Þjóðviljinn - 26.05.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. maí 1955 þlÓOlílUINN 1 Otgefandl: Samelningarflokkur alþýSu — Sósíallstaflokkurinn. Rltatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benedlktsson, Guð- Imundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: 8kóiavörðustíg lfi. — Sími 7500 (S línur). i Áekriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 j annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljanp h.f. K__________________________________________________/ Eitt rekur sig á annars horn... Fyrir skömmu var vakin athygli á því hér í blaðinu aö harla lítils samræmis gætti í málflutningi Alþýðublaðsins. Var bent á það sem dæmi hvernig Jón Sigurðsson fékk að ráðast á Hannibal Valdimarsson forseta Alþýðusambands íslands og stimpla hann „bandingja kommúnista" á einni síðu blaðsins en á annarri síðu þess var birt hvöss gagn- rýni á þau brigsl er þeir Alþýðuflokksmenn yrðu fyrir er hefðu samstarf við sósíalista. Var alveg sérstaklega minnt á hve fráleitt það væri að bera Hannibal Valdimarsson þungum sökum fyrir það eitt að sitja með sósíalistum í stjórn Alþýðusambandsins, þar sem flokksbundnir Al- þýðuflokksmenn væru þó í yfirgnæfandi meirihluta. f til- efni af þessu varpaði Þjóðviljinn fram þeirri spurningu hvor kenningin væri rétt, kenning Jóns Sigurðssonar og sálufélaga hans eða leiðarahöfundar Alþýðublaðsins. Alþýðublaðið hefur ekkert svar gefið við þessari fyrir- spurn en reynt að láta þögnina skýla þessari tvöfeldni í málflutningi sínum. Hins vegar virðist heimilisástandiö sízt fara batnandi ef dæma má af Alþýðublaöinu í gær. Birtist þar á fjórðu og sjöundu síðu þýdd grein úr blaði danska sósíaldemókrataflokksins, þar sem veitzt er aö verkalýðsfélögunum hér heima, verkfallsbaráttu þeirra og um leið að Hannibal Valdimarssyni sérstaklega. Er gengið svo langt í rangfærslunum að Hannibal er talinn til „fyrr- verandi jafnaðarmanna“. Þessa grein birtir Alþýðublaðiö alveg athugasemndalaust, enda greinilegt hvaðan upp- lýsingarnar eru komnar. Allur tónn greinarinnar og með- ferð staðreynda sver sig svo greinilega í ættina sem verða má. Enginn getur efast um að hún er birt að undirlagi Stefáns Jóhanns-klíkunnar og á að hefna harma hennar út af sigursælum árangri verkfallsins. Á fimmtu síðu blaðsins er svo birt önnur grein: Að Al- þingi loknu. Fjallar hún eins og nafnið bendir til um hið nýafstaðna Alþingi og einkanlega þau mál sem Alþýðu- flokksmenn fluttu á þingi. Eni þau talin upp sérstaklega í ramma á síðunni. Greininni fylgja myndir af öllum full- trúum Alþýðuflokksins á Alþingi, þar á meðal Hannibal Valdimarssyni, sem fær nafngiftina „áðurverandi jafnaö- armaðm,“ : sjöundu síðu blaðsins í greininni sem Social- Demokraten birti að undirlagi hægri klíkunnar og hún hefur nú látið þýða handa Alþýðublaöinu! ' Af þessu má sjá aö mikið vantar á að Alþýðublaöið hafi náð nokkurri varanlegri pólitískri heilsu. Það er enn hald- ið sama sjúkdómnum og kom fram í skrifum Jóns Sigurös- sonar annars vegar og leiðarahöfundarins hins vegar. í skrif þess vantar allt samræmi, það sem haldið er fram á einni síðu þess er óðar rifið niður á þeiri’i næstu. Eitt rek- ur sig sem sagt á annai’s hora, og lesendur blaðsins eru eftir sem áöur jafn ruglaðir í ríminu og vita ógjörla hver er raunveruleg stefna blaðsins. í Að vissu leyti endurspeglar þessi ruglingur í málflutn- ingi og túlkun Alþýöublaösins ástandið í flokknum sem að útgáfu þess stendur. Einingai’stefnu verkalýðsins vex sífellt fylgi meðal alþýðunnar, einnig innan Alþýðuflokks- ins. Fleiri og fleiri heiðarlegir verkalýðssinnar