Þjóðviljinn - 03.07.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 03.07.1955, Side 3
Sunnudagur 3. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 12. landsleikur Islendinp í knatt- spyrnu í kvöld - sá fjórli ¥ið Dani I kvöld keppa Danir og ís- lendingar í fjórða sinn í knatt- spyrnu. Fyrri leikirnir hafa allir endað með sigri Dana. Danmörk er eina landið í norðri sem Islendingum hefur ekki tekizt að sigra, enn sem komið er.'Danska knattspj'rnu- landsliðið hefur alltaf um langa tíð verið skipað góðum mönnum, og þó þá skorti e. t. v. í dag ,,stjörnur“ sem áður Voru til, er lið það sem þeir tefla fram gott. Það vekur nokkra athygli að aðeins einn keppandi er úr Kaupmanna- hafnarfélagi, og muh það benda til þess að ” knattspyrnan utan höfuðborgarinnar sé í örum vexti enda hafa félög utan Hafnar sigrað í I. deild nú tvö ár í röð. Möguleiltar á íslenzkum sigri? Hvemig svo sem leikar kunna að fara og hvernig svo sem lið Islands fellur saman er til leiks kemur þá er' það mín skoðun að það haf a'd 'ei verið skipað betri einstakling- Xim. Víst er að það hefur aldrei haft meiri reynslu, eða betri undirbúning en nú. Sjálft val liðsins hefur að því er séð verður tekizt vel. Þó virðist manni sem Hreiðar Ársælsson hefði fremur átt að vera hægri bakvörður en Kristinn eftir leikjum beggja í vor að dæma og svo leikreynslu. Engan veg- in skal spáð illa fyrir Kristni Fyrri landsleikir Islendinga 1946 ísland—Danmörk 0:3 1947 ísland—Noregur 2:4 1948 Island—Finnland 2:0 1949 Danmörk—Island 5:1 1951 ísland—Svíþjóð 4:3 1951 Noregur—Island 3:1 1953 Island—Austurríki 3:4 1953 Danmörk—ísland 4:0 1953 Noregur—Island 3:1 1954 ísland—-Noregur 1:0 1954 Svíþjóð—Island 3:2 hann er mikið og gott efni og getur alveg skilað ágætum leik. Það gerir því ekkert til þó maður sé svolítið bjartsýnn, og ég er því ekki þeirrar skoð- unar að Danir séu fyrirfram búnir að sigra í þessari við- ureign. Miðað við það að okkar menn leika á möl og á heima- Bíkarður Jónsson Hann leikur sinn 11. lands- leik í kvöld. velli, með þeim undirbúningi sem þeir hafa, er víst að þeir hafa aldrei haft betra tæki- færi í leik gegn Danmörku en einmitt nú. Það er því mikils virði fyrir liðið að það finni sig, leikmenn finni hvern ann- an, ao framverðir nái örugg- um tökum á miðju vallarins og verði góður bindiliður milli sóknar og varnar. Ungir og frískir —. Einn úr liði Dana var með í fyrsta leik þeirra hér 1946 og það er Aage Rou Jensen og er hann fyrirliði liðsins. Annars eru margir hinna dönsku leikmanna ungir og hafa leikið tiltölulega stutt í landsliði. Jens Peter Hansen er þó undantekning, hann lék fyrsta leik sinn við íslendinga í Árósum 1949 og hefur leikið 28 landsleiki. Er J.P. Hansen mjög snjall maður og líf og sál framlínunnaf og fær Guðjón Finnbogason nóg að gera við að gæta hans. Per Henriksen er líka undan- tekning, hann hefur leikið í langan tíma í marki Dana og er talinn einn bezti markmaður í Evrópu. Islenzka landsliðið Helg't Daníelsson, Val, er 22 ára. Hefur leikið i meistaraflokki Vals 5 fjögur ár sem markvörður. Hann hefur leik- ið þrjá landsleiki og fjórum sinn- i úrvalsliðum K.R.R. Kristinn Gunnlaugsson, í. A., Akranesi, er 20 ára. Hann byrjaði að leika í meistiaraflokki 1954. Halldór Halldórsson, Val, er 24 ára. Hefur leikið í meistaraflokki Vals í mörg ár. Hann hefur leikið þrjá landsleiki og verið fimmtán sinnum í úr- vaisliði KJR.R. Sveinn- Teitsson, 1. A., Akranesi, er 24 ára. Hefur leikið í mörg ár í meistaraflokki 1. A. Hann hefur leikið fjóra landsleiki. Einar