Þjóðviljinn - 23.06.1955, Side 1

Þjóðviljinn - 23.06.1955, Side 1
Fimmtudagur 23. júní 1955 — 20. árgangur — 137. tölublað Komið að Vesturveldyfium að sýna samkomulagsvilja, segir Molotoff Leggur fram í San Francisco tillögur um hversu bund- inn verSi hi<$ fyrsta endir á kalda striSiS íslendingar á friðarþinginu Þrír Islendingar a. m. k. sitja þing Heimsfriðarhreyfing- arinnar í Helsinki, Arirfinnur Jónsson skólastjóri, frú Sigríð- ur Eiríksdóttir og Skúli Þórð- arson sagnfræðingur. Þeir einstaklingar og félög sem vilja senda þinginu kveðju, geta stílað hana til World Assembly for Peace, Helsinki. Söfnunin undir Vínarávarpið heldur áfram af fullum krafti. Ættu menn að láta friðarþing- ið verða sér áminningu um að draga ekki lengur að skrifa undir. Valtséslav Molotoff, utanríkisráSherra Sovétríkjanna lagði í gær fram tillögur stjómar sinnar, um hversu bund- inn veröi endir á kalda stríöið. Hann tók til máls á 10 ára afmælishátíð SÞ í bandarísku borginni San Francisco. Molotoff kvað það óhrekjan- 3ega staðreynd að meginábyrgð- in á varðveizlu friðar og ör- yggis í heiminum hvíldi nú á tveinr ríkjunf, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Sovétstjórnin gerði sér þessa ábyrgð ljósa og því hefði hún borið fram tillög- ur sínar um afvopnun. Þar hefði hún fallizt á tillögur Vesturveld- anna um afvopnun að því tekur til eldri vopna. Nú væri komið að Vesturveldunum að taka næsta skrefið og varla væri til of mikils mælzt að þau féllust á tillögu sovétstjórnarinnar um bann við kjarnorku- og vetnis- vopnum. Stöðugt eftirlit Um tillögur sovétstjórnarinnar um eftirlit með afvopnun sagði Molotoff, að þar v'æri gert ráð fyrir því að föst stofnun hefði eftirlitið með hendi. Starfsmenn hennar skyldu hvar og hvænær sem væri hafa fullan aðgang að þeim stöðum, þar sem eftirlit þyrfti að fara fram til þess að tryggja það að afvopnunarsamn- ingarnir væru ekki rofnir. Molotoff gat sjö ráðstafana, sem gera þyrfti til að lægja við- sjár í heiminum og binda endi á kalda stríðið: Öllum stríðsáróðri sé hætt. Stórvéldin semji sín í milli um að leggja niður allar her- stöðvar sinar í öðrum löndum. Samningur sé gerður um af- vopnun. Allt hernámslið fari úr. Þýzkalandi. Samið sé um lausn ágrein- ingsmálanna í Austur-Asíu. Kjarnorkan verði hagnýtt til friðsamlegra þarfa og þjóðum sem skammt eru á veg komnar í tækniþróun veitt aðstoð. Létt verði hömlum af milli- ríkjaviðskiptum og samskiptum þjóða og þeim auðveldað að kynnast hver annarri með auknum ferðalögum. Kína og SÞ Molotoff kvað það augljóst, að Kína yrði að vera aðili að hverj- um þeim afvopnunarsamningi sem gerður yrði. Vinda þyrfti bráðan bug að því að veita Kína sætið sem því ber meðal SÞ og viðurkenna rétt þess til Taivan og nálægra eyja. Hann sagði að sovétstjórnin vildi að á öndverðu næsta ári Molotoff yrði kölluð saman ráðstefna allra ríkja til að semja um afvopnun. Síðar þyrfti að koma saman alþjóðleg viðskiptaráði- stefna. Um tvennt að velja Öllum má vera ljóst, sagði Molotoff, að ef haldið er áfram að skipta heiminum í andstæð hernaðarbandalög og ef vígbún- aðarkapphlaupið stöðvast ekki mun ný styrjöld dynja yfir þjóð- ir heimsins. Það hefur sýnt sig á síðustu árum, að hægt er að leysa flók- Hehru 09 Bulganín gefa samelginlega yfirlýsfngu Indland 09 Sovétríkin heita hvort öðru ^ góðri sambúð og samstarfi Viö hátíölega athöfn í Kreml í gær undirrituðu forsæt- ' isráöherrar Indlands og Sovétríkjaxma yfirlýsingu um sambúö og samstarf ríkja sinna. Þeir Nehru og Búlganín und- irrituðu yfirlýsinguna í Súlna- salnum í Viðhafnarhöllinni í Kreml, að viðstöddum flestum æðstu mönnum Sovétrikjanna og f}’lgdarliði Nehrus. Frétta- menn voru viðstaddir. Birt í dag. Yfirlýsingin verður birt í da.g í Moskva og Nýju Dehli samtímis. Kvisazt hefur í Moskva að meginefni hennar sé að ríkisstjómir Indiands og Sovétríkjanna lýsi yfir trú sinni á friðsamlega sambúð rikja með mismunandi þjóð- skipulag og að þær muni gæta í samskiptum sínum megin- reglna slíkrar sambúðar, sem settar hafa verið fram í samn- i ingum milli Kína og Indlands og Kína og Burma. Talið er að sovétstjómin heiti aðstoð við iðnvæðingu Indlands og hagnýtingu kjarn- orku til friðarþarfa þar í landi. : Skoðar kjarnorkurafstöð. I í gær fékk Nehru fyrstur út- lendinga að skoða kjarnorku- rafstöð nærri Moskva, hina fyrstu í heimi sem leggur at- vinnulifinu