í Alþýðu- flokknum sjá og skilja nauðsyn þess að verkalýðui’inn standi saman í faglegri og pólitískri baráttu sinni og ger- ist það afl sem úrslitum ræður um þróun íslenzki’a stjórn- jnála. Þrátt fyrir yfirráð hægri manna yfir Alþýðublaðinu fer ekki hjá því aö þessara skoðana gæti nokkuð í skrif- um þess. Auk þess rís heilbrigð skynsemi hvers heiðar- legs alþýðumanns gegn sundrungar- og hatursboðskap manna eins og Stefáns Jóhanns og Jóns Sigurössonar sem standa öðrum fremur fyrir árásunum á eininguna í verka- lýðssamtökunum og krefjast þess að Alþýðuflokkurinn sé „hreinn og óhvikull hægri flokkur“ og neiti allri samvinnu við róttækari arm vei’kalýðshreyfingaxinnar. Skrif Jóns (Sigurðssonar um verkföllin og þýdda greinin úr Social- Ðemokraten eru táknræn fyrir þessi geðbilunarskrif hægri Kianna. Vilji ritstjóri Alþýðublaðsins láta taka blað sitt alvar- lega þarf hann aö bæta hér um. Brýnasta verkefnið sýn- ást vera að hafa nokkurt taumhald á hægri mönnunum ineö pólitísku heilsufari Jóns Sigurðssonar og Stefáns Jóh. Kosnlngabaráttan í Bretlandl „samkeppnl í friðaræslngunt" Tapi Verkamannaflokkurinn munu foririg]- arnir standa höllum fœti gagnvart Bevan í dag ganga um 30 milljónir manna að kjörborði í Bret- landi og Norður-írlandi til að kjósa 630 þingmenn sem skipa þingið í London. Eins og und- anfarna þrjá áratugi stendur kosningabaráttan í raun og veru milli tveggja flokka, í- haldsflokksins og Verkamanna- flokksins, sem bjóða fram í nær öllum kjördæmum. Hinn fyrrum öflugi Fxjálslyndi flokk- ur er ekki nema svipur hjá sjón. Að vísu býður hann fram í rúmlega hundrað kjördæmum Anthony Eden en ólíklegt þykir að mikil breyting verði á þingstyrk hans, sem var sex menn á þing- inu sem nú hefur verið rofið. Hinsvegar geta framboð frjóls- lyndra haft nokkur óbein áhrif á úrslitin í mörgum kjördæm- um og ,að líkindum íhaldsmönn- um í óhag því að tvö af hver.j- um þrem framboðum frjáls- lyndra eru í kjördæmum sem íhaldsmenn unnu í síðustu kosningum. Það er viðurkennt að í kjördæmum, þar sem frjálslyndir bjóða ekki fram, fara heldur fleiri af atkvæð- um fylgismanna flokksins til íhaldsmanna en til Verka- mannaflokksins. Kommúnistar, sem ekki hafa átt neinn mann á síðustu tveim þingum í Bret- landi, bjóða nú fram í 17 kjör- dæmum. Annarsstaðar skora þeir á fylgismenn sina að kjósa frambjóðendur Verkamanna- flokksins. Þess mó' geta að af frambjóðendunum sitja ellefu í fangelsi sem stendur. Eru það tiu frambjóðendur írskra þjóð- ernissinna í Norður-írlandi og einn frambjóðandi þjóðernis- sinna í Wales. Hafa þeir verið dæmdir fyrir að berjast fyrir sameiningu Norður-írlands við lýðveldið Eire og fyrir sjálf- stæði Wales. Ekki er óhugsandi að nokkrir þessara fangelsis- frambjóðenda nái kosningu í Norður-írlandi. Tkeyfð og drungi hefur ein- ” kerint alla kosningabarátt- uria. Fundir hafa verið fá- sóttir og þess sjást lítil merki að brezkur almenningur bíði úrslita kosninganna með spenn- ingi. Margir sem vel þekkja til brezkra stjórnmála segja að þessi deyfð sé eðlilegt aft- urkast eftir átök styrjaldar- áranna og endurreisnartíma- bilsins eftir liana. Sem stendur vilji fólk flest láta hverjum degf nægja sina þjáningu og skirrist við að leggja á sig heilabrot um þjóðmál. Það ýtir undir þessa afstöðu að síðustu ár hefur ríkt velmegun í Bret- landi. Atvinnuleysi hefur ver- ið mjög lítið og kaupgjald farið heldur hækkandi. íhaldsmenn þakka stjórn sinni þessa vel- megun, sem stafar af því að viðskiptaárferði hefur breytzt Bretum í hag, verðlag á inn- fluttum matvælum og hráefnum hefur lækkað en verð á út- fluttum iðnaðarvörum