Þjóðviljinn - 12.06.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 12.06.1955, Side 3
Sunnudagur 12. júni 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 í Surtshelli eru margar fagrar og skrítnar ísmyndanir; hér er t.d. ískastali (og sér á bak Gunnars Guttormssonar t. v.) , — Hvað borðaðir þú um há- degið, paddi Dan? Þessi hvítasunnuferð Fylking- arinnar' átti að vera skemmtiför, og á 'góða kommúníska vísu bjuggust þátttakendur nú til að breyta'í samræmi við það mark- mið Þessvegna svaraði Daddi Dan ekki á hversdagslegan hátt: ég borðaði rollukjöt, eða: ég borðaði plokkfisk, eða: ég gleypti eina brauðsneið og mjólkurglas. Ekkert af þessu; Daddi Dan svaraði í samræmi við tilgang ferðalagsins: Ég borðaði aðallega nýlenduvörur. Þetta tilsvar Dadda Dan kost- aði fyrsta magakrampann í ferð- inni, og fóru margir á eftir. Til dæmis sitjum við í makindum yfir kaffi og brauði með dýru áleggi í skálanum við Hvítárbrú þegar einhver spyr upp úr eins manns hljóði: Hvar er hann Jói litli? Annar gellur við og segir: Hann er þarna á bak við boll- ann. O nei nei, svarar þá Jói sjálfur, ég er hérna á bak við molann. Maggi Lár, sem skip- aður var doktor hópsins, hefur Skýrt svo frá að hér hafi menn íengið 17. magakrampa farar- innar. Og þó var ekki, komið nema' á 4. stund ferðalagsins. Við slógum tjaldi á Kald- árbökkum við Húsafell í hvöss- um vindi laugardagskvöld fyrir hvítasunnu. Frammi voru eyrar og niðandi bergvatn, að baki grænkandi kjarr í gulum móa. Það var þröngt um tjaldið á þessum stað: eitt hornið stóð út á eyrina, annað var reist yfir dálitla laut. Við Tryggvi völd- umst í þessa laut — eftir það vorum við nefndir lautinant- arnir. Um kvöldið seinna var farið að glíma við kvíahelluna hans séra Snorra. Hún var ekki mikil fyrir mann að sjá úr f jar- lægð, en hún varð mönnum þó æðiþung í skauti. Því verður þó ekki neitað að þeir Þorsteínn og Viðar grösuðu henni. En ekki voru það fagleg átök — og mikið er kynslóðinni gengið síðan aukvisar áttu að lyfta henni á kné sér en meðalmenn að skokka með hana kringum kvíarnar. Síðar höfum við þó heyrt sagnir af því að tólf ára snáði á Húsafelli hafi fyrir eitt- hvað þremur árum unnið þetta meðalmannsverk. Nú kvað hann vera farinn að hóta hundunum með henni: ég skal kasta í ykk- ur kvíahellunni ef þið haldið ekki kjafti. Það er þannig von um kynslóðina. Það var mikið sandfok á eyrunum milli Húsafells og Kalmanstungu á hvítasunnu- morgun. Við stigum úr bílnum neðan túns og létum storminn fejkja okkur upp á hálsinn að bæjarbaki: ferðinni var sem sé héitið upp í Surtshelli Hryggur þessi liggur vestur frá Strútn- um. Lækkar hann út fyrir Kal- manstungu. en hækkar síðan aftur. Norðan hans fellur Norð- lingafljót og var mórautt af moldroki a þessum hátíðisdegi. Austur með fljótinu, undir áð- urnefndum hálsi, liggja svokall- aðar Norðurengjar. Þangað hafa Kalmanstungubændur lengi sótt heyskap, og gera það sjálfsagt enn; og þar voru hestar á beit. Leiðin að Surtshelli liggur aust- ur þedsar engjar á bökkum fljótsins, slétt og greiðfær. Við vorum kringum tvær stundir að hellinum sem er víst í hánorður frá Strútnum, í nær marflötu hrauni. Það er margt undarlegt á ís- landi, og þó er fólkið kannski fágætast. Förum við ekki nema i langferðir upp á öræfi til að skoða göt og undirgöng í hraun- um — og erum sæl af. Þar skil- ur með íslendingum og flestum öðrum menningarþjóðum svo- nefndum, að við eigum nær enga fortíð í mannvirkjum né öðrum stórum verkum. Við er- um svo fátæk að áþreifanlegum hlutum úr sögunni að við stönd- um á öndinni, öll þjóðin, þegar einn góðan veðurdag finnast gömul biskupsbein á einum stað. Minning okkar tengist fyrst og fremst fornum bókum, og við höfum gætt landið sjálft lífi og sögu. Það er engin ástæða til að vera óánægður með þetta hlutskipti. Aðrar þjóðir hafa minnismerki við alfaravegi. Við yrkjum líf í auðnina. Hver er ríkastur? Surtshellir er að vísu ekki mannvirki, en hann er þó staðurinn þar sem Surtur jöt- unn bjó í árdaga; siðan kemur sagan af Hellismönnum, og að sjálfsögðu leit Fjalla-Eyvindur inn í þetta skýli. Hallmundar- hraun norðan Strúts er raunar ekki hlýlegt þennan hvassa dag; í því leynist þó ekki að- eins mesti hellir á Islandi, held- ur einnig hluti af hugmynda- heimi þjóðarinnar um aldir. Það er fróðlegur staður. Einu sinni leitaði sekur mað- ur undan Borgfirðingum í Surtshelli. Hann vildi komast sem lengst undan eftirreiðar- mönnum og lét því ekki staðar numið innan við opið, heldur gekk og gekk. Eftir nokkra daga kom hann að öðru