Þjóðviljinn - 23.06.1955, Síða 7
Fimmtudagur 23. júní 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Hans Kirk:
25. dagur
En eins og þið vitið hefur hann sagt skýrt og skorinort
að hann væri kominn í próventu, eins og hann kallar
það. Auðvitað fer ég til hans strax og tími minn leyfir
og tala við hann, en það veröur ekki aftur snúið. Það
varð að taka skjóta ákvöröun og ég leit svo á aö mér
bæri að verða við óskum ríkisstjórnarinnar. Það vannst
ekki heldur tími til að ná í ykkur, þótt þið séuð meöeig-
endur í fyrirtækinu. Ég vona að þið misvirðið það ekki
við mig, en það þurfti að hafa hraðan á, mjög hraðan á.
Og eins og þið vitið hefur pabbi ætlazt til þess að ég
liefði úrskuröarvaldiö í þeim málum sem varðar rekstur
fyrirtækisins.
— Nei, vitaskuld var hið eina skynsamlega að taka að
sér verkið, ef eitthvaö er þá upp úr því aö hafa, sagði Jó-
hannes. Annars verður einhver annar til að hremma bit-
ann. Auk þess lítur út fyrir að þeir ætli að ganga með
sigur af hólmi. Og þá er sjálfsagt að koma sér vel viö þá.
— Ég get þá slegið því föstu að þið samþykkið gerðir
mínar, sagði Tómas. Á þessum erfiðu tímum er mér það
mikill styrkur að vita systkinin standa meö mér.
— Og það gerum við, Tómas, þú ert slyngur fjármála-
maöur og hefur bein í nefinu, sagði Jóhannes. Við treyst-
um því alltaf að þú stjórnir fyrirtækinu með prýði.
— Þakka þér fyrir, Jóhannes. Og hvað um þig, Emm-
anúel?
— Jú, mikil ósköp, ég viöurkenni dugnað þinn, sagöi
Emmanúel vandræðalega. Eins og þú veizt hef ég ekki
mikiö vit á viðskiptum og ég treysti þér fullkomlega. En
að byggja hernaðarmannvirki .... er það ekki næstum
eins og að berjast með Hitler í styrjöldinni. Ég á við ....
það eru ekki friðsamlegar farþegaflugvélar sem fara um
þessar flugbrautir. Og Þjóöverjarnir hafa þó hertekið
okkur með vopnavaldi ....
— Þetta mál hef ég rætt við sjálfan forsætisráðherra
landsins í gær sagði Tómas gramur. Ég hef í höndum
skriflega yfirlýsingu hans um það, að okkur beri að taka
verkið að okkur. Við erum, eins og þú kemst réttilega að
orði, þjóð sem hernumin hefur verið með vopnavaldi, og
við getum þvi viðurkennt þá staðreynd að við erum fáir
og smáir og verðum að hlýða. Þetta er álit ríkisstjórnar-
innar og ég taldi mér skylt að beygja mig fyrir því sem
sannur Dani.
— Þú mátt ekki reiðast mér, Tómas, ég efast ekki um
hinn heiðarlega tilgang þinn, því fer svo fjarri, sagði
Emmanúel. En væri það ekki sanngjarnast og virðuleg-
ast ef við létum hjá líða að hagnast á þessari vinnu fyrir
Þjóðverjana, sem við erum neyddir til aö takast á hend-
ur?
— Þetta er nú sú brj álæöislegaSta uppástxmga sem ég
hef nokkru sinni heyrt, sagöi Jóhannes reiðilega. Viltu
að við vinnum fyrir ekki neitt?
— Já, svaraði Emmanúel og Tómas Klitgaard brosti.
— Heyrðu nú, Emmanúel, þú lifir ekki á loftinu einu,
sagði hann. Þú tekur sjálfur út þokkalega upphæð úr
fjárhirzlu fyrirtækisins. Þú styrkir á göfugmannlegan
hátt nútíma skáldskap og listir, þú hefur áhuga á menn-
ingarlífinu og einhver verður að hafa það. En ef við
megum' ekki ætla okkur sanngjaman — taktu eftir að
ég segi sanngjarnan — hagnað, þá verðurðu að gera
svo vel að segja upp þessari vistlegu íbúö og ráða þig í
vinnu sem skrifara ef þú getur þá fengið nokkra atvinnu
á þessum tímum. Tillaga þín ber vott um göfugt hugar-
far, en hún er óframkvæmanleg. Okkar á milli sagt er-
um við fólk í góðum efnum, en án hagnaðar, sanngjarns
hagnaðar .... nei, kæri Emmanúel, það er óhugsandi.