hækk- að. Nú þykja ýmis sólarmerki benda til að á þessu sé að verða breyting og foringjar Verkamannaflokksins segja að Eden hafi flýtt sér svo mjög að rjúfa þing og efna til nýrra 'kosninga mánuði eftir að hann tók við stjórnartaumunum af Winston Churchill, vegna þess að Butler fjármálaráðherra hafi sagt honum að líkur bentu til að með haustinu gæti kom- ið til alvarlegra efnahagsörð- ugieika af völdum versnandi viðskiptajafnaðar við útlönd. Utlit er fyrir að ráð Edens og Butlers ætli að gefast íhaldsflokknum vel. Öllum skoðanakönnUnum ber saman um að sigurvænlega horfi fyrir íhaldsmenn. Gallupstofnunin brezka tilkynnti fyrir þrem dögum að af aðspurðu úrtaki hefði 51% þeirra sem ráðið höfðu við sig hvernig þeir Aneurin Bevan myndu verja atkvæði sinu sagzt myndi kjósa íhaldsmenn en aðeins 46,5% Verkamanna- flokkinn. En 13% aðspurðra höfðu ekki enn ákveðið, hvern- ig þeir myndu greiða atkvæði. Ef atkvæði skiptasf í þessu hlutfalli munu íhaldsmenn fá um 120 atkvæða meirihluta á þingi en fáir búast við svo miklum sigri þeirra. Erlendir fréttamenn sem fylgzt hafa með kosningabaráttunni i Bret- landi segjá að flestir spádóm- ar „hlutlausra" aðila séu á þá leið að íhaldsmenn muni sigra í kosningunum og fá 40 til 60 þingsæta meirihluta. Á síðasta þingi voru íhaldsmenn 322 en Verkamannaflokksmenn 295. Tkjúpstæður friðarvilji brezks ” almennings hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna meira en nokkuð annað. Foringjar stóru flokkanna hafa lagt allt kapp á að sannfæra kjósend- ur um að þeir séu einmitt réttu mennirnir til að semja við stjórnendur Sovétrikjanna um friðsamlega sambúð og halda í hemilinn á hinum flasfengnu Bandaríkjamönnum ef þeir skyldu ætla að taka upp á því að ana út í einhverja ófæruna. Um allt Bretlandi blasir við auglýsingaspjald íhaldsmanna með stórri mynd af Eden for- sætisráðherra. „Að starfi fyrir frið“ er eini textinn á spjald- inu. Verkamannaflokksforingj- arnir hugðust gera mikið úr því í kosningabaráttunni að stjórn íhaldsmanna hefði ekki tekizt að koma á fundi æðstu manna fjórveldanna þrátt fyr- ir margítrekuð loforð og eftir- rekstur af hálfu Verkamanna- flokksins. En Eden lét krók koma á móti þessu bragði. Ein- mitt þegar kosningabaráttan var að hefjast knúðu hann og Macmillan utanríkisráðherra stjórn Bandaríkjanna til að láta af andstöðu gegn fjór- veldafundi með því að sýna henni fram á að ella væri ekki annað sýnna en að Verka- mannaflokkurinn myndi vinna sigur í kosningunum. Eisen- hower og Dulles vilja mikið til vinna að íhaldsmenn fari áfram með stjórn í Bretlandi og létu því undan þrátt fyrir að þeir ættu víst ámæli af hálfu •'bandaríska stríðsflokks- ins, sem aðallega er skipaður mönnum úr hægra armi þeirra eigin flokks. Bandaríska viku- ritið Time er stórhneykslað yf- ir að kosningabaráttan í Bret- iandi hafi sannað það að í- haldsmenn og Verkamanna- flokkurinn séu báðir hjartan- lega sammála um að sýna beri Rússum undanlátssemi. Brezka blaðið Economist talar af fyrir- litningu um að Attlee og Ed- en heyi „samkeppni í friðaræs- ingum“. ' ( TTefðu foringjar Verkamanna- flokksins viljað gátu þeir snúið fjórveldafundarvopni Ed- ens gegn honum sjálfum, Þeir þurftu ekki annað en spyrja hann, hvaða tillögur hann myndi bera fram á væntanleg- um fundi um ráðstafanir til að draga úr viðsjám í Evrópu. En þetta vildu hinir hægri sinnuðu foringjar Verkamanna- flokksins ekki gera. Þeir eru bundnir í báða skó af sam- þykki sínu við hervæðingu Vestur-Þýzkalands og ákvörðun ríkisstjórnar íhaldsmanna að gera vetnissprengjur í Bret- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.