Þjóðviljinn - 26.05.1955, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. maí 1955
Samsöngnr þýzka unglingakórsíns
Þýzki unglingakórinn „Sing-
gemeinschaft des Stádtischen
Gjmnasiums Bergisch Glad-
bach“ hefur nú sungið hér
þrisvar sinnum.
Fyrsti samsöngurinn fór
fram 20 maí, endurtekinn dag-
inn eftir, og var eingöngu
helgaður þjóðlögum frá ýms-
um tímum. Til auðveldara yf-
irlits hafði efnisskránni verið
skipt í fjórar deildir: I. Fyrri
tíma þjóðlög í samtimabún-
ingi, — II. Fyrri og nýrri
tíma lög í nútímabúningi, —
m. Nútímaþjóðlög í nútíma-
búningi — og IV. Evrópu-
þjóðlög í nútímabúningi. Með-
al þeirra, sem samið hafa eða
búið þessi lög til flutnings,
eru þýzk 16. og 17. aldar
tónskáld eins og Lorenz Leml-
in, Heinrich Isaak, Michael
Prátorius og Melchior Franck,
auk allmargra nútímatón-
skálda Þýzkalands, svo að
þegar mátti gera sér nokkra
hugmynd um það af hinni
prentuðu söngskrá, að sam-
sön'gur þessi myndi , verða
girnilegur til fróðleiks, en ,þó
varð hér heyrn hugmynd rik-
ari.
Kórinn hóf hljómleikana á
því að syngja „ísland far-
sælda frón“. utan dagskrár,
til heiðurs landi voru. Sá
flutningur sýndi vel, hversu
áhrifamikill íslenzki tvísöng-
urinn getur verið, og má vel
vera, að þetta lag hafi aldrei
verið betur flutt en þarna.
Síðan hófst sjálf efnisskráin,
og er því ekki að neita, að
fyrri tíma þjóðlögin báru af,
var þar hvað öðru fallegra.Hér
er ekki kostur að rekja efnis-
skrána, sem á voru nær þrír
tigir laga, enda gerist þess
ekki þörf, því að þarna var
allt að heita má jafnvel sung-
ið. Þessi unglingakór er sann-
arlega frábært hljóðfæri, —
söngurinn hreinn, raddlínurn-
ar skýrar og flutningurinn ná-
kvæmur og vandaður í alla
staði. Ef til vill mætti helzt
koma með þá aðfinnslu, að
bassinn hefði sums staðar ver-
ið í daufara lagi. Annars eru
raddirnar auðheyrilega af-
bragðsvel þjálfaðar. Paul
Nitsche er framúrskarandi
söngstjóri að hæfileikum og
kunnáttu, en kór hans er líka
þaultaminn, áhugasamur og
fullur af sönggleði, svo að
ekki er að undra þó að ár-
angur verði óvenjulega góður.
Efnisskráin á hljómleikun-
um 22. maí skiptist í 17. og
18. aldar tónlist og nútíma-
tónlist. Þarna voru lög eftir
gömlu meistarana Hans Leo
Hassler, Thomas Morley, Lud-
wig Senfl, Leonard Lechner,
Johann Iiermann Schein og
fleiri, margt af því undurfal-
legt. Nútímalögin, sem sungin
voru, að undanteknum fjór-
um þjóðlögum frá Slóvakíu
raddsettum af Bela Bartok,
eru öll eftir nútímatónskáld
þýzk: Johann Driessler, Hugo
Distler, Paul Hindemith og
Hans Bergese. Þeirra mestur
er tvímælalaust Hugo Distler.
Sum af lögum hans bera ótví-
ræð merki snilligáfunnar. -—
Um frammistöðu kórsins á
þessum hljómleikum þarf
engu að bæta við þaðj sem
áður er sagt um fyrri hljóm-
leikana.
