Þjóðviljinn - 13.05.1955, Qupperneq 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. maí 1955
þlÓOVIUINN
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson (áb.)
Fróttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vlgfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
1». — Sími 7500 (3 línur).
Áakrlftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljanp h.f
Ræða Einars og rugludallar Vísis
Svo virðist sem óvenjuvel hafi verið hlustað á hinar almennu
Etjórnmálaumræðurnar frá Alþingi, sem útvarpað var á mánu-
dag og þriðjudag. Um þær er mikið rætt, og kemur fram í mörgu
að ræður sósíalistaþingmannanna hafa vakið verðskuldaða at-
hygli. Þjóðviljinn birtir í dag síðari hluta hinnar efnismiklu og
snjöllu ræðu, sem formaður Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirs-
son, flutti fyrra umræðukvöldið. Er sú ræða hvort tveggja í senn,
hin hvassasta ádeila, markviss og þung, og skilgreining á sigur-
braut fólksins, sigurbraut einhuga alþýðu og þar með íslenzku
þjóðarinnar.
Nú þegar ræðan er öll prentuð, eftir handriti frá ræðuritun
Alþingis, og menn geta hæglega sannfærzt um orðalag hennar,
er fróðlegt að bera það saman við umsagnir andstæðingablað-
anna. Má af þeim samanburði fá nokkra hugmynd um heiðar-
leik þeirra í frásögn. Bæði Ihaldið og Framsókn virðast hafa
fundið til þess, hve á þá flokka hallaði í útvarpsumræðunum, og
reyna blöð þeirra að jafna metin eftir á. Þannig birtir Vísir í gær
leiðara ,,Hótanir kommúnistans“, og á hún að fjalla um ræðu
Einars, þá sem Þjóðviljinn birtir. Þar segir ritstjóri Vísis m.a.:
,,Þessi ofstækismaður var ekkert að fara í kringum hlutina,
hann hótaði afdráttarlaust, að hverri stjórn, sem kommúnistar
lengju ekki að hafa menn í, mundi verða sagt stríð á hendur.
Virnufriður skal ekki verða, sagði Einar Olgeirsson, nema við
Völd sé stjórn, sem kommúnistar hafa velþóknun á, og þeir munu
fVart hafa velþóknun á nokkurri stjórn, sem hefur ekki verið
Smynduð með tilstuðlan þeirra“....,Þeir ætla að beita völdum
þeim, sem þeir hafa fengið í verkalýðshreyfingunni einungis í sína
þágu. Þeir ætla ekki að hugsa um verkalýðinn. Það er svo sem
engin ný bóla, en sjaldan hefur verið gefin eins afdráttarlaus yf-
irlýsing um skemmdarstarfsemi kommúnista og í þetta sinn.“
Þannig skolast þetta til í rugludöllunum hjá Vísi. Beri menn
'þessi ummæli saman við það sem Einar sagði: ,,Oft var Islandi
þörf á róttækri stjórn, en nú er lífsnauðsyn að mynduð sé þjóð-
leg, framsækin ríkisstjórn, sem alþýða landsins getur stutt og
fctjórnar með hag vinnandi stéttanna fyrir aíugum og heill þjóð-
Úrheildarinnar að leiðarljósi." Síðan rakti Einar helztu verkefni
felíkrar stjórnar og þar er einnig minnzt á vinnufrið, eins og í
Visisgreininni. En ekki virðist ritstjóri Vísis hafa gripið neitt úr
þeim ummælum nema þetta eina orð „vinnufriður'1. Einar segir,
orðrétt: „Slík stjórn getur tryggt vinnufriðinn í landinu, því
hann verður aðeins tryggður með réttlæti í garð hinna vinnandi
fetétta“.
i £Það er þetta, sem í meðförum ritstjóra Visis verður „afdrátt-
hrlaus yfirlýsing um skemmdarstarfsemi kommúnista.“ Og les-
jpndum er ætlað að trúa, í þeirri von að þeir hafi ekki hlustað á
ræðu Einars, né lesið hana prentaða. En viðbrögð íhaldsins eru
evo óttakennd, að ekki er ólíklegt að þau verði til að vekja enn
tneiri athygli á ræðu Einars, og er það vel farið.
