Þjóðviljinn - 13.05.1955, Síða 5
Föstudagur 13. maí 1955— ÞJÓÐVILJINN— (5
NIÐURSUÐU
VÖRUR
Hundruð milljóna um allan
heim undirrita Vínarávarpið
Allt mannkyn sameinist um kröfuna um
hann viS kjarnorkuvopnaframleiSslu
Um allan heim er nú verið að safna undirskiiftum undir
Vínarávarp Heimsfriðarhreyfingarinnar um bann við
kjarnorkuvopnum. Undirskriftasöfnunin gengur framar
öllum vonum og er þegar fyrirsjáanlegt, að mun fleiri
muni undirrita ávarpið en skrifuðu nafn sitt undir Stokk-
hólmsávai'p hreyfingarinnar, endá verður stöðugt fleiri
mönnum ljóst, að tortíming bíður mannkynsins, ef kjarn-
orkuvopn verða notuð í styrjöld.
Áróðurinn um að Heimsfrið-
arhreyfingin sé aðeins tæki í
höndum kommúnista og að bar-
átta hennar gegn stríði og ger-
eyðingarvopnum sé í þágu
þeirra einna verður stöðugt á-
hrifaminni, enda má það öllum
vera ljóst, að kjarnorkudáuð-
inn mun ekki gera neinn grein-
armun á fólki eftir stjórnmála-
skoðunum.
Á breiðiun grundvelli
Þess vegna styðja nú undir-
skriftasöfnunina þekktir menn
úr öllum stjórnmálaflokkum og
stéttum. I Svíþjóð hafa þannig
t.d. margir kunnir sósíaldemó-
kratar hvatt fólk til að undir-
rita ávarpið, þ.á.m. varafor-
maður sænska Alþýðusambands-
ins og margir verkalýðsleiðtog-
ar. 1 Gautaborg hafa nú þegar
um 30.000 manns undirritað á-
varpið.
í Noregi standa fyrir undir-
skriftasöfnuninni einn kunnasti
fræðimaður sósíaldemókrata,
fyrrv. stórþingsmaður Jacob
Friis, og dómprófasturinn í Osló,
Ragnar Forbech.
Er páfinn kommúnisti?
1 Vestur-Þýzkalandi hófst
undirskriftasöfnunin með ráð-
stefnu í Duisburg, þar sem
margir kunnir kennimenn, bæði
kaþólskir og mótmælendur, tóku
þátt. Einn kaþólskur ræðumað-
ur, sagði ráðstefnunni, að hann
hefði skrifað páfanum og spurt
hann, hvort hann ætlaði að
fylgja eftir fordæmingu sinni á
kjarnorkuvopnum og fyrirskipa
öllum kaþólskum mönnum að
vinna gegn kjamorkustyrjöld.
Hann bætti við: ,,Sé ég sakaður
um að vera kommúnisti, af því
að ég vinn á móti kjarnorku-
vopnum, þá ségi ég, að þá hljóti
páfinn einnig að vera kommún-
isti“.
Mikill fjöldi undirskrifta í
Frakklandi og Italíu
í engum löndum Vestur-Ev-
rópu var árangurinn af söfn-
un undirskrifta undir Stokk-
hólmsávarpið jafn góður og í
Frakklandi og ítalíu, en allar
horfur eru á að miklu fleiri
Frakkar og Italir muni nú und-
irrita ávarp Heimsfriðarhreyf-
ingarinnar. Nefnt er sem dæmi,
að á fyrstu tveim vikum undir-
skriftasöfnunarinnar rituðu
323.470 menn nöfn sín undir
Vínarávarpið í Flórensfylki á
ítalíu.
Bandungráðstefnan móti
kjarnorkuvopnum
Nokkur önnur dæmi: I Sýr-
landi hafa 83 af 140 þingmönn-
um undirritað ávarpið, í Pól-
landi hafa meira en 20 milljónir
undirritað það og í Kína rúm-
lega 400 milljónir, þ.e. allt full-
orðið fólk í landinu. Undir-
skriftasöfnunin er nýlega hafin
í Sovétríkjunum og söfnuðust 6
milljónir undirskrifta í Moskva
og nærsveitum fyrstu þrjár vik-
ur aprílmánaðar.
I Asíu má búast við mjög
góðum árangri af söfnuninni,
þar sem Bandungráðstefna 29
Asíu- og Afríkuríkja samþykkti
ályktun, sem hafði að geyma
sömu kröfurnar og Heimsfriðar-
hreyfingin setur fram í Vínar-
ávarpinu.
Meira en 400 milljónir Kínverja, eða allt fullorðið fólk í
landinu, hafa nú undirritað Vínarávarp Heimsfriðarhreyf-
ingarinnar um bann við kjarnorkuvopnum. Myndin sýnir
presta við Júnghóhofið í Peking undirrita ávarpið.
Konur í Pccklstcin í
uppreisnarhug
Haia í hótimum við forsæiiscáðhenann,
Múhameð Alí, út ai kvennamálum hans
Kvenfólkið í Pakistan er í miklum uppreisnarhug um
þessar mundir og hefur haft í hótunum við forsætisráð-
herra landsins út af kvennamálum hans.
Forsætisráðherrann, Múham-
eð Alí, kvæntist nýlega einka-
ritara sínum, Alia Saadi, en
hann var kvæntur fyrir. Það þyk
ir ekki tíðindum sæta í löndum
múhameðsmanna, að karlar eigi
nú myndað með sér kvenrétt-
indasamtök til að knýja for-
sætisráðherrann til að veita
fyrri konunni tign sina aftur.