Halldórsson, Val, er 32 ára. Hefur leikið með meistarafl. Vals, bæði sem inn- herji og miðframvörður. H'ann hefur leikið fjóra landsleiki og 8 sinnum í úrvalsliðum K.R.R. Guðjón Eiiuibogason, i. A., Akranesi, er 27 ára. Hefur leikið með meistaraflokki i. A. í mörg ár. Hann hefur leikið fjóra landsleiki. Ritsíjóri: Frimann Helgasan Halldór Sigurbjörnsson, I.A., Akranesi, er 21 árs. Hefur lengi leikið í meistaraflokki i. A. Hann hefur leikið einn landsleik. Bíkarður Jónsson, í. A., Akranesi, er 25 ára. Lék í mörg ár með Knattspyrnufélag- inu Fram. Síðan 1950 hefur hann ieikið í meistaraflokki i. A. Hann hefur leikið tíu landsleiki og átta sinnum í úrvalsliðum K.R.R. Þórður I»órðarson, Í.A., Akranesi, er 24 ára. Hefur leikið sem miðframherji í meist- araflokki i. A. í mörg ár. Hann hefur leikið sex landsleiki. Albert Guðmimdsson, Val, er 31 árs. Lék í mörg ár í meistai'aflokki Vals, en gerðist síðan atvinnumaður í knattspyrnu. Hann hefur nú aftur fengið á- hugamannsréttindi. Hefur leikið tvo landsleiki og leikið 9 sinnum í úrvalsliðum K.R.iR. Ólafur Hannesson, K. R., er 28 ára. Hefur leikið í meistaraflokki K. R. í tólf ár. Hann hefur leikið fjóra lands- leiki og verið fjórtán sinnum í úrvalsliðum K.R.R. LYFJABUÐIR Holts Apótelt | Kvöldvarzia til | kl. 8 alla daga Apótek Austur- | nema laugar- bæjar | daga til ki. 4. * LIÐ ÍSLANDS 1 Helgi 1 Kristinn Halldór H. Sveinn Einar Guðjón Halldór S. Ríkarður Þórður Albert Ólafur P Pedersen AR Jensen O Andersen JP. Hansen E Nielsen J Olesen J Jörgensen E Jensen B Larsen J Amidsen 1 P Henriksen LIÐ DANMERKUR (?■ ■ ■■ Skipaútgerð ríkisins Hekla er á leið frá Kristiansand til Færeyja. Esja fer frá Rvík á morgun austur um land í hring- ferð. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið fer frá Rvík um hádegi á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill er í Álaborg. Elmskip Brúarfoss fór frá Rvík í gær til Seyðisfj., Norðfj., Eskifj., Reyð- arfj., Fáskrúðsfjarðar og þaðan til New Castle, Grimsby, Boulogne og Hamborgar. Dettifoss fór frá Isafirði í gær til Flateyjar, Siglu- fjarðar og þaðan til Leníngrad. Fjallfoss fór frá Húsavílc 30. fm. til Bremen og Hamborgar. Goða- foss fór frá Akranesi í gær til Rvíkur. Gullfoss fór frá Rvík í gær til Leith og Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss fór frá Vestmanna- eyjum í gær til Keflavíkur og Rvíkur. Reykjafoss hefur væntan- lega fiarið frá Rotterdam 1. þm. til Leith og Rvíkur. Selfoss fór frá Akureyri i gær til Siglufjarð- ar, Húsavíkur, Raufarhafnar, Þórshafnaí' og þaðan til Svíþjóð- ar. Tröllafoss fór frá jN. Y. 28. fm. tii Rvíkur. Tungufoss fór frá Húsavík i gær til Siglufjarðar og Raufarhafnar og þaðan til út- landa. Drangajökull fór frá N. Y. 24. fm. til Rvíkur. □ I dag er sunnudagurinn 3. júlí. Cornelius — 184. dagur ársins. — Árdegisliáflæði kl. 5.14. Síðdegis- háflæði kL 17.33. Tjarnargolflð Opið á helgidögum jklukkan 10— 10 og virkum dögum kl. 2—10. 9 30 Morgunútvarp — Fréttir og tónh tékknesk og rúss- nesk tónl. — 10.10 Veðurfr.: a) Ser- enate í E-dúr, op. 22 eftir Dvorsjak (Prag Soloists Orchestra. Talich stjórnar). b) Drykkjusöngur og polki úr óper-1 unni Selda brúðurinn eftir Smet- ana (Einsöngvarar, kór og hljóm- sveit þjóðleikhússins i Prag. Vasata stjórnar). c) Bæheimskur dans og polki fyrir píanó eftir Smetana (Frantisele Rauch ieik- ur). d) Slóvakísk þjóðlög (Söngv- arar og hljómsveit Lucnica-flokks- ins flytja). e) Carnival, forleikur op. 92 eftir Dvorsjak (Czech Phil- harmonic Orchestra. Talich stj ). f) Þrír kirkjulegir söngvar eftir Kedrow og Bortnia.nsky (Kór rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í París flytur). g) Thamar kóngs- dóttir, sinfónísk ljóð eftir Bala- kirev. (Sinfóníuhljómsveitin í London leikur. Fistouiari stjórn- ar). h) Tilbrigði við rokkokó-stef eftir Tschaikowsky, op. 33 (M. Gendron leikur á selló með aðstoð hljómsveitar). i) Ivan grimmi, svíta fyrir hljómsveit eftir Rim- sky-Korsakov (Sinfóníuhljómsveit- 'in í London leikur. Fistoulari stjórnar). 