! SJ.F.-lineykslin
Þau tvö dæmi um starfshætti S.Í.F. sem Karl Guðjónsson
blþingismaður tók í útvarpsræðu sinni á þriðjudagskvöld hafa
yakið mikla athygli.
Allt.of fátt kemur í dagsljósið um þann einokunarhring, sem
Om langt skeið hefur rakað saman gróða af saltfiskssölunni. En
þá sjaldan er einstök atriði um starfshætti hans verða lýðum
íjós, blasir við ófögur sjón. Þannig er einnig með þessi dæmi.
Milljónum er kastað í „skaðabætur" til erlendra fiskikaupmanna,
og minna þær upplýsingar á fyrri hneykslismál í samskiptum SÍF
og erlendra braskara og hringa. Og ekki mun þó hitt atriðið vekja
eíður athygli íslenzkra sjómanna og útgerðarmanna: SÍF lætur
[Velja úr fiskframleiðslu íslendinga, hendir því í Norðmenn, aðal-
heppinauta Islendinga á fiskmörkuðunum, svo þeir geti með því
Jbætt sína framleiðslu og staðið betur að vígi í samkeppni við
íslendinga!
' Það eru slik vinnubrögð sem sýna í svipmynd eðli einokunar-
þringsins sem kallar sig Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda.
Má furðu gegna hvað eigendur fisksins, útgerðarmenn og sjó-
fcn&nn, hafa látið stjórnendur SÍF komast upp með, og hlýtur að
(draga að því að þeir verði kvaddir til reikningsskila.
„Frábærar ræður" á
Heimdallarlundi
„Þrír andlegir forustumenn
þjóðarinnar" héldu ræður á
fundi Heimdallar í fyrrakvöld,
að því er Morgunblaðið segir,
og það bætir því við að í Heim-
dalli muni nú skáld og lista-
menn „eignast það griðland
og skjól sem þeir þurfi til
þess að hefja íslenzka menn-
ingu á æðra stig í frjálsræði
listanna." Hinn fremsti af
þessum leiðtogum er Guð-
mundur Gíslason Hagalín.
Hann var sem kunnugt er um
skeið „andlegur forustumað-
ur“ ^Alþýðuflokksins, en sagði
þegar hann gekk í Heimdall:
„Ég kann mig betur á höfuð-
bólinu en hjáleigunni". Tilefn-
ið er þó einnig það að Bjarni
Benediktsson hefur nú búið til
nýtt embætti bókafulltrúa,
sem Hagalín langar í, enda
felldi alþingi að sérmenntaður
maður skyldi valinn í starfið.
Á Heimdallarfundinum hélt
þessi „andlegi forustumaður"
ræðu sem var „bráðskemmtileg
á köflum'* að sögn Morgun-
blaðsins, „en þó fól hún í sér
sorglegan sannleika". Mun það
mjög nærfærin lýsing.
Annar hinna „andlegu for-
ustumanna" er Kristmann
Guðmundsson skáld í Garðs-
horni. Hefur hann sem kunn-
ugt er um alllangt skeið verið
haldinn sjúkdómi þeim sem
Paranoia nefnist, en hann hef-
ur verið skírður ofsóknar-
brjálæði á ókurteislegri ís-
lenzku. Kristmann telur sig
mesta skáld í heimi, en enginn
annar íbúi heimsbyggðarinnar
hafi því miður komið auga á
verðleika hans sökum rógs-
iðju kommúnista. Fyrir nokkr-
um árum sagði sænsk kona við
þennan „andlega forustu-
mann“ að hann ætti skilin
nóbelsverðlaun, en síðan held-
ur Kristmann að það séu að-
eins vondir Islendingar sem
hafi haft af sér verðlaunin.
Segir Morgunblaðið að Krist-
mann hafi lýst þvi á átakan-
legan hátt hvernig haxm hafi
verið beittur „skefjalausum
ofsóknum" af kommúnistum;
hann og félagar hans hafi
„Andlegur
forustumaður66
Heimdallar
.Ég: kaim mig- betur á höfuðból-
inu en hjáleigunni,“
„legið undir vísindalegri (!)
rógsstarfsemi. Þeir eru rægð-
ir utanlands sem innan“. Munu
geðlæknar eiga auðvelt með að
draga ályktanir af svo skil-
merkilegri sjálfslýsingu.