opi, þar gægðist hann upp og var þá kominn norður á Langanes. Svona mikill var Surtshellir í þjóðsögunni; er þess þó ógetið að þegar maðurinn ætlaði að hella sandinum úr skóm sínum, þá var það gullsandur. Við hon- um keypti maðurinn sér lausn. Nú er komið á daginn að hell- irinnn er ekki nema um 660 faðmar, og eru þó þrjú stór op á honum- Er maður kemur nið- ur um fyrsta opið djarfar þegar fyrir birtunni frá því næsta. Lengstur er hellirinn heill frá síðasta opi, talið frá niðurgöng- unni sem er nyrzt; og komst vist ekkert okkar inn í botn. Það voru á leiðinni afhellar og ýmsar skrýtnar jarðmyndanir og ískastalar sem við töfðumst lengi við að skoða. Það er nógu ævintýralegt að skríða á fjór- um fótum djúpt í niðamyrkri undirheimanna, með grjót í fangið og hraun við bak, vita ekkert hvað við tekur, hafa enga átt né stefnu, koma kann- ski að beinahrúgu einhverstaðar í þessum myrku þrengslum, finna máski gullsand í kaldri lind. Surtshellir er mestur, en til eru þeir sem segja að Stefáns- hellir sé fegurstur. Þangað fóru flestir er þeir höfðu skoðað í skó sinn eftir uppgönguna úr Surtshelli. En þá var undirritað- ur genginn úr skaftinu, og gat heldur ekki lagt trúnað á ævin- týr þau sem honum voru sögð úr StefánsTielli. Þau verða því látin liggja hér í þagnargildi; sann- leikurinn er æðsta boðorð. Við komum í tjaldið eftir 8 stunda fjarveru. Um kvöldið skruppu þeir Jón og Svanur á fjöll, og létu sig ekki muna um það. Þar kváðust þeir hafa séð öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð. Hinsvegar kom enginn freist- ari. Hinir háðu flestir dálítinn landsleik í knattspyrnu á kvöld- vökunni, enda komið gott veður á öræfunum og dögg á jörð. Þar blés ísak svo ákaflega af mæði að dómari varð tvisvar að stöðva leikinn sakir moldroks. Hvítá er ekki vatnsmikil þar efra, en hún lætur þeim mun meira ofan við Barnafossa. Þar námum við staðar á annan og horfðum á vatnið hvar það foss- ar hreint og tært fram úr hraun- jaðrinum. Þar fyrir framan tek- ur við nokkurra metra breið og slétt klöpp. Þar syntu end- ur fram á grunnu bergvatninu, unz þær komu á þrömina þar sem klöppin steypist þverhnípt niður í Hvítá — þar hófust þær til flugs og hurfu á brott. Það er einkennilegur staður. Gegnt Kirkjubóli opnuðum við rúðui-nar öðru sinni og veif- uðum til skáldsins, ef hann skyldi vera úti við. Svo var kvæðið hans enn sungið fullum hálsi; Komdu, litli Ijúfur, labbi, pabbastúfur. Láturn drauinsins dúfur dvelja inni um sinn — heiður er himininn. Blærinn faðmar beeinn, býður út i daginn, Komdu, kalli minn. Það er auðskildasta kvæði á íslenzku. Þó öðlast það dýpst lif í lyngi á lindarbakka upp af Borgarfirði; þaðan er það kom,- ið. En himinninn var ekki heiðux” þennan dag. Það hérað sdm mér þykir fegurst á íslandi duldi yndi sitt í regni og súld. Um miðaftansskeið er fallegast í Borgarfirði; — það er þeg- ar Eiríksjökull skín í fullum ljóma vestursólar, fjöllin teygja skuggafingur austur um byggð- ir, en öll vesturhöll baða'st roðti- andi sólskini. Fögur eru þau litaskil. Sjálfur er maður á ferð undan sól — Hafnarfjall á hægri hönd að baki, Baula á vinstri hönd frammi, ilmuff kjarrsins við Svignaskarð í vit- um, niður vatnanna í eyrum, hvítir bóndabæir í allri átt, fólk að starfi, hestur í haga. Það er sýn fegurðarinnar. Við fundum ekkert gull í hell- inum. Má þó vera að síðar verði hermt í sögum hvernig þjó5 okkar leystist fyrir land sitt, eins og friðleysinginn fyrÍF gullsandinn. Við ræddum um 3.5 við tryðum á athvarf náttúr- unnar. Svo stillti Daddi Dan gít- arinn, og var ekið heimleiðis ,f söng. — B. B. Smíónmhljómsveitin Ríkisútvarpið i . ;• v' ■ ;v ■ ’ :•• I TÓNLEIKAR : ■ í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 14. júní kl. 8.30 síðdegis. ■ ■ Stjómandi: RINO CASTAGNINO Einsöngvan: MARÍA MARKAN-ÖSTLUND ■ ■ ■ Verkefni: ■ Óperuforleikir og aríur eftir Cimarosa, Verdi, Donizetti, Wagner, von Weber, Mozart S og Rossini. Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu. Nemendasamband Menntaskólans í Reykjavík Árshátí ð Nemendasambandsins verður að Hótel Borg fimmtudaginn 16. júní og hefst með borðhaldi kl. 18.30. Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri Hótel Borgar (suðurdyr) á þriðjudaginn kl. 17—19. Pantaðir chðgöngumiðar óskast sóttir sem fyrst ( Stjórnin Nokkrir þátttakenda stilla sér upp til ljósmyndatöku í Stefáns- helli. Ef myndin prentast vel sést að sjáöldur manna eru óvenjulega víð; er það til dæma um myrkrið í hellinum. QuttsAndur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.