Þjóðviljinn - 10.06.1955, Qupperneq 9
Föstudagiir 10. júní 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
A ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÓRl FRlMANN HELGASON
Akranes tapaði 3:1
Skélabygglngcir
Það mátti sjá á áhorfenda-
pöllunum að þessa leiks var beð-
ið með mikilli eftirvæntingu, því
að 6—7000 manns höfðu raðað
sér umhverfis leikvanginn. Þjóð-
verjar komu fyrst inná völlinn í
sínum rauð-hvíta búningi. Fyr-
irliðinn tók sér stöðu á mið-
depli en hinir tíu röðuðu sér á
hringinn og sneru bökum sam-
an en andliti að áhorfendum.
Skemmtileg kveðja.
Síðan kom Akranesingar og
heilsuðu á sinn snotra hátt og
afhentu síðan sínum Þjóðverj-
anum hver blómvönd.
Lið Þjóðverjanna var nærri
það sama og gegn Val.
í Akranesliðinu var nýr mað-
nr fyrir Pétur Georgs sem nú
var varamaður og Dagbjartur
var nú kominn á sinn gamla
stað. En Kristinn var bakvörður
1 stað Ölafs Vilhjálmssonar.
Þó að fyrri hálfleikur end-
aði 2:1 fyrir Þjóðverja áttu
Akranesingar fleiri og opnari
tækifæri til að skora. Ríkarður
var að þessu sinni mjög óhepp-
inn með skotin, ýmist skaut
hann of fljótt eða skotin lentu
í mótherja eða markmaður
varði.
Á 3. mínútu átti Ríkarður
hörkuskot som markmaður fékk
slegið yfir slá og 4 mínútum
síðar var hann kominn inn fyr-
ir alla en skaut á markmann,
og á 20. mínútu var hann enn
kominn inn fyrir en spyrnan
mishepnnaðist og skotið fór
framhjá. Þessi óheppni hafði
sín slæmu áhrif á allan leik
okkar ágæta Ríkarðs.
Þjóðverjar voru líka nokkuð
aðgangssamir og á 15. mínútu
á Fesser skot rétt yfir stöng
og 9 mínútum síðar á hann aft-
ur skot rétt fyrir ofan eftir
að Magnús hafði slegið knött-
inn frá.
Hvorugt liðið náði verulegum
tökum á samleik og langar
spyrnur voru full tíðar og til-
gangslitlar. Á 26. mín. skorar
svo Jón Leósson eftir að bak-
vörður hafði kiksað illa. Tveim
mínútum síðar á Þórður skot
í stöng og litlu síðar er Þórður
Þórðarson kominn inn fyrir en
kiksar og skaut óákveðið og
varð ekkert úr en hann hefði
átt að fara nær marki.
Á 20. mínútu jafna Þjóðverj-
ar. Var það Fesser sem skor-
aði eftir góða sendingu frá
Ziebes og 3 mínútum síðar skor-
aði Ziebes af löngu færi en
lokað var fyrir útsýn hjá
Magnúsi sem ekki fékk að gert.
Akranes herðir nú sóknina og á
39. mínútu tvíbjarga Þjóðverjar
á línu og enn er Rikarður frír
við markið en skaut of snemma.
Skotið fór framhjá. Áhlaupin
hafa gengið á víxl og hafa
Þjóðverjar átt stangarskot.
I síðari hálfleik höfðu Þjóð-
verjar yfirtökin í leiknum.
Akranes fékk ekki í gang sinn
hraða fljótandi samleik. Hinn
gífurlegi hraði Þjóðverjanna
truflaði þá mjög.
Á 10. mínutu er miðherjinn
Georges kominn út til hægri,
gefur knöttinn fýrir markið til
Ziebes sem skorar óverjandi af
stuttu færi. Halldór Sigur-
björnsson gerir margt vel, sýnir
mikla leikni og á 20. mínútu á
hann mjög fallegt skot sem
skríður rétt yfir þverslá.
Um miðjan hálfleik er Þórð-
ur Þórðarson þó kominn inn-
fyrir en varnarmaður fær rekið
tá í knöttinn, sem fer í liorn.
Þórður átti líka gott skot á 32.
mínútu, sem markmaður Þjóð-
verja varði snilldarlega vel. I
þessum hálfleik áttu Þjóðverjar
2 skot í stengur og eitt sinn
bjargaði Sveinn Benediktsson á
marklínu.
Eftir gangi leiksins er þessi
Hvítasunnumót U.M.F.K. sem
fresta varð á hvítasunnudag fór
fram 5. þ.m. Úrslit urðu þessi.