Þriðji „andlegi forustumað-
urinn" í liði Heimdallar er
séra Sigurður Pálsson, sérvit-
ur meinlætamaður austan úr
Flóa, sem mun telja þann ljóð
verstan á ráði Islendinga að
þeir skuli ekki lúta páfanum
í Róm. Hefur Sigurður verið
nefndur eini jesúíti íslands,
enda gengur hann með harðan
gúmmíflibba öfugan um háls-
inn til að sanna suðrænum
valdamönnum hollustu sína.
Hvatti hann að sögn Morgun-
blaðsins Heimdellinga til að
leita bandalags við fangabúða-
menn í Rússlandi en þar kvað
hann vistast trúaða æsku,
lenínista, utankirkjumenn,
sértrúarmenn og þá sem neita
að gegna herþjónustu. Ef slíkt
bandalag tækist mætti stofna
ríki er „stæði í þjónustu mann-
anna undir Guði.“
Þegar hinir „andlegu for-
ustumenn" höfðu lokið ræðum
sínum, tók til máls einn ó-
breyttur liðsmaður, Magnús
Jónss. þingm. frá Mel. Að sögn
Morgunblaðsins kvað liann
mestu máli skipta að ekki yrði
„lömuð frelsisþrá andans".
Ekki höfðu aðrir neitt til mál-
anna að leggja í félagi því sem
á að „hefja íslenzka menningu
á æðra stig í frjálsræði list-
anna“. Bjarni Benediktsson
menntamálaráðherra sat fund-
inn og varð að sögn þeim mun
hrifnari á svipinn sem ræður
manna fjarlægðust meir al-
menna skynsemi.
Sagt er, að Heimdallur hafi
tryggt sér sömu framsögu-
menn á næsta fund sinn, 'en
hann á að f jalla um siðferðis-
mál.
Fornverzlunm
Grettisfjötu 31
! Sími 3562.
I
I
| Ódýrir dívanar, fataskápar,
j skrifborð, jakkaföt og frakk-
| ar karlmanna o. m. fl.
■
| C Ók>
a
■
f
| Ödýru
| pr jónavörurnar
■
■
seldar í dag frá '
klukkan 1.
Morgunblaðið og Vísir
bera lof á Sovétríkin
íhaldsblöðin hafa rokið upp
á nef sér út af því að Guðlaug-
ur Rósinkranz þjóðleikhús-
stjóri hefur þegið boð mennta-
málaráðuneytis Sovétríkjanna
um að koma í tíu daga kynn-
isferð til Moskvu og kynna sér
þar leikhúsmál og balletta.
Segir Vísir að með þessu hafi
þjóðleikhússtjóri beitt sér fyr-
ir áróðursvagn kommúnista en
Morgunblaðið birtir um hann
kauðalegt níðkvæði eftir Sig-
urð Grímsson.
Þessi viðbrögð em ákaflega
athyglisverð. Ef nokkur hæfa
væri í lýsingum íhaldsblað-
anna á Sovétríkjunum myndu
þau að sjálfsögðu fagna því að
sem flestir kæmust austur til
þess að sannreyna kúgunina
og eymdina og volæðið. En
blöðin vita auðsjáanlega mæta-
vel að þau fara með uppvís ó-
sannindi. Og ekki nóg með það.
I leynum huga síns hafa blaða-
mennirnir þá trú á Sovétríkj-
unum að menn þurfi ekki ann-
að en dveljast þar í tíu daga;
þá séu þeir sjálfkrafa orðnir
óðfúsir dráttarklárar fyrir á-
róðursvagni kommúnista.
Meira lof hefur ekki verið bor-
ið á Sovétríkin í nokkrum
blöðum.
jUllarvörubúðin,
Þingholtsstræti 3.
s
■
■
■
Enskar
Kápur og dragtir
Glæsilegt úrval
MARKAÐURINN
Laugavegi 100