til raforku. Hann heldur frá Moskva i dag til Varsjár og kemur síðan við i Belgrad, Vínarborg, Róm og ef til vill London áður en hann heldur heim. Búlganin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, fer til Indlands í janúar í vetur í boði Nehrus. in deilumál. Bundinn hefur ver- ið endir á styrjaldirnar í Kóreu og Indó Kína, gengið hefur verið frá friðarsamningi við Austurríki og sambúð Júgóslavíu og Sovét- ríkjanna er komin í eðlilegt horf, en sá atburður hefur verið rang- færður skefjalaust í sumum löndum, sagði Molotoff. Hann kvaðst sannfærður um að fundur æðstu manna fjór- veldanna í Genf yrði hinn þýð- ingarmesti ef allir aðilar sýndu einlæga viðleitni til að draga úr viðsjám og efla friðinn. Fréttaritari brezka útvarpsins sagði í gærkvöldi, að meira hefði verið klappað fyrir ræðu Molo- toffs en nokkurri annarri sem haldin hefur verið á hátíðafund- inum í San Francisco. KR vann Akranes Sjötti leikur Islandsmótsins fór fram á íþróttavellinum í gærkvöld og kepptu Akurnes- ingar og KR. KR vann með 4 mörkum gegn einu. KR-ingar voru mjög heppnir með mark- skot en Akurnesingar óheppnir. Kr-ingar skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik, en mark Akurnesinga var sett ór víta- spyrnu 3 eða 4 mínútum fjTir leikslok. Hækka íargjöld með S.V.R. 11111% á kvöldin og helgidögum? Aukaiunduf í dag um máiið í bæjaistjÓKn. í dag verður haldinn aukafundur í bæjarstjórn Reykja- víkur. AÖaldagskrármál fundarins eru skipulagsmál mið- bæjarins sem frestaö var á síöasta fundi og breytingar á gjaldskrá strætisvagnanna. Bæjarráð ræddi breytingarn- ar á gjaldskrá strætisvagn- anna á fundi sínum í fyrradag. Var þar samþykkt með atkvæð- um Sjálfstæðisflokksins og Þjóðvamarflokksins að leggja til við bæjarstjórn að hækka fargjöld strætisvagnanna á helgidögum og frídögum svo og eftir kl. 8 að kvöldi um 100%. Guðmundur Vigfússon, fulltrúi Sósíalistaflokksins í bæjarráði, flutti eftirfarandi tillögu sem ekki fékk nægan stuðning, þar eð fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins og Þjóðvarnarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una: „Bæjarráð frestar að svo stöddu að gera tillögu um breytingu á fargjaldataxta S.V.R., en ákveður að skipa 5 manna nefnd, einn frá hverj- um stjórnmálaflokki í bæjar- stjórn, til að taka til athugun- ar þær röksemdir, sem færðar eru fram fyrir nauðsyn auk- inna tekna til handa S.V.R., svo og hverjar aðrar ráðstaf- anir teljast nauðsynlegar til að bæta starfsaðstöðu og rekstur fyrirtækisins. Skal nefndin hraða störfum og leitast við að skila áliti fyrir næsta reglu- legan bæjarstjórnarfund.'‘ Svipaða fargjaldahækkun og hér er fyrirhuguð samþykkti íhaldsmeirihlutinn í des. s. 1. en hækkunin hefur ekki komið til framkvæmda þar eð hún hefur ekki fengizt staðfest a£ innflutningsskrifstofunni. Flokksmenn Scelkcc felMn stfórn hcms Búizt við að stjórnarkreppan á ttalíu verði torleyst. Mario Scelba, forsætisráöhen'a samsteypustjórnar mið- flokkanna á Ítalíu, lagöi í gær lausnarbeiöni sína fyrir Gronchi forseta. Hafði Scelba mistekizt að lengja líf stjórnar sinnar með því að endurskipuleggja hana. Neituðu flokksmenn Scelha í þingflokki kaþólska flokksins að fallast á fyrirætlanir hans. Gronchi forseti bað Scelba að gegna stjórnarstörfum til bráðabirgða meðan hann ræddi við leiðtoga stjómmálaflokk- anna. Kaþólski flokkurinn, stærsti flokkur Italíu, er margklofinn. Vinstri armur flokksins vill samvinnu við sósíalistaflokk Nennis, hægri armurinn vill stjórnarstarf við konungssinna en þeir sem fylgja Scelba að málum vilja halda áfram að stjórna ásamt litlu mið- flokkunum. Fréttamenn í Róm segja að borgarablöð á Italíu komizt svo að orði, að stjómarkrepp- an sé hin alvarlegasta sem j komið hafi síðan lýðræði komsti aftur á í landinu. Vandséð er að hægt verði að mynda ríkis- stjóm sem hafi meirihluta þings að baki sér og heyrist því viða fleygt að eina úrræðið s§ að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Lögregluórós ó verkamenn Til átaka kom í gær í frönsku hafnarborginni St. Nazarire milli lögreglu og skipasmiða í verkfalli. Hafa þúsundir skipa- smiða átt i kjaradeilu við skipasmíðastöðvarnar í nokkr- ar vikur. í gær var lögreglulið látið ráðast á fund verkfallsmanna með þeim afleiðingum að í bardaga sló og margir menn hluti meiðsl.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.