Hljóðfæri vonF víða notuð
til undirleiks, flautur, fiðlur,
□ í dag er fimmtudaguriim 26.
maí. Augustinus Englapostuli.
— 146. dagur ársins. — Hefst
6. vika sumars. — Tungl í há-
suðri kl. 18.06. — Árdegishá-
flæði kl. 9.45. Síðdegisháflæði
kl. 22.15.
Leiðrétting
Við birtum í gær, af hrapalleg-
um misskilningi, gullbrúðkaups-
fregn, er ekki hafði við rök að
styðjast. Gullbrúðkaup hjón-
anna Guðlaugar Þorsteinsdótt-
ur og Björns Oddssonar er á
morgun, föstudaginn 27. maí.
Blaðið biðst afsökunar á þess-
um leiðu mistökum.
Sólfaxi er vænt-
anlegur til Rvík-
ur frá Kaupm,-
höfn kl. 17.45 í
dag. Gullfaxi fer
til Osló og Stokkhólms kl. 8.30
í fyrramálið. — Innanlandsflug.
I dag er ráðgert að fljúga til
Akureyrar (3 ferðir), Egils-
staða, Isafjarðar, Kópaskers,
Sauðárkróks og Vestmanna-
eyja (2 ferðir). — Á morgun
er ráðgert að fljúga til Akur-
eyrar (3 ferðir), Egilsstaða,
Fagurhólsmýrar, Flateyrar,
Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isa-
fjarðar, Kirkjubæjarklausturs,
Kópaskers, Patreksfjarðar,
Vestmannaeyja (2 ferðir) og
Þingeyrar.
Næturvar/.Ia
er í Iyfjabúðinni Iðunni, sími
7911.
LYFJABtJÐIK
Holts Apótek | Kvöldvarzla til
]§)JP~ I kl. 8 alla daga
Apótek Austur- | nema laugar-
‘ bæjar j daga til kl. 4.
Krossgáta nr. 657.
Lárétt: 1 býli 3 ilát 7 karl-
mannsnafn 9 erlent kvennafn
10 hernámsliði 11 eyja 13 á
fæti 15 ganga 17 tog 19 blóm
20 fugl 21 tveir eins.
Lóðrétt: 1 kökugerð 2 tíma-
mæla 4 fangamark 5 sérhljóð-
1 ar 6 felast 8 atviksorð 12 þá-
tíð 14 nafn 16 á jurt 18 skst.
Lausn á nr. 656.
Lárétt: 1 strætin 6 kar 7 óp 8
enn 9 gin 11 Pan .12 at 14 óla
15 trassar.
Lóðrétt: 1 skór 2 tap 3 rr 4
tonn 5 nú 8 éin 9 gapa 10
atar 12 ala 13 át 14 ós.
Gátan
Borg leit ég eina
í upphæðum standa,
fimmdyruð er hún
með fagurt smíði,
á henni eru gluggar tveir
glæsilegir,
turnar að tölu
tveir og þrjátíu;
ræður þar fyrir
ríkur svanni,
en annars vegar
illur týranni.
Ráðning síðustu gátu: —
BYSSA.
trumbur o.fl. Nokkur hljóð-
færalög voru flutt sérstaklega
á fyrri liljómleikunum, og fór
það allt mjög vel úr hendi.
Sérstaklega athyglsverðir eru
nokkrir ágætir blökkflautu-
leikarar, sem þarna komu
fram.
Það er leitt tii þess að vita,
að þessir hljómleikar, einkum
hinir síðari, skyldu ekki vera
eins vel sóttir og vert hefði
verið. Úr þessu gætu menn
bætt að nokkru með því að
fylla Dómkirkjuna í kvöld kl.
8:30, er kórinn heldur síðasta
samsöng sinn. Trauðla myndi
nokkurn tónlistarunnanda iðra
þess. B. F.