100 m lilaup
Sigmundur Júlíusson KR 11.3
Guðm. Guðjónsson KR 11.3
Einar Frímannsson KR 11.6
1000 m hlaup
Svavar Markússon KR 2.37.5
Rafn Sigurðsson U.I.A. 2.45.0
Bergur Hallgrímss. U.t.A. 2.45.8
Langstökk
Einar Frímannsson KR 7.24
Högni Gunnlaugsson U.M.F.K.
6.04
Guðlaugur Einarsson U.M.F.K.
5.91
Þrístöklc
Friðleifur Stefánsson K.S. 14.76
Guðlaugur Einarsson U.M.F.K.
13.32
tveggja marka munur sann-
gjarn. Þetta hefði þó eins getað
orðið 5:3 eða sem sagt mörg
fleiri mörk á báða bóga.
Eins og áður er sagt var
Ríkarður ekki eins góður og
oft áður. Eins virtist sem fram-
verðirnir hefðu ekki eins mikið
vald á miðju vallarins og áður.
Annars slapp liðið sem heild vel
út úr leiknum. Nýliðinn Jón
Leósson er gott efni og lofar
góðu. Var samt full framarlega
— á kostnað framvarða sinna.
Halldór Sigurbjörnsson var
jafnbezti maður liðsins. Þórður
útherji var óþekkjanlegur frá
leiknum Rvík — Akranes. Dag-
bjartur var öruggur, en full
þungur gegn þessum hröðu og
kviku Þjóðverjum.
Af Þjóðverjum voru Fesser,
Georges og Ziebes beztir, en í
vörn voru það miðfrmvörðurinn
Hoffmann, Bolchert í markinu
og Gundman. Annars sýndi lið-
ið í þessum leik eins og þeim
fvrsta mikla leikni og hraða,
staðsetningar og hreyfanleik,
en þeir léku meira nú með löng-
um spyrnum. Undirstrikuðu
þeir það sem haldið var fram
eftir leikinn við Val að þetta lið
er eitt það bezta sem hér hefur
leikið um nokkurt skeið.
Dómari var Albert Guðmunds-
son, og var ákveðinn í dómi
sínum.
í kvöld keppa Þjóðverjar við
úrval úr ýmsum félögum.
Sleggjukast
Þórður B. Sigurðsson KR 49.00
Einar Ingimundarson U.M.F.K.
43.97
Þorvarður Arinbjarnarson
U.M.F.K. 43.38
Kringlukast
Þorsteinn Löve KR 46.38
Friðrik Guðmundsson KR 44.95
Guðjón Guðmundsson KR 36.41
Hljóp á 3.42.8
Ungverski hlauparinn Rogsa-
volgyi gerði tilraun til að
hnekkja heimsmeti Ástralíu-
mannsins John Landy í 1500 m
hlaupi á íþróttamóti í Búdapest
s.l. sunnudag. Tilraunin mis-
tókst en timinn var þó mjög
góður: 3.42.8, einni sek. lakari
en heimsmet Landys. Tabori,
sá sem hljóp míluna á' 3.59.0
fyrir nokkrum dögum, varð
annar á 3.45.0 mín.
Framhald af 4. síðu.
skólaárið 1957-58: 8713
1958-59: 9115
Af þessu sézt að á næstu
4 árum verður að útvega
skólastoíur fyrir 2565 börn
í viðbót við þau sem nú
hafa skólarúm.
Á að taka upp farkennslu
í Reykjavík?
Ég get ekki séð annað en
að ætlunin sé hjá bæjaryfir-
völdunum að taka upp far-
kennslu í stórum stíl, innan
bæjarlandsins á næstu árum.
Það þarf ekki að eyða orð-
um að því að lýsa hvaða á-
hrif þessi mikla ásetning á
skólahúsin sem nú eru fyrir,
hefur á nemendurna.
Það nægir að benda á að
því hefur verið haldið fram
af læknum að skólastofa verði
að standa auð og loftast út
eftir hvern barnahóp áður
en næstu börn koma, til þess
að kvefbakteríur berist ekki
fi'á einum hópi til annars.
Þvi er það heimtað af heil-
brigðiseftirliti sumstaðar, að
aðeins einn og sami bekkur
hafi hverja stofu til umráða.
Þannig er það t.d. í Kanada,
víða í Svíþjóð, í Ráðstjórnar-
ríkjunum og víðar.
1 vetur hafa fleiri skóla-
stofur verið þrísettar en
nokkru sinni áður og heilsu-
leysi skólabarna meira en
nokkru sinni.
Foreldrarnir kvarta um að
eftir að börnin fara að gapga
í skóla líði varla mánuður svo
að hvert barn sé ekki með
kvef og lasleika og verði að
liggja rúmfast í nokkra daga.