1 samþykkt sem samtökin hafa
gefið út segir „að allar konur
séu sárreiðar yfir því að kona
hafi á svívirðilegan hátt eyði-
lagt hamingjusamt heimili ann-
arrar konu. Vegna þessa sorg-
lega ástands krefjumst við þess,
að Hamida Múhameð Alí (fyrri
kona forsætisráðherrans) fái
aftur fyrri tign sína sem virðu- :
legasta frú landsins. Konur.
Pakistans munu aldrei sætta sig,
við að seinni kona Múhameðs
r~----------------
Rustir sagna-
borgar finnast
Þýzkur leiðangur hefur
fundið leifar hinnar fornu
borgar Argissa, sem Hóm-
er segir m.a. frá í Illíons-
kviðu. Rústir borgarinnar
eru við fljótið Peneios í
Þessalíu í Grikklandi. —
Leiðangursstjórinn, dr.
Biesantz við fornleifa-
stofnunina í Berlín, segir
frá þessu í bréfi til stofn-
unarinnar.
Simdrung í norska
Y erkamannaflokknum
Heilbrigóisstjóri Noregs, Karl Evang, sagði
í ræöu, sem hann hélt 1. maí s.l., a'ö nú ríkti mikil
sundrung í norskri verkalýðshreyfingu. Hann bætti
viö, að margar aögeröir stjórnarvalda Verka-
mannaflokksins, m.a. síöustu efnahagsaögerðir
þeirra, heföu vakiö undrun og vonbrigöi og hann
gagnrýndi harölega aðild Noregs aö Atlanzbanda-
laginu. Þetta hefur allt saman skapa'ö ringulreiö í
verkalýöshreyfingunni, sagði hann, en hins vegar
er þaö ekki rétt, a'ö þeir menn sem standa aö hinu
vinstrisinnaöa tímariti Orientering hafi í hyggju
að mynda nýjan sósíaldemókratafiokk.
500 m hár
í Brussel
Áður hefur verið skýrt frá
því hér í blaðinu, að ætlunin
sé að reisa hæsta turn heims
fyrir heimssýninguna, sem verð
ur í Brussel í Belgíu árið 1958.
Nú þegar eru risnar miklar
deilur um þessa byggingu og
hvernig hana eigi að byggja.
Ætlunin er að turninn verði
fjörutíu hæðir. Sjálf aðalbygg-
ingin verður 30 hæðir og mun
verða 450 metra á hæð. Ofan
á hana verður byggt minna
hús, tíu hæða og á það að
verða 50 metra á hæð. I efri
byggingunni verður útvarps- og
sjónvarpsstöð, veðurstofa og
aðrar stofnanir. I tveim efstu
hæðunum verður veitingastofa
og útsýnispallur, þar sem koma
má fyrir 1500 manns í einu.
Efst uppi verður sjónvarps-
stöng, sem gera á kleift að
senda sjónvarp um alla Belgíu
án endurvarpsstöðva.
Eigi turninn að vera tilbúinn
fyrir sýninguna, verður bráðum
að fara að hefjast handa, að-
eins þrjú ár eru til stefnu og
minnt er á, að það tók 11 ár
að reisa Eiffelturninn fvrir
heimssýninguna í París fyrir
70 árum, a
Geislaverkunar-
dauði eftirlðár
56 ára gamall kennari í
Hiroshima, Takumaru Ito, lézt
nýlega eftir að hafa verið sár-
þjáður af brunasárum og geisla
verkun sem hann varð fyrir í
kjarnorkuárásinni á Hiroshima
fyrir tæpum tíu árum. Hann
var fjórði Hiroshimabúinn, sem
hefur látizt í ár af völdum
kjarnorkusjúkdóms. Banamein
þeirra allra var hvítblæði.
Allar hemaðaráœtlanir Atl- \
anzbandalagsins í Evrópu ■
eru nú miðaðar við notkun \
kjarnorkuvopna, ef til styrj- \
aldar kemur. Bandaríkja- :
menn hafa pví flutt fjölda :
af kjarnorkufallbyssum til j
Vestur-Þýzkalands og sést :
ein þeirra hér á myndinni. -
Alí ræni þessari stöðu“, segjæ.
samtökin.
Jelke fékk 2
ára fangelsi
Múhameð Alí
)
fleiri en eina konu, en Múhameð
Alí setti móti venju fyrri konu
sína skör lægra en þá seinni,
sem tók sæti hinnar sem virðu-
legasta frú landsins.
Það er þetta sem konur Pak-
istan hafa reiðzt og hafa þær
Dómur hefur nú verið kveð-
inu upp í máli bandaríska millj-
ónaerfingjans Mickey Jelke,
sem sakaður var um að hafa
stundað stórfellda miðlunar-
starfsemi í New York. Hann
var dæmdur í tveggja ára
fangelsi fyrir hórumang.
Hann hafði áður verið dæmd-
ur fyrir sömu sakir, en sá
dómur var ógiltur, af því að
réttarhöldin höfðu farið fram,
fyrir luktum dyrum. Ein af
„starfsstúlkum” JelkeS, !Pat
Ward, skýrði frá því í réttin-
um, að hún hefði látið hann
hafa milli 10.000 og 15.000
dollara af þeim tekjum sem hún
hafði haft af iðju sinni. Þetta
fé hafði hún unnið sér inn á
fimm mánuðum veturinn 1951
til 1952.