Er á meðan er
Gamanleikurinn Er á meðan er
verður sýndur í Þjóðleikhúsinu
í kvöld í 5. sinn. Aðeins fáar
sýningar eru eftir á leiknuin,
þar eð innan skamms verður
haldið út á land að sýna leik-
ritið Fædd í gær, en nokkrir
leikendur leika í báðum þess-
um leikjum. — Myndin er af
Rúrik Harahlssyni í hlutverki
sínu í Er á meðan er.
Kvennaskólinn í Reykjavík.
Skólanum verður slitið á morg-
un, föstudaginn 27. maí, klukk-
an 2 e.h.
Forustugrein
stjórnarblaðsins
Tímans I gær
heitár: Lygar í-
haldsins. Þar
stendur meðal
annars: „Þá reyna þau (þ. e.
málgögn Sjálfstæðisflokksins)
við hvert tækifæri að hamra á
þeirri algeru lygakenningu, að
flokkurinn sé flokkur allra
stétta, enda þótt allt starf
flokksins beinist að ]>ví að
þjóna fámennri klíku braskara
og stórgróðamanna í Reykja-
vík.“ Er öll greinin skrifuð í
þessum anda, og vantar nú
ekki annað en nýjan Gest Páls-
son til að skrifa Kærleiksheim-
ilið öðru sinni — í samræmi
við breytt viðhorf!
19.30 Lesin dag-
skrá næstu viku.
19.40 Auglýsing-
ar. 20.30 Garð-
ára: a) Ávarp:
yrkjufélag ísl. (0
Steingrímur Steinþórsson land-
búnaðarráðherra. b) Kveðja
frá Skógræktarfélagi íslands:
Hákon Bjarnason skógræktar
stjóri. c) Úr sögu Garðyrkju-
félagsins: Jóliann Jónasson bú-
stjóri á Bessastöðum. d) Sam-
töl við frú Margréti Schiöth á
Akureyri og Árna Thorsteinson
tónskáld. e) Niðurlagsorð: Ed-
wald B. Malmquist, formaður
félagsins. Ennfremur tónleikar
af plötum 22.10 Sinfóniskir
tónleikar: Sinfónía nr. 1 í D-
dúr eftir Gustav Mahler (Fíl-
haimóníska hljómsveitin í Vín-
arborg leikur; Rafael Kubelik
stjórnar). 23.00 Dagskrárlok.
’Trá höíninni
Ríkisskip
Hekla er í Rvík. Esja er á aust-
fjörðum á norðurleið. Herðu-
breið á að fara frá Rvík á
sunnudaginn austur um land til
Bakkafjarðar. Skjaldbreið kom
til Rvíkur í nótt að vestan og
norðan. Þyrill fór frá Rvjk í ^ttúrugripasafnlð
gær vestur og norður. Skaftfell- k, j3.3o_i5 á SUnnudögum, 14-15 á
ingur fór frá Rvík í gær til þriðjudögum og fimmtudögum.
Vestmannaeyja. Baldur fór frá
Rvík í gær til Gilsfjarðarhafna.
víkur. Hubro lestar í Ventspila
30j þm. og síðan í Kaupmanna-
höfn og Gautaborg til Rvíkur.
Flamingo lestar í Hamborg í
dag til Rvíkur. Tomström lest-
ar í Gautaborg 5.-10. júni til
Keflavíkur og Rvikur.
Söínin eru opin
Bæjarbókasafnið
Lesstofan opin alla virka daga kl.
kl. 10-12 og 13-22, nema laugardaga
kl. 10-12 og 13-16. — ÚtlánadeUdin
opin alla virka daga kl. 14-22,
nema, laugardaga k!. 13-16. Lokað
á sunnudögum yfir sumarmánuð-
Eimskip:
Brúarfoss fer frá Rvík í dag
til Newcastle, Hull, Rotterdam,
Bremen og Ilamborgar. Detti-
foss fór frá Rotterdam í fyrra-
17. jftíní nefnd
Bæjarráð kaus á fundi sín-
um 24. þ. m. eftirtalda menn
til að sjá um hátíðahöldin 17.
júní n. k.: Þór Sandholt, skóla-
stjóra, og er hann formaður
nefndarinnar, Böðvar Péturs-
son, verzlunarmann, Björn Vil-
mundarson, fulltrúa og Pétur
Sæmundsen viðskiptafr.