— Aldrei hef ég heyrt aðra eins fjarstæðu, þú ert
hreinasti hálfviti, Emmanúel, hvæsti Jóhannes og af
svip hans var helzt að sjá sem hann langaði til að kyrkja
með eigin hendi þennan fáráð sem hann átti að bróður.
Svo sannarlega eigum við aö græða sem allra mest á því.
— Þar skjátlast þér, Jóhannes, sagði Tómas. Við eig-
um alls ekki að græða sem allra mest á því, vegna þess j
aö við tökum ekki þátt í því að hagnast á óláni okkar i
í gegn um járnljaldið
Framhald af 5. síðu.
hjónin bjuggum í og farin að
athuga töskuna mína. Þar var
allt í röð og reglu, en einn
hlut vantaði þó, það var blokk-
in sem ég hafði skrifað í upp-
lýsingar þær er við fengum á
hinum ýmsu stöðum sem við
heimsóttum í Ráðstjórnarríkj-
unum, hana hafði tollverðinum
í Prestwick þótt varlegra að
taka.
Sinfóníutónleikar
Framhaid af 4. síðu.
Hér er á ferðinni hljómsveitar-
stjóri, sem kann til hlítar sitt
starf. En það verður líka að
viðurkenna, að hann liefur til
umráða ágætt hljóðfæri, þar
sem Sinfóníuhljómsveitin er.
María Markan-Östlund söng
óperulög eftir Verdi, Wagner,
Mozart og Weber með sinni
háu, björtu og skæru sópran-
rödd. í tveinmr fyrri lögunum,
Aríu Leonóru úr óperunni
“Vald örlaganna” eftir Verdi og
Drauini Elsu úr óperunni
“Lohengrin” eftir Wagner
naut söngkonan sín ekki tii
fullnustu. Miklu fastari tökum
náði hún á Kavatínu greifa-
frúarinnar úr “Brúðkaupi Fig-
arós” eftir Mozart og ekki sízt
Aríu Agötu úr “Töfraskyttuni”
eftir Weber. Hljómsveitin að-
stoðaði söngkonuna með ágæt-
um undirleik.
B. F.
NIÐliRSUÐU
VÖRUR
TIL
Herra-
regnkápur
Verð kr. 90.00.
Toledo
Fishersundi
SÖL’JTURNINN
viS Ainaihól
Rafvirkjtsr
Viljum- ráða 1 — 2 góða rafvirkja. Gott kaup.
SKINFAXI h.f.
Klapparstíg 30.
DðOUN VFIR AFRlKU
liefnist litkvikmynd, sem Emanuel Petersen frá Austur-
Afríku sýnir í Aðventkirkjunni föstudaginn 24. júní
kl. 8.30 e. h.
AUir velkomnir.
Tilboð óskast
í 2 tengivagna burðarmagn 14—20 tonn. — Vagnarnir eru
til sýnis hjá Sæmundi Jónssyni, Keflavík, sími 466. Tilboð
verða opnuð á skrifstofu vorri föstud. 24. þ. m. klukkan
11 f. h..
Sala setuliðseigna ríkisins.
Pan Ámerican World Airways
UGGUR LEIÐIN
i:
i:
FlugVél frá PAN AMERICAN mun í þessum mánuði
fljúga 50.000. ferð flugvéla félagsins yfir Atlanzhafið.
PAN AMERICAN flugfélagið notar aðeins hinar
heimsfrægu Douglas DC—6B og Boeing Stratocruiser
flugvélar með loftþrýstibúnum (pressurized) farþega-
klefum, svo að hjartveikt fólk finnur ekki til neinna óþæg-
inga, þótt flogið sé í 22000 feta hæð.
PAN AMERICAN hefur vikulegar ferðir um Kefla-
víkurflugvöll til Norðurlanda og New York. Fargjöldin
má greiða í íslenzkum krónum. Útvegum endurgjalds-
laust hótelrými fyrir þá, er þess óska.
AÐALUMBOÐSMENN veita allar upplýsingar og
annast farmiðasölu.
G. Helgason & Melsted h.f.
SlMAR 80275 — 1644. HAFNARSTRÆTI19
stíg 19.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) —
Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson,
Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu-
Sími: 7500 (3 línur). — Áskriftarverð kr. 20 á mán. í Rvík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
þJÓOVIUINN