14.00 Messa í Hafnai'- fjarðarkirkju: Minnzt 40 ára af- mælis kirkjunnar og nýtt kirlcju- orgel vígt. Prestur: séra Garðar Þorsteinsson. Organleikari: Páll Kr. Pálsson. 15.15 Miðdegistón- leikar pl.: a) Tónlist eftir Sibe- lius við leikritið Svanhvít eftir Strindberg. Hátíðarhljómsv. Sibe- liusarvikunnar leikur. Nils-Eric Fougstedt stjórnar. b) Gerhard Húsch syngur. c) Sjávarmyndir, op 37 eftir Elgar. Gladys Ripley syngur. Philharmonía hljómsveit- in leikur. Georg Weldon stjórn- ar). 16.15 Fréttaútvarp til Islend- inga erlendis. 16.30 Veðurfr. 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). 19.25 Veðurfr. 19.30 Tónleikar: José Iturbi leikur á píanó pl. 20.20 Tónleikar: Dansk- ir og islenzkir kórar syngja pl. 21.00 Auglýst síðar. — 22.20 Dans- lög pl. — 23.30 Dagskrárlok. Leiðrétting. — 1 grcin á 4. síðu Þjóðviljans í fyrradag urðu prentvillur. Málsgrein í fremsta dálki greinarinnar er rétt þannig: „Engin stjórnmál eru Alþýðu- sambandi Islands óviðkomandi. Sjálf starfsemi þess byggist á þeirri forsendu að verkalýðsfé- lögin fái að starfa frjálst og óhindrað — og það er pólitiskt atriði hvort þau fá að gera það eða ekki. I janúar 1942 bannaði t. d. ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar starfsemi verkalýðssamtakanna að ltauphækkunum að viðlagðri fangelsun verkalýðsleiðtoganna og upptöku félagssjóðanna.“ I 2. dálki átti að standa: „Stjórn Alþýðusambands Is- lands hefur að sínu leyti haf- izt handa um viðræður um myndun ríkisstjórnar í landinu, sem alþýðusamtökin gætu stutt.“ Nætui'vörSur í Laugavegsapóteki, simi 1618. Helgidagslækuir er í da.g tílfar Þórðarson, Báru- götu 13, sími 4378. LroltnavarfSstofan er opin frá kl. 6 síðdegis til 8 árdegis, simi 5030. títvaxpið á morgun: 19.30 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum. 20.30 Útvarpshljómsv. (í>órarinn Guðmundsson stjórn- ar). a) íslenzk alþýðulög. b) Wein Weib und Gesang, vals eft- ir Johan Strauss. 20.50 Um dag- inn og veginn (Magnús GÍslason námsstjóri). 21.10 Einsöngur: Þuriður Pálsdóttir syngur, Weiss- happel leikur undir. 21.30 Iþrótt- ir (Sigurður Sigurðsson). 21.45 Búnaðarþáttur: Svarað spurning- um um ræktunarmál. (Agnar Guðnason ráðunautur). 22.10 Með báli og brandi, saga. (Skúli Bene- diktsson stud. theol.). 22.30 Tón- leikar: Fiðlukonsert eftir Ernst Bloch. (Joseph Szigeti og hljóm- sveit Tónlistarháiskólans í Paria leika, Charles Munch stjórnar — plötur). 23.00 Dagskrárlok. f Hjónunum IngU björgu Ingvars- dóttur og Halldóri Jóhannssyni Kára- stíg 9A fæddist 16 marka dóttir 20. Hjónunum Rögnu Pálsdóttur og Gunnari Ingvarssyni Laugateig 29 Reykjavík fæddist 16 marka, dóttir 14. apríl s.l. Ivvenfélag Háteigssóknar fer skemmtiferð til Skálholts um Þingvelli, miðvikudaginn 6. þ. m. Lagt af stað klukkan 1 e. h. — Upplýsingar í símum 5216, 1813 og 6086. júni s. 1. 4 íþróttavellieum í kvöld kl. 8 Dómari: hr. P. GUNDERSEN írá Noregi Aðgöngumiðar: Stúka 50 kr, stól- ar 35 kr„ stæði 20 ’kr., börn 5 kr. K 1 II S

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.