Þjóðminjasafnið
kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13-15
á þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum.
Þjóðsltjalasafnlð
á virkum dögum kl. 10-12 og
14-19.
Landsbókasafnið
kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka
13-19.
SKÁKIN
ABGDEFGH
dag til Helsingfors, Leníngradj-^OS^pw.a laugardaga kl. 10-12 og
og Kotka. Fjallfos? fór frá R-
vík kl. 21 í gærkvöld til Ant-
verpen, Rotterdam, Hamborgar
og Hull. Goðafoss fór frá Rvik
18. þm til N.Y. Gullfoss fór
frá Osló kl. 14 í gær til Kaup-
mannahafnar. Lagarfoss fór frá 00
Glasgow í fyrradag til Belfast,
Cork, Bremen, Hamborg og
Rostock. Reykjafoss kemur til
Rvíkur í dag frá Rotterdam.
Selfoss fór frá Keflavík í gær-
kvöld til Rvíkur Vestmannaeyja
og austurlandsins. Tröllafoss
fór frá N.Y. 22. þm. til Rvikur.
Tungufoss fer frá Gautaborg á
morgun til Rvíkur. Craculus
kom til Rvíkur 19. þm. frá
Hamborg. Else Skou kom til
Rvíkur 23. þm. frá Leith. Argo
kom til Rvíkur í fyrradag frá
Kaupmannahöfn. Drangajökull
fór frá Hamborg í gær til R-
30. Ha5xa8 b4xc3
31. Ha8xe8 c3—c3!!!
Þetta. hefur svartur áreiðan-
lega séð fyrir, þegar hann hóf
leikfléttuna.
ABCDEFGH
_.„ Éf
. m*m m
mFmf*Hif
ÞaS gekk i sjö reisur
í Iunderni hvatur og kvikur þegar á unga aldri, harð-
lyndur. Tij dæniis, þá hann var hér um níu vetra, hafði
lionum orðið það á að berja dreng einhvern þar í
Víðidalstungu, sem var ellefu vetra; drengurinn sagði
eftir honum, so móðir hans reísaði honum. Það gekk í
sjö reisur, að hann fékk ráðning af móður sinni og Ieið
það með þoiimnæði, en í hvert sinn að fenginni ráðn-
ing hljóp hann til drengsins og barði hann jafn-
ótt, þar til móðir lians sá, að ei gilti annað en
hætta við hann, enda barði hann þá ei lengur
drenginn. Hann var strax á unga aldri fljótur til svars
og orðheppinn. Nærni hafði hann það, að þá hami var
búinn að lesa tvisvar blaðið eður opnuna mundi hann
(það), en þá hann var orðinn eldri hafði lianu sagt
fyrir tveimur bréfum á meðan hann skrifaði hið þriðja
og fipaðist ekki. Hann var livatur í geði, og ramm-
lyndur, einarður og kappgarn, þó með forsjá, og þar af
lcom máltæki hans: Það skal fram, sem horfir, meðan
rétt horfir. Var og lengstum það, að hann lét ei æðru á
sér finna eður umkvörtun, þó eitthvað félli til óskap-
fellt, og þar af spratt það máltæki hans, sem stendur í
Mábelsrímum:
I»að er eigi kónga kraftur
að kveina sér í nauðum.
Líka mátti þvílíkt he>Ta til hans í málaferla ofsóknum.
Því er í vísu hans einni;
Hræðslan styggir livergi Pál,
því herrann lifir.
(Jón Ólafsson: Um þá lærðu Vídalína).