Erfiðleikar úthverfanna
— I. áfangi verði
framkvæmdur
Nokkur orð vildi ég segja
um skólagöngu barna í út-
hverfum.
Það er nokkuð erfið skóla-
ganga fyrir börn ofan úr
t.d. Selási og Árbæjarblettum
að sækja skóla í Laugarnes-
ið. Það eru reknir skólabílar,
munuð þið segja, sem kosta
bæinn ca. 200 þús. kr. á ári.
Jú, 7-9 ára börn verða að
vera komin í veg fyrir skóla-
bílinn oft vegleysu í myrkri
fyrir kl. 8 á morgnana. Þau
sem .eldri eru, eða fara kl. 1
í skólann, geta komizt með
skólabílum, en verða svo að
bíða til kl. 6:15 að kvöldi til
þess að komast heim, og þá
aftur að ganga í myrkri
heim.
Ég leyfi mér því að ítreka
kröfu okkar sósíalista frá því
í vetur um að hafizt verði
þegar handa um byggingu
þessara skólahúsa 1. áfanga.
Tillagan hljóðar svo, með
leyfi forseta:
„Bæjarstjórnin ákveður að
láta nú þegar hef ja byggingu
þeirra tveggja barnaskóla,
sem skólabygginganefnd og
fræðsluráð gerðu ráð fyrir að
reistir yrðu sem 1. áfangi í
byggingu skólahúsa í Reykja-
\ik og ljúka átti liaustið ’54.
Skal annar skólinn reistur í
Hlíðunum en hinn í Bústaða-
hverfi, og áherzla lögð á að
liraða byggingu þeirra sem
mest“.
Borgarstjóri upplýsti að á
síðasta sumri hefðu tveir
skólar verið reistir einmitt í
þessum hverfum, Hlíða- og
Bústjaðahverfi, í „leikskóla-
stíl“, eins og borgarstjórinn
orðaði það. Þetta er blekking.
I þessum hverfum voru í
fyrra byggð leikskólahús eft-
ir sömu uppdráttum og hin-
ar leikskóla-,,Borgirnar“, en
í stað þess að taka þær í
notkun, eins og ibúar hverf-
amia gerðu sér fastlega von-
ir um, því þörfin fyrir barna-
gæzlu í þessum hverfum er
mjög brýn, voru þau tekin
fyrir smábarnaskóla, af því
skólarúm var ekkert fyrir
nýja 7 ára nemendur úr
hverfunum.
Forstöðukonur leikskólans
í Austurbænum hafa mjög
látið í ljósi hve erfitt sé að
þurfa að neita svo oft sem
raun er á fólki úr þessu
margmenna hverfi, sem ennþá
hefur enga barnagæzlumögu-
leika.
Borgarstjóri upplýsti einnig
að búið væri að teikna skól-
ann í Gerðunum og ætti að
byggja þar 9 stofu skólahús,
en aðeins helming ætti að
fullgera í sumar, sem sé 4
stofur.
Það verður lítið meira en'
leigupláss í leikskólunum. —
Þannig endurtaka sig á hverju
hausti vandræðin.
Það er ekki hægt að sleppa
úr.þyggingu þeirra skóla sem
gert er ráð fyrir í 1. áfanga
í tillögu skólabygginganefnd-
ar.
í bústaða- og smáíbúða-
hverfi eru nú ca. 560 börn
á skólaskyldualdri og á ái'-
inu eiga að bætast 45 fjö'i-
skyldur í raðhúsin, en þar er
skilyrði fyrir að fá húsin að
fjölskjyldan hafi minnst 4
börn á framfæri.
I Hlíðahverfinu eru ennþá
fleiri börn.
Þannig getur ekki gengið.
Hingað og þangað um bæj-
arlandið er tekið á leigu ó-
fullnægjandi húsnæði fyrir
barnakennslu, en látið reka
á reiðanum um raunverulega r
byggingaframkvæmdir.
Það er öllum ljóst, að ef
Reykjavíkurbær á að geta
veitt börnum sínum lögboðna
skólafræðslu, þá verður að
hafa skólabyggingafram-
kvæmdir í gangi og aldrei að
stöðvast heilt ár í einu, hvað
þá 3-4 ár eins og nú hefur
orðið.
Svör hafa ekki verið gefin
við þvi hversvegna ekkert
hefur verið framkvæmt. Er
kannski féð ekki fyrir hendi
til ráðstöfunar?
TIL
LIGGUR LEIÐIN
14.76 m í þrístökkl
7.24 m i lcmgstökki