar liðu á hverri
stundu framundan forheng-
inu?
Misskilningur er einnig að
nota mynstruð gluggatjöld við
mynstrað veggfóður — og ef
ofaná það bætist mynstrað
gólfteppi og húsgagnaáklæði
— þá er ringulreiðin fullkom-
in. Öruggast er ævinlega í
slíkum tilfellum að velja ein-
lit gluggatjöld og fólk skyldi
alltaf hafa í huga hvað fyrir
er í stofunni áður en keypt er
efni í gluggatjöld .
Hinar myndirnar tvær sýna
skynsamlega innrammaða
glugga. Gluggatjöldin taka
ekki birtu úr stofunni og þau
fylgja hinum eðlilegu línum
gluggans. Önnur ná niður að
gluggakarminum, hin niður að
gólflista. Ef gluggarnir eru
stórir og maður vill komast
hjá forvitnisaugnaráðum að
Til hvers eru eiginlega
gluggatjöld? Eru þau til ein-
hvers gagns og hvers konar
gluggatjöld eru bezt? Danska
tímaritið „Nýtt hús“ birtir
nýlega nokkrar ráðleggingar í
sambandi við gluggatjöld. Þar
segir meðal annars:
Hægt er að hengja glugga-
tjöld upp á marga vegu,
suma hentuga og aðra miður.
Þegar gluggatjöld eru valin
þarf m.a. að hafa eftirfar-
andi í hyggju:
1. Gluggarnir eru til að
bera birtu og loft inn í stof-
urnar og þess vegna mega
gluggatjöldin ekki vera fyrir-
ferðarmeiri en brýn nauðsyn
krefur.
2. Veljið aldrei gluggatjöld
í grænum lit — þau setja leið-
inlegan blæ á herbergi og
fara illa við liti náttúrunnar
fyrir utan.
3. Gluggatjöld eiga annað-
hvort að ná niður undiir
gluggakarminn eða alla leið
niður að gólflista. Ef þau ná
miðja vegu á milli hefur það
óróleg áhrif.
Myndirnar sýna hvernig
hengja má gluggatjöld á
marga vegu. Fyrst er sýnd
gluggatjaldatízka, sem því
miður er mjög útbreidd nú á
dögum: Fastur kappi með
laufaslcurði, kögri eða dúsk-
um, þykk ytri gluggatjöld og
þunnar draperingar eða stór-
esar næst rúðunni — í fyrsta
lagi er þetta mjög dýrt fyrir-
tæki og í öðru lagi er það síð-
ur en svo fallegt. Hversvegna
þurfa gluggarnir að líta út
eins og lítil leiksvið? Væri
utan er bæði hægt að nota
rimlátjöld eða hafa glugga-
tjöldin svo breið að liægt sé
að draga þau fyrir. Veggurinn
undir glugganum á annarri
myndinni er notaður undir
bókaskáp og fallegast er að
hafa baklitinn á honum í
sterkum, heitum lit.
„Hver segir það?“
„Ég veit það“.
„Þú veizt fckkert ura það. Hvemig gætir þú vitað það?“
„Ég komst aö því. Þa'ð var mögnúð gamansemi“.
Steinbrenner hló. Hann var ónæmur fyrir háði. Frítt
andlit hans ljómaöi af ánægju. „Finnst þér þaö líka?
ímyndaðu þér svipinn á andlitinu á kei’lingunni! Og
það er ekkevt hægt að gera mér. Það er enginn hætta á
að Hirschland segi neitt. Og þótt hann g-erðí þaö er
alltaf hægt að kalla þetta mistök! Þau geta alltaf komið
fyrir“.
Graber horfði rannsakandi á hann. „Þú éi*t hugaður“